Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981. 2 Flugleiðir: FJOLEIGN AÐ TAKA FORUSTU það yrði f lugmálum landsmanna til mikillar gæf u Húsmóðir 1 Vesturbænum: Það kemur fram í umfjöllun nokk- urra fjölmiðla, að þeir telja síðasta aðalfund Flugleiða hafa verið eins konar „sáttargerð”. Þetta er þó öðru nær, og staðhæfa þeir, er gleggst til þekkja. Sjaldan hefur eins mikið borið í milli, bæði milli stjórnenda Flugleiða og starfs- manna, og hins vegar milli sterkra aðila og samtaka utan Flugleiða — og stjórnenda félagsins. „Margur er knár þótt hann sé smár”. Það sýndi sig bezt á aðal- fundinum síðasta. Þar lét hafa sig i pontu steypustöðvarstarfsmaður, sem taldi sig fuiltrúa almennings, fuiltrúa hluthafa, sem liti ,,hlut- laust” á rekstur félagsins. Og þvílíkur vizkubrunnur! Hrifn- ing hans og lofgjörð I garð forstjóra félagsins var svo mögnuð, að sjö milljarða króna tap fyrirtækisins hlaut að boða betri tíð með blóm í haga! Verkfræðingurinn (en það er titill steypustöðvarmannsins) bar fram nýjar kenningar þar sem hann taldi forstjórann hafa verið eins konar kraftaverkamann i aUri uppbyggingu flugsamgangna landsmanna — og ekki lægju á lausu slikir menn! Því ættu hluthafar að hafa sig hæga svo að þeir misstu ekki slíkt sameiningar- tákn. Síðan tók hann til viö að ,,tæta í sig” þann aðila sem réttilega hefur gagnrýnt stjórn og rekstur Flugleiöa Aðalfundur FlugleiOa 24. aprii sl. undanfarin ár, frú Kristjönu M. Thorsteinsson. Einnig minnti hann á tilveru Fjöleignar hf. mörgum til mikillar ánægju. Þessi sami steypustöðvarmaður hefur áður furðað sig á og raunar lagt DB-mynd Sig. Þorri. til, að þeir starfsmenn, sem gerðust hluthafar i slikum stuðningssam- tökum við Flugleiðir hf. og Fjöleign er, verði refsað með brottrekstri úr starfi! Steypustöðvarmaðurinn er sýni- lega að þakka Kóreuferð þá, er Þjóð- viljinn upplýsir lesendur sína um, að hann hafi farið í, þá er F-27 vélar voru keyptar fyrir Flugleiðir af Kóreumönnum! En Þjóðviljinn segir að steypustöðvarmaðurinn hafi verið skráður sem einn af stárfsmönnum Flugleiða meðan á ferðinni stóð! Þetta var reyndar eini hluthafinn, sem gagnrýndi stjórn Flugleiða „á sinn hátt”, og ef það sýndi ekki, svo marktækt sé, að sverðin hafi ekki verið sliðruð, þá eru fjölmiðlar meira en litið glámskyggnir. Þrír nýir aðilar komu nú inn í stjóm Flugleiða og er það haft fyrir satt, að það hafi einungis verið fyrir styrk þeirra Fjöleignarmanna. Þannig má segja að vafamál sé að þeir sem áður réðu ferðinni í stjórn Flugleiða hafi þar slíkt vald sem þeir áður höfðu, og Fjöleignarmenn hafi nú sýnt að þeir hafa tekið forystu eða séu um það bil að ná henni. Það yrði flugmálum landsmanna til mikillar gæfu, því þar em saman- komnir flestir þeir, er áður áttu hvað stærstan hlut að mesta átaki, sem framkvæmt hefur verið í íslenzku farþegaflugi. Fyrírspum til Happdrættis SIBS: ERU VÖRUÚTTEKTARAVISANIR GJALD- GENGAR í VERZLUNUM EÐA EKKI? Margrét Björnsdóttir (6346-7428) skrifar: Jafngildir vömúttektarávísun frá happdrætti