Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 24
36 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981. Rúnar Bj. Jóhannsson fulltrúi jjármálaráðherra í stjóm Flugleiöa. „ Vona að ég geti látið eitthvað gott af mér leiða Rúnar Bj. Jóhannsson er annaö nýtt nafn sem heyrðist fyrst nú fyrir aðalfund Flugleiða hf. {siðustu viku. Hitt nafnið er Kári Einarsson sem viðtal var við hér á sfðunni i gær. Rúnar er fulltrúi fjármálaráðherra i stjórninni, en Kári /ulltrúi sam- gönguráðherra. Rúnar Bj. Jóhannsson hefur starfað hjá Rikisendurskoðun frá áramótun 1979-1980 sem deildar- Stjóri. Áður var hann við vinnu i Kaupmannahöfn, eöa eftir aö hann lauk námi þar 1 rekstrarhagfræöi 1978. „Ég er fæddur á Akranesi 13. nóvember 1949, og þar er ég uppal- inn. Ég fór i nám i Samvinnuskólann á Bifröst og síðan fór ég til Reykja- víkur að læra endurskoðun,” segir Rúnar. Hann er kvæntur Ebbu Arnórsdóttur og eiga þau sextán mánaða tvíbura. Rúnar er mikill skokkari enda fþróttir eitt af áhuga- málum hans. — En hvernig leggst það f þig að setjast f stjórn Fluglelða? „Það leggst ágætlega i mig. Mér fínnst spennandi aö fá að kynnast þessu og vona bara að ég geti látið eitthvað gott af mér leiða. Ég held að með þvi að beita sér og leggja vinnu sina af mörkum ætti maður að geta komið einhverju til leiöar. Staða Flugleiða er erfið og næstu mánuðir og næsta ár skipta sköpum i þvi hvaö verður i framtíðinni,” segir Rúnar. ,,Það er margt sem þarf að gera á næstunni eftir þvi sem segir i rekstraráætlun fyrir næstu mánuði. Sjálfur hef ég lengi haft áhuga fyrir málefnum Flugleiöa, lærði meira að segja hjá endurskoðanda þeirra, Guðna Gislasyni. Að visu var hann þá hjá Loftleiðum. Þá komu Flugleiðir einnig við sögu hjá mér á meðan ég var i námi i Kaupmannahöfn. Ég sá um flug fyrir íslendingafélagið. Meöal annars með þvi að gera samninga viö skrifstofuna um hópferðir til íslands. Einnig haföi ég afskipti af Flug- leiðum sl. haust sem ráðgjafi Baldurs Óskarssonar og Birgis Guðjónssonar er þeir könnuðu rekstrarstöðu fyrir- tækisins. Þau afskipti urðu meðal annars til að ég var valinn i stjómina auk annars. Má þar nefna að ég er starfsmaður fjármálaráðherra sem deildarstjóri hér i Rikisendurskoðun inni og einnig það að ég er flokks- bundinn i Alþýðubandalaginu,” sagði Rúnar Bj. Jóhannsson. -ELA Rúnar Bj. Jóhannsson situr i stjórn Flugleiða sem fulltrúi fjérmáiaráó- herra. Hár er hann á skrrfstofu sinni hjá rikisendurskoðun. DB-mynd Einar Ólason. Islenzk kona vekur athygli í Winnipeg fyrir höggmyndir: „ Var beðin að kennafrœgri listakonu að móta í leir” — segir Anna Bára Árnadóttir sem nú er ífríi á heima- slóðum Drekkhlaðinn kom báturínn í höfn með 7 tonn af fiski. „ Veiðin er alltafað aukast, "segir úrsmiðurinn... Cr úrsmíðinni í sjómennskuna: siðuna. Anna hóf nám hjá Listaháskólan- um í Winnipeg fyrir þremur árum og hefur vakið mikla athygli þar i borg. Var meðal annars komið upp einu af verkum hennar á skólalóðinni tíl sýnis, sem er afar sjaldgæft. Þá var Anna fengin tíl að kenna frægri Usta- konu i Kanada mótun. Og hún hefur hlotíð hæstu einkunnir i öllum sinum greinum og þykir afburða nemandi. Anna Bára er nýkomin hingað tíl lands tíl að gangast undir læknismeð- ferð. Hefur hún hugsað sér að