Dagblaðið - 30.07.1981, Page 11

Dagblaðið - 30.07.1981, Page 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. JÚLl 1981. UMBODSDÓMARISKIPAÐUR í HANDTÖKUMÁLINU Álcvörðunar af hálfu dómsmála- ráðuneytisins í hinu svokallaða „hand- tökumáli” mun aö vænta innan skamms. Eins og greint hefur verið frá þá kærði forstöðumaður félags- heimilisins Skúlagarðs yfirlögreglu- þjóninn á Raufarhöfn fyrir meinta ólöglega handtöku og hefur ráðu- neytinu nú borizt skýrsla sýslu- mannsins í Þingeyjarsýslum vegna málsins. — Ég á von á því að við skipum umboðsdómara i þessu máli fijótlega, sagði Hjalti Zophaníasson, deildar- stjóri 1 dómsmálaráðuneytinu, er DB hafði samband við hann. Hjalti sagði að enn væri ekki ákveðið hver umboðs- dómarinn yrði, en rannsókn málsins myndi i fyrsta lagi beinast að þvi að rannsaka hugsanlegt brot lögreglu- mannsins og skaðabótakröfur for- stöðumannsins. -ESE Upplýsingar okkar gætu breytt framburði Dananna —viljjum ekki leyna neinu, segir lögfræðingur Eimskipafélags- ins umsjópróf vegnaáreksturs Berglindarog Charm „Það var ákveðið að gefa ekki upp neinar upplýsingar fyrr en sjópróf hafa verið haldin yfir áhöfn á danska skipinu Charm,” sagði Jón Magnússon lögfræðingur Eimskipafélagsins er DB spurði hann út i sjópróf ms. Berglindar sem fram fóru á þriðjudag. „Okkur þykir óeðlilegt að gefa upplýsingar áður en áhöfn danska skipsins mætir fyrir rétti. Það er mjög áriðandi að upplýsingar okkar komist ekki til þeirra þar sem það gæti haft áhrif á framburð Dananna. Ég vil leggja á það áherzlu að hér er engu verið að leyna, þetta er sú eina ástæða fyrir því að sjóprófið er trúnaðarmál,” sagði Jón. Hann var spurður að því hvenær sjópróf hæfust yfir áhöfn á danska skipinu Charm. „Að beiðni dómara sendum við skeyti út i gær og fengum það svar aö ekki væri búið að ákveða það. Charm er ekki komið til Dan- merkur og ég veit ekki hver næsti við- komustaður skipsins verður. Það er möguleiki á þvi að skýrslur verði teknar i einhverju sendiráðinu, ef þeir koma ekki strax til Danmerkur.” Þá var Jón spurður hvaða afleiðingar það gæti haft fyrir Eimskipafélagið ef í ljós kæmi að Berglind hefði verið í órétti. Hann vildi ekkert frekar tjá sig um málið á þessu stigi, eða þangað til búið væri að yfirheyra áhöfn Charms. -ELA. Vélræn en ekki vélknúin Einbeitnin skin úr andlitinu. Hátt fall blasir við. Samt er ekki ástsða til að örvænta þvf þeir skátar sem reyndu við þessa þraut urðu að vera reyrðir 1 öryggisól. Ekki gekk aUt eins og f sögu hjá þátttakendum f vatnasafarfinu. Þessi stúlka virðist eitthvað hafa misreiknað sig þegar hún ætlaði yfir á flotflekunum. Stúlkurnar á bakkanum hafa gaman af. Minna flutt út af dilka- kjöti í ár en í fyrra Þótt margir eigendur smærri verzl- ana á Stór-Reykjavikursvæðinu kvarti yfir því að erfitt geti verið að fá dilka- kjöt geta þeir ekki kennt auknum út- flutningi á kjöti þar um. Fyrstu sex mánuði þessa árs voru flutt úr 2049,4 tonn af frystu dilkakjöti en fyrstu sex mánuði ársins í fyrra voru flutt út 2686,7 tonn. Minnkunin milli ára er 23,7%. Hins ber þó að gæta að haustið 1980 var sauðfjárslátrun minni en haustið 1979. Alls var