Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981. Allir þingmenn Reykvíkinga bíða svars samgönguráðherra vegna skrefatalningarinnar: ALLS ÓFULLNÆGJANDIUPP- LÝSINGAR UM FRAMKVÆMD SKREFATALNINGAR Á SÍMA — kröf u verður að gera um upplýsingarnar vegna aukins kostnaðar símnotenda á höf uðborgarsvæðinu Allir þingmenn Reykjavíkur, tólf að tölu, skrífuðu Steingrími Her- mannssyni samgönguráðherra bréf vegna fyrirhugaðrar skrefatalningar síma. Bréf þetta var skrifað 30. marz sl. og í þvi er vitnað til fyrra bréfs nokkurra þingmanna frá 12. marz þar sem þess var farið á leit við sam- gönguráðherra að fá upplýsingar um ýmis framkvæmdaatriði varðandi fyrirhugaða skrefatainingu. í svari samgönguráðuneytisins við fyrra bréfinu er visað til bréfs Póst- og símamálastofnunarinnar, dags. 17. marz, þar sem fram komu ýmsar tæknilegar upplýsingar sem snerta nokkur framkvæmdaatriði varðandi skref ataln inguna. Þingmennimir töldu að þetta svar- aði að mjög takmörkuðu leyti þvi Geir Hallgrimsson, fyrsti þingmaður Reykvíkinga, ávarpar konur þær sem af- hentu þingmönnum mótmælaundirskriftir gegn skrefatalningunni. Með Geir má sjá þrjá aðra þingmenn Reykvikinga, Benedikt Gröndal, Birgi Isleif Gunnarsson og Ólaf Ragnar Grfmsson. DB-mynd Sigurður Þorri. sem óskað var eftir i bréfinu frá 12. marz og sendu þvi hið siðara. Þótt mánuður sé liðinn frá þvi að það bréf var sent hefur enn ekki borizt svar samgönguráðherra. I síðara bréflnu segir m.a. að fram komi i svari ráðuneytisins, sem barst 27. marz, að það hafi ekki tekið að svo stöddu afstöðu til ýmissa þeirra framkvæmdaatriða sem tilgreind eru i greinargerð Póst- og símamála- stofnunarinnar. Sfðan segir: „Þingmenn Reykvikinga telja að um alls ófullnægjandi upplýsingar sé að ræða varðandi framkvæmdina á fyrirhugaðri skrefatalningu. Við fyrirhugaða breytingu, sem hefur í för með sér aukinn kostnað fyrir símnotendur höfuðborgarsvæð- isins, verður að gera þá kröfu að fyrir liggi upplýsingar um alla þá kosti sem fyrir hendi eru við framkvæmdina. Hér með er óskað eftir að þeir val- kostir verði kynntir þingmönnum Reykvikinga og fullt samráð verði haft við þá um alla framkvæmd málsins áður en endanleg ákvörðun verður tekin.” Undir þetta bréf skrifa Jóhanna Sigurðardóttir, Friðrik Sophusson, Ólafur Ragnar Grímsson, Jón Bald- vin Hannibalsson (varamaður Bene- dikts Gröndals), Geir Hallgrimsson, Albert Guðmundsson, Vilmundur Gylfason, Birgir ísleifur Gunnars- son, Guðmundur G. Þórarinsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Guðrún Helgadóttir og Pétur Sig- urðsson. -JH. BIAÐIÐ 'S úháð dagblað &<*! KÚREKASTÍGVÉL FYRIR DÖMUR OG HERRA öé*1' W 499>° Teg. 7007 Litur: Antik-brúnt leður Stærðir 36—46 % I e is '£ Skóverzlun Laugavegi 95. — Sími 13570. _ , » n , Kirkjustræti 8. ÞorOar Heturssonar v/Austurvðn. - sím, i4wi. KJÖREIGIM SF. SÍMAR 85988 85009 — Opið í dag kl. 9—5 og laugardaga kl. 1-5.- 5 Kársnesbraut Vandað einbýlishús á einni hæð, um 140 ferm. Fallegur garður. Góður bíl- skúr. Skemmtilegur staður. ! ' Ránargata Einbýlishús (timburhús) kjallari, hæð og ris. Húsið er mjög mikið endur- nýjað og sérstaklega skemmtilegt fyrir- komuiag. Möguieiki á ibúð á jarðhæð. Eftirsótt eign á góðum stað. Brautarás Raðhús tilbúið undir tréverk. Skipti á íbúð með peningamilligjöf æskileg. Afhendist strax. Sumarbústaður Fullbúinn sumarbústaður, teikningar og myndir á skrifstofunni. Kaupandi — Einbýlishús Höfum fjársterkan kaupanda að ein- býlishúsi með 4 svefnherbergjum og bílskúr. Æskileg staðsetning í austur- borginni. Einbýlishús / Stórglæsilegt hús á tveimur hæðum á frábærum stað í Seláshverfi. Tvöfald- ur bilskúr. Frábært fyrirkomulag. Til afhendingar strax. Seljahverfi