Dagblaðið - 27.05.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 27.05.1981, Blaðsíða 20
24 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ1981. Hrauneyjafossvirkjun. íbúðarskálar starfsmanna við virkjunarframkvæmdirnar mynda lftið þorp þarna uppi á reginfjöllum. 1 baksýn má sjá stöðvarhúsið og frá þvi þrýstipipurnar upp að inntaksmannvirkjunum. DB-myndir J R. r DBíflugferd aðHrauneyjafossi Þegar DB-menn brugðu sérí flugferð til að skoða þær breytingar sem orðið höfðu á Hrauneyjafossi, sem sagt var frá í blaðinu í gær, þótti tilvalið að líta á virkjunarframkvæmdirnar í Tungnaá við Hrauneyjafoss í leiðinni. Þarna uppi á reginfjöllum hefur myndazt litið þorp, þar sem starfsmenn viö virkjunina búa, en i sumar er búizt við að þarna verði 6—700 manns við vinnu hjá hinum ýmsu verktökum. Hvarvetna á vinnusvæðinu voru vinnuvélar á þönum. Mikið af jarðvegi þarf að færa til, grafa aö- og frá- rennslisskurði og flytja aö sand i steypuframkvæmdir. í miðju framkvæmdasvæðinu er virkjunin sjálf, tröllaukin framkvæmd og er hún óðum að taka á sig endanlega mynd. Þrýstipípurnar að stöðvarhús- inu eru vel á veg komnar, búið er að leggja þá fyrstu og sú næsta er byrjuð að teygja sig af stað. Inni í stöðvarhús- inu er einnig allt á fullu við að setja niður vélar og annan búnað. Samkvæmt áætlunum á að gangsetja fyrstu vélina í haust, i október eða nóvember, vél númer tvö verður síðan væntanlega sett i gang í marz á næsta ári; Enn er óráðið hvenær vél númer þrjú verður sett af stað en hugsanlega á miðju ári 1983. -JR. Horft til vesturs yfir inntaksmannvirkin þaðan sem þrýsti- pipurnar taka við og flytja vatnið niður I stöðvarhúsið sem sést fyrír neðan. t baksýn sést frárennsliskurðurinn sem flytur vatnið síðan út I farveg Tungnaár. Fyrir neðan stöðvarhúsið voru vinnuvélar á fullri ferð. Þótt vörubilarnir séu engin smásmiði virðast þeir örlitlir miðað við stöðvarhúsið f baksýn. Hér er horft yfir sama svæði, en nú til suðurs og þar sést núverandi farvegur Tungnaár vel. Hrauneyjafoss I Tungnaá er þar sem áin hverfur f hægra horni myndarinnar, ofan við vinnuskálana. Lokurnar sem stjórna vatnsrennslinu að virkjuninni. Núna standa þær opnar og veita Tungnaá greiðlega framhjá virkjuninni í sinn gamla farveg, en skammt fyrir neðan lokurnar er Hrauneyjafoss, sem nú hefur tekið nokkrum breytingum eins og sagt var frá f blaðinu f gær. Lokubúnaðurinn sem stjórnar vatnsrennslinu er engin smásmfði eins og sjá má á rússajeppanum sem stendur á garðinum. Núna rennur Tungnaáin til vinstrí frá inntaksmannvirkjunum en f framtfðinni mun meginstraumurinn liggja eftir aðrennslisskurði f átt að virkjuninni sem rétt gríllir f lengra til vesturs.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.