Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 10
10 _____________________DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30- APRÍL1981 Erlent Erlent - - • Erlent Erlent mm AFGÖNSKUM FLÓTTAMÖNNUM í INDLANN FJÖLGAR MJÖG —Þeirsem hafa peninga fara tillndlands ogreyna að komastþaðan til Bandaríkjanna—Hinir verða að gera sér að góðu flóttamannabúðir íPakistan Hundruð ungra Afgana sem flúðu land sitt til að komast hjá handtöku eða skráningu í herinn eru komnir tii Nýju Delhí á Indlandi í von um að komast þaðan til Bandaríkjanna þar sem þeir kjósa aðeignast nýtt heimili. Flóttinn hefur aukizt gífurlega frá því að vera ekki umtalsverður á síðasta ári (þ.e. til Indlands). Á hverjum degi hafa 15—20 afganskir flóttamenn samband við skrifstofu Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Nýju Delhí. Starfsmenn skrifstofunnar segja að 2,500 Afganir hafi skráð sig á skrif- stofunni frá því hún var opnuð i febrúarmánuði siðastliðnum. Ind- verskir embættismenn telja að það kunni að vera mörg þúsund flótta- menn í viðbót i landinu án þess að þeir hafi sótt um hæli sem pólitískir flóttamenn. Meirihluti afgönsku flóttamann- anna sem eru einkum ungt fólk hefur óskað eftir að fá að setjast að í Bandaríkjunum og starfsmenn bandaríska sendiráðsins segja að þangað hafi borizt yfir 1400 umsókn- ir frá afgönskum flóttamönnum. Öfugt við 1,7 milljón afganskra flóttamanna sem hafast við í flótta- mannatjaldbúðum í Pakistan búa flóttamennirnir í Indlandi við ágætar aðstæður, a.m.k. ef borið er saman við flóttamennina í Pakistan. Margir af flóttamönnunum sem komnir eru til Indlands eru af auð- ugum ættum og geta greitt fyrir fæði sitt og húsnæði þó skráðir flótta- menn fái tvo dollara á dag hver full- orðinn flóttamaður og hvert barn einn dollara frá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þrjátíu ára gamall heildsali frá Kabúl, sem óskaði eftir því að nafn hans kæmi ekki fram, sagðist ásamt fjölskyldu sinni enn lifa af þeim 3000 dollurum sem hann tók með sér frá Kabúl i fyrra. ,,Það var orðið erfitt að vera í Kabúl eftir að Babrak Karmal varð forseti (í stjórnarbyltingunni sem Sovétríkin stóðu á bak við í desember 1979). Það voru gerðar húsleitir að næturlagi og skotbardagar heyrðust alla daga. Eftir að menn stjórnar- innar heimsóttu okkur tvívegis ákváðum við að koma okkur úr landi,” sagði hann. Margir Afgananna í Lndlandi búa í stórum húsum eða hafa myndað hópa og leigt herbergi þar sem þeir elda sjálfir. Mohammad Akram, 23 ára gamall Aðbúnaður afganskra flóttamanna í Pakistan er mjög bágborinn. Sovézkir hermenn í Kabúl. „Það var orðið erfitt að vcra í Kabúl.” GUNNLAUGUR A. JÚNSS0N Afganskir skæruliðar halda enn uppi baráttu gegn sovézka hernum. verkfræðingur frá Kabúl, yfirgaf Afganistan eftir að hafa verið fimmtán daga í Pul-E-Charki fangelsinu, skammt frá Kabúl. ,,Ég gekk yfir fjöllin í fimm sólar- hringa og komst þannig til Pakistan og þaðan til Indlands,” sagði Akram. Hann var meðal 700 stúdenta og annarra ungra manna sem handtekn- ir voru í Kabúl í ágústmánuði síðast- liðnum fyrir að taka þátt í mótmæla- aðgerðum gegn Sovétríkjunum. Akram óttaðist að verða handtek- inn aftur og þess vegna lagði hann leið sína yfir fjöllin og út úr landinu. öfugt við ýmsa af félögum sínum átti hann peninga og þess vegna ákvað hann að halda til Indlands í stað þess að setjast að í flóttamannabúðunum í Pakistan. Hann er einn af örfáum sem gengið hafa yfir landamærin til að komast til Indlands. Flestir Afganarnir sem koma til nýju Delhí hafa getað út- vagað sér vegabréf í Kabúl og greitt fyrir það um 20.000 afghanis (um 500 dollara). Þeir hafa síðan komizt með áætlunarflugi úr landi. Það er ákaflega erfitt að komast yfir vegabréf en reyndum kaupsýslu- mönnum tekst það þó af og