Dagblaðið - 30.04.1981, Qupperneq 7

Dagblaðið - 30.04.1981, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981. 7 Gömlu slagorðin frá 1978 íhávegum höfð íHafnarfirðinum á morgun: VIUA „SAMN- INGA í GILDI” —og ..fagleg og óháð verkalýðssamtök” „Séu verkalýðssamtökin sjálfum sér samkvaem hljóta þau að fordaema það að ríkisvaldið ógildi með lögum gildandi kjarasamninga. Hér er um slík grundvallaratriði að raeða að aetla maetti að verkalýðssamtökin risu upp og stæðu einhuga að mót- maelum og baráttu fyrir því að knýja fram til sigurs kröfuna „samningana í gildi”,” segir Fulltrúaráð verka- lýðsfélaganna í Hafnarfirði og Starfsmannafélag Hafnarfjarðar í 1. maí-ávarpi sínu. Kröfur Hafn- firðinga á baráttudegi verkalýðsins eru hvorki margar né margbrotnar. Þær eru einfaldlega: „Samningana í gildi — fagleg og óháð verkalýðssam- tök.” Dagblaðinu er ekki kunnugt um aðrar verkalýðsaðgerðir 1. maí á landinu þar sem þessi gömlu föUnu slagorð frá 1978 eru í hávegum höfð. Hafnfirðingar safnast saman tU kröfugöngu við Fiskiðjuver Bæjar- útgerðarinnar kl. 13.30 og síðan er útifundur við Lækjarskólann sem Hermann Guðmundsdson formaður fulltrúaráðsins setur. Þá flytja ræður Grétar Þorleifsson formaður Félags byggingaiðnaðarmanna og Ólafur Brandsson frá Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar. Bólivía, en Afganistan ekki Engin bein krafa um „samningana í gildi” er sjáanleg i 1. maí-ávarpi fuUtrúaráðsins í Reykjavík og BSRB. Þar segir að við blasi „enn á ný sú staðreynd að stjórnvöld griþa inn í gerð kjarasamninga þegar harðnar í ári. Kreppunni er velt yfir á herðar hins vinnandi manns. Reykvisk alþýða mótmælir harðlega og varar alvarlega við afskiptum ríkisvaldsins af vísitölubindingu launa, líkt og átti sérstað 1. marz.” í kafla um alþjóðamál er varað við auknum vígbúnaði hér á landi: „Hinn eini raunverulegi skerfur íslendinga tU friðar í heiminum er herlaust land, án þátttöku í hernaðar- bandalögum.” Lýst er stuðningi við baráttuna „gegn því blóðuga ofbeldi sem beitt er við að berja niður verkalýðssamtök, m.a. í BóUvíu, Argentínu, Guatemala og E1 Salva- dor.” Ennfremur er lýst samstöðu með . baráttu frjálsu verkalýðshreyfingar- innar. Herseta Sovétríkjanna í Afganistan er ekki nefnd. -ARH. Viltu byggja vandað sumarhús? Höfum hafið framleiðslu á mjög vönduðum sumarhúsum með bandsag- aðri standandi klæðningu, loft og veggir eru klædd grenipanel. Unnið næturog daga ífiski á Höfn: VIKUKAUPH) ALLT AÐ FJÖGUR ÞÚSUND „Viltu ekki koma til okkar í vinnu? Þú getur fengið allt að 4 þúsund krónur á viku í kaup,” spurði Júlía Imsland fréttaritari okkar á Höfn í Homafirði er hún hringdi suður í gær. Á Höfn er svo mikið að gera í fiskin- um að unnið er nær sólarhringum saman. Fólk mætir til vinnu í saltfiski klukkan fjögur og fimm á morgnana og er að til þetta 11—1 á nóttunni. Svona hefur ástandið verið í allan april þvi þó veiði lægi niðri í nokkra daga í veiðibanninu dugði sá tími ekki til að vinna þann fisk sem fyrir lá. Á einum og hálfum sólarhring bárust kaupfélaginu 1022 tonn af fiski og er þá ótalið það sem Stemma fékk. Af fiski kaupfélagsins fóru 100 tonn til Djúpavogs. Hvanney hefur aflað mest þennan tíma, 84 tonn, og missti þó eitt- hvað af aflanum. Síðustu 20 daga á hins vegar Gissur hvíti aflametið, 897 tonn. Þá 20 daga hefur kaupfélagið fengið alls 5800 tonn. Mikil ekla er á starfsfólki og má sem dæmi nefna að 6 húsmæður úr Vestur- Skaftafellssýslu hafa unnið i fiskinum nótt og nýtan dag. Þó ku skap manna vera Ijómandi gott og engin þreytu- merki farin að sjást á mönnum. Þeir þarna fyrir austan bjóðast til að kenna þeim vinnubrögðin sem koma óreyndir ívinnuþangað. DS/Júlia Imsland. Húsin eru sett upp í verksmiðju og flutt í heilu lagi, getum séð um flutning hús- anna á staðinn. Gerið verðsamanburð á sumarhúsum áður en kaupin eru gerð. Sýningarhús á staðnum. SÍMI: 99-2333 AUSTURVEGI 38 800 SELFOSSI N3ARÐVÍKURBÆR BÆ3ARVERKFRÆÐINGUR ÚTBOÐ Njarðvíkurbær óskar eftir tilboðum í gangstéttagerð í Njarðvík í sumar. Aðalverkþáttur er steypa á um 5.000 fermetrum gang- stétta. ' Útboðsgögn fást á skrifstofu undirritaðs, Fitjum, Njarð- vík gegn 300 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 7. maí 1981, kl. 11.00. Bæjarverkfræðingur. NOTAÐIR BILAR: 504 station 7 manna dísil árg. ’80 ekinn 5 þús. km, með vegmæli. 504 GL dísil 1980 504 GL árg. 1979 504 GL árg. 1978 504 Ldísilárg. 1978 504 Lárg. 1977 504 sjálfskiptur árg. 1973 404 pick-up árg. 1977 Mazda 818 1600 árg. 1974 OPIÐ LAUGARDAGA KL. 1-5 HAFRAFELL H/F VAGNHÖFÐA 7 SÍMI 85211 BÆNDUR - SUMARBÚ STAÐAEIGENDUR FOSS — ROTÞRÆR Nú er rétti tíminn til að notfæra sér auðvelda lausn á skólpvandamálinu. • yz7^///~-W° FOSS — ROTÞRÆR eru úr trefjaplasti og því níösterkar. FOSS — ROTÞRÆR þola mikinn þrýsting og hafa langa endingu FOSS— ROTÞRÆR eru tilbúnar til notkunar, léttar i meöförum og auðvelt að setja þær niður FOSS — ROTÞRÆRNAR eru framleiddar í mörgum stærðum, sem henta sumar- bústöðum, bændabýlum og stærri sambýlum. $ SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR r . i r >. • i rv i #\ rv i r» n r\ * * t a » r» ■ k n ■ < ■ , / . n i SUDURLANDSBRAUT 33 SIMI 8^033 OG KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.