Dagblaðið - 19.05.1981, Side 12

Dagblaðið - 19.05.1981, Side 12
12 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. MAl 1981. fijalsl, úháð dagblað Utgofandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóiri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. 4 íþróttir: Hallur Slmonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólf json. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefónsdóttir, Elfp Albertsdóttir, (Jlali Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. , Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurösson, Siguröur Þorri Sigurðsson og Sveinn Pormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þodeifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs- son. DreKingarstjóri: Valgeröur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Síðumúla 12.! Afgreiösla, áskriftadeild, auglýsingar og skrífstofur: Þverholti 11. Aðalslmi blaðsins er 27022 (10 línur). Himm óákveðnu fækkar Einu nýju fréttirnar úr síðustu skoð- anakönnun Dagblaðsins eru, að óvinsældir stjórnmálaflokkanna hafa minnkað, þótt þær séu miklar enn. Þeim, sem ekki geta gert upp hug sinn til flokkanna, hefur á fjórum mánuðum fækkað úr 39% % í 31 %. ------- Að öðru leyti virðist allt sitja við sama í fylgi stjórn- málaflokkanna. Fylgi þeirra hefur haldizt nokkurn veginn óbreytt í fjórum skoðanakönnunum Dagblaðs- ins á því hálfa öðru ári, sem liðið er kjörtímabilsins. Samkvæmt könnuninni, sem birt var í gær, hefur fylgi Alþýðuflokksins aukizt um aðeins 0,1 prósentu- stig síðan í janúar, Sjálfstæðisflokksins um aðeins 0,5 stig og Alþýðubandalagsins um aðeins 1,2 stig, meðan fylgi Framsóknarflokksins hefur minnkað um aðeins 0,3 stig og smáflokka um aðeins 1,5 stig. Þessar tölur sýna nánast engar breytingar og benda til, að lítil sem engin skekkja sé i skoðanakönnunum Dagblaðsins, svo sem raunar hefur sannazt í saman- burði þeirra við kosningaúrslit. Niðurstöður þessara kannana styðja hver aðra. Framsóknarflokkurinn fékk i síðustu kosningum 25% atkvæða. í skoðanakönnunum Dagblaðsins síðan þá hefur hann fengið 22—26% fylgi þeirra, sem af- stöðu tóku, og nú síðast 24%. Þetta er gífurleg festa í fyigi - Alþýðubandalagið fékk í síðustu kosningum 20% at- kvæða. í skoðanakönnunum Dagblaðsins síðan þá hefur það fengið 17—20% fylgi þeirra, sem afstöðu tóku, og nú síðast 20%. Þetta er ekki síður athyglis- verðfestaí fylgi. Alþýðuflokkurinn hefur í þessum könnunum blaðsins fengið 11—13% fylgi og 11% nú síðast. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur fengið 43—46% fylgi og 46% nú síðast. Þetta er sama festan í fylgi frá síðustu kosningum. Tölur Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins eru svo aftur á móti aðrar en þær voru í síðustu kosning- um, þegar Alþýðuflokkurinn fékk 17% atkvæða og Sjálfstæðisflokkurinn 37%. Þetta styður þá útbreiddu skoðun, að síðustu vikur fyrir kosningar hafi nokkur hópur kjósenda flúið „leiftursókn” Sjálfstæðisflokksins til Alþýðuflokks- ins, án þess að hinn síðarnefndi geti talið hópinn sér til varanlegrar eignar. Raunar hefur áður komið í ljós í kosningum, að óljós landamæri eru milli vinstri kants Sjálfstæðis- flokksins og hasgri kants Alþýðuflokksins. Kjós- endur rölta meira um þau en önnur landamæri íslenzkra stjórnmála. Ekki tekur að gera því skóna, að úrslit næstu kosninga verði í samræmi við nýjustu skoðanakönnun Dagblaðsins. Mikið vatn á eftir að renna til sjávar fram til þess tíma. Sérstaklega er óvíst, að Sjálfstæðisflokkurinn geti í kosningum haldið því mikla