Raðhús á tveimur hæðum og auk þess rými í kjallara. Á efstu hæðinni eru 4 herb. og bað. Á neðri hæðinni er stór stofa, eldhús, hol og snyrting, í kjallara þvottahús og herb. og óinn- réttað stórt rými. Eldhúsinnrétting og skápur frá J.P. Suðursvalir. Frá- gengið bílskýli. Seláshverfi ,Raðhús á góðum stáð I hverfinu. Húsið er tilbúið undir tréverk í dag. Húsið er fullfrágengið að utan. Bíl- skúrsplata 42 ferm. Mjög góð nýting á rými. Skipti á íbúð eða íbúðum æskileg. Afhending á húsinu strax. Dvergabakki 5 herb. íbúö á 2. hæð. Þvottahús á hæðinni. Möguleikar á 4 svefnher- bergjum. Neðra-Breiðholt 5 herb. vönduð ibúð á góðum stað við Dvergabakka. Sérþvottahús. 4ra herbergja íbúðir Fossvogur 4ra herb. mjög glæsileg íbúð á efstu hæð á bezta stað í Fossvogi. Fallegt baðherb. Rúmgott eldhús. Öll sam- eign til fyrirmyndar. Stórar suður- svalir. Seljavegur 4ra herb. ódýr íbúð í steinhúsi. Laus. Engar áhvílandi veðskuldir. Hafnarfjörður — Kinnar Aðalhæðin í tvíbýlishúsi við Köldu- kinn. Sérinngangur. Stærð um 100 ferm. Á jarðhæð getur fylgt rými um 40 ferm. Geysistór bílskúr (nýr) fylgir. Rólegur staður. Markarf löt — Garðabær Neðri sérhæð í tvíbýlishúsi. Sérinn- gangur. Stærð um 100 ferm. Glæsi!cb éign á frábærum stað. Sólríkur staður. Efstasund 4ra herb. íbúð í kjallara í tvíbýlishúsi. Sérinngangur. Stór garður. Sam- þykkt íbúð. Seljavegur 4ra herb. sérlega ódýr íbúð. Laus. Frá- bær kaup. Háaleitisbraut 4ra herb. jarðhæð á góðum stað I hverfinu. Skipholt 4ra herb. endaíbúð á efstu hæð. Stórar svalir. Eldhús og baðherb. ný- lega endurnýjað. Bílskúr. Miklabraut 4ra til 5 herb. íbúð I risi. íbúðin er lítið undir súð, 3 svefnherb. og tvær stofur. íbúðin er í góðu ástandi og mjög rúmgóð. Nýtt þak og gler. Norðurbær Sérstaklega góð 5 herb. íbúð á efstu hæð í góðu sambýlishúsi. Parket á gólfum. Þvottahús inn af eldhúsi. Stórt baðherb. með glugga. Sérherb. og geymsla I kjallara. Bílskúr með hita og vatni. Öll sameign fullfrá- gengin. Geysifallegt útsýni. 2ja herbergja íbúðir Spóahólar 2ja herb. rúmgóð íbúð á 2. hæð I 3ja hæða húsi. öll sameign frágengin. Æskileg skipti á stærri eign. Holtsgata Sérlega snotur íbúð á jarðhæð. Gengið út í garðinn. Sólrík og björt íbúð. Asparfell Rúmgóð og vönduð íbúð I lyftuhúsi. Gengið inn af svölum. Suðvestur svalir. Öll sameign fullfrágengin. Gnoðarvogur 2ja herb. mjög rúmgóð ibúð í enda á 2. hæð. Frábær staður. Nýbýlavegur 2ja herb. góð íbúð á hæð í nýlegut húsi. Innbyggður bílskúr fylgir á jarðhæð. Hamraborg 2ja herb. íbúð á 1. hæð. Bílskýli. Hraunbær 2ja herb. íbúð á 2. hæð. íbúðinni fylgir sérherbergi í kjallara. 3ja herbergja íbúðir Maríubakki Mjög vönduð íbúð á 3. hæð. Sér- þvottahús og herbergi og geymsla í kjallara. Eignin er á frábærum stað. Vandað tréverk. Lyngmóar 3ja herb. ibúð I rétt nýju húsi. Inn- byggður bílskúr. Kjarrhólmi Nýleg snotur íbúð á hæð. Suðursvalir. Álfhólsvegur 3ja herb. íbúð I 5 íbúða húsi. Sér- þvottahús, bilskúr. Hverfisgata 3ja herb. íbúð I tvíbýlishúsi. Talsvert endurnýjuð. Bílskúr. Hlaðbrekka 3ja herb. ibúð, neðri hæð, um 85 ferm I tvíbýlishúsi. Góður staður. Leirubakki Vönduð og vel með farin 3ja herb. íbúð á 2. hæð. Sérþvottahús inn af eldhúsi. Sérherb. og geymsla í kj. Útborgun 50 til 60% af heildarverði og eftirstöð'var þá visitölutryggðar. (5 til 8 ár). Hægt að fá ibúðina keypta með eðlilegum skilmálum. Álfhólsvegur Snotur 3ja herb. íbúð á hæð I 5 íbúða húsi. Frábært útsýni. Bílskúr fylgir. 'Afhending samkomulag. Sérþvotta- hús. Krummahólar 3ja herb. góð íbúð I lyftuhúsi. Bilskýli. Kjöreignl sssss œm Ármúli 21, Reykjavík Dan V. S. Wiium lögfr. — Ólafur Guðmundsson sölum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.