Dagblaðið - 19.05.1981, Side 18

Dagblaðið - 19.05.1981, Side 18
18 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ1981. Spáð er austlœgri étt, golu eða kalda vfðast hvar á landinu, súld með ströndum en þurru inn til landsins. Klukkan 6 var norðaustan 1, þoka og 6 stig í Roykjavfk, sunnan 1, rign- ing og 5 stig á Gufuskálum, hœgvlðri, þoka og 4 stig á Galtarvita, hœgviðri, skýjað og 6 stig á Akureyri, hœgviðri, lóttskýjað og 6 stig á Raufarhöfn, suðaustan 2, rlgning og 5 stig á Dala- tanga, suöaustan 2, þoka og 7 stig á Höfn og suðaustan 4, þoka og 7 stig á Stórhöfða. ( Þórshöfn var skýjað og 8 stig, látt- skýjað og 13 stig f Kaupmannahöfn, láttskýjað og 12stig f Osló, láttskýjað og 14 stig f Stokkhólml, rigning og 11 stig f London, skýjað og 13 stig f Hamborg, skýjað og 13 stig f Parfs, láttskýjað og 10 stig f Madrid, skýjað og 14 stig f Lissabon og skýjað og 12 stigfNew York. Ragnar Valur Jónsson veitingamaöur, sem lézt 8. maí sl., fæddist 30. júni 1912 á Gaulverjabæ í Flóa. Foreldrar hans voru Rakel Ólafsdóttir og Jón Magnússon. Um 1930 fór Ragnar í læri til Theodórs Johnsson og nam mat- reiðslu- og framreiðslustörf hjá honum. Árið 1934 fór hann til Vest- mannaeyja og rak þar veitingastaðinn Skógafoss, næsta sumar rak hann veitingasölu í Skógaskóla undir Eyja- fjöllum. Árið 1937 gerðist hann bóndi i Stapadal í Arnarfirði en flutti skömmu siðar til Patreksfjarðar og þar stundaði Ragnar matreiðslustörf á togurum, 1939 flutti hann til Reykjavikur og stundaði þá matreiðslu á ýmsum skip- um. 1941 til 1945 sá hann um veitinga- rekstur í gamia golfskálanum og ári síðar stofnaði Ragnar Þórscafé. Var það fyrst til húsa að Hverfisgötu 116 en árið 1976 fluttist það að Brautarholti 20. Samhliða þessu rak hann Hótel Brúarland í Vaglaskógi í 6 sumur. Ragnar keypti Hótel Valhöll i félagi við tvo aðra veitingamenn og síðar keypti hann þeirra eignarhluta líka. Árið 1935 kvæntist Ragnar Júlíönu S. Erlends- dóttur ogáttuþau4börn. Veðrið Margrét Kristlnsdóttir, sem lézt 9. maí sl., fæddist 9. janúar 1913. Foreldrar hennar voru Sigurlaug Jósafatsdóttir og Kristinn Erlendsson. Margrét var gift Sveini Sölvasyni og áttu þau 3 börn, þau bjuggu lengst af á Sauðár- króki. Rebekka BJarnadóttir, sem lézt 11. mai sl., fæddist 15. nóvember 1885. For- eldrar hennar voru Pálína Pétursdóttir og Bjarni Jakobsson. Um fermingar- aldur fluttist hún til föðurbróður síns, Jóns Jakobssonar að Eyri í Seyðisfirði við ísafjarðardjúp. Rebekka giftist Þorsteini Ásgeirssyni og hófu þau búskap að Tjaldtanga, siðan bjuggu þau að Meiri-Hattadal að hálfu. Skömmu síðar fluttust þau til Hnifs- dals og loks þaðan til ísafjarðar þau sem Rebekka vann fyrir sér og sínum með fatasaum. Árið 1933 fluttust þau til Reykjavíkur. Þorsteinn lézt árið 1950 og bjó Rebekka þá hjá dóttur sinni, síöustu árin dvaldist hún á Hrafnistu. Rebekka og Þorsteinn áttu 12 börn en tvö dóu ung. Hún verður jarðsungin í dag, 19. maí, kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Benedlkt Sigurbjörnsson pipulagninga- meistari lézt 21. apríl. Hann var sonur hjónanna Sigurbjörns Snjólfssonar og Gunnþóru Guttormsdóttur frá Gilsár- teigi í Suður-Múlasýslu. Árið 1969 flutti Benedikt með fjölskyldu sina