Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 8
Jörð ti/sö/u Jörðin Hafurstaðir í A-Hún. er til sölu. Hlunnindi: lax- og silungsveiði og malar- tekja, bústofn og vélar geta fylgt. Uppl. í síma 95-4737. Auglýsing Bókasafnsfræðingur óskast til starfa í bókasafni Kennaraháskóla íslands frá 1. júní 1981 til ára- móta. Upplýsingar í síma 32290 á skrifstofutíma. Lausar stöður Ráðgert er að veita á árinu 1981 eftirfarandi rannsókna- stöður til 1 —3 ára við Raunvísindastofnun Háskólans. a) stöðu sérfræðings við efnafræðistofu. Sérfræðingnum er einkum ætlað að starfa að rannsóknum í lífrænni efnafræði. b) stöðu sérfræðings við jarðfræðideild jarðvísindastofu.. Sérfræðingnum er einkum ætlað að starfa að aldurs- ákvörðun á bergi. c) stöðu sérfræðings við jarðeðlisfræðideild jarðvísinda- stofu. Sérfræðingnum er einkum ætlað að starfa að rannsóknum í jöklafræði. d) stöðu sérfræðings við reiknifræðistofu. e) tvær stöður sérfræðinga við stærðfræðistofu. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækj- endur skulu hafa lokið meistaraprófi eða tilsvarandi há- skólanámi og starfað minnst eitt ár við rannsóknir. Starfsmennirnir verða ráðnir til rannsóknastarfa en kennsla þeirra við Háskóla íslands er háð samkomulagi milli deildarráðs verkfræði- og raunvísindadeildar og stjórnar stofnunarinnar og skal þá m.a. ákveðið hvort kennsla skuli teljast hluti af starfsskyldu viðkomandi starfs- manna. Umsóknir ásamt ítarlegri greinargerð og skilríkjum um menntun og vísindaleg störf skulu hafa borist menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 25. maí nk. Æskilegt er að umsókn fylgi umsagnir frá 1 —3 dómbærum mönnum á vísindasviði umsækjanda um menntun hans og visindaleg störf. Umsagnir þessar skulu vera í lokuðu umslagi sem trúnaðarmál og má senda þær beint til menntamálaráðuneytisins. mm , ,m Monntamalaraðuneytið, 22. mprH 1981. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981. Erlent I 0 Erlent Ronald Biggs, lestarræningjanum mikla, var fagnaö vel af sex ára gömlum syni sinum, Mikhael, er Biggs kom til Rio de Janeiro um síðustu helgi. Biggs hafði þá sloppið með skrekkinn er yfirvöld á Barbadoseyjum neituðu að framselja hann brezkum yflrvöldum eins og almennt hafði þó verið búizt við. Biggs á óafplánaðan þrjátiu ára fangelsisdóm i Bretlandi vegna þátttöku sinnar f lestarráninu mikla 1963. Fyrsta degi sfnum f Rio de Janeiro eyddu þeir feðgar á baðströndinni. Hagur Francois Mitterrands vænkast enn: GAULUSTAR LÝSA YFIR HLUTLEYSI — afstaða f lokksins veldur Giscard forseta miklum áhyggjum Hagur frambjóðenda sósíalista, Francois Mitterrand, í síðari umferð frönsku forsetakosninganna sem fram fara 10. maí næstkomandi vænkaðist enn í gær er Gaullistaflokkurinn RPR ákvað að taka ekki afstöðu f kosning- unum. Áöur hafði Kommúnista- flokkurinn lýst yfir stuðningi viö Mitterrand. Vitað er aö Giscard d’Estaing forseti þarf á öllum þeim atkvæðum að halda sem Chirac, frambjóðandi Gaullista, fékk í fyrri umferö kosninganna (um 18 prósent). Franska sjónvarpið sagði I gær að þessi afstaða gaullista gæti hæglega þýtt að Mitterrand, sem nú er í framboði til forseta í þriðja sinn, fari með sigur af hólmi hinn 10. maí. Bernard Pons, framkvæmdastjóri RPR, sagði að gaullistar skyldu hafa samvizkuna að leiðarljósi I sfðari um- ferð kosninganna. Áður hafði Jacques Chirac, leiötogi flokksins, lýst því yfir að hann hygðist sjálfur kjósa Giscard en kvaðst ekki mundu ráöleggja kjós- endum sinum hvernig þeir ættu að greiöa atkvæði. Vaxandi fjöldi gaullista hefur lýst þvf yfir að þeir ætli að kjósa Mitterrand í sfðari umferðinni. Giscard gerir sér tók hann að biðla til gaullista. ,,Ég augljóslega grein fyrir þeirri hættu sem einn er fær um að tryggja þá hefð sem hann er staddur í og þegar f gærkvöldi De Gaulle hershöfðingi kom á. ” Francois Mitterrand greiðir atkvxði í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna. Sigurlíkur hans hafa nú aukizt veruiega. Enn breytingar í forystu pólska Kommúnistaflokksins: Pinkowski sparkad úr flokksstjórninni Leiðtogar pólskra kommúnista ákváðu í gær, að víkja Jozef Pinko- wski úr framkvæmdastjórn Kommún- istaflokksins. Auk þess var ákveðið að halda flokksþing í júlímánuði næst- komandi. Brottrekstur Pinkowski, sem var við stjórn f Póllandi fyrstu sex mánuðina eftir að verkföll verkamanna hófust, er talinn liður f þeim málamiðlunum sem hafa átt sér stað á milli verkamanna og stjórnvalda að undanförnu. Tveir verkamenn voru nú skipaðir i framkvæmdastjórn flokksins. Skipa hana nú ellefu menn í stað tiu áður. Ríkisútvarpið lýsti þeirri breytingu sem „fyrsta skrefinu í þá átt að færa full- trúa hinnar vinnandi stéttar til æðstu metorða.” Fundur miðstjórnar flokksins sem haldinn var f gær einkenndist mjög af kröfum óánægðra fulltrúa um að full- trúum óbreyttra borgara yrði fjölgað. Jozef Plnkowskl, fyrrum forsætlsráö- herra. Hergagna- flutningar Sýrlendinga til Líbanon Abdel-Hallm Khaddam utan- rfkisráðherra Sýrlands er væntan- legur aftur til Beirdt innan fárra daga með tlllögur að lausn átak- anna f Llbanon. ísraelskar þotur gerðu árás á landsvæði f Lfbanon f gær fjórða daginn f röð og særð- ust 24 menn f stórskotaliðsbar- dögum f Suður-Lfbanon. Sýrlend- ingar hafa brugðizt við árásum ísraelsmanna, sem f fyrradag skutu nlður tvær sýrlenzkar þyrlur, með þvf að flytja sovézkar loftvarnabyssur til Lfbanon.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.