Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981. 12 ftfálsl, óháð datfblað Utgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Menning: Aöalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elin Albortsdóttir, Gfsli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnloifur Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Porri Sigurðsson og Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs- son. Dreifingarstjóri: Valgeröur H. Sveinsdóttir. Ritstjórn: Siðumúla 12. Afgreiösla, áskriftadoild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aðalsfmi blaðsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Sfðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskriftarverð á mánuði kr. 70,00. Verð í lausasölu kr. 4,00. Snarvitlaust stjómarfrumvarp Nýjasta vísitölufölsunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar er afleitt. Að megin- efni felur það í sér sjónhverfingar og skrípaleik. Og samþykkt þess mun flytja íslenzkt þjóðfélag lengra inn í gerviheiminn, sem stjórnmálamenn hafa búið þvi. Ríkisstjórnin er aldeilis montin af því að segjast ætla að skera ríkisútgjöldin niður um 31 milljón króna. Við skulum láta vera, þótt hún segi ekki, hvaða útgjöld þetta verði. Hitt er verra, að þetta er bara tilfærsla. Ætlunin er nefnilega að skera niður nokkra liði til þess að geta bætt á einn í staðinn. Og sá liður er niður- greiðsla landbúnaðarafurða. Það þarf óvenju hortuga stjórnmálamenn til að kalla slíka tilfærslu niðurskurð ríkisútgjalda. Þessi tilfærslati! niðurgreiðslna landbúnaðarafurða skekkir enn veiöiilutloíi í landinu, sem voru orðin miklu meira en nógu skökk fyrir. Enn einu sinni á í framhjáhlaupi að búa til gervimarkað fyrir umfram- birgðir landbúnaðarafurða. Tilgangurinn er svo einkum sá að falsa vísitöluna. Ætlunin er að koma næstu hækkun framfærsluvísitölu niður fyrir 8V0 og verðbólgu ársins niður fyrir 40°7o. En þetta er bara slagur við tölur, ekki við raunveruleika. Ríkisstjórnin er næstum því eins ánægð með áform sín um aukna innlánsbindingu í Seðlabankanum, sem Alþýðubandalagið kallaði einu sinni frystingu í Nordals-íshúsi. En tímarnir breytast og mennirnir með. Með þessari svokölluðu frystingu segist ríkisstjórnin vera að stjórna peningamagni í landinu og vinna gegn verðbólgunni. Þetta er gömul lygi, sem seðlabanka- stjórar og ríkisstjórnir hafa notað árum saman. Frystingin er nefnilega engin frysting, heldur bara tilfærsla útlána frá bankakerfinu til Seðlabankans, svo að auðveldara sé að skammta fé til forréttindagreina á kostnað annarra. Peningamagn í umferð minnkar ekki um krónu. Jafnframt á að friða Öskubusku atvinnulífsins, iðnaðinn, með loforði um aukna hlutdeild hans í her- fanginu, sem kemur með þessum hætti inn i Seðla- bankann. Og allir vita, að iðnaðurinn þarf jafnrétti í aðgangi að afurðalánum. Ef málið er skoðað nánar, sést fljótlega, að ekkert samband þarf að vera milli frystingar í Seðlabanka og jafnréttis í lánamálum. í rauninni er ríkisstjórnin að auka miðstýringu fjármagns í landinu og hafi hún skömm fyrir. Ríkisstjórnin ber sér líka á brjóst í svonefndri verð- stöðvun og tekur í frumvarpinu upp á því að hóta mönnum fógeta og lögbanni. Þetta eru dæmigerð vinnubrögð manna, sem búa í gerviheimi og vilja færa hann yfír á aðra. Skrípaleikur verðstöðvunar felur meðal annars í sér, að iðnrekendur flytji rekstur sinn