Dagblaðið - 27.05.1981, Síða 4

Dagblaðið - 27.05.1981, Síða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1981. DB á ne ytendamarkaði Lúsugblóm: „Bættum tjónið” —segir blómasali—Kaupandi ekki sammála Herdis Sörensen skrlfstofumaður hringdi: Laugardaginn 2. maí keypti ég mér 4 blóm í Eden i Hveragerði. Það voru rós, hortensia, silfurburkni og brúðarslör. Ég var vöruð við þvl er heim kom að blómin gætu verið lúsug þannig að ég fylgdist vel með þeim. Á miðvikudag tók ég eftir þvi að bæði rósin og hortensían voru lús- ugar. Rósin moraði öll og lús var komin um allt borðið sem hún stóð á. Ég leitaði á öllum minum blómum og það hafði borizt lús á nokkur þeirra af þessum tveim. Ég veit vel að blóm- in mín voru ekki lúsug fyrir þvi ég fylgist vandlega með þeim. Ég hringdi strax í Eden og var þá sagt að koma með blómin, þá fengi ég þau endurgreidd. Hin sem eftir voru var mér ráðlagt að úða eitri. Ég keypti það daginn eftir, þegar búðir opn- uðu, en úðaði til að byrja með með vatni. Daginn eftir fór maður sem ég þekki til Hveragerðis og tók blómin tvö með sér. Hann fékk þau endur- greidd. En nokkru seinna fóru hin tvö að veslast upp og dóu loksins ásamt nokkrum af gömlu blómunum mínum. Ég held að þau hafi hreinlega ekki þolaö eitrið. Ég hringdi aftur 1 Hveragerði og var sagt að þar hefði einmitt fundizt lús á mánudeginum. Ég átti ekki leið austur fyrr en á laugardaginn og fór þá með blómin tvö. Þá dró sá sem ég ræddi við allt til baka með það að lús hefði fundizt og sagði að ég hefði hreinlega drekkt þessum blómum með ofvökvun. Þetta get ég ekki fallizt á þvi að ég lét þau ekki standa neitt 1 vatni þó að ég úðaði þau í baðkerinu. En jafnvel þó að blómin hafi drukknað af mínum völdum finnst mér samt að ég ætti að fá þau bætt því ef ekki hefði verið lús, á hinum hefði ég alls ekki úðað þau, hvorki með vatni né eitri. Ég fór ekki fram á að fá gömiu blómin min bætt þó nokkur séu dauð og ekki sjón að sjá hin eftir eitrið. Blómin kostuðu mig 230 krónur. Af þvi fékk ég 120 krónur endur- greiddar. Ég tapa 110 krónum þar. Eg keypti einnig lúsaeitur á úða- brúsa og eiturspýtur að stinga í mold fyrir 130 krónur. Beint tap fyrir mig er því 240 krónur. Og þá er ómetið tjónið á minum blómum sem ég met ekki til fjár. Þetta er svo sem ekki aðalatriðið heldur hitt að mér fellur ekki sú framkoma sem mér var sýnd. Það var gefið í skyn aö lúsin þrifizt heima hjá mér og ég væri rugluð. Bara af þvi að ég lét ekki bjóða mér hvaðsem var. Bœtti sannan- legt tjón Bragl Elnarsson, eigandi Eden, varð fyrir svörum: Ég kannast við þetta mál. Stúlkan hafði samband við mig og talaði um göliuð blóm. Ég sagðist strax myndu bæta henni þau ef tjónið væri af okk- ar völdum. Hún sendi mann hingað með tvö blóm sem ég greiddi þegar út. Hálfum mánuði seinna sendir hún síðan önnur tvö blóm sem hún vildi einnig fá greidd. En garðyrkju- maðurinn sem tók á móti henni þá sagði að engin lús hefði verið á þeim blómum heldur hefði þeim verið drekkt. Því vildi ég ekki endurgreiða þau. Ef þau blóm hefðu verið lúsug hefði borið á þvi fyrr. Ég bættúþaö tjón sem varð sannanlega af okkar völdum en auðvitað ekki það sem stafar af hennar mistökum. Af blómalúsinni er það að segja að á vorin getur hún flogið og getur þá' alstaðar borizt inn um glugga. En eftir að komið er inn i hús flýgur hún ekki þannig að það tekur hana nokk- urn tima að skríða á milli blóma- potta. Þessi lús, sem er græn og litil, er auðdrepin með eitri þannig að það nægir