Dagblaðið - 16.07.1981, Side 27

Dagblaðið - 16.07.1981, Side 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ1981. Ci'p'0 FÍLHARMONÍUHUÓMSVEITIN í VÍNARBORG LEIKUR — útvarp kl. 20,40: STRAUSSARNIR TVHR Ríkisútvarpið fyllir oft dagskrá sína af lögum eftir gamla meistara eins og Jóhann Strauss og þá er ekki úr vegi að rifja upp feril þessa vin- sæla nafns. Eiginlega tilheyrir Strauss nafnið tveimur tónskáldum og þar sem um er að ræða föður og son, sem báðir báru nafnið Jóhann, er oft erfitt að skilgreina hvor Straussinn er á dag- skrá. En hvað um það, annar hvor — eða báðir, verða á dagskránni kl. 20.05. Straussarnir tveir voru höfuðkon- ungar alls danslífs Vínarborgar á nítjándu öldinni og ríktu þar svipað og keisarinn yfir ríki sinu. Jafnvel frægustu tónskáldin sem kenndu sig við Vínarborg, allt frá Beethoven til Schubert, Brahms og Mahler drukku kaffið sitt og bjórinn á veitingahús- unum undir ómum Strauss tónlistar. Jóhann Strauss eldri (1804—49), stundum nefndur„faðir valsins”, átti sér ungur þann draum að stjórna hljómsveitum á kaffihúsum borgar- innar, en þar fór fram aðalfélagsllf þeirra tima. Þess í stað var honum komið fyrir sem lærlingi hjá bók- bindara, en hann var fljótur að hverfa frá því starfi. Á einhvern hátt hefur honum tekizt að læra á fiðlu og eitthvað í tónlistarfræði. Aðeins fimmtán ára gekk hann í lið með Joseph Lanner og hljómsveit hans, sem þá var framúrskarandi valstón- skáld og spilaði á kaffihúsum. Urðu þeir fljótlega vinsælasta danshljóm- sveit Vínarborgar. En Strauss var gefinn fyrir það að fara sínar eigin leiðir og hætti hjá Lanner til að stofna sína eigin hljómsveit. Hann var ekki lengi að ná vinsældum og þótti Strauss og hljómsveit hans ómissandi í selskapslífi Austurríkis. Þá ferðaðist hann einnig um Vestur- Evrópu, spilaði þar í helztu borgum og við krýningu Viktoríu Englands- drottningar. Hvert sem hann kom var honum vel fagnað og fékk á sig titil- inn „Austurríski Napóleon”. Tónverk Jóhanns eldri voru gefin út eftir andlát hans í sjö bindum, þ.á m. voru 150 valsar, polkar og aðrir vinsælir dansar hans tíma. Jóhann Strauss yngri (1825—99), stundum nefndur ,,sá yngri” eða „konungur valsins”, gaf Vínarborg, borg valsanna, ódauðleika sinn með fræga Strauss-valsinum An der schönen blauen Donau. Jóhann yngri varð að stelast til að læra á fiðlu og tónlistarfræði, þar sem faðir hans óskaði þess að hann yrði viðskiptafræðingur eða opinber starfsmaður. En frá blautu barns- beini var hann gagntekinn tónlistinni og aðeins fjögurra ára var hann byrjaður að semja valsa. Draumur hans var að stjórna hljómsveitum og spiia valsa eins og faðir hans. Þegar Jóhann eldri hljópst á brott frá fjölskyldu sinni var þeim steini rutt úr götu sonarins og á nítjánda ári stofnaði hann sína eigin hljómsveit. Þar með var hann kominn í sam- keppni við föður sinn og Vínarborg klofin i tvær herbúðir. Eftir að Jóhann eldri dó tók sonurinn við hljómsveit föður síns og byrjaði á þvi að ferðast um heiminn. Hann náði geysilegum vinsældum í Rússlandi og Bandaríkjunum og varð frægari en föður hans hafði dreymt um. Á meðan Strauss lifði samdi hann fjöldann allan af völsum og óperett- um. Hann dreymdi um að spila á kaffihúsum, en varð þess í stað heimsfrægur. LKM, Faðir og konungur valsins. Jóhann Strauss eldri á myndinni til vinstri og Jóhann Strauss yngri, til hægri. Þeir riktu yfir danslifi Vinarborgar á nitjándu öldinni. Serið góð kaup Smáauglýsingar SíMSBIABSINS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kveld v. interRent car rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri: Tryggvabr 14-S 21715,23515 Reykjavík: Skeifan 9 - S 31615, 86915 Mesta úrvalið, besta þjónustan Við útvegum yður afslátt > á bílaleigubílum erlendis SUMARVÖRUR FALLEGIR LITIR, GOTT VERÐ Trímmgallar, stuttbuxur, ga/labuxur, myndabolir og margt fíeira affa/legum sumarfatnaði. Glæsibœ, Álfheimum 74. Sími 33830. Mazda 323 sp. 1980 Útvarp, segidband, vetrardekk é fe/gum. Stórglæsilegur biU. VerO kr. 90 þú*. Blazer '74 6cyl. Perkings dísil. Upphækkaöur með spili. BÍLASALA EGGERTS Borgartúni 29. Símar 28255 og 28488. Kolsýruhleðslan s.f. Stijavegi 12 — 121 Kcjrkjavík — Simi 13381

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.