Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 25

Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981. 37 „Þeyrhefur breytzt úrefnilegri hljómsveití frábæra" Vika er e.t.v. ekki langur tími á mœlikvarða mann- fólksins en virkar sannarlega eins og heil eilífð þegar beðið er eftir plötu með Þey. Litla tveggja laga platan. Útfrymi, sem kynnt var fyrir blaðamönnum á sumar- daginn fyrsta og átti að koma I verzlanir I gær, hefur tafizt af ýmsum orsökum og verður því ekki á ferðinni fyrr en um miðja næstu viku. Maður getur þó alltént huggað sig við að hafa segulbandsupptöku af lögunum tveimur, en fyrir þá sem enn hafa ekki heyrt þessi lög er vikubið þess virði. Platan er sannkölluð sumargjöf. Ég fór ekki ýkja hástemmdum lýsingarorðum um frammistöðu Þeys á tónleikum SATT í Austurbæjar- bíói fyrir tæpum tveimur vikum en á tónleikum sem efnt var til á sumardaginn fyrsta á Borginni kvað við allt annan tón. Það villti mér illa heyrn í Austurbœjar- bíói að hljóðblöndun var handónýt og ekki bætti úr skák að kerfið var ekki allt í notkun. Það er ekki neinum blöðum um það að Jletta að á fjórum mánuðum rúmum hefur Þeyr breytzt úr efni- Jegri hljómsveit I hreint frábæra. Það er kannski ekki gott fyrir svo unga hljómsveit að fá slíkt lof en trauðla verður hjá því komizt, því Útfrymi er hreinasta ger- semi að minu mati. Fyrra lagið (þessi margumtalaða A - hlið) er Live Transmission, sungið á ensku og tileinkaö fyrrum söngvara Joy Division, lan Curtis, sem ekki er reyndar lengur á meðal jarðarbúa. Mig skortir nógu sterk lýsingarorð tilað lýsa þessu lagi. Hitt lagið, Heima er bezt, er ekki eins sterkt en engu að síður merkt framlag til íslenzkrar popptónlistarsögu — rétt eins og Live Transmission. Það hefur reynzt Þey gifturíkt að fá Þorstein Magnússon (fyrrum Eik-ara) til liðs við sig. Tilkoma hans hefur fært Þey rokkaðra yfirbragð en áður og hann fellur ákafega vel inn I heildina. Ekki svo að skilja að hinir meðlimirnir séu neinir aukvisar — fjarri þvi. Gulli skapar gott mótvægi i gítarleiknum við Steina því stíll þeirra er mjög ólíkur. Steini að mínu mati meiri rokkgítarleikari og bar leikur hans á Borginni þess vel merki. Gulli er með stíl sem er meira i ætt við nýbylgj- una. Þá er samspil þeirra Hilmars á bassanum og Sig- tryggs trommuleikara pottþétt og báðir tveir hafa á skömmum tima skipað sér í fremstu röð hljóðfæraleik- ara á sínu sviði. Sigtryggi hætti þó endrum og eins tilað „ofkeyra” sig á Borginni en það varpaði ekki skugga á frammistöðu hans. Það tekur nokkurn tíma að venjast söng Magnúsar sem er vægast sagt sérstæður. Hann hefur gott vald á röddinni, beitir henni skemmtilega og skilarsínu með prýði. Hljóðfæraleikurinn á Útfrymi er nœr hnökralaus en ég er ekki fyllilega sáttur við upptökuna sem fór fram í Stemmu. Hins vegar er „sándið" kærkomin tilbreyting frá hinu þreytta „sándi” Hljóðrita. Með þessu framlagi sínu hefur Þeyr skipað sér á bekk með stjörnum islenzkrar poppsögu og á ekki langt I land með að þoka sérað hlið jöfranna, Þursanna og Utangarðsmanna. Ef þetta er það sem