til Ástralíu og bjó þar síðan og seinni árin í borginni Perth á vesturströndinni. Benedikt var fæddur 3. okt. 1935. Eftirlifandi kona hans, Elín Jónsdóttir, og tvö börn þeirra búa að 55 Armytage- way Hillorys 6025 Perth Austria. Ingvar Sigurður Ólafsson, Kársnes- braut 93 Kópavogi, lézt á Borgarspítal- anum laugardaginn 16. maí. Lilja Guðmundsdóttir, Melhaga 2, lézt á Landspítalanum 17. maí sl. Hafliði Guðmundsson kennari, Siglu- firði, lézt laugardaginn 16. maí sl. Sigurður Guðmundsson, Safamýri 38, lézt í Borgarspítalanum 17. mai sl. Vilhjálmur Haraldsson, Suðurgötu 48 Hafnarfirði, lézt á Landakotsspítala 17. maí sl. Hákon Hafliðason vörubifreiðarstjóri, Hraunteigi 19, lézt á heimili sínu 16. maí sl. Sigriður M. Jakobsdóttir lézt 15. mai sl. i Landakotsspitala. Ragnar Ásgeirsson, fv. héraðslæknir, Eskihlíð 6b, lézt í Landspitalanum 16. maí sl. Útförin fer fram frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 22. maí kl. 15. Elin Jónsdóttir frá Hvanná lézt 17. mai si. Guðmundur Snæland, sem lézt í Borgarspítalanum 12. mai sl., verður jarðsettur frá Keflavíkurkirkju mið- vikudaginn 20. maí kl. 14. Ingvar Einarsson vélstjóri, Miðtúni 62, lézt fimmtudaginn 14. maí sl. Jarðar- förin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. maí kl. 15. I GÆRKVÖLDI Hvenær fáum við upplýsinga- útvarp með léttri tónlist? Ég horfði ekki á sjónvarpið i gær- kvöldi. Það vita allir þeir sem mættir voru á stofnfund Samtaka um frjálsan útvarpsrekstur á Hótel Sögu í gærkvöldi. Þar sem ég er áhuga- maður um það málefni, svo og vegna þess að málefnið er kannski nátengt þessum dálki, finnst mér það ekki sakhæft. (Ég hef svo oft horft á sjón- varpið.). Hitt var verra að fundurinn olli mér töluverðum vonbrigðum. Rúmlega einn þriðji fundargesta vissi ekki hvert er markmið hins nýja félags sem þeir voru að ganga í. Þessi hópur kom á fundinn með þá trú að þarna væri nánast verið að stofna frjálsa útvarpsstöð. Auk þess voru allir fundagestir, fyrir utan fimm, sex, karlmenn. Alls voru á fundinum tæplega eitt hundrað manns. Það skal því engum koma á óvart að í 36 manna aðalstjórn félagsins voru einungis kosnir karlmenn. Ég veit ekki hvort ég heyrði rétt þegar ég heyrði nafn Sjafnar Sigurbjörns- dóttur en ég vona það. Magnús Axelsson, kjörinn for- maður félagsins, sagði með réttu að frjáls útvarpsrekstur í landinu væri neytendamál. Þessu er ég fyllilega sammála. öll einokun, á hvaða sviði sem hún er, er neytandanum í óhag. Útvarpsstöð sem rekin er af einka- aðilum þarf ekki og á ekki að vera út- varp sem einungis leikur tónlist. Tón- listin á að vísu að vera í ríkum mæli i bland léttrar kynningar og alhliða upplýsinga fyrir hlustandann. Hver vill ekki vakna á morgnana við það að létt og skemmtileg rödd býður góðan daginn, segir hvernig veður- farið er, hvað klukkan er og veitir skemmtilegar og fróðlegar fréttir á milli þess sem hressileg tónlist er leikin? Ég er viss um að ef ég ætti þess kost að láta slíka útvarpsstöð vekja mig væri ég betur vöknuð á morgnana en ég er núna. Ég satt að segja á erfitt með að melta morgunverðinn yfir Morgun- póstinum. Þess vegna kveiki ég ekki á útvarpinu á morgnana og þess vegna er ég ekki búin að fá mér útvarps- vekjaraklukku. Og