Dagblaðið - 16.07.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 16.07.1981, Blaðsíða 20
 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1981. Gekk jjallabaksleiðina frá Kirkjubœjarklaustri til Sigöldu: „Það sem 66 ára sendiherra á eftirlaunum getur gengiðy eiga aðrir líka að geta gert, ” — segir Olof Kaijser; fyrrverandi sendiherra Svía á íslandi hlíð og það var mikið laust i berginu þannig að ég rann til. Fyrir neðan mig var á og mér leizt ekkert á þetta. En ég passaði mig á þvi að halda ró minni og fara ekki að gera neina vit- leysu. Og upp komst ég um siðir með allt mitt hafurtask. Þá komst ég einnig í hann krappan er ég þurfti að vaða yfir á. Hún var straumþung og steinarnir á botninum ultu undan fótum mínum, þannig að ég hélt að ég væri að missa jafnvægið og detta. En svo fór þó ekki og yfir komst ég. Alla leiðina sá ég ekki hræðu fyrr en á síðasta degi. Þá kom ég þar að sem hjón höfðu fest fólksvagn sinn í á, bíllinn hafði sigið í aurnum og var pikkfastur. Ég hjálpaði þeim aö losa bítinn og þau óku mér í staðinn að Sigöldu. Mér fannst gaman að geta hjálpað þessum hjónum, en hún var dönsk og hann islenzkur. Sænsk-íslenzki hátíðarsjóðurinn Frá Sigöldu gekk ég að Hrauneyja- fossi, en þar eru um 10 landar mínir að vinna við virkjunina. Þeir eru frá þremur sænskum fyrirtækjum, ASEA, Cementgjuteriet og NOHAB- Tampella. Þessir menn eru ekki hér eingöngu til að vinna sér inn fé, heldur hafa þeir einnig lagt sitt af mörkum til stofnunar hátíðarsjóðs Sænsk-íslenzka félagsins í Stokk- hólmi. önnur fyrirtæki sem hafa látið fé af hendi renna 1 sjóðinn eru t.d. Alfa Laval, LM Ericsson, SE- banken og Volvo. Alfa Laval framleiða m.a. mjaltavélar sem finnast á svo til öllum íslenzkum sveitabæjum og símar frá Ericsson eru á nær hverju einasta heimili á íslandi. Mér fannst vel við hæfi að þessi fyrirtæki tóku þátt í þessari sjóðsstofnun. Þrammað af stað í nýja f erð Á föstudaginn var fór ég síðan i heimsókn til kunningja mins i Mos- fellssveit, Halldórs Laxness. Ég bankaði upp á hjá honum með við- leguútbúnað minn á bakinu og það urðu miklir fagnaðarfundir. Eftir að hafa heilsað upp á Laxness lagði ég enn á ný land undir fót og gekk yfir Mosfellsheiðina. Þá um nóttina tjaldaði ég í norðurhlíð Hengilsins en á laugardag gekk ég yfir Hengilinn og tjaldaði í honum sunnanverðum það kvöldið. Sunnudagsmorguninn fékk ég mér síðan bað í einum hveranna á Nesjavöllum, en þar eru mikil hvera- svæði. Þann dag gekk ég síðan niður á Sandskeið og fékk bílfar þaðan í bæinn. Það var sama sagan í þessari ferð og hinni fyrri, ég hitti varla hræðu á leiðinni. 