slátrað 1979 15.156,7 tonnum en 13.541,1 tonni árið eftir. Ef gert er ráð fyrir að megnið af þvi dilkakjöti sem fiutt er út fyrstu sex mánuði hvers árs hafi verið slátrað haustið áður kemur í ljós að hlutfall út- fiutts kjöts sem hluti af slátruðu var 17,73% (1980 eneinungis 15,13% íár). -SA. Sjóprófin trúnaðarmál: —góður andi ríkir meðal þátttakenda Svokallaó vatnasafari fer fram niður við óshólma Eyjafjarðarár. Á myndinni er sænsk skátastúlka að reyna við eina þrautina. Ef út af bregður biður hennar ekkert annað en busl f kaldri ánni. Vinkona hennar er á árbakkanum hinum, megin, nýkomin yfir. Þau mistök urðu I kjallara Péturs Guðjónssonar í DB í gær að orðinu vélrænn var breytt i vélknúinn. Rétt er því málsgreinin á þennan hátt: „Nokkur stórstökk, byltingar, eiga sér stað í útgerðarsögu íslendinga, frá árabátum í þilskip (skúturnar), notkunartaka vélaraflsins í opna báta og þilskip, innleiðing togaraaldar, vélræn nótaskip og siðast tilkoma skut- togaraaldar, sem hefur gjörbylt at- vinnusögu íslands, innleiðing tækis er gat fært fisk sem hráefni til vinnslu- stöðva í landi jafnt allt árið, breytir um allt árstíðabundnu atvinnuleysi í heils- árs atvinnuöryggi.” Þá féll niður texti við mynd í grein- inni. Hún er frá Norðfirði. Greinarhöfundur er beðinn velvirðingar á þessum mistökum. Eftir eríl dagsins kemur allur hópurínn saman á kvöldvöku. A sviðinu er söngflokkur skáta að skemmta. DB-myndir: Guðmundur Svansson. Landsmót skáta i Kjarnaskógi, innan við Akureyri, hefur staðið yfir alla þessa viku. Því lýkur nk. sunnudag. Skátarnir hafa verið mjög heppnir með veður. Sólskin og hiti hefur verið nær alla dagana og varla komið dropi úrlofti. Skátar alls staðar af landinu eru saman komnir á mótinu og þar eru einnig gestir langt utan úr heimi, meira að segja alla leið frá Ástraliu. Erlendu gestirnir virðast vera himin- lifandi. Skátaforingi frá Skotlandi sagðist mjög hrifinn af mótinu, fram- kvæmd þess og staðsetningu. Og annar, danskur, Kjell Erickson, sagði að veðrið hefði komið sér mjög á óvart. Hann hafði búizt við rigningu og kulda. Mjög góður andi rikir meðal þátttak- enda. Allt hefur gengið vel og áfalla- laust. Undir lok mótsins verður haldin ein heljarmikil afmælisveizla, sjálfsagt ein sú stærsta hérlendis. Haldið verður upp á afmæli allra þeirra skáta sem átt hafa afmæli meðan á mótinu hefur staðið. Að því tilefni hefur verið bökuð stór terta, sex fermetra og í fjórum lögum. Skátarnir hafa leyst þrautir, farið í leiki, keppt og gert ýmislegt fleira sem fylgir skátamótum. Ljósmyndakeppni er i gangi og mynd dagsins er valin á hverju kvöldi. Þá er boðiö upp á ferðir margs konar, lengri og skemmri, gönguferðir, rútuferðir og bátsferðir. Hver skáti hefur til umráða eitt tré sem honum ber að gróðursetja. Munu þvi væntanlega bætast við um 1200—1300 tréíKjarnaskóg. Hér á slðunni birtum við nokkrar ljósmyndir sem teknar voru á lands- mótinu. -KMU/G.Sv. Einn hluti vatnasafarisins er að ferðast niður lftinn ál Eyjafjarðarár á gúmmf- slöngu og róa með höndunum. Skátalíf í Kjarnaskógi: ERLENDU GESTIRNIR ERU HIMINUFANDI

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.