Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981. Hvers vegnaRauða verka■ lýðseiningu 1. maí? Það fór vel um unga fólkið á fundi Rauðrar verkalýðseiningar maidaginn 1978. • „Ástæöan til þess, að Alþýóubandalagið hefur komizt svo auðveldlega í ríkisstjórn undanfarið, er að sjálfsögðu sú, að engin ríkis- stjórn getur vænzt þess að geta framið kjara- skerðingar nema hafa Alþýðubandalagið innanborðs.” Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá mönnum, sem tekið hafa þátt í aðgerðum á 1. mai undanfarin ár, að þær hafa verið tví- eða þrí- skiptar. Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna, Rauð verkalýðseining og maóistar hafa efnt til aðgerða hver í sinu lagi. Ég ætla með þessu greinarkorni að reyna að gera grein fyrir því, hvers vegna við sem stöndum að Rauðri verkalýðseiningu teljum svo nauðsynlegt að gangast fyrir aðgerðum. Enga ábyrg á kreppu auðvaldsins Það hefur ekki farið fram hjá neinum, að kreppa skekur nú auðvaldsheiminn. Tugir milljóna manna ganga atvinnulausir, og fólk sveltur í hinum fátækari löndum heimsins. Við verkafólk hér á Islandi höfum einnig fundið fyrir kreppunni, sem birtíst okkur aðallega í vcrð- bólgu og rýrnun kaupmáttar. Enda eru það hin gamalkunnu auð- valdsúrræði, að ganga á launin, og skera niður félagslega þjónustu, Nú eru enn einar kjaraskerðingarað- gerðir i undirbúningi og nauðsynlegt að öflug andstaða við þær komi fram á 1. mai. Verkafólk má ekki og getur ekki sætt sig við slikar lausnir, sem óhjá- kvæmilega beinast gegn þvi sjálfu. Þess í stað verður að hefja baráttu fyrir afnámi auðvaldsþjóðfélagsins , og fyrir sósialískum, lýðræðislegum áætlunarbúskap. Það einkennir einmitt Rauða verkalýöseiningu á 1. mai, að hún tekur eindregna afstöðu með slikri sósialískri iausn á krepp- unni. Alþýðubandalagið út úr rfkisstjórn Verkalýðshreyfingin hefur verið á nær stanzlausu undanhaldi siðan sól- stöðusamningarnir voru gerðir árið 1977. Á þessu tímabili hefur Alþýðu- bandalagið verið í rikisstjórn lengst af. Ástæðan til þess, að Alþýðu- bandalagið hefur komizt svo auðveldlega i ríkisstjórn undanfarið, er að sjálfsögðu sú að engin ríkis- stjórn getur vænzt þess að geta framið kjaraskerðingar nema hafa Alþýðubandalagið innanborðs. Allir muna hvernig fór fyrir stjórn Geirs Hallgrímssonar. En þegar Ólafslög voru sett, og kjarasamningar numdir úrgildi 1. marzsl. lét verkalýðshreyf- ingin sér nægja máttlausar mótmæla- yfirlýsingar. Talsmenn ríkisstjórnar- innar í verkalýðshreyfingunni, og ekki sízt hinir ,,róttæku” Alþýðu- bandalagsmenn í forystusveit hennar komu i veg fyrir kröftug mótmæli og raunhæfar aðgerðir. Rikisstjórnar- þátttaka Alþýðubandalagsins er því ein meginástæðan fyrir niðurlægingu verkalýðshreyfingarinnar nú. Því væri Alþýðubandalaginu nær að draga sig út úr ríkisstjórninni og vinna þess í stað að eflingu verkalýðs- hreyfingarinnar. Engin ríkisstjórn getur kúgað virka og öfluga verka- lýðshreyfingu. Sömu laun fyrir sömu vinnu Það var ekki ætlunin að rekja hér í öllum atriðum stefnu Rauðrar verka- lýðseiningar. En meðal þeirra eru að sjálfsögðu