til Færeyja, svo að' þeir geti flutt vörur sínar inn og komist framhjá verð- stöðvun. Annars fái þeir fógetann inn á gafl. Svo er stjórnarandstaðan svo aum og utangátta, að hún tekur þessum ósköpum með japli, jamli og fumi, stað þess að tæta vitleysuna sundur lið fyrir lið með þvi orðavali, sem almenningur skilur. Ailt fellur svo í ljúfa löð og stjórnmálamenn hverfa til langþráðs sumarleyfis. Á meðan heldur verðbólgan áfram að bulla á fullum dampi og dulið atvinnuleysi heldur áfram að magnast í formi landflótta. r 1. MAÍ— HVAÐ GERIST ÞA? Skiptar skoðanir eru á þvf til hvers skuli nýta 1. mai. Liklega er engin formúla til fyrir þvi hvað gera skal á baráttudegi verkalýðsins. Það hlýtur að fara eftir aðstæðum og' stöðu þeirrar hreyfingar í verkalýðshreyf- ingunni sem vill stéttabaráttu i stað samvinnu atvinnurekenda, ríkis og helstu verkalýðsforingjanna — sem vill reisn í staðinn fyrir undanláts- semi. Núna er þessi andstöðuhreyfing veikburða og sundruö og langt frá því að vera öll skipuð sósíalistum. Menn verða stéttvísir og verkalýðs- sinnaðir alla jafna áður en þeir teljast sósíalískir baráttumenn. Þannig er nú einu sinni gangur mála. Enda sést staða andófshreyfingarinnar vel af þvi hve sósfalísk stjórnmálahreyfing er afllítil um þessar mundir. Er þá átt við annað en Alþýðubandalagið sem i heild og i starfi er ekki verðugt slfkrar nafngiftar. 1. maí 1981 á að verða dagur and- ófsaflanna i verkalýðshreyfmgunni. í fyrra gengust bæði Sameining 1. mai og Rauð verkalýðseining fyrir aðgerðum til hliðar við fulltrúaráðið í Kjallarinn Ari T. Guðmundsson stéttarfélögum) á jafnréttisgrunni um mikilvægustu faglegu og pólitísku kröfur dagsins — í andstöðu við ASÍ o.fl. Menn frá okkur settust í fram- kvæmdastjórn Rauðrar verkalýðsein- Þvert ofan í venjulegar samstarfs- reglur, þvert ofan i allt skynsamlegt mat á stöðu andófsins og með orðum um að RVEI ætlaði sér að vera „sósíaliskur valkostur”, sundruðu fulltrúar RVEI aðilunum. Samein- ingu 1. maí eða öðrum var velkomið að styðja RVEI, en um jafnréttissam- vinnu félagseininga var ekki að ræða. Málamiðlanir virtust lika útilokaðar og töldu menn frá RVEI mikilvægara að bera kröfu um sósialískt ísland (sem stéttarfélög eða hópar úr þeim geta ekki tekið afstöðu til) en sam- eina marga aðila um frámsækin efni. Rauðri verkalýðseiningu og Fylk- ingunni er auövitaö frjálst að nota 1. maí til að finna þann þrengsta grund- völl sem liggur næst pólitískum óska- lista smásamtaka á borð við Fylking- una.Smásamtökin hin, Kommúnista- samtökin, vilja brjótast út úr slíkri einangrunarstefnu, þó svo að þau berjist sjálf fyrir sósíalisku íslandi. í Reykjavík verða þrjár aðgerðir 1. mai ef að líkum lætur: Aðgerðir full- trúaráðsins sem stjómast af henti- stefnu „verkalýðsflokka” og þjóns- lund við kjararánsstefnu og ríkis- stjórnina, aðgerðir Rauðrar verka- lýðseiningar með mörgum prýðiskjör- orðum, þögn um fólskuverk Sovét- manna í Afganistan og sósíalisma- borðum til að tryggja einkaliðskönn- ún jábræðra (og -systra) og loks rót- tækustu aðgerðirnar sem reyna að safna saman andstöðunni í verka- lýðshreyfingunni á grunni sem hún sjálf setur, Baráttuganga launafólks 1. maí. Vonandi gengur betur næsta ár að safna til einna aðgerða. Tekið skal fram að unnið er að því að fá hingað fulltrúa Einingar og KOR í Póllandi í tilefni 1. mai. Loks skal minnt á innifund