Dagblaðið - 30.07.1981, Side 4

Dagblaðið - 30.07.1981, Side 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981. Er ekki hægt að kenna Grænmetisverzluninni um vondu kartöf lumar? „ Veiki hlekkurinn hjá verzlunum og neytendum” —segir stjómarformaður Grænmetisverzlunarinnar ,,Ég er alinn upp við góðar kartöflur á Norðurlandi. En ég verð að segja það að kartöflurnar sem ég hef fengið hér í vetur hef ég verið mjög ánægður með þó þær séu ekki allar að norðan,” sagði Ingi Tryggva- son, stjórnarformaður Grænmetis- verzlunar landbúnaðarins. Ingi hafði samband vegna greinar sem ég skrifaði um kartöflur fyrir nokkru. Var hann ekki mjög ánægður með þá einkunn sem ég gaf Grænmetis- verzluninni í þeim pistli. Sagði ég meðal annars að ef kartöflur færu heilar frá framleiðanda en kæmu skemmdar til neytenda væri Grænmetisverzluninni um að kenna. Ingi var hins vegar ekki sammála þessu. Hann sagði að reynt væri að láta kartöflurnar ekki verða fyrir nema eins litlu hnjaski eins og unnt væri í Grænmetisverzluninni. í smá- söluverzlunum þar sem heitt væri reyndi hins vegar mikið á þær og einnig hjá neytendum. „Þegar kartöflur eru geymdar í nokkra daga við 20 til 25 stiga hita gerbreytist ástand þeirra. Ef þær standa fyrst í slíkum hita nokkra daga í búðunum og síðan í eldhús- skápnum hjá neytandanum er ekki von á góðu,” sagði Ingvi. Greinin sem eg skrifaði um daginn var komin til af því að kona á Dalvík hafði sent mér mjög góðar kartöfl- ur. Lét hún svo um mælt að Græn- metisverzlunin fengist ekki til að selja þessar kartöflur. Væri því borið við að þau væru ekki bændur sem þær ræktuðu. Ingi var heldur ekki sammála þessu. Hann sagði Grænmetisverzlunina hafa umboðsaðila um allt land sem tækju á móti kartöflum. í Eyjafirði væru það kaupfélögin. Þessir umboðsaðilar reyndu að taka sem jafnast frá öllum þeim aðilum á svæðinu sem rækta kartöflur. Því hefði aldrei verið borið við af hálfu hvorki kaupfélagiinna. Grænmetis- verzlunarinnar eða annarra aðila að kartöflur væru aðeins teknar frá bændum. Hitt væri annað að bændur sem hefðu aðalatvinnu af kartöflurækt hefðu stundnm farið fram á slík'. Viðþví hefði Grænmetis- verzlunin hins vegar ekki ireysl sér til að verða. Ingi sagði menn lengi hafa verið trega til að flytja kartöflur norðan úr landi til Reykjavíkur vegna þess að ekki var heimilt að leggja flutningskostnaðinn við verðið. Nú væru hins vegar breyttir tímar því sérstakt gjald hefði verið lagt á allar kartöflur til að mæta þessu. En það væri auðvitað ekkert vit í því að flytja kartöflur að norðan suður og að sunnan norður. Því væri fyrst og fremst verið að hugsa um dreifingu á hverjum stað. Fyrir norðan tæki Kartöfluverksmiðjan núna orðið drjúgt af norðlenskri framleiðslu. Heldur meira hefur verið sett á markað í heild af kartöflum að norðan en að sunnan í tiltölu við þær birgðir sem til voru. Ingi var spurður um ástæður þess að kartöflur úr íslenzkum görðum eru orðnar svo hýðisþykkar að jafnvel nýjar er ekki hægt að borða þær með hýðinu. Hann sagði að þær kartöflur sem ræktaðar eru I sandi, eins og til dæmis í Þykkvabænum, særðust alltaf ögn i upptöku og við það settist sandur f hýðið og það yrði dökkt og ekki fallegt. Erlendis sagði Ingi menn tíðka það að slá kartöflugrasið nokkrumdögum aður en kartöflurnar eru teknar upp. Við að fá að liggja nokkra daga i jarðveginum og jafna sig myndaði kartaflan sjálf varnarhjúp svo hún særist ekki eins I upptöku. Hér er hins vegar allra veðra von eins og menn vita á haustin og þvf yfirleitt ekki tími til svona hluta. Þess gjöldum við. „Neytendur eiga fyrst og fremst að hafa eftirlit með því að þær kartöflur sem þeir kaupa séu ekki búnar að vera lengi f verzlunum því þær þola það illa, sérlega á þessum árstíma,” sagði Ingi. Hann sagði að á sumrin kæmi yfirleitt ekki meira magn af kartöflum til Grænmtis- verzlunarinnar en pakkað væri á einum degi. Á vetrum .yrði oft að flytja meira magn í einu vegna ófærðarhættu. En á sumrin kemur sem sagl ekki miklu meir,> magn en til dagsins. Þessar kartöflur væru ekki setlar i himinháar stæður eins og ég sagði. Heldur sagði Ingi þær settar á bretti og ekki hrúgað neitt upp. Pakkað er alla virka daga og einnig ekið út. Kartöflurnar, sem ekið væri út, hefðu alltaf verið pakkaðar deginum áður. Nema auðvitað á mánudags- morgun væru þær frá föstudeginum. Samkvæmt gamalli venju sem líklega verður breytt eru þær dagstimplaðar daginn sem þeim er ekið út. Verzlanir gætu fengið kartöflur tvisvar í viku og jafnvel oftar og því ættu kartöflur f búðum aldrei að vera eldri en þetta 2—3 daga gamlar. Hann sagðist hins vegar hafa séð í verzlunum kartöflur með hálfs- mánaðargömlum stimpli. Þegar hann fann að þessu við kaupmanninn sagðist hann hafa fengið þær svona frá Grænmetisverzluninni. Það fullyrti Ingi hins vegar að gæti ekki staðizt. Þegar heim er komið er bezt að geyma kartöflurnar á köldum og þurrum stað. Ekki i hitanum og rakanum i vaskaskápnum eins og algengt er. Að lokum sagði Ingi að þó kartöflurnar væru ekki „friðar á vangann” væru þær oft á tíðum góður matur. -DS. Kartöflunum er að sögn Inga ekki staflaö i himinháar stæður heldur á bretti. Við pökkun á kartöflum. „Reynt er að láta þær verða fyrir eins litlu hnjaski og unnt er,” sagði Ingi Tryggvason. DB-myndir Hörður. „BÚNIR AÐ GEFAST UPP Á GRÆNMETISVERZLUNINNI” —segir Guðjón í Glæsibæ „Við erum eiginlega búin að gefast upp á Grænmetisverzluninni,” sagði Guðjón Guðmundsson verzlunarstjóri í Glæsibæ. Hann var spurður um viðhorf sitt sem kaupmanns til þessara kartöflumála allra. Við erum búnir að margbiðja um að fá kartöflur í ákveðnum flokkum. Við viljum geta boðið upp á sérstakar steikingarkartöflur, bökunarkar- töflur og kartöflur til að sjóða. En það er hins vegar ekki vinnandi vegur að fá slíkt. Ekki megum við heldur kaupa 25 kflóa sekki og pakka hér. Borgarlækni er illa við það, sem ég skil reyndar vel, því þessu fylgir mold og drulla. Grænmetisverzlunin er eina fyrir- tækið sem við höfum átt í verulegum erfiðleikum með samskipti við af þeim sem verzla með landbúnaðar- vöru. Eitthvað liggur það f því að kartöflur eru inni í vísitölu og þá má ekkert hreyfa við þeim þannig að verðið hækki. Fyrir tveim til þrem árum komu framleiðendur hingað og buðu kartöflur beint. Þetta var allt önnur og betri vara svo ég tók boðinu. En Framleiðsluráð kærði okkur fyrir brot á einkasölu Grænmetis- verzlunarinnar. Við vorum með öðrum orðum kærðir fyrir að selja almennilega vöru og urðum því að hætta því,” sagði Guðjón. Hann var spurður að því f hvernig ástandi kartöflur væru þegar þær kæmu 1 verzlun hans þessa dagana. „Ég er löngu hættur að ergja mig með því að gá að því,” sagði hann. Undrandi á skemmdri vöru ár eftir ár — Húsmæðraféiagiðályktarumkartöflur Það eru greinilega fleiri en örfáar húsmæður og ritarar Neytenda- síðunnar sem hafa orðið varir við slæmar kartöflur. Þannig hefur Húsmæðrafélagið nýlega ályktað um málið og er þungur tónninn f ályktuninni. Um kartöflurnar segir: Þá átelur Húsmæðrafélag Reykja- víkurGrænmetisverzlun ríkisins fyrir að senda á markaðinn til neytenda kartöflur, sem tæplega geta talizt mannamatur. Félagið lýsir undrun sinni á því að ár eftir ár skuli Græn- metisverzlunin komast upp með að bjóða vöru sem meira og minna er skemmd. Félagið beinir þeirri á- skorun til neytenda að skila til baka skemmdum vörum en láta þær ekki hafna f ruslatunnunni. Þá bendir Húsmæðrafélagið neytendum á að i stað óætrar vöru er rétt að beina innkaupum slnum að ýmiss konar gæðavöru sem unnt er að fá í öllum verzlunum og nota má f stað kartaflna. f.h. Húsmæðrafélags Reykjavíkur Steinunn Jónsdóttir, formaður.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.