kröfur, sem beinast gegn Kjallarinn Rúnar Sveinbjömsson kúgun kvenna. Þar ber að sjálfsögðu hæst kröfuna um sömu laun fyrir sömu vinnu. í göngu Rauðrar verkalýðseiningar berum við einnig kröfur farandverka- fólksumfrítt fæðiogmannsæmandi húsnæði. Sérstaklega viljum við undirstrika réttindaleysi verkafólks í landbúnaði en krefjumst fullra félagsréttinda fyrir allt farandverka- fólk. Gegn hernaðarstefnu auðvaldsins Með sigri Reagans í Bandaríkjun- um hefur bandariska auðvaldið sótt í sig veðrið. Hernaðarútgjöld hafa verið stóraukin, tekinn hefur verið upp stuðningur við hernaðareinræðið 1 E1 Salvador, og reynt hefur verið að brjóta byltínguna í Nicaragua á bak aftur með efnahagslegum þvingun- um. Beztan stuðning sýnum við alþýðu E! Salvadorog Nicaragua með baráttu okkar hér á landi gegn hernum og NATO. Kröfur þar að lútandi veröa líka í göngu Rauðrar verkalýðsein- ingar. Styðjum pólska verkamenn Með baráttu sinni hafa pólskir verkamenn sýnt að virkt andóf verka- lýðsins gegn skrifræöinu í verkalýðs- ríkjunum eru engir draumórar. Barátta pólskra verkamanna, byggð á stéttarhagsmunum þeirra, og lýðræðislegt skipulag samtaka þeirra er einnig verðug fyrirmynd fyrir verkalýðsstéttir vesturlanda. Hjólunum verður ekki snúið við í Póllandi. Vissulega geta Kremlverjar gripið inn í þá þróun, en það verður dýru verði keypt. Kröfur pólska verkalýösins enduróma nú þegar um alla Austur-Evrópu, og hafa ekki sizt hljómgrunn í Sovétríkjunum sjálfum. Og þegnr sovézkt verkafólk reisir á ný fána bylii.ngarinnar, hver á þá að grípa inn í? Þá getur enginn komið í veg fyrir sigur hinssósíaliska lýðræðis. Sjáumst í aðgerðum Rauðrar verkalýðseiningar á 1. maí. Rúnar Sveinbjörnsson, rafvirki. völd, stóðu á kafi I fermingarundir- búningi þegar viðreisninni lauk. Á þessu fyrsta vinstristjórnartíma- bili gerðist margt sem ekki verður tí- undað hér. Og maður skyldi nú ætla að verkalýðshreyfmgin hefði lært mikið þegar næst var blásið tíl nýrrar vinstristjórnar upp úr Viðreisninni. Maður skyldi ætla að nú heföu legið fyrir þaulhugsuö plön um framtíðina og það sem verkalýðshreyfíngin vildi nú fá fram. Maður skyldi ætla að í ljósi reynslunnar hefði nú verið stefnt á ný mið af fullu raunsæi. Þó að á ýmsu gengi undir Viðreisn, og þó að undarlegt kunni að virðast, þá skyldi þessi ríkisstjórn ekki eftir sig efnahagslega brunarúst í ríkis- kassanum eða sjóðunum. Þetta hef ég eftir manni sem tók þátt i myndun annarrar „vinstri” stjórnarinnar. Enda hófust nú mikil veizluhöld. Fyrst fengu allir 20% kauphækkun yfir linuna. Seinna kom 40 stunda vinnuvika, sem varð mikil kjarabót fyrir launafólk, sem nú fékk 8 kiukkustunda lengri eftírvinnu á viku! Auk þessa komu margvíslegar og miklar félagslegar umbætur, meðal annars tekjutryggingin sem var bylting og meira en tímabær. Eftir Viðreisnina voru almenn eftírlaun 4900 krónur á mánuði, ef ég man rétt, en það nægði varla fyrir mat. Rannsóknir sem gerðar voru um þetta leyti sýndu að hlutí lifeyrisþega leið næringarskort vegna fátæktar. Á tímum þeirrar „vinstri” stjórnar sem nú tók viö, var gaman að lifa. Fyrir