1 svipinn man ég aðeins eftir að hafa séð nokkra skáta í fylgd með foringja sínum við Hengilinn. íslendingar iitlir göngumenn íslendingar ganga ekki nógu mikið. Þegar ég var sendiherra ferð- aðist ég mikið um landið, en alltaf í bíl. Ég hef t.d. komið á nær alla firð- ina á Vestfjörðum, farið hringveginn og sannast sagna held ég að sá vegur sé ekki til á íslandi, sem ég hef ekki ekið. En það er stórt brot landsins sem ekki er hægt að skoða öðru vísi en fara þangað á tveimur jafn- fljótum. Göngu mína Fjallabaksleið- ina má á vissan hátt líta á sem áskorun til allra um að ganga meira. Núna kom ég einn til Islands en við konan min höfum þann ásetning að láta ekki eitt einasta ár líða án þess að annað hvort okkar eða við bæði komum til landsins. Konan mín er Bátsferð með Bravo um Vestmannaeyjar Blásið í Hœnu — Þú hefur ,,í rauninni” ekki komið til Vestmannaeyja, nema þú hafir brugðið þér i bátsferð með Bravo VE 160 og kynnst öllum hinum „íbúum” eyjanna, segir m.a. í kynn- ingarpésa sem eigendur skemmtibáts- ins Bravo í Vestmannaeyjum hafa gefið út. Og víst er sannleikskorn til í þessu. Blaðamaður DB átti þess kost á dögunum að bregða sér í bátsferð með Bravo og verður ekki annað sagt en að hún hafi verið bæði fræðandi og skemmtileg. Annar eigandi báts- ins, Hjálmar Guðnason sat við Miðaldamenn jremja magnaðan seið Eftir ballið nefndist lag eitt í söng- lagakeppni Sjónvarpsins, en það hafnaði í 8. sæti. Nú hefur hljóm- sveitin Miðaldamenn frá Siglufirði gefið út smáskifu meö laginu, en einn Lóen er komin söng Erla Stefáns- Mttir hér um áríð en nú syngur hún með Miðaldemönnum é smó- skrfu þeirra. DB-mynd: Friðgeir Axelsson. Miðaldamanna, Leó Ólason, samdi einmitt lagið. Þrjú önnur lög eru á plötunni, sem Stúdíó Bimbó gefur út og dreifir. Það er Erla Stefánsdóttir, sem áður gerði garðinn frægan með hljómsveit Pálma Stefánssonar, sem syngur Eftir ballið. Þá raddar hún einnig í laginu með Snorra Guðvarðs- syni. Texta við lagið gerði Hafliði Guðmundsson. Hitt lagið á A-hlið heitir More og er erlent. Hér um árið flutti Ellý Vil- hjálms lagið, en nú er búið að setja það í diskóútsetningu og söngur er enginn. Á hinni hliðinni eru lögin Plötu- snúðurinn og Galdralagið. Plötu- snúðurinn er skrítið lag. Stubbar og bútar úr nokkrum erlendum diskó- lögum eru fengnir að láni og þeini skeytt saman með texta efdr Leó Óla- son. Æðstiprestur íslenzkra galdra, Baldur Brjánsson, er höfundur Galdralagsins, en það lag er eingöngu leikið. Miðaldamenn skipa nú þeir Leó Ólason, sem spilar á hljómborð, Birgir Ingimarsson hamast á trommusettinu og Sturlaugur Kristjánsson plokkar bassann. Þá að- stoðuðu á plötunni þeir Leó Torfa- son gftarleikari og Viðar Eðvarðsson saxófónleikari. Upptaka var gerð í Stúdíó Bimbó um sl. páska en platan var pressuð i Alfahf. - SA Hljómleikar í Sjallanum Tvær þeirra hljómsveita sem fram komu á hljómleikunum i Laugardals- höll fyrir skemmstu, koma fram á hljómleikum í Sjallanum á Akureyri 1 kvöld. Eru það hljómsveitirnar Spila- flfi og BARA-fiokkurinn. Hljómsveidn Spilafífl er skipuð þeim Sævari Sverrissyni, söngvara, Erni Hjálmarssyni, gítarleikara, Birgi Mogensen, bassaleikara, Halldóri Lárussyni, trommuleikara og Jóhanni Kristinssyni, orgelleikara. Sævar var áður í Cirkus, svo dæmi séu nefnd, en nokkrir þessara léku áður saman í hljómsveitinni Fimm. BARA-fiokkurinn er ein kunnasta