fylgi, sem hann hefur haft frá síðustu kosningum. Enginn veit nú, hvaða andlit hann mun þá hafa, né hvort andlitin verða eitt eða fleiri. Á hinum væng stjórnmálanna virðist afstaðan til hersins og Nato hafa lokað landamærunum milli 20% Alþýðubandalagsfylgis og 25% Framsóknarfylgis. Kosningaslagir gætu því í vaxandi mæli verið háðir á landamærum Alþýðu- og Sjálfstæðisflokks. Til viðbótar við þann slag kemur svo slagurinn um þann þriðjung kjósenda, sem milli kosninga telur sig utan flokka og greiðir atkvæði eftir aðstæðum hverju sinni. Það eru þessir kjósendur, sem setja líf og óvissu í stjórnmálin. ..... ........' Af koma bænda f grannríkjum okkar: BÆNDUR AFKASTA 0F MIKLU Fyrir nokkrum dögum var ég á fundi með fulltrúum helstu bænda- samtaka á Norðurlöndum. Við sögðum hver öðrum frá helstu vanda- málum, sem glímt er við. Menn ræddu um samstarf bændasamtak- anna og ýmislegt fleira. Ég ætla í þessari grein að skýra frá nokkrum atriðum, sem komu fram á fundin- um. Verðbólga og atvinnuleysi Liklega er útlitið í efnahagsmálum í Danmörku verra en á hinum Norðurlöndunum. Hallinn á utan- ríkisverslun þeirra nam 14 milljörð- um d.kr. á síðasta ári. Erlendar skuldir námu 94 milljörðum d.kr. í lok ársins. Fjöldi atvinnulausra á síð- asta ári var að meðaltali 180 þúsund V .......... r “ í 3. gr. Evrópusáttmálans um mannréttindi segir: „Engan má beita pyndingum eða ómannúðlegri og niðurlægjandi meðferð né refsingu”. PynJingar eru skilgreindar á eftir- farandi hátí í ályktun 3452 á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóöanna: „Pynding er hver sú aðgerð sem orsakar þjáningar, líkamlegar eða andlegar, og er framkvæmd í því skyni að knýja fram játningar eða upplýsingar”. Orðið „pyndingar”, komst á hvers manns varir í lok ágúst 1971, þegar það kvisaðist að 12 írskir fangar hefðu verið fluttir úr Crumlin Road fangelsinu á stað sem haldið var leyndum. Þar voru þeir yfirheyrðir leynilega og við yfírheyrslurnar var beitt aðferðum sem ekki eru venju- legar við yfirheyrslur fanga. Það var staðfest fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu, að þessar aðferðir saman- stæðu af fimm atriðum: a) Að standa upp við vegg. Fang- anum er stillt upp við vegg með andlitið að veggnum og hann er látinn halda höndunum eins hátt og unnt er yfir höföi sér. Þá er fanginn látinn standa á tánum og fætur hans hafðir eins gleiðir og hægt er. í þessum stellingum var fanginn neyddur til að standa í nokkrar klukkustundir, þannig að líkamsþunginn hvíldi aðailega á tánum. b) Hauspokl. Dreginn var yftr höfuð fangans svartur eða mislitur poki á milli þess sem hann var yfir- heyrður. c) Hávaði. Föngunum var haldið f herbergi þar sem var linnulaus hávaði eða skerandi hljóð inni. d) Svefnleysi. Á milli þess sem fang- inn var yfirheyrður var komið i veg fyrir að hann gæti sofnað. e) Svipting matar og drykkjar. Matar- og drykkjarskammtur fangans er minnkaður ofan í lág- mark. Þetta mál fór fyrir Evrópudóm- stól, og þar viðurkenndi breska ríkis- stjórnin, að þessar aðferðir við yfir- heyrslur fanga væru heimilar, sam- kvæmt breskum lögum, enda þótt þær væru ekki almennt viðurkenndar né þeirra getið í opinberum skýrslum. Einnig viðurkenndi hún að breska leyniþjónustan hefði haldið nám- skeið til að kenna lögregluliði Hennar hátignar þessar aðferðir í apríl 1971. Nú var sett á stofn nefnd til að rann- saka allt þetta mál, formaður hennar var Sir Edmund Compton. Af 40 föngum, sem voru yfirheyrðir af manns. Á fyrstu 6 mánuðum þessa árs er áætlaður fjöldi atvinnulausra 230 þúsund. í