ekki síður þess vegna hef ég ákveðið að styðja Sam- tökin um frjálsan útvarpsrekstur i landinu. Ég trúi því að þessi langdregni og fremur viðvaningslegi fundur i gær- kvöldi hafi aðeins verið fæðingar- örðugleikar. Næsti fundur verður væntanlega kominn yfir allt slíkt og þá einnig fjölmennari (fleiri konur). Að lokum: Allir hafa gott af sam- keppni, jafnt útvarpið sem aðrir. Sjáið bara hvað flokksblöðin breyttust þegar þau fengu sam- keppni við frjálst Dagblað. Svo vona ég bara að enginn móðgist þó sjón- varpið hafi farið forgörðum hjá mér. -ELA. Fundtr AA-samtökin í dag, þriöjudag, veröa fundir á vegum AA- samtakanna sem hér segir: Tjamargata 5 (s. 12010), græna híisið, kl. 14 og 21, Tjarnargata 3 (s. 91- 16373), rauða húsiö, kl. 12 (samlokudeild) og 21, Neskirkja kl. 21. Akureyri, (96-22373) Geislagata 39..........kl. 21. ísafjörður, Gúttó viöSólgötu.............kl. 20.30. Keflavík, (92-1800) Klapparstíg 7...........kl. 21. Keflavikurflugvöllur.....................kl. 11.30 Laugarvatn, Bamaskóli.......................kl. 21. ólafsvík, Safnaðarheimili...................kl. 21. Siglufjörður, Suöurgata 10..................kl. 21. StaöarfeU Dalasýsla (93-4290) Staðarfell. .. . kl. 19. I hádeginu á morgun, miðvikudag, verða fundir sem hér segir: Tjamargata 5 (s. 91-12010) kl. 12 og 14. Soffía sýnir á Reykjaiundi Soffia Þorkelsdóttir hefur opnaö málverkasýningu að Reykjalundi í Mosfellssveit. Þetta er sölusýning og stendur til sunnudagsins 24. maí. Tilkynningar Virka f lytur úr Árbœ á Klapparstfg Á laugardag var opnuö að Klapparstíg 25—17 verzl- unin Virka, en hún hafði áöur veriö til húsa viö Hraunbæ í Árbæ, eöa sl. 4 ár, en nú var starfsemin að sprengja allt utan af sér svo nauðsynlegt var aö flytja í stærra og betra húsnæði. Vömrnar sem seldar eru i Virku eru allar fluttar inn af eigendum verzlunarinnar beint frá Bandaríkj- unum. í Virku fæst allt til hnýtinga, svo sem garn í fjölmörgum litum, leiðbeiningablöð og hringir og kúlur til skrauts. Einnig fæst allt til bútasaums, efni og leiöbeiningablöð, einnig er hægt aö kaupa pakka þar sem nákvæmar leiöbeiningar eru gefnar um saumaskap og að sjálfsögðu fylgir efni með í pakk- anum. Mikið úrval er af bómullarefnum í Virku og eru einungis seld efni sem eru lOO^o bómull og eru til á milli 300 og 400 tegundir af efnum. Einnig fást í Virku handklæði og ýmsir hlutir i eldhús svo sem pottaleppar o.fl. Eigendur Virku eru hjónin Guðfinna Helgadóttir óg Helgi Þór Axelsson. Guðfinna hefur haft nám- skeið í hnýtingum og bútasaum sl. 4 ár og hefur hún ekki getaö annað eftirspurn. Hún lærði í Bandaríkj- unum og fer þangað einu sinni til tvisvar á ári til að fylgjast með því nýjasta á markaðnum í sambandi við hnýtingar og bútasaum. Á myndinni má sjá þau hjónin í verzluninni þar sem þau láta fara vel um sig i körfuhúsgögnum sem fást aö sjálfsögðu i Virku. Safnaðarferð Hafnarfjarðarsóknar til Skálholts Sunnudaginn 24. maí verður farin safnaðarferð til Skálholts á vegum Hafnarfjarðarsóknar. Lagt Kisa í óskilum Þessi svarta læða hefur haldið til sl. viku hjá starfs- mönnum Bögglapóststofunnar í Tryggvagötu. Kisa hefur mætt stundvíslega kl. 8, glorhungruð, og hafa starfsmennimir séð um hana, en