Dagblaðið - 19.05.1981, Page 10

Dagblaðið - 19.05.1981, Page 10
10 Nsigwrii efri dáldarsairiiiála: DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ1981. 14 mátatkvæðalausar atkvæða- greiöslur um saltverksmiöju Fjórtán sinnum voru greidd at- kvæði í efri deild Alþingis i gær i sambandi við lagafrumvarp ríkis- stjórnarinnar um sjóefnavinnslu á Reykjanesi. Enginn þingmaður efri deildar greiddi nokkru sinni mótat- kvæði við eitt eða neitt i sambandi við frumvarpið. Það var loks sam- þykkt með 16 atkv. gegn 0 og sent neðri deild til meðferðar. Það var við 2. umræðu sem allar þessar atkvæðagreiðslur fóru fram um máliö. Davið Aðalsteinsson (F), formaður iönaðarnefndar, mælti fyrir nefndaráliti iönaðarnefndar. Lagði hún til fimm breytingartillögur við frumvarpið. í þeim fólust tvær „bremsur” ef svo má að orði kveða. í hinni fyrri er gert ráð fyrir að rikis- stjórninni sé skylt að kveðja aðra en undirbúningsnefnd saltverksmiðju á Reykjanesi hf. til samvinnu um stofnun og starfrækslu hlutafélags. í hinni síðari er heimild til að hefja byggingu 40 þúsund tonna saltverk- smiðju, svo og heimildir fyrir lántök- um, ekki heimilaðar fyrr en tilboða hefur verið aflað i sölu afurða. Hinar breytingartillögur nefndar- innar taka aðeins til ákvæða hluta- fjárlaga og skipunar fulltrúa ríkisins í stjórn fyrirtækisins. Kjartan Jóhannsson (A) taldi erfitt að meta kostnaðarforsendu saltverk- smiðju til hlítar. Arðsemin, sem kynnt væri, væri ekki há. Sam- keppnisaðstaða i saltframleiðslu væri erfið en kosturinn við verkspiiðju- uppbygginguna væri sá að ek|ti þyrfti að stíga jafnstór skref í senn og við aðra uppbyggingu. Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) taldi þá fyrst grundvöll fyrir saltverk- smiðju að saltfiskframleiðendur á ís- landi sæju sér hag í því að nota inn- lendaframleiðslu. Þorvaldur gagnrýndi að frumvarp- ið væri um of í þeim anda að ríkið ætti að sjá fyrir öllu í sambandi við framleiðsluna. . Stefán Jónsson (Abl) taldi ,,að kapitalið” sem lagt yrði til saltverk- smiðju á Reykjanesi „myndi renta sig þó siðar yrði”. Hann taldi þó að of lítið fé hefði til þessa verið lagt til rannsókna í sjóefnavinnslunni. Síöan var ekki talað orð meira um málið. En allar atkvæðagreiðslur fóru þannig að samþykkt voru mót- atkvæðalaust öll atriði frumvarpsins, allar breytingartillögur og féllust allir flokkar í sameiginlegan faðm. Rétt fyrir atkvæðagreiðsluna þakkaði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráð- herra iðnaðarnefnd gott starf og þingmönnum góða afgreiðslu máls- ins. 200—300 milljóna króna verksmiðja Itreka má að samkvæmt frumvarp- inu, sem efri deild hefur nú afgreitt, er ríkisstjórn heimilt að verja 45 milljónum króna til hlutafjárkaupa, að veita ríkisábyrgð eða taka lán sem veitt verði til byggingar verksmiðj- unnar að fjárhæð allt að 105 milljón- um króna, að fella niður aðflutnings- og sölugjöld af vélum, tækjum og varahlutum til verksmiðjunnar, að yfirtaka lán sem Undirbúningsfélag saltverksmiðju hefur tekið vegna kostnaðar við rannsóknir, enda breyti það ekki verðgildi hlutabréfa í fyrirtækinu. Efasemdir Nefndaráliti fylgdu skjöl frá Þjóð- hagsstofnun, Vinnueftirliti ríkisins, Heilbrigðiseftirliti ríkisins, Náttúru- verndarráði og Skipafélaginu