utan það sem áður var talið, fengu allir nærri þvf allt sem þeir vildu. Allir neyzlumarkaðir voru mettaðir og óseljanlegar vörur hlóðust upp. í lok þessarar „vinstri” stjómar voru allar vöruskemmur fullar og jafnvel viðkvæmar vörur eins og rafmagns- og heimilistæki lágu óvarin á hafnar- bakkanum. Stórar breiður af nýjum bllum ryðguðu á víðavangi og voru eins og mynstur í landslaginu. Móta- timbur grotnaði niður í svörðinn eins og skógarleifar 1 fornöld og boðið var nærri því hvað sem var í hverja vinn- andi hönd. Formleg aftaka þessarar „vinstri” stjórnar fór þó ekki fram fyrr en í samningunum 1974. Eftír allt sem á undan var gengið, hafði verkalýðs- hreyfmgin enn ekkert lært. Með þessum samningum fór aftaka þess- arar stjómar formlega fram. Verka- lýðshreyfmgin hafði einfaldlega ekki lært nokkurn skapaðan hlut. Ég hef eytt hér nokkrum orðum i að rifja þessa forsögu upp i grófum dráttum. Ég geri þetta vegna þess að nú stendur hugsanlega fyrir dyrum þriðja aftaka „vinstri” stjómar, eða stjómar sem er vinveitt verkafólki. Ég bendi á þessa þróun vegna þess að nú getum við ekki einu sinni vænzt þess að fá nýja Viðreisnarstjóm eftír • „ ... hófust nú mikil veizluhöld. Fyrst fengu allir 20% kauphækkun yfir línuna. Seinna kom 40 stunda vinnuvika, sem varö mikil kjarabót fyrir launafólk, sem nú fékk 8 klukkustunda lengri eftirvinnu á viku!” liuSÍBWH roLUttí 1. mai ganga ASÍ 1980 kemur nlflur Bankastrætið. iV, ÍSÍiTJ næstu aftöku. Viðreisnarstjórnin sál- uga, sem riktí í 12 ár, var ekki góð stjórn. Þó voru i þessari stjórn menn sem höfðu ekki stigið skrefið til fulls inn í fmmskóg hinnar óbeizl iðu markaðshyggju. Sú rikisstjórn sem við fengjum núna upp úr brunarúst- unum, yrði skipuð nýrri tegund stjórnmálamanna. Það er komin á kreik ný tegund stjórnmálamanna sem slitnað hefur algerlega úr tengsl- um við efnahagslega og menningar- lega arfleifð íslendinga. Þessir nýju stjórnmálamenn eru stórhættulegir ef þeir komast til valda. Það em þessar staðreyndir sem verkalýðshreyfingin stendur frammi fyrir núna. Margt af því sem áunrizi hefur í félagslegum málefnum undan- farna áratugi er nú í húft. Menn fengu smjörþefinn af þessu í siðustu kosningabaráttu, þegar þessi nýja tegund stjórnmálamanna náði yfir- tökunum I Sjálfstæðisflokknum og sýndi i pólitískri bemsku sinni sitt rétta andlit. Það væri ekki ótrúlegt að við hefðum, fengið leiftursóknina og brezka kerfið yfir okkur, ef þessir ungu menn hefðu einungis haft vit á þvi að þegja i kosningabaráttunni. Svo nálægt brúninni vorum við komnir. Aftaka þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr hefur að vísu ekki farið fram ennþá. Örlög hennar munu visast ráðast í næstu kjarasamningum. Ég læt að lokum þá von mína í ljós, að verkalýðshreyfingin hafi nú þroskizt það mikið að stórslysi verði afstýrt í þetta sinn. Að ekki verði lögð í rúst sú þjóðfélagsbygging sem verkalýðshreyfingin á þrátt fyrir allt drjúgan þátt í að komizt hefur á og er með öllum vanköntum sínum sú full- komnasta I heiminum. Hrafn Sæmundsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.