aö úða blómin einu sinni. En til öryggis ráðlegg ég fólki oft að úða aftur að 4—5 dögum liðnum ef ske kynni að egg hefðu lifaö úðunina af. Aftur eru önnur kvikindi, eins og roöamaur, sem ekki er hægt að drepa nema með svo sterku eitri að mönn- um er ekki leyft að hafa það undir höndum. Því verður að ráðleggja fólki að henda strax þeim blómum sem hann kemst á. Hann getur borizt um allt með vindi, inn um glugga og á milli blóma. Hann hefur aldrei sézt á blómum frá okkur. Aftur á móti hefur komið fyrir að blaðlúsin hefur lifað á nokkrum blómum í örstuttum tíma þar til við höfum úöað þau. Þau kvikindi sem lifa i moldinni eru nær undantekningarlaust skað- laus. Hættulegu kvikindin lifa nær öll á blöðunum og verpa á þeim. Aö lokum vil ég segja það aö mjög mikið er selt af blómum hér i Eden og aldrei eins og núna. Ef við seldum skemmd blóm er engin hætta á þvi að fólk keypti hér blóm 1 þeim mælisemgerter.” - DS Nýttlostæti: Reyksíldarkæfa Komið er á markað nýtt góðgæti. Það er svonefnd reyksildarkæfa sem er Islenzk uppfmning. Kæfuna má hvort heldur boröa sem álegg eða sem Ef myndin prentast vel má sjá töluverðan litamun yzt og innst i pylsunni. Enn meiri munur sést þó með berum augum ef vinarpylsa er skorin 1 tvennt. DB-mynd Einar. Liturápylsum: „Settur að kröfu viðskiptavina” forrétt. Óskar Þór Karlsson á heiður- inn af réttinum. Hann er búinn til úr reyktri síld og íslenzku smjöri. Blaöa- mönnum Neytendasíðunnar var boðið á dögunum aö smakka réttinn. Að boðinu stóð verzlunin Kjarakjör sem fyrst varð til þess að selja hann þó nær allar aðrar verzlanir á höfuð- borgarsvæðinu séu komnar með hann. Framleiðandi reyksíldarkæfunnar er ungt fyrirtæki sem nefnist ísfiskur sf. Það sérhæfir sig eingöngu í reykt- um sjávarafurðum, svo sem sild, ýsu, karfa, grálúðu og rauðmaga. Reykta fiskinn er óhætt að geyma nokkrar vikur í kæli og nokkra mán- uði i frysti. Hann þarf litla suðu. Reyksiidarkæfan er sem fyrr sagði góð sem álegg. Ekki þarf smjör með henni þar sem hún inniheldur mikið smjör. En gott er að hafa gúrku eða tómatsneiö með. Kæfan kostar 59,50 krónur kílóið. Hún er seld í litlum plastöskjum með loki sem eru vand- lega merktar með innihaldslýsingu og tillögum um framleiðslu. - DS „Það er svo undarlegt að 1 hvert sinn sem farið hefur fram opinber umræða um litarefni í mat hefur eftirspurnin eftir litaða matnum auk- izt,” sagði Geir M. Jónsson verk- smiðjustjóri hjá Sláturfélagi Suður- lands. Ástæöan fyrir þvi að Geir var spurður um litarefnið var sú að Elín Erlingsson kom hingað á Neytenda- sfðuna með pylsur sem hún hafði keypt. Þær voru frá Sláturfélaginu og litaðar. Rauður liturinn var áber- andi sterkur og náði inn undir miðja pylsu þar sem grár litur kjötsins tók við. „Mér finnst þetta ógeðslegt,” sagði Elín. ,,í Noregi er svona litar- efni bannað og þykir hættulegt. Hér á landi eigum við einmitt svo gott hráefni að við ættum ekki að þurfa svonalit.” „Það er rétt að þessi litur er bann- aður í Noregi,” sagði Geir. „En mér er ekki kunnugt um að hann sé bann-' aður nokkurs staðar í heiminum ann- ars staðar. Þetta er eina litarefnið i kjötvörur sem núna er leyft á Norðurlöndum, nema í Noregi. Ég, held að það sé alveg skaðlaust og ætti ekki að gera neinum neitt. Hitt er annað aö 1 útlöndum hefur þaö kann- ski verið notað til að fela það að maturinn var gallaður. En hér á okkar litla landi held ég að menn gerðu það ekki nema einu sinni að leika viljandi á viðskiptavini sina. Samkeppnin er