Finnlandi hefur þróun efnahags- mála verið heldur hagstæð. Verð- bólgan var 13,7% á síðasta ári og er áætluð 10—11% í ár. Atvinnuleysi er mikið í Finnlandi, á síðasta ári höfðu 5% af vinnufæru fólki ekki atvinnu. Viðskiptajöfnuður við útlönd hefur verið Finnum hagstæður það sem af er þessu ári. Norðmenn hafa verulegar áhyggjur af verðbólgunni, en hún var 11% á síðasta ári. Miklar verðhækk- anir hafa orðið í ár, matvæli hafa hækkað um 15% fyrstu 3 mánuði ársins. Dregið var verulega úr niður- greiðslum í lok síðasta árs. Fjöldi at- vinnulausra var 31 þúsund í lok £ „Norðmenn hafa keypt af okkur meira en u helming af því dilkakjöti sem við höfum flutt út og greitt bezta verðið. Nú munu þeir kaupa sáralítið.” nefndinni, sannaðist að 11 höfðu hlotið þessa fyrrgreindu meðferð við yfirheyrslur. Nefndin komst svo að þeirri niðurstöðu, að slíkar aðferðir við yfirheyrslur flokkuðust undir „harðræði” en ekki líkamlegar pyndingar. Álit nefndarinnar var birt opinberlega3. nóvember 1971. „Harðrœði" áfram Aðgerðir nefndarinnar í þessu máli voru hinsvegar algerlega ófullnægj- andi, svo þvi var ekki þar með lokið. Eftir endurteknar nefndarskipanir Kjallarinn María Þorsteinsdóttir og yfirheyrslur sem stóðu í mörg ár gaf fuUtrúi Breska heimsveldisins loks út svohljóðandi yfirlýsingu fyrir Evrópudómstólnum 8. debrúar 1977: „Rikisstjórn Bretlands hefur ákveðið að „hinum fimm aðferö- um” við yfirheyrslur fanga, verði framvegis beitt af varfærni, og vísast i því sambandi til 3. gr. Evrópusáttmálans um mannrétt- indi. Hún staðfestir hér með að slikum aðferðum skuli aldrei framar, undir neinum kringum- stæðum, verða beitt tii að knýja fram játningar”. Nú mætti ætla að þessum „harðræðis” yfirheyrslum hefði verið hætt, en svo var þó ekki. Árið 1977 sendi Amnesty International nefnd til Norður-írlands til að rann- saka þessi mál. Hér koma nokkur atriði úr niðurstöðum hennar: a) Sálrænar þvinganir við yfir- heyrslur. Nítján af 78, sem spurðir voru sögðust hafa verið látnir standa upp við vegg á tán- um meðan þeir voru yfirheyrðir. b) Ógnanir. Tuttugu og þrír sögðu að sér hefði verið ógnað — þrjár konur sögðu að sér hefði verið hótað nauðgun og um leið hefði ljósið verið slökkt í yfirheyrslu- herberginu. Nokkrum hafði verið’ hótaö lífláti, öðrum lengri fangelsisvist eða að fjölskyldur þeirra yrðu ofsóttar. c) Högg i höfuðið. Nítján sögðust hafa verið barðir í höfuðið, ýmist með krepptum hnefa eða flðtum lófa, eða að höfði þeirra hefði verið siegið i vegginn. Edwina Stewart taldi miklu fleira upp í merkri ræðu. Ég læt þetta nægja um misþyrmingar samkvæmt hinum „fimm aðferðum”, sem að framan er greint frá. Ég get bætt því hér við, að á kvennaráðstefnunni, Fórum ’80 hlustaði ég á vitnisburð nokkurra kvenna, sem eru nýsloppn- ar úr fangelsum á Norður-trlandi, og höfðu þær frá nákvæmlega sömu meðferðinni að segja og hér hefur verið greint frá. „Teppaf angarnir " Ég ætla að síðustu að minnast nokkuð á „teppafangana”, en mál þeirra hefur verið mjög á dagskrá að undanförnu. Á Norður-frlandi gilda þau lög, að pólitískir fangar hafa nokkra sérstöðu innan réttarkerfis- ins. Þeir hafa ekki þurft að vinna öll þau störf sem ætlast er til af öðrum föngum. Þeir hafa haft rétt til að Q „Viö skulum foröast að taka fregnir frá Reuter-fréttastofunni svo alvarlega, aö viö trúum hverju oröi, sem hún segir, og ætti okkur raunar að vera fréttaflutningur þeirrar stofnunar í fersku minni, síöan viö vorum sjálf í þorskastríöi viö Bretana.”

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.