SÍBS ávfsun? Ef svo er geta verzlanir þá neitað að taka við vöruúttektarávísun sem greiðslu? Ég varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu, föstudaginn 24/4, þegar ég ætlaöi að greiða fyrir matvæli í mat- vörumarkaði í JL-húsinu að verzlun- arstjórinn taldi sig ekki geta tekið við vöruúttektarávísun vegna þess að það væri of mikil fyrirhöfn fyrir hann. En bætti síðan við að ef ég væri í vandræðum þá gæti hann svo sem gert það. Ég vil því beina þeirri fyrirspurn tU SÍBS hvort þessar ávísanir séu gjald- gengar í verzlunum eða ekki? DB hafði samband við Ólaf Jóhannesson forstjóra hjá Happ- drætti SÍBS. „Þessar ávísanir okkar eru mjög traustar og áreiðanlegar og eru gjaldgengar eins og hverjar aðrar ávísanir, en þvi miður em bara ekki allar verzlanir jafn liðlegar við við- skiptavini sína.” Hringiði'51'"* eða skrifio DILAR OGIDUÐIR Vð FJÖLGUNOG STORHÆKKUN VINNINGÁ 100 bílar og 10 íbúðir eru meðal vinninga, þar af eru 2 valdir bílar: Peugeot 505 í maí og American Eagle í desem- ber. 1 íbúðavinningur á 250.000.- og 9 íbúðarvinningar á 150.000.-. Aðalvinningar árs- ins eru húseign að eigin vali fyrir 700.000.- krónur og sumarbústaður að verðmæti 350.000 - krónur. Auk þess 300 utanferðir og hátt á sjöunda þúsund hús- búnaðarvinningar. Sala á lausum miðum og endurnýjun flokksmiða og ársmiða stendur yfir. Miði er möguleiki. „Einn nýfæddur” skrifar bréf til ráðherra: RÁÐIZT EKKIÁ MINNIMÁTTAR! —óþarf i að lúxustolla nánast allt sem við þurfum til að halda lífinu f rá degi til dags „Einn nýfæddur” skrlfar: Komiði sælir, ráðherrar. Ég er hérna nýfæddur strákur, sem er alls ekki ánægður, ég er reiður. Ég get nefnilega svo litið sofið í pokanum framan á mömmu þegar hún er að böðlast við að þvo bleiurn- ar minar 46 í háværu, ósjálfvirku vél- arhrói niðri i þvottahúsi. Ég á ekki vagn til að sofa í, ég á ekki neitt nema bleiurnar mínar 46, (jú mömmu og pabba auðvitað) en þau eiga sko enga peninga. Vikulegu tannlæknaferðirnar hennar mömmu í vetur (þau segja að það sé allt út af mér!) kostuðu svo mikið að mamma er að hrynja úr hor og segist ekki hafa nóg af pen- ingum til að borga 40 krónur á dag í bréfbleiur fyrir mig. Já og mamma tárast stundum yfir hvað góði maturinn minn í,.litludós- unum þarna” er grætilega dýr. Allt frá þrem krónum upp í 6 krónur kosta nokkrar teskeiðar af matnum sem ég borða. Mamma segist líka verareið. Já, kæru ráðherrar, það er ekkert Gott er afl fá sér lúr I vagnlnum. Eins og kemur fram hjá bréfritara eru ekki allir jafn lánsamir að þessu leyti og heldur er það furðuleg afstaða stjórnmálamanna að geta ekld látið hjá liða að skattpina smáfólklð. grin að vera ungur í dag á íslandi. Mér finnst það Ijótt af stórum og sterkum mönnum eins og ykkur að hrekkja okkur krílin, minnimáttar, með þvi að lúxus-lúxus-tolla nánast aUt sem við nauðsynlega þurfum tU að halda I okkur lífinu frá degi tU dags. Þess vegna bað ég mömmu um að hripa þessar línur á blað, af því að ég er reiður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.