til, oft með því að þykjast þurfa á læknis- meðferð að halda í Indlandi, að þvi er einn afgönsku flóttamannanna sagði. í biðröðinni við skrifstofu Flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna eru afgönsku flóttamennirnir vei klæddir og tala ensku reiprennandi. En einn starfsmanna Flóttamanna- hjálparinnar segir: „Margir Afgan- anna sem hingað koma þjást af taugaveiklun og streitu og það er mjög dularfullt að margir þeirra þjást einnig af einhvers konar nýrnasjúk- dómi. Svo virðist sem streitan og taugaveiklunin minnki mótstöðuafl þeirra gegn þessum sjúkdómi.” Flestir flóttamannanna hafa ekki heyrt í fjölskyldum sínum mánuðum saman og efast raunar um að þeir muni nokkurn tíma heyra frá þeim. Flóttamannahjálpin segir sitt fyrsta verkefni vera að veita Afgön- unum nauðsynlega læknishjálp og sú Indira Ghandi. Indverska stjórnin sér ekki ástæðu til að amast við afgönsku flóttamönnunum. aðstoð ein mun fara nærri að ljúka við þá 250 þúsund dollarasemstofn- únin hefur til ráðstöfunar. Indverska stjórnin sem neitað hefur að fordæma Sovétríkin fyrir íhiutunina í Afganistan hefur sýnt afgönsku flóttamönnunum mikla þolinmæði. „Svo lengi sem þeir gera okkur ekki ónæði eða ganga gegn hagsmun- um okkar, þá er stefna okkar sú að leyfa þeim að dvelja hér,” sagði einn af embættismönnum stjórnarinnar. REUTERI V DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981. 1 Erlent Erlent Erlent Erlent I Roger Daltrey i titilhlutverkinu í rokk- óperunni Tommy. Reið- hjólsbíll Hér getur að líta bíl sem gæti reynzt hagstæður í orku- kreppu. Reyndar er þetta blanda af bíl og reiðhjóli því fyrirbærið gengur fyrir mann- afli og er stigið áfram með pedölum. Reiðhjólsbillinn er þessa dagana til sýnis á kaupstefnu í Mílanó á Ítalíu og er ekki eins gamall og hann litur út fyrir að vera. Hann er gerður úr plasti og er sagður einkar handhægur í lystigörðum og öðrum slíkum stöðum þar sem lítil umferð er. Ef ökumaðurinn verður of þreyttur að stiga pedalana getur hann notfært sér litla vél sem er í reiðhjólsbílnum. interRent Bílaleiga Akureyrar Akureyri: Tryggvabr. 14 - S. 21715, 23515 Reykjavík: Skeifan 9 - S. 31615, 86915 Mesta úrvalið, besta þjónustan Við útvegum yður afslátt á bílaleigubílum erlendis UiiJJIIAmWgBM SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI 20235. Roger Daltrey, söngvari Who, leikur síbrotamann Roger Daltrey, söngvari hljóm- sveitarinnar The Who, hefur tekizt á við mörg stór hlutverk í kvikmyndum síðanKenRusselnotaði hann í titilhlut- verkinu í rokkóperu Pete Townsend, Tommy. Nýjasta hlutverk Daltrey á hvíta tjaldinu er í myndinni McVicar sem byggð er á áhrifamikilli frásögn sam- nefnds fanga um sjálfan sig. Daltrey fer með aðalhlutverkið, leikur fangann McVicar. Hinn raunverulegi McVicar var á hápunkti glæpaferils síns dæmdur til fangavistar í 23 ár. Nú er hann frjáls ferða sinna og leggur stund á skólanám. Kvikmyndin fjallar um rán, flótta úr fangelsi og um þá sannfæringu Johns McVicar að hið eina rétta í lífinu sé að vera glæpamaður. Það er hans leið til að gera uppreisn gegn þjóðfélaginu. Þegar hann kemur i fangelsi smitar hann hugsunarhætti sinum út frá sér. John McVicar var síbrotamaður. Hann safnaði að sér dómum sem sífelit urðu þyngri og þyngri. Hann var jafn- an hafður í Durham-fangelsinu, einu þekktasta fangelsi Bretlands þar sem hættulegustu glæpamennirnir eru geymdir. En síðan breytist sannfæring hans. Hann tekur að íhuga hlutina og sjálfan sig og gerist heiðarlegur maður. Én þrátt fyrir það eru bækur hans alvar- legur áfellisdómur gagnvart brezku réttarkerfi sem að mörgu leyti er enn á miðaldastigi. Roger Daltrey I hlutverki Johns McVicar, I spennitreyju og með bundna fctur f einangrunarklefa. :

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.