Víkur hf. Miklar efasemdir koma fram hjá Þjóðhagsstofnun um verksmiðjuna. Vinnueftirlitið mun gera athuga- semdir við verksmiðjubygginguna. Heilbrigðiseftirlitið skortir upplýs- ingar um hugsanlega mengun frá verksmiðjunni. Náttúruverndarráð er að hefja viðræður við fyrirtækið um umhverfísþætti málsins, sem ekki eru ljósir. Skipafélagið Víkur mótmælir eindregið hugmyndinni að saltverk- smiðju hér og telur hana „hreint glapræði”. Þetta verði aldrei nema tapfyrirtæki, spilli viðskiptahags- munum og eyðileggi nýtingu eigin skipastóls”. -A.St. Flokkadrættir f íslenzka skákheiminum „Þelr sem staðið hafa að deilum víki úr samtökunum fyrir nýjum mönnunT —segir Guðfinnur Kjartansson, form. T.R. Augljósir flokkadrættir eru nú innan skákhreyfingarinnar, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Fara frammá- menn skákhreyfingarinnar misjöfnum orðum um málið. Telja einhverjir fjölgun félaga í taflfélögum eðlilegan og ánægjulegan vott um blómstrandi skákáhuga. Aðrir telja henni stefnt að fjölgun fulltrúa á aðalfund Skáksam- bands íslands í þeim tilgangi að fella Ingimar Jónsson úr sæti forseta. Helzt er rætt um Pétur Eiríksson, framkvæmdastjóra Álafoss hf., sem frambjóðanda á móti dr. Ingimari. „Nokkrir menn hafa komið að máli við mig um að ég gefi kost á mér sem forseti Skáksambandsins,” sagði Pétur í viðtali við DB í gær. „Ég hefi ekki gefið afdráttarlaust svar enn. Það fer auðvitað eftir því, meðal annars, hvaða menn veljast í stjórn sambandsins,” sagði Pétur. „Þegar við sitjum við skákborðið segjum við stundum: „Nú er Skrækur farinn að skjálfa,” þegar taflinu hallar sýnilega á ógæfuhliðina fyrir andstæð- inginn. Mér er kunnugt um að engir hafa komið nýir f Taflfélag Reykja- víkur sem ekki hafa sjálfir óskað eftir því. Ég hygg að of mikið sé gert úr skipulagðri smölun,” sagði Guðfmnur Kjartansson, formaður Taflfélags Reykjavíkur, í viðtali við DB. Guðfinnur kvaðst þeirrar skoðunar að þeir sem staðið hafi í deilum hverfi úr samtökum skákmanna og nýir menn taki við. „Bezt væri að menn sættust heilum sáttum þótt kastazt hafi í kekki áður. Það er illa gert að víkja illu að þeim sem vel hafa unnið, hverjir sem það eru. Sannleikurinn er kannski sá, fyrst og fremst, að skákhreyfingin má engan þessara manna missa. Ingimar Jónsson hefur margt vel gert og Einar S. Einars- son vann þrekvirki í þágu skákhreyf- ingarinnar,” sagði Guðfinnur Kjart- ansson. Hann kvað fjölgun í TR ekki meiri en svo að nú væru í félaginu um 20 fleiri en flest hefði verið áður. 70—80 hefðu gengið í félagið á starfsárinu en um 20 hefðu horfið úr því. Eftir því sem næst verður komizt þýðir þessi fjölgun félaga 5 nýja fulltrúa á skák- sambandsþingið frá Reykjavik. f TR eru um 600 félagar með börnum. Meðal nýrra félaga í TR telur DB að samkvæmt góðum heimildum megi nefna þessa: Eirík Tómasson lögfr., Helga H. Steingrímsson, Hörð Arin- bjarnar, Pétur Rafnsson, Skúla J. Pálmason, Svölu J. Jónsdóttur, Stein- grím Sigurðsson, Svein G. Jónsson, Vilhjálm Árnason, Þráin Valdimars- son, Bryndísi Guðmundsdóttur, Árna Sigfússon, Pétur Kjartansson, Björn Þórhallsson og Eyjólf Sigurðsson. Hlutfallslega hefur fjölgun orðið miklu meiri í Taflfélagi Seltjarnarness, sem fjölgar fulltrúum þaðan úr 2 í 5. Meðal nýrra