Dagblaðið - 19.05.1981, Page 1

Dagblaðið - 19.05.1981, Page 1
I } 7. ÁRG. —ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ1981 - 111. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVKRHOLTI 11.—AÐALSÍMI 27022. r : Kjartan Jóhannsson boóarnýja stefnu ístóriöjih og virkjunarmálum í eldhúsdagsumræðunum íkvöld: ORKUSÖUJMÁ UN VEKDf TEKIN AF HJÖRLEIFI — Virkjun á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu nr. 1, Blanda nr. 2 og Fljótsdalsvirkjun nr. 3 Alþýðuflokkurinn vill að næsta skrefið i virkjunarmálum verði áframhaldandi framkvæmdir á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu, þannig að „uppsett vélaafl” á svæð- inu geti hafið framleiðslu á raforku á árunum 1983—1985. Næst komi Blönduvirkjun i röðinni og eigi hún að komast í gagnið 1986, Fljótsdals- virkjun komist svo í gang á árunum 1987—1989. Þetta munu í allra stærstu dráttum vera meginlínur í sameiginlegri niður- stöðu forystu Alþýðuflokksins um virkjana- og stóriðjumál. Endanleg ákvörðun um stefnu alþýðuflokks- manna var tekin i lok siðustu viku. Hún verður gerð lýðum ljós I ræðu Kjartans Jóhannssonar formanns í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Verður að vanda útvarpað beint úr þinghúsinu á meðan þing- menn láta ljós sin skína. Dagblaðið hafði samband við marga þingmenn úr Alþýðuflokknum í morgun og spurði þá nánar út i orkumálastefn- una. Þar var fátt um svör og vísuðu allir sem einn á ræðu formannsins í kvöld. í forystugrein Alþýðublaðsins í morgun má skilja það sem svo að Alþýðuflokkurinn vilji að samninga- gerð um sölu raforku til orkufreks iðnaðar verði tekin úr höndum Hjör- leifs Guttormssonar iðnaðarráðherra og falin sérstakri „orkusölunefnd sem Alþingi kjósi”. Nefndin eigi að kanna grundvöll fyrir byggingu fimm stórvirkjana á næstu tveimur áratug- um og undirbúa samninga um starf- rækslu nýrra stóriðjuvera á Austur- landi, Norðurlandi og á Suðvestur- landi. -ARH. Ölafur Jóhannesson utanríkisráöherra, Elliot Richardson, oddamaöur nefndarinnar, Gunnar Thoroddsen forsœtisráðherra, Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra, Hans G. Andersen þjóðréttarfrœðingur og Steingrímur Hermannsson sjávarútregs- ráðherra i Ráðherrabústaðnum i morgun. I dyrunum þckkjum við Olaf Egilsson sendiherra. DB-mvnd Einar Ólason. f fylgiskjölum um saltverksmiðju segir m.a. FRAMLÐDSLAN „VAFASOM”, „HÆTTULEG” OG „GLAPRÆÐI” en málið komið mótatkvæðalaust gegnum efri deild „Engar marktækar niðurstöður liggja fyrir um viðbrögð neytenda er- lendis við fiski söltuðum með Reykjanessalti,” segir I álitsgerð Þjóðhagsstofnunar sem fylgir frum- varpinu um saltverksmiðju á Reykja- nesi, sem allir flokkar viröast sam- mála um að keyra fram á Alþingi fyrir þinglok. Hefur efri deild þegar samþykkt frumvarpið. Þar hafa allar atkvæðagreiðslur orðið mótatkvæða- lausar. ,,Með tilvísun til skýrslu Salt- vinnslunefndar viröist mega ráða að innlend framleiðsla fisksalts sé tals- verðri óvissu undirorpin og ekki sé að vænta skjótfengins ábata af þeirri framleiðslu,” segir ennfremur í áliti Þjóðhagsstofnunar. ,,í frumhönnun og frumáætlun fyrir saltverksmiöju á Reykjanesi er‘ gert ráð fyrir að verksmiðjuhús verði stálgrindahús þakin asbestkvoöu til vamar gegn tæringu. Vinnueftirlitið mun leggjast gegn þvi að asbest verði notað á þann hátt vegna hættu á heilsutjóni starfsmanna,” segir i áliti Vinnueftirlits rikisins sem einnig fylgir frumvarpinu. „Náttúruverndarráð mun kanna betur ýmsa umhverfisþætti sem ekki eru ljósir, t.d. hvað gert verði við allan þann kisil sem fellur til við framleiöslúna og ekki eru enn fundin not fyrir,” segir ( áUti Náttúruvernd- arráðs. í áUti skipafélagsins Vfkur segir: „Á Spáni eru framleiddar nú um 1.500.000 lestir af salti á ári. Aðeins þarf að dæla sjó inn í lón, siðan sjá sólin og tlminn um framleiðsluna. Meira en Iitla hagkvæmni þarf til þess, að ísland geti orðið samkeppn- isfært viö Spán í sjóefnaframleiðslu. Allir sem séð hafa saltframleiðslu þar vita að við hana keppir ekki íslenzk gufuorka, þótt ódýr sé. Flutningur á salti frá Spáni beint til kaupendasalts á islandi er ódýrari en flutningur meö bílum frá verksmiðju til geymslu i Keflavík — og siöan útskipun þaðan til fiutnings út á land.” í álitinu er frumvarpið kallað „glapræði” og á bent að minnkuð vöruskipti frá Spáni hafl áður leitt til söluvanda- mála á íslenzkum vörum þangað.A.St Jan Mayen: Sameiginlegur rétturtilnýt- ingarauðlinda Elliot Richardson, oddamaður í Jan Mayen nefndinni, kynnti hugmyndir og tillögur nefndarinnar fyrir forsætisráð- herra, utanríkisráðherra, sjávarútvegs- ráðherra og iðnaðarráðherra á fundi sem haldinn var í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hans G. Andersen, ambassador og þjóðréttarfræðingur, og Jens Evensen, hafréttarfræðingur Norðmanna, hafa áður gert stjórnum og utanríkismála- nefndum, hvor í sínu landi, grein fyrir stöðu mála og vinnubrögðum í Jan Mayen nefndinni sem þeir eiga sæti í. Elliot Richardson, fyrrum utanrikis- ráðherra Bandaríkjanna, heldur til Noregs í fyrramálið til viðræðna við stjórnina þar. Tillögur nefndarinnar fela í sér hug- myndir um samkomulag íslendinga og Norðmanna um sameiginlegan rétt til rannsóknaog nýtingar hugsanlegra auð- linda á og í landgrunninu milli íslands og Jan Mayen. Eru þær að einhverju marki studdar rannsóknum sem gerðar hafa verið á þessu svæði. Engar ákveðnar niðurstöður hafa verið dregnar af þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið. Hagsmunir íslend- inga virðast vera þeir að heimildir þeirra nái sem lengst norður í áttina til Jan Mayen. Gagnkvæm sjónarmið Norðmanna í suðurátt koma þá einnig tilálita. -BS. Handtekinná fógetasvölum Tvítugur Keflvíkingur var í nótt handtekinn þar sem hann var á svölum skrifstofubyggingar bæjarfógetans í Keflavík. Hugðist maðurinn stinga upp hurðina og komast inn á skrifstofur fó- getans. Við yfirheyrslur hefur maðurinn ját- að aö hafa ætlað að krækja sér í fé og talið líklegt aö þarna væri gott til fanga. -A.St. VIO REYKJUM EKKI , VIO ÞETTAO BORÐ Afreykingastríði viðSkúlagötuna - sjá FLEIRA FÓLK á bls. 16 sjánánarábls. 10

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.