vera hérlendis fram á haust. „Þetta er mjög erfitt nám en skemmtilegt. Til dæmis er hver kennslutimi samfleytt f þrjá tima og skylda er að taka 6—9 kennslutfma á viku. Auk þess verður nemandi að taka 4—5 námskeið yfir veturinn. Næsta vetur fer ég inn í sér- fag og þá verður kennslan enn erfiðari. Þá verður hún lika meira verkleg,” segir Anna. „Annars er mjög gott að vera námsmaður i Kanada. Aðstaöa fyrir böm er frábær og ókeypis fyrir börn námsmanna á dagheimiU. Hins vegar vandast máUð þegar náminu er lokið, þvi ógjörningur er að fá atvinnuleyfi. Núna er eiginmaður minn búinn í sinu námi og aUs óvfst hvort hann fær vinnu. Þetta er vegna þess hve mikiö atvinnuleysi er i Kanada. Náms- mönnum erlendis frá hefur fækkað mikið út af atvinnuleysinu. Ég er eini Íslendingurinn í Ustaskólanum sem kem beint frá íslandi. Og ennþá á ég tvo vetur eftir í skólanum,” segir Anna Bára. Margar sýningar hafa veriö haldnar á verkum önnu I skólanum en hún hefur ekki haldið einkasýn- ingu enn sem komið er. Mjög sjald- gæft er að konur leggi fyrir sig högg- myndalist, en Anna heggur bæði i stál og stein. Þá hefur hún einnig fengizt við keramik, málun og tau- þrykk. -ELA „Þetta er lífið ” — segir Ulrich Falkner sem keypti bát til að fá tilbreytingu í hversdagslífið „Ég hafði alltaf mikinn áhuga fyrir aö læra höggmyndaUst. Ég vann hjá Samvinnubankanum áður en ég fór utan, en áður hafði ég verið tvö ár i Listaskólanum Myndsýn, sem siðan var lagður niður. Einnig var ég um tlma i Ásmundarsal. Er við fluttum til Kanada fyrir þremur og hálfu ári var það vegna þess að eiginmaður minn, Jónas Þór, var að fara i nám. Fyrsta árið okkar í Kanada var ég húsmóðir, en við eigum tvær dætur sem nú eru 5 og 7 ára,” sagði Anna Bára Árnadóttir i samtaU við Fólk- Anna Bára Árnadóttir hefur vakið mikla athygh í Winnipeg fynr verk sin. Hár er hún ásamt dœtrum sínum tveimur Katrínu SifÞór tilhœgri og Elsu MaríuÞór. DB-mynd Bjarnlerfur. Stundum verða menn leiðir á ævi- starfinu og kjósa að fá tilbreytingu um stund. Þó er þaö vafalaust sjald- gæft að menn sem aUa tfö hafa unnið við afar fínlega vinnu rífi sig upp, kaupi bát og fari á sjóinn. Þetta gerði úrsmiðurinn kunni, Ul- rich Falkner. Hann langaöi í smátíl- breytingu, keyptí sér 29 tonna bát, Arnarborg RE 27, og er nú skipstjóri á bátí sinum með fimm menn í vinnu. Sveinn Þormóðsson ljósmyndari DB var á röltinu um höfnina i vikunni er hann sá bátinn koma drekkhlaðinn af fiski tíl hafnar. Þar var úrsmiðurinn að koma i land með 7 tonn af fiski, er veiddist rétt utan við höfnina. „Þetta er dásamlegasta Uf sem ég hef komið nálægt, þetta er lifið,” sagði Ulrich, er hann steig i land sæil og glaður eftir útíveruna. ,,Við höfum aflað mjög vel, veiðin er alltaf að stórlagast.” Ulrich var þó ekki eins ánægður með þá ákvörðun að leyfa eigi veiði með snurvoð. „Það verður tíl að drepa niður aUa veiði,” sagöi hann. „En ég er bjartsýnn, veiðin er alltaf að aukast og þetta starf er skemmti- legasta tUbreytíng,” sagði úrsmiður- inn. Sjómennsku ætíar hann þó ekki að stunda nema um tíma þvi verzlun- in kallar og viðskiptavinirnir. -ELA ...og sæll og gtaður eftir útiver- una brosir hann á móti sjómennsk- unni og Hfinu. DB-myndir S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.