félaga þar þykist DB hafa góöar heimildir fyrir þessum: Anders Hansen, Guðbjörg Guðbjartsdóttir, Valgerður Brynjólfsdóttir, Vilhjálmur Ingvarsson, Vilhjálmur H. Vilhjálms- son, Þorvaldur Búason, Þráinn Egg- ertsson, Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson, Már Gunnarsson, Oddur C.S. Thorarensen, Þór Whitehead, Inga Jóna Þórðardóttir, Sigurður Gísli Pálmason, Lárus B. Blöndal, Skafti Harðarson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, Oddný Vilhjálmsdóttir, Ágúst Ásgeirsson, Árni Bergur Eiriksson, Ásgeir H. Eiríksson, Eiríkur Ketilsson, Friðrik Friðriksson, Benedikt Blöndal, Jón Ingvarsson, Kjartan G. Kjartans- son, Karl Blöndal, Jön Magnússon, Matthías Johanness n, Jón E. Ragn- arsson, Sigríður Ingvarsdóttir og Páll A. Pálsson, svo nokkrir séu nefndir. -BS Enn er það svo, þrátt fyrir alla bílamenningu okkar, að sumir noia bakið fremur en bílinn. Hætt er þó við að þessi byrði geti sigið í ef langt á að fara. DB-mynd Einar Ólason. SUZUKI-BILAR SIGURSÆUR Sparaksturskeppni Bifreiðaíþróttaklúbbsins: Suzuki-bílar voru í þrem efstu sætunum í minnsta flokki i hinni ár- legu sparaksturskeppni Bifreiða- íþróttaklúbbs Reykjavíkur sem fram fór á sunnudag. Keppt var i fimm flokkum eftir vélarstærð bíla og var ekið bæði á innanbæjar- og utanbæjarleiðum. Þrjátíu kílómetrar voru þræddir, aðal- lega um verzlunarhverfi, á höfuð- borgarsvæðinu en siðan var ekið sem leið lá frá Kaplakrika í Hafnarfirði, um Krisuvikurveg, til Herdisarvíkur þar sem snúið var við og ekin sama leið til baka. Var vegurinn á þeirri leið ntjög slæmur. Hver bíll fékk fimm lítra af bensini og reyndu ökumenn að komast sem lengst á því bensínmagni. Úrslit urðu sem hér segir: Vélarflokkur 0—1000 rúmsentímetrar (cc| Að sögn Birgis Þórs Bragasonar, formanns BÍKR, var þátttaka frekar dræm. Virtist honum sem mörg bíla- umboð hefðu ekki séð sér hag i að taka þátt i sparaksturskeppni á vegum hlut- laussaðila. -KMU. Ökumaður Bifreið Vél Eyösla Vegalengd' á 100 km Úlfar Hinriksson Suzuki 796 cc 4,401 113,74 knt Árni Ó. Friðriksson Suzuki 796 cc 4,441 112,50 km Finnbogi Ásgeirsson Suzuki 796 cc 4,471 111,87 km Bergsveinn Ó. Daihatsu 993 cc 4,601 108,79 km Sigurjón Ó. Daihatsu 993 cc 4,781 104,40 km Kristján A. Einarss. Suzuki sendib. 797 cc 6,351 78,74 km Birgir Þórisson Suzuki jeppi 797 cc 7,491 66,75 km Vélarflokkur 1001 — 1300 rúmsentímetrar (cc) Ómar Þ. Ragnarsson i Renault 5 TL 1108 cc 5,051 99,00 km Högni Jónsson Renault 5 TL . 1108 cc 5,171 96,73 km Steinn Sigurðsson Mazda 323 1296 cc 5,751 87,00 km Guðm. H. Guðjónsson Opel Kadett 1297 cc 6,621 75,53 km Aðalst. Gunnarsson Aro Dacia 1297 cc 7,38 cc 67,78 km Björn Steffensen Aro jeppi 1297 cc 10,221 48,91 km Vélarflokkur 1301 — 1600 rúmsentímetrar (cc) Jóel Jóelsson Talbot Horizon 1442 cc 5,541 90,30 km Guðm. Þór Bjarnas. Volvo 343 1397 cc 6,61 1 75,66 km Kristinn Karlsson Isuzo 1584 cc 7,231 69,15 km Vélarflokkur 1601 — 2000 rúmsentfmetrar (cc) Friðrik Gíslason Dodgc Omni 1714 cc 6,961 71,81 km Þór Garðarsson BMW518 1766 cc 8,871 56,38 km Vélarflokkur 2000— 3000 rúmsentímetrar (cc) Páll Eyvindsson Volvo 244 Gl. 2302 cc 7,701 64,97 km Hilmir Elíson Dodge Aries 2600 cc 8,381 59,70 km

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.