Dagblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. JÚLl 1981. FRETTASYKIISLEND- INGA 0G HÁDEGIS- ÚTVARP í VEITINGA- HUSUM — „og menn sitja stjarfir af spennu” Grandvar skrifar: Það má ætla að hvergi í heimi sé eins náið fylgzt með fréttum í fjölmiðlum og hér á landi. Þessu tekur maður eftir með samanburði þegar verið er á erlendri grund en ekki síður ef tækifæri er til að kynnast daglegu lífi fólks í ýmsum löndum. Dagbiöð og útvarp er eins konar „lífselexír” fslendinga og svo mjög að hver sjáandi maður er búinn að lesa úr sér augun, ef svo má að orðið komast, þegar fyrir hádegi með lestri þeirra dagblaða sem út koma. Utvarpið fer heldur ekki fram hjá þeim er eyru hafa og heyrn nokkuð óskerta. En það er afar hvimleitt samt sem áður þegat útvarpshlustun er orðin svo snar þáttur í lifi fólks að það getur ekki setzt niður að snæðingi nema hafa útvarpið opið — eins og það er nú upplífgandi, eða hitt þó heldur. Það er sannarlega ekki lyst- aukandi að setjast niður í mötuneyti eða á veitingahúsi og hafa fyrir eyr- unum tilkynningar um dánarfregnir og jarðarfarir og fá svo „einsönginn” í ábæti, eins konar staðfestingu á að útför hinna látnu muni fara fram, því svo ámátlegur er „einsöngurinn” oftar en ekki að manni finnst sem maður sé þegar staddur við „begravelsið”. Síðan koma Fréttir, sem blandast vopnaglamri hnífapara við mat og disk. Og menn sitja starfir af spennu undir kaffidrykkjunni. Sú slökun sem hjá siðuðum þjóðum fylgir mat- málstima og neyzlu matar almennt hverfur eins og dögg fyrir sólu hjá fólki hér á landi vegna fylgispektar landsins við radíóið. Matmálstími hefur enda aldrei verið slökunartími hjá íslendingum, því strax og fréttum lýkur I útvarpinu eru þeir komnir aftur af stað, annaðhvort til þess að nota það sem eftir er af matartímanum til að verzla, fara í bankann, fara með eða sækjabörnáhæli „Bambles”. Enneitt hvimleitt keðjubréf — „skrif sem þessieru refsiverö” Oddný Olgeirsdóttir skrifar: Mér barst I hendur eitt af þessum hvimleiðu keðjubréfum. Það á að koma frá Venezuela í S-Ameríku og á ennfremur að vera skrifað af ein- hverjum „trúboða, Sct. Antoine de Sedi. í bréfinu segir að það boði heppni og þvi verði að gera 20 önnur slík og senda í allar áttir, ella muni maður verða fyrir óláni. Síðan er sagt frá óförum þeirra er ekki hafa gegnt þessu og m.a. er íslenzkur maður nafngreindur, Björn Sveinbjörnsson. Hann á að hafa lent í bílslysi, sloppið með skrekkinn, þótt billinn hafi eyðilagzt en síðar á B. að hafa fót- brotnað, o.s.frv. Þessu fylgja hótanir og bæn Annars tel ég ástæðulaust að tíunda þetta nánar. Ég vil hins vegar koma þeim eindregnu tilmælum á framfæri að fólk svari ekki þessum þvættingi, heldur komi þessu umsvifalaust á næstu lögreglustöð. Skrif sem þessi eru refsiverð, sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar, og því gerist maður samsekur með því að dreifa slíkum ófögnuði. Spennan I þjóðlífí fslendinga eirir engu og engum. Þetta fylgir landan- um hvert sem hann fer og hvar sem hann er. Sígild er sagan um sendifulltrúa einn sem var staddur erlendis I boði oDinberra aðila. Þetta var kvöld- ■ verðarboð i heimahúsi. Matur hafð: verðið fram reiddur um sex-leylið. Eitthvað fannst vini vorum frá að og ljúka við á landinu kalda dragast borðhaldinu og leit við klukkuna. Þegar klukkan var að verða sjö fannst honum nógu langt gengið hvað dróst borðhaldið. Hann stóð upp frá borðum og spurði gestgjafa hvort hann gæti ekki vísað sér á af- drep þar sem hann gæti heyrt fréttir. Klukkan væri nefnilega orðin sjö „Það má ætla að hvergi f heimi sé eins náið fylgzt með tréttum I tjolnnoium og hér á landi,” segir Grandvar. Alt^ eitthvað nýtt og spennandi T0R0NT0 5. ágúst (vikuferð), biðlisti 12. ágúst, biðlisti. RIMINI 2., 12.,23. ágúst, biðlisti, og 2. sept., biðlisti. P0RT0R0Z 2., 12., 23. ágúst, biðlisti. 2. sept., biðlisti. DÖNSKU SUMARHÚSIN 31.júlí, biðlisti. 7. ágúst, biðlisti. 14. ágúst, biðlisti. 21. ágúst, biðlisti. Öll almenn ferðaþjónusta — h var sem er og h vert sem er. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Lekavandamál leysirþú meðAquaseal Aquaseal 40 Heavy Duty er sér- staklega hentugt á flöt þök þar sem pollar myndast gjarnan. Aquaseal 88 er þykkur kíttismassi með frábæra þéttieiginleika. Hentar því vel'í samskeyti og sprungur. Aquaseal Fiashing er sjálflímandi þéttiborði með biklagi og álþynnu til hlífðar. Sterkt lím sem grípur strax. Hentarvel t. d. við reykháfa. Aquaseal Waterproofing Tape. Vatnsþéttilímband sem hentar víða. Á bílþök, hjólhýsaþök, glerhús, - nán- ast hvar sem er. Límbandið er þræl- sterkt, harðnar ekki og fylgir ójöfnu undirlagi. Rétt ráð gegn raka olís OLÍUVERZLUN ÍSIANDS HE HAFNARSTRÆTI 5 • REYKJAVIK SÍMI 24220 Spurning dagsins Reyndust hugmyndir þínar um ísland vera róttar? (Hópur fattaðra frá Noragl 1 haim- sókn) Berit Solstad: Já, en allt reyndist miklu tilkomumeira. Stórkostlegt. . . . Harald Hansen: Já, ég hafði lesið tölu- vert um fsland. Morten Andersen: Nei, það fer allt of mikið fyrir hrauni, en við höfum notið ferðarinnar; fólkið er elskulegt. Kinda- kjötið ykkar er gott. Við höfum fengið mikið af því. Reidun Walle: Já, svo sannarlega. Hér hef ég komið svo viða og séð svo margt. Ég er afskaplega ánægð með þetta ferðalag. Krlstian Fredriksen: Nei, fólkið er enn elskulegra en ég hafði gert mér vonir um. Þetta er indælt land en ekki vildi ég búa hér. Ég sakna skóganna. Marlt Myhrt: Já, ég er mjög ánægð; indælis fólk og mjög sérstæð náttúru- fegurð.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.