nú óska þeir eftir að eigandinn fari að taka kisu aftur. Um háls kisu er rauð ól með perlum en á hana vantar upplýsingar um heimili svo eigandinn veröur aö koma og ná i hana eða hringja í síma 26617 og biðja um ólöfu. DB-mynd Bj.Bj. verður af stað frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 11.30 og miðað við að koma til baka fyrir kvöldið. Safnaðar- fólk og aðrir sem hug hafa á að taka þátt í þessari ferð hafi sem fyrst samband við sóknarnefndarfor- manninn ólaf Vigfússon i s. 52624 eða viö formann kvenfélags kirkjunnar Jóhönnu Andrésdóttur í s. 50390. Sr. Gunnþór Ingason sóknarprestur mun flytja messu í Skálholtskirkju kl. 14 ásamt kirkjukór og organista Hafnarfjarðarkirkju. Að messu lokinni og eftir nokkra dvöl í Skálholti verður farið að Gull- fossi og Geysi. 5 íslenzk fyrirtœki tóku þátt f sjávarútvegssýningu f Kanada Dagana 24.-26. apríl sl. fór fram sjávarútvegssýn- ing í Yarmouth á Nova Scotia, Kanada. Um 110 fyrirtæki tóku þátt í sýningunni, þar’ af 5 íslenzk fyrirtæki: Elektra, J. Hinriksson hf., Plasteinangr- un hf., Tæknibúnaöur hf. og Vélsmiðjan Oddi hf. Rúmlega 1500 gestir sóttu sýninguna, bæði frá Kanada og Bandaríkjunum. í framhaldi af þessari sýningu er ætlunin að halda árlega sýningar, ,,Fish Canada”, sem verða til skiptis í Halifax og Van- couver. Sýnendur voru almennt ánægðir með árangur sýn- ingarinnar og binda vonir við viðskiptasambönd sem náðust. Kanada mun verða í náinni framtíð einn mikil- vægasti útflutningsmarkaður okkar fyrir veiðarfæri og útbúnað til fiskvinnslu. Það er því mjög brýnt að halda áfram skipulegri markaðsstarfsemi fyrir vörur okkar þar. AÆTLUN AKRABORGAR í janúar, februar, mars, nóvember og Frá Akranesi Kl. 8,30 — 11,30 — 14,30 — 17,30 FráReykjavík Kl. 10,00 — 13,00 — 16,00 — 19,00 i aprtl og oktáber vorða kvoktterðir a sunnudögum. — I mai, júni og september ver&a kvokflerðir a fostudógum og sunnudögum. — i júlí og ógúst verða kvbldferöir alla daga, nema laugardaga. Kvöldferðir eru frá Akranesi kl. 20,30 ogfráReykjavikkl. 22,00. Afgreiðsla Akranesi simi2275 Skrifstofan Akranesi simi 1095 Afgreiðsia Rviksimi 16050 Símsvari i Rviksimi 16420 Talstoðvarsamband við skipið og algreiðslur á Akranesi og Reykja- vik F R-bylgja, rás 2. Kallnúmer: Akranes 1192, Akraborg 1193, Reykjavík 1194 GENGIÐ GENGISSKRÁNING Ferðamanna Nr. 92-18. maí 1981 gjaldoyrir ' Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarfkjodollar 8,831 6,849 7,634 1 Storlingspund 14,307 14,345 15,780 1 Kanadadollar 6,697 5,712 6,283 1 Dönsk króna 0,9484 0,9509 1,0480 1 Norsk króna 1,2048 12079 1,3287 1 Sænskkróna 1,3971 1,4008 1,5409 1 Finnskt mark 1,5809 1,5850 1,7435 1 Franskur franki U379 12412 1,3653 1 Belg.franki 0,1831 0,1838 0,2020 1 Svissn. franki 3,3448 3,3537 3,6891 1 Hollenzk florina 2,6822 2,6893 2,9582 1 V.-þýzktmark 2,9826 2,9904 3,2894 1 ftölsk Ifre 0,00598 0,00600 0,00860 1 Austurr. Sch. 0,4215 0,4226 0,4649 1 Portug. Escudo 0,1125 0,1128 0,1241 1 Spánskurpesetí 0,0749 0,0761 0,0828 1 Japansktyen 0,03087 0,03096 0,03406 1 IrsktDund 10,880 10,909 12,000 r SDR (sórstök dráttarróttindi) 8/1 8,0446 8,0658 Simsvarí vegna gengisskráningar 22190. j

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.