Dagblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. JÚLl 1981. . wbiaðw frýálst, óháðdagblað Útgafandi: DagblaAIÖ hf. , Framkvœmdastjórí: Sveinn R. EyjóHsson. Rrtstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoóarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn Ingóffsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pólsson. Hönriun: Hilmar Karísson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra -Stefónsdóttir, E!ín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hókonardóttir, Kristjón Mór Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndlr BjamleHur Bjamlelfsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurösson, Sigurður Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þróinn ÞorieHsson. Auglýsingastjóri: Mór E.M. HalF dórsson. DreHktgarstjóri: Valgerður H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgrelðsla, óskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur ÞverhoHi 11. Aðalsimi blaðslns er 27022 (10 Hnur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og piötugerð: Hilmir hff., SiÓumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10. Áakriftarverð á mánuðí kr. 80,00. Varð (lausasðlu kr. 8,00. Þakið yfir höfuðið Nú er tæpast lengur hægt að byggja ! yfir sig á kostnað verðbólgunnar. Flest húsnæðislán eru meira eða minna verð- bólgutryggð og verða það vafalítið öll, áður en langt um líður. Hér eftir verða menn sjálfir að borga. ! Þetta er gifurleg breyting. Raunar er mesta furða, að hún skuli hafa gerzt nokkurn veginn mótmælalaust. Svo miklir hagsmunir eru í húfi, að það gengur krafta- verki næst, að verðbólgugróða sé hægt að útrýma á þessu sviði. Ekki er allt fengið með því að verðtryggja húsnæðis- lán. Fleiri breytingar þurfa að fylgja. Það er til dæmis tómt mál að ætla, að fólk geti borgað íbúðakaup á fáum árum. Slík fjárfesting er orðin að ævistárfi. Verðtryggingin hefur í fyrstu haft það í för með sér, að fólk getur ekki lengur byggt. Hvernig á það að geta reitt fram 200 þúsund krónur á einu ári og 70 þúsund krónur á næstu fimm árum til að eignast tveggja her- bergjaíbúð? Þessi aðför að sjálfstæði og sjálfsbjargarvilja ungs fólks er eitt allra alvarlegasta mál þjóðarinnar um þess- ar mundir. Því miður er mjög lítið um, að stjórnmála- menn sýni í verki vilja til lausnar þess. Augljóst er, að hér eftir verða húsnæðislán að vera til langs tíma, til dæmis 40 ára. Það kostar gífurlega bindingu fjár, en er eigi að síður óhjákvæmilegt, ef viðhalda á stefnu sjálfseignar í húsnæðismálum. Lúðvik Gizurarson hæstaréttarlögmaður benti ný- lega á það í kjallaragrein í Dagblaðinu, að 300 þúsund króna íbúð mætti greiða niður á 40 árum með eitt þús- und króna mánaðargreiðslum i vexti og afborganir verðtryggðra lána. Ef slíkt greiðslukerfi væri til hér á landi, gæti fólk eignazt þak yfir höfuðið með tiltölulega fastmótuðum og öruggum hætti. Menn gætu haft mið af tekjum sínum til að ákveða, hvort þeir hafi efni á eitt, tvö eða þrjú þúsund krónum á mánuði. Nú eru það aðeins fáir útvaldir, sem geta eignazt íbúðir samkvæmt fjármögnun verkamannabústaða. Slíkt fyrirkomulag ætti að vera opið öllum, án tillits til pólitíkur og punktakerfis, en auðvitað með verð- tryggðum hætti. Þetta hefur reynzt vera hægt í nágrannalöndum okkar. í Danmörku er útborgun í ibúð ekki 75% eins og hér, heldur 10%. Þar greiða menn 30 þúsund krónur í upphafi til að eignast 300 þúsund króna íbúð á löngum tíma. Húsnæðismálastofnunin hefur ekki bolmagn til þessa. Hún gengur bara í leiðslu, býður sumum upp á beztu kjör upp á þau býti, að aðrir komist seint og illa að. Hið opinbera rekur hana af óskhyggju einni saman. Lífeyrissjóðirnir eru mikilvægur þáttur lausnar þessa máls. En þeir eru ekki heldur nógu öflugir til að standa undir 40 ára lánum fyrir heildarverði ibúða félagsmanna. Þeir ráða við hluta verðsins, en ekki allt. Eins og Lúðvík Gizurarson benti á í kjallaragrein- inni er óhjákvæmilegt, að bankakerfið taki á sig skuld- bindingar í þessu efni. Og þær þurfa að vera langtum meiri en breyting lausaskulda í nokkurra ára lán. Að sjálfsögðu er auðveldara um að tala en í að komast. Bankar geta ekki lánað til 40 ára, án þess að draga úr lánagetu á öðrum sviðum. En þeir verða samt, svo að ekki hrynji gamalt og gróið sjálfseignarkerfi á íbúðum. r AÐMYRÐA MENNINGU Þessa dagana er mikið talað um kvennamenningu, kvennapólitik og kvennaframboð. Konur eru að hópa sig saman enn einu sinni til að ræða stöðu sina og hvað að gagni megi verða til að komast frá þeiqj vanda og vanlíðan sem flestar konur fínna fyrir meira og minna. Vanda og vanlíðan, spyr kannski einhver. Eru vandamál kvenna nokkuð meiri en karla? Um það má deila en ég hef undir höndum tölur sem tala. Þær eru í ársskýrslu Borgarspítalans í Reykjavík 1980. Þar stendur m.a. að þrisvar sinnum fleiri sturlaðar konur en karlar hafi legið þar það ár. 323 konur en 121 karl. Einnig að þar hafi verið til meðferðar helmingi fleiri taugaveiklaðar konur en karlar sama ár. 70 konur en 31 karl. Vissulega má ekki draga of viðtækar ályktanir af einni spítalaskýrslu en munurinn er of mikill til að hann sé með öllu ómarktækur enda kemur hann heim og saman við