svo hörð og þjóð- félagiö svo litið að slfkt borgaði sig ekki.” Geir var spurður að því hvort ekki hefði komið til umtals hjá Slátur- félaginu að hætta að nota lit' eða í það minnsta að minnka notkun hans. „Jú, það hefur oft komið til tals. Þetta er stór kostnaðarliður hjá okkur og ekkert nema erfiðleikar. En kaupmenn pressa á okkur með að fá þetta af því að viðskiptavinir þeirra pressa á þá. Á sfðasta hálfa öðru ári hefur neyzlan á lituðum pylsum auk- izt um 50%, hvorki meira né minna, það er í hlutfalli af heildarsölunni. Þetta sýnir eftirspurnina. Við framleiðum einnig svokallaðar kokkteilpylsur. Hótelin eru nær einu kaupendur þeirra og vilja ekki fá þær öðruvisi en litaðar. Þær hafa þvi ekki verið settar ólitaðar á markað,” sagði Geir. Hann sagði að liturinn sem notaður væri kallaðist ponsó. Áður voru leyfð önnur litarefni sem ekki eru á skrá lengur. „Þessi litur er erfiðari viðureignar en hinir voru. Það er erfiðara að stjórna því hversu mikið magn af honum fer út og þvi geta pylsurnar verið mismunandi rauðar á litinn. Ekki má lita sjálft farsið en pylsurnar að utan að tilbún- ingi loknum. Liturinn síast hins vegar inn í pylsuna, við þvi er ekkert hægt að gera. En ég held að hann sé alveg •hættulaus,” sagði Geir. Stendur á neytendum Það eru sem sé neytendur sem stjórna því að litaðar pylsur eru á markaöi. Vilji fólk þær ekki þarf ekki annað en að hætta að kaupa þær. En fjöldinn virðist hreinlega ekki hafa áhuga á þvl, hvort sem það stafar af kæruleysi um það sem menn láta ofan 1 sig eða því að menn lifa í þeirri trú að þetta sé allt í lagi. - DS Óskar Þór Karlsson, höfundur kæfunnar, og Þorlákur Einarsson verzlunarstjóri i Kjarakjöri fá sér hér brauðsneiö með reyksfldarkæfu. DB-mynd Einar Ólason. Óhófleg eftir- og næturvinna til að f ramf leyta f jölskyldunni „Það er argasta leti að vera ekki fyrir löngu orðin virkur þátttakandi í ykkar ágæta heimilisbókhaldi sem ég hef þó fylgzt með frá upphafi og fært hefur mér hagnýtan fróðleik. En nú skal úr bætt,” segir m.a. í bráð- skemmtilegu bréfi frá S.I. í Reykja- vík. „Útkoma aprílmánaðar finnst mér vægast sagt hrikaleg. Þetta er örugg- lega stærsti útgjaldamánuðurinn í mlnum tólf ára búskap. í tölunni yfir matvöru eru engin sérstök birgðainn- kaup, aðeins almenn mat- og ný- lenduvara. Ég get hvergi komið auga á „lúxusinn” eðaóþarfann. Liðurinn annað samanstendur af einum dá- góðum víxli og hinum hefðbundnu útgjöldum, sköttum, fasteignagjöld- um, rafmagni o.s.frv. Ég ætla að gera örlitla grein fyrir fjölskyldu minni. Við erum fimm, á aldrinum þriggja til sjötíu og niu ára (viö höfum afa á heimilinu). Tekjuöflunin hvíiir eingöngu á herðum eiginmannsins sem oft leggur á sig óhóflega mikla eftir- og nætur- vinnu til að standa straum af fram- færslukostnaði. Það veröur fróðlegt að sjá heildar- útkomu aprílmánaöar og vita hvort aurarnir hafa tollað jafnilla í budd- unni hjá fleirum en mér. Þá vil ég þakka ykkur fyrir ágætis- uppskriftir. í mínu eldhúsi hefur ^ margt verið bakað og brasað eftir þeim og allt farið mjög vel í maga.” Þessi fjölskylda var með rúmlega 570 kr. i mat og hreinlætisvörur í apríl. Það er alls ekki með hæstu tölum af þeim seðlum sem þegar hafa borizt fyrir aprílmánuð. Margir eru' miklu hærri þannig að þessi hús- móðir þarf svo sannarlega ekki aö ör- vænta. Við bjóðum hana velkomna i hóp þeirra sem halda með okkur heimilisbókhaldið og þökkum góðar óskir og kveðjur. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.