koma skal er vissara að fara að setja sig i stellingar ogbíða stórrar plötu með eftirvæntingu. SS\ >. IKARUS AFTIIR A FLUGI Sýning Birgis Andréssonar í Nýlistasafninu Birgir Andrésson heitir myndlistar- maöur sem var talsvert atkvæðamik- ill meðal ungra nýlistarmanna fyrir fjórum eða fimm árum, en hefur haft hljótt um sig vegna brauðstrits allra síðustu ár. Sá timi hefur þó ekki farið alveg tíl spillis, ef marka má einka- sýningu þá sem Birgir heldur nú í Ný- listarsafninu (til 2. maí), heldur hefur víðtæk þjálfun hans í tækniatriðum blaðaheimsins kennt honum ýmislegt varðandi efnismeðferð og framsetn- ingu hugmynda. Þegar ég sá síðast til hans var Birgir e.t.v. ekki í hópi fullmótaðra myndlistarmanna enda nýsloppinn úr skóla. Þó var í margvíslegum og sundurleitum verkum hans að finna ríka efniskennd sem stakk í stúf við Myndlist AÐALSTEIIMINJ INGÓLFSSOIM ■ ■ «í?SStgfi|* ■Ví? < tVý. , ’ 'j\< * ■ í £2» . Í ■' *■ Frá sýnlngu Blrgis I Nýlistasafnlnu. (DB-mynd Elnar Ól.) huglæg áhugamál margra félaga hans. Sú kennd hefur auðsjáanlega lifað af mögru árin og er kannski það sem setur sterkastan svip á þessa sýningu hans. Með „efniskennd” á ég við að Birgir hugsar kannski fyrst og fremst í andstæðum ýmissa áþreifanlegra efna, í þessu tilfelli beina, vaxbúta, iímbanda, málmþynna, litkrítar o.fl. og það er í og með samspili efnanna í ákveðnu samhengi sem inntakið er falið. Ég segi „falið” af ásettu ráði, því Birgir vinnur hreint ekki með þekktar stærðir eða fer grónar götur i framsetningu hugmynda sinna. Ekki finnst mér fjarri lagi aö flokka hann meðal hinna svokölluðu ljóðrænu eða nýrómantísku nýlistar- manna. I verkum þeirra margra eimir enn eftir af hugarfari konseptlistar, nema hvað hin stranga rökfræði frumkonsepts er úr sögunni og úr- vinnslan er öll orðin tilfmningaleg, jafnvel léttúðug. Birgir byggir sitt verk einnig á einni hugmynd (kons- epti), sem er goðsögnin um íkarus, en hún er mörgum íslenskum mynd- listarmönnum reyndar hugstæð. Stórar og smáar endur En i staö þess að rekja úr henni garnirnar á skipulegan hátt, draga af henni ályktanir eða byggja á henni niðurstöður, þá býr Birgir til nýtt samhengi úr helstu þáttum hennar. Um leið og áhorfandanum er ljós þessi útgangspunktur listamannsins, fer að renna upp fyrir honum ljós- glæta. Gagnsæi þeirra efna sem Birgir notar, gagnsæi sýningarinnar allrar i skjannahvítum salnum (sem gerir alla myndatöku erfiða eins og sjá má . . .) gæti gefiö til kynna ein- Birgir Andrésson. hvers konar ljósvaka, vaxbútarnir eru tíl minnis um vængjabúnað fkarusar, riffiilinn gætí verið tíl marks um skotkraftínn i flugi þeirra feðga forðum, krossinn er gamalt sólartákn, öndin (stór og smá) er kannski íkarus sjálfur, minning hans eða eitthvaö i þá veru. Vaði ég í villu og svíma í þessum lýsingum, vona ég aö misskilningur minn sé „skapandi” og þar með fullkomlega heilbrigður. Allt um það er þessi sýning Birgis, ráðgáta sem hún annars er, einkenni- lega áleitin i einfeldni sinni og ljóö- rænum áminningum. - AI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.