Komm- únistasamtakanna I. maí um mál málanna: Nýjan verkalýðsllokk og margt fleira — hér í Reykajvik. Ar) T. Guðmundsson. „ ... sést staða andófshreyfingarinnar vel af því, hve sósíalísk stjórnmálahreyf- ing er afllítil um þessar mundir. Er þá átt við annað en Alþýðubandalagið sem í heild og í starfi er ekki verðugt slíkrar nafngiftar”. Reykjavík. Kommúnistasamtökin, sem tóku þátt í aðgerðum Samein- ingar 1. maí, óskuðu að þessu sinni eftir samstarfi Sameiningar, Rauðrar verkalýðseiningar og fleiri aðila (úr ingar með fyrirvara, þeir tóku þátt í óformlegum fundi með fulltrúum RVEI og fleirum og þeir lögðu fram tillögur að sameiginlegum kröfum samstarfsaðgerða. Fagleg og póli- tísk barátta Það ætti að vera regla og góður siður fyrsta maí, að huga aö þeirri baráttu sem verkafólk heyr á hverj- um tíma. Barátta verkafólks er hluti af þróun. Þessvegna verður hún ekki reifuð nema í tengslum við það sem liðið er og það sem hugsanlega er framundan. Ég kýs að drepa hér fyrst á þá þró- un, sem orðið hefur frá þeim tíma- mótum í þessari baráttu, þegar vett- vangur verkalýðsbaráttunnar færðist að hluta af faglegum vettvangi og yfir á pólitískt svið. Hér á ég við þau þáttaskil þegar verkalýðshreyfingin tók að sækja hagsmunamál sin með óbeinni þátttöku eða stuöningi við rikisstjórnir landsins. Ég sleppi aö vísu Nýsköpunarstjórninni, sem mynduð var við mjög óvenjulegar að- stæður til að vinna sérstakt verkefni eftir stríðslokin. Fyrst þessara ríkis- stjóna var stjórn Hermanns Jónas- sonar. Þessi ríksistjórn var í það nán- um tengslum við verkalýðshreyfing- una, að forseti Alþýðusambandsins átti til að mynda sæti í henni. Þessi ríkisstjórn byrjaði vel og lagði eins og aðrar slíkar rikisstjórnir mestan þunga á ýmiss konar félagsleg verk- efni. Til að mynda kom þessi ríkis- stjórn byggingum verkamannabú- Kjallarinn Hrafn Sæmundsson staða aftur af stað, en þá hafði verið gengið af þessu byggingarformi dauðu. Á fjölmörgum öðrum sviðum var unnið að öðrum félagslegum mál- efnum á grundvelli þeirrar samhjálp- ar og félagshyggju sem var grunn- tónn verkalýðshreyfingarinnar í upp- hafi. Á þessu tímabili áraði ekki sér- lega vel í þjóðfélaginu. Sú staða kom þvi fljótlega upp, að ekki var hægt að nota sömu peningana tvisvar. Það varð að velja á milli áframhaldandi félagslegrar uppbyggingar eða kaup- hækkana sem ekki var pólitískur meirihluti fyrir að taka hjá hinum raunverulegu eigendum þeirra. Að hleypa gervikauphækkunum út í þjóðfélagið og kvcikja í þeim á verð- bólgubáU eins og síðar varð vinsælt, var ekki á þessum tima komiö veru- lega á dagskrá stjórnmálamanna. Á þessum timamótum fór fram fyrsta aftaka „vinstri” stjórnar. Þetta var einföld aftaka og raunar sviðsett. Hermann Jónasson gekk til þings Alþýðusambands íslands eins og enskur kóngur og bað um frest á kauphækkunum. Á þinginu sat fyrir knár vestfiröingur úr sjálfri hirðinni ásamt harðsnúnu liði. Ráðin höfðu þegar verið gerö. Og það þurfti þess- vegna ekki langa pælingu til að kom- ast að þeirri formlegu niðurstöðu að rýtingurinn væri eina og bezta svarið við þessari málaleitan Hermanrfc. Svar þróunarinnar við þessum endalokum „vinstri” stjórnarinnar varð eins og allir vita Viðreisnar- stjórnin fræga. „Þess bera menn sár”. Þau börn sem komu undir á meðan þessi „vinstri” stjórn var við

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.