nýbylgjuhljómsveitin í dag, en hún sendir frá sér sex laga plötu síðar í mánuðinum. Á laugardag verða hijómsveitirnar síðan með nýbylgjudansleik í Frey- vangi. SA. „Ég fór þessa ferð gangandi tíl að sýna öðrum að það sem 66 ára sendi- herra á eftírlaunum getur gengið, það eiga aðrir einnig að geta gert. Fólk er orðið alltof bundið við bila sína, það gengur ekkert nema til og frá bílum sinum þegar það fer i'fjeilaferðir,” sagði Olof Kaijser, fyrrverandi sendi- herra Svía á íslandi, en hann fór á dögunum allsérstæða ferð. Olof Kaijser var sendiherra hér á árunum 1972—78, en er nú kominn á eftir- laun. En víkjum aftur að ferð Olofs. Fjaliabaksleiðin til Sigöldu „Aðfaranótt hins 23. júní kom ég til Islands án jress að nokkur vissium ferðir mínar. Ég tók rútu austui að Kirkjubæjarklaustri og þaðan lagði ég svo upp í ferð mína með bakpoka, tjald og svefnpoka. Ferðinni var heitíð Fjallabaksleiðina tíl Sigöldu, en ég hafði lesið um þessa leið í árbók Ferðafélags íslands. Þar stóð að jeppatroðningur væri tíl Sigöldu og ég hugsaði með mér að það sem jeppi kæmist hlyti gangandi maður einnig að komast. Fyrstu nóttina svaf ég í tjaldi ofarlega í Skaftártungum, en alls var ég fimm dga á leiðinni til Sig- öldu og svaf fjórar nætur í tjaldi. Að meðaltali gekk ég um 30 kílómetra á dag. Síðan lá leiðin inn í Jökuldali og þaðan í Sigöldu. Tvisvar hrœddur Jú, maður á ekki að ganga einn á fjöll, en ég fór varlega. Þó var ég tví- vegis hræddur á leiðinni. í fyrra skiptið þurfti ég að klifra upp fjalls- Þaö er mikill heiður að fá að vökna i ferð með Bravó því að venjulega koma túristarnir skráfþurrir i land, sagði Hjálmar og að sjáifsögðu var Lúðvik Geirsson blaðamaður mjög upp með sér af þessum heiðri. Enda er enginn verri þó hann vökni. Hjálmar Guðnason „þenur iúðurinn” i Klettshelli. ,. „„„ DB-myndir ESE. stjórnvölinn og miðlaði farþeg- um sinumaf þekkingu sinni um eyjar- nar og „Fyjagoðinn” Árni Johnsen sá svo um að fylla í skörðin, þannig að ekki var komið að tómum kofun- um hjá þeim félögum. Ferðin í botn sjávarhellanna, meðfram hömrum og fuglabjörgum, eins og það heitir í kynningarpésan- um verður ekki tíunduð hér, en þó er ekki hægt að gleyma „hljómleikun- um” sem Hjálmar Guðnason hélt fyrir blaðamenn inni í Klettshelli og i hellinum i Hænu. Blés Hjálmar þar í trompett af mikilli kúnst og var hljómburðurinn frábær í þessum hljómleikasal náttúrunnar. -ESE. Ok>f Kaijser bendiri upphafspunkt Fjaiiabaksferðar sinnar, Kirkjubæjar- klaustur. DB-mynd: Bjarnieifur. kannski ekki alveg eins dugleg að’ ganga og ég, en þó gengum við eitt sinn saman á Heklu. Það var 18. júní 1977. Við fengum daginn áður, 17. júní, þá hugmynd að ganga á Heklu og daginn eftir efndum við orð okkar. Einu sinni hef ég gengið á Vatna- jökul. Það var 1979. Ég fór þá með Guðmundi Jónassyni og við héldum upp á sjötugsafmæli hans þarna uppi á jöklinum. Það var ógleymanlegt,” segir Olof Kaijser um leið og við kveðjum. - SA FÓLK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.