Dagblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981. 13 \ Kjallarinn Helga Sigurjönsdóttir mynd ýmist verið hin góða móðir og eiginkona eða mellan og gleðikonan eða konan sem vill láta kvelja sig (masókísk) eða allt þetta í senn. Og hér stöndum við konur í dag. Við erum enn vandamál og það er enn ekki rúm fyrir okkur og okkar menn- ingu, endurframleiðsluna og allt sem henni fylgir. Við megum aðeins koma og vera með strákunum í leiknum en þeir vilja skammta okkur þekkinguna og ráða leikreglunum. Við megum umfram allt ekki taka höndum saman einar og sjálfar (án karla- hjálpar) og móta okkar eigin pólitík, byggða á reynslu okkar og gömlum menningararfi sem þrátt fyrir allt hefur ekki tekist að eyða til fulls. Þetta segi ég vegna þess að karlar al- mennt snúast gegn kvennaframboði, sama hvar í flokki þeir standa. Þar eru þeir á einu máli sem oftar. Kvennabarátta í 500 ár Engan þarf að undra þó að baráttu hafi þurft til að kúga konur til hlýðni. Um það er sagan samt sagna- fá enda skrifuð af körlum. Margt bendir til að galdraofsóknirnar sem stóðu í nærfellt 300 ár (1400—1700) í Evrópu hafi verið fyrsta atlagan gegn þeim. Menn vita ekki hvað margir voru brenndir en giskað hefur verið á allt að 2 milljónir, og 90% þeirra voru konur. Á þessum tíma kunnu konur ráð til að takmarka barneignir og þær kunnu líka að framkalla fóstureyðingu. Þessi þekking fór á bálið með konum. Var þessi sérþekk- ing og kunnátta kvenna ekki ógnun við karlveldið? Næsta skrefið í af- vopnun kvenna hefur verið talið að skapa goðsögnina um góðu konuna og móðurina. Konuna sem umber allt og vonar allt, þjáist og þegir. Þriðja stigið og það sem við stöndum nú á er konan sem neysluvara og kyntákn, leikfélagi karla en jafnframt fullkom- in eiginkona, útivinnandi að hluta. Kannski háðu konur kvenréttinda- baráttu á miðöldum í 300 ár en biðu ósigur. Þá var ekki sparaður við þær eldur og brennisteinn. Síðan líða 140 ár og þá rís næsta kvenréttindabylgja um 1840 og stendur enn, með hléum að vísu. Ég dreg mjög í efa þá sögu- skoðun marxista að konur hafi ekki vitað að þær voru kúgaðar fyrr en þær fóru að vinna i verksmiðjum á lágu kaupi. Mér er nær að halda að manneðlið sé þannig að kúguðum líði illa og þeir reyni að rísa gegn kúgun- inni, bæði konur og karlar. Það hafa konur verið að gera með litlum ár- angri í 500 ár eða lengur. Og því munu þær halda áfram þar til eðlilegt jafnvægi kemst á milli kynjanna, milli karlamenningar og kvenna- menningar, þegar það besta hefur verið vinsað úr báðum menningar- heildum og hvorug rikir yfir hinni. í þessari grein hef ég stuðst við margt sem ég hef lesið um kvenna- baráttu og kvennarannsóknir undan- farin ár auk eigin reynslu í 10 ár I kvennastarfi. Þvi miður er litið til um þessi mál á íslensku, bókaforlögin virðast hafa áhuga á flestu öðru en svokölluðum „kvennamálum”. Ég vil samt benda þeim sem vilja lesa sér meira til á nokkrar bækur á ensku og sænsku sem ég hef lesið nýlega og eru í sama anda og grein þessi. Phyllis Chester, Women and mad- ness. Barbara Ehrenreich, For her own good, 150 years of the Expert’s Adviceto Women. Richard Evans, Kvinnorörelsens historia i Europa, Australien och Nya Zeeland 1840—1920. Elin Wágner, Veckarklocka. Helga Sigurjónsdóttir. Álverið i Straumsvfk. DB-mynd. Segja má að súrálsmálið fram til þessa sé eins og pýramídinn sem byggður var á hvolfi. Það þarf ekki að taka það fram hér að ekki hefur það fram til þessa verið talin góð byggingaraðferð að byggja pýramída á hvolfi. Allur málatilbúnaður, fram- setning og upplýsingar eru eins og skólabókardæmi um hvernig staðið skal að tilbúningi, íkveikju og sprengingu áróðursbombu. Fyrst í vetur byrjar iðnaðar ráðherra að dylgja með yfirverð á súráli Alusuisse til ísal, nálægt fimmtíu milljónum dollara. Siðan er leitað til „óvandaðs” brezks endurskoðunar- fyrirtækis. Það lætur binda hendur sínar fyrir aftan bak með takmörk- uðu umboði áður en það fer í athug- unina og verður því að lýsa yfir að „miðað við okkar takmarkaða umboð” er þetta það sem við höfum um málið að segja. Með slíkri vinnuaðferð er ekki unnið heiðarlega að málinu og ekki mögulegt að fá endanlegar upp- lýsingar til endanlegs mats því ótal hlutir hafa hér áhrif á. Síðan er brezka skýrslan gerð , .trúnaðarmál’ ’, enginn má segja neitt, látnar eru leka út upplýsingar úr skýrslunni en ein- göngu þær sem henta málstað iðnaðarráðherra. Þannig siast út i þjóðfélagið grunsemdir um misferli Alusuisse með loku fyrir allan eðli- legan fréttaflutning. Þannig er leikin sóló í formi einokunar upplýsinga- miólunar í okkar svokallaöa frjálsa þióöfélagi. Svo loks þegar nefna þarf tölur kemur á daginn að talan um 50 milljónir dollara hefur verið fleipur eitt og standa ekki eftir nema rúmar 16. Fyrsta talan var 200% of há. En þrátt fyrir handjárnun Cooper og Lybrandverða þeir að benda á atriði sem sett geta 16 milljónirnar í vafa og mat sem getur gefið útkomu þess eðlis að Isal hafi ekki verið hlunn- farið, þvert á móti notið óeðlilega góðra viðskiptakjara. Því miður hefur almenningi ekki gefizt kostur á að líta á málið í heild þar sem skýrslan hefur ekki verið fáanleg en eftir þeim upplýsingum, sem hafa verið að birtast í blöðunum, iðnaðar- ráðherra brjótandi trúnað á sjálfum sér og hin blöðin birtandi það sem má birta og Tíminn það sem ekki má birta, liggur fyrir ljót saga. Hagsmunir og virðing í veði Það sem almenningur verður að hafa fyrst og fremst í huga er að hér eru í veði hagsmunir og virðing íslenzka lýðveldisins. í þessu tilfelli eru gæzlumennirnir fyrst og fremst ríkisstjórn íslands, fyrst og fremst iðnaðarráðherra og stjórn ísal. Hvernig er svo staðið að málatil- búningi, þannig að hagsmunir og virðing íslands glatist ekki? Gripið er til eins auvirðilegasta svikabragðs sem þekkist er reisa skal á altan mála- tilbúnaðinn. Svikabragðið er oft reynt að nota er menn eiga erfitt mál að verja eða sækja, sem byggist á því að fá fram sérhagstæða mynd til árásar eða varnar með því að taka til eitt atriði varðandi andstæðinginn, slíta það úr sambandi við allt sem gæti haft „óheppileg áhrif” og eftir Súrálsmálið fram til þessa: Eins og pýramídi á hvolfi slíka einangrun að setja fram mynd sem gæti verið langt frá réttu mynd- inni. Hvað veröur um virðingu manna og málstað þegar svo auvirði- legt gegnsætt svikabragð er grunnur- inn sem allt er byggt á??? Hvernig væri hugsanlegt að þurfa að standa fyrir framan alþjóðlegan dómstól þar sem hlutir eru metnir af gáfuðum, reyndum og menntuðum dómurum sem byggðu úrskurð sinn á alþjóðlegum mælikvörðum um réttarstörf, réttaröryggi öllum til handa, en ekki þeim aðferðum er íslenzka rikisvaldið beitti gegn þegnum sínum er það tók eignarnámi eignarhlut einkaaðila í Áburðarverk- smiðjunni hf.? Mun komið að því síðar. Dómararnir væru nokkrum vafa slegnir þvi að hörundsliturinn á fslendingum væri hvftur. Allt væri svo illa gert og kunnáttulítið að ekki Kjallarinn PéturGuðjönsson A „Niðurstadan yrði sennilega sú, að til væri þjóðflokkur hvítur á hörund, sem væri jafnfrumstæður í ákveðnu tilliti og hægt væri að fínna suður í Afríku.” væri hægt að flokka þetta undir kommúnísk skemmdarverk, þrátt fyrir vitneskju um andstöðu Alþýðu- bandalagsins um rekstur stóriðju í eigu erlendra fyrirtækja. Niður- staðan yrði sennilega sú að það væri til þjóðflokkur, hvítur á hörund, sem væri jafnfrumstæður í ákveðnu tilliti og hægt væri að finna suður í Afríku. Þegar ekki er betur að málum staðið og sá ljóti leikur leikinn að misnota herfilega aðstöðu til ákvörðunar upp- lýsinga sem „trúnaðarmál” til þess að setja allt í upplýsingabann að kommúnískum sið, leyfa sér svo að leika með leka trúnaðarmálsins og upplýsingagjöf að eigin geðþótta dögum saman eftir dylgjur og talna- rugl 6 mánuðum áður og skapa sér með þessum óþverrabrögðum sams konar aðstöðu og stjórnvöld hafa í sambandi við fréttaflutning fyrir austan tjald, þá er betur heima setið en á braut farið. Atburðir undanfarinna daga sýna okkur betur en margt annað hversu frumstæðir við erum í mörgu tilliti og hversu glámskyggnt þjóðfélagið er að mörgu leyti þegar meira að segja Dagblaðið, okkar frjálsa óháða dag- blað, lætur iðnaðarráðherra nota sig athugasemdalaust í þessari austan- tjalds fréttaiðju sinni. Upphrópanir Þjóðviljans um hverjir séu góðir ís- lendingar og hverjir séu ekki góðir íslendingar, þegar menn vilja ekki at- hugasemdalaust kokgleypa allan ósómann, er nú ekki til þess fallið að bæta úr skák. Forsagan En það er ógeðfellt hverjum góðum íslendingi að setjast í sæti iðnaðarráðherra, þess ráðherra er fer með mál Isal, án þess að veruleg til- raun sé gerð til þess að staðið sé við alla samninga og að reyna að fá fram breytingar á þeim samningum sem fyrir eru. Aðstæður eru svo breyttar að telja verður fullkomið sanngirnisatriði að lagfæringar verði á samningnum gerðar. Um þetta geta allir íslendingar verið sammála. En hafi verið gerðir samningar til ákveð- innar timalengdar um ákveðið fast verð á ákveðinni afurð, eins og raf- orku í þessu tilfelli, byggða á verði sem byggði á byggingarkostnaði og endurgreiðslu kostnaðar raforku- versins, sbr. Búrfellsvirkjun, þá myndi ég telja útilokað að alþjóða dómstóll myndi taka að sér að dæma breytingu á þeim samningi. Jafnvel þó svo að dómurinn félli á þann veg væri það ekki fyrr en eftir dúk og disk því að hvor á að græða meira Pétur eða Páll, Alusuisse eða ísland? Þvf verður ekki svarað eftir reglum lögfræðinnar heldur mati á fjölda þátta er til álita koma. Hverjar eru svo erfðirnar sem iðnaðarráðherra okkar tekur við frá fyrirrennurum sínum? Þegar samið var upprunalega við Alusuisse var staðan sú að fjármálastofnun sem lagði fram fjármagnið gerði það að skilyrði að tryggð yrði sala á rafork- unni þegar raforkuverið yrði full- búið. Þessi þáttur hafði verið algjör- lega vanræktur svo að þegar til kom og allt var að komast i tímahrak var aðeins einn aðili eftir, Alusuisse. Auðvitað skildi Alusuisse að það hafði í hendi sér hvort Búrfellsvirkj- un yrði byggð á þeim tíma sem hún var byggð eða ekki. Auðvitað skildu yfirmenn Alusuisse hver samnings- aðstaða þeirra var og svo íslending- anna. En það var annað og meira og verra. Mér er ekki kunnugt um að kallaðir hafi verið til erlendir sér- fræðingar í samningagerð við fjöl- þjóðafyrirtæki til þess að sjá um samningana eða i það minnsta að vera til allsherjar ráðgjafar um gerð þeirra. Alusuisse hafði meira en hálfrar aldar reynslu í gerð slíkra samninga en við enga. Við hverju var að búast? Við þurfum ekki lengi að gá þar til við gerum okkur Ijóst að það þýðir ekki að tefla fram viðvaningum í samningagerð sem krefst mikillar sér- fræðiþekkingar og reynslu. Auðvitað voru íslendingar dæmdir til að tapa við slíkar aðstæður. Við erum enn þann dag í dag að borga fyrir þessa yfirsjón. Hér skiptir ekki máli þótt nokkrir pólitíkusar með slæma samvizku fyrir flokk sinn geri upphróp með gífuryrðum um „rammgera, njörvaða, trausta” samninga, eða að þeir skuli nú ganga til samningsverka af „hugdirfsku og kjarki”. Slikoröa- tiltæki gcra menn bara að litlum kjánum þegar staðreyndin blasir við, að biðja þurfti Alusuisse um endur- mat og breytingar á gerðum samningum árið 1975, og sama er aftur uppi á teningnum núna. Er það furða að maður spyrji, hvers konar heilabú er í þessum mönnum? Er það furða þótt íslendingar beri lægri hlut í samning- um þegar þeir bjóða almenningi upp á slikan rökþvætting? Enginn að- standandi samninganna gerði sér minnstu grein fyrir að verið var að binda verð til 25 ára og því bar að reyna að fá upplýsingar um hvort væri líklegra hækkun eða lækkun orkuverðs. Sannast hér ennþá einu sinni að „syndir feðranna koma niður á börnunum”. Ekki tókst betur til á Grundar- tanga. Samstarfsaðilinn, Union Carbide, var orðinn svo uppgefinn á íslendingum að hann borgaði 850 milljónir króna á þeim tíma til þess eins að vera laus við okkur og þakk- aði sínum sæla. Þá var n'h koinið í tímahrak og ElkemSpie ctv ket eini tiltæki aðilinn. íslenzka rikið á jú 2/3 af fyrirtækinu en raunverulegur eignarréttur er af íslendingum tekinn með veitingu neitunarvalds til handa þeim sem aðeins á 1/3, um öll mál- efni félagsins, líka um hækkun raf- orkuverðs og algjöra umsjón á sölu afurðanna. Meðal siðmenntaðra manna í viðskiptum er þetta algjör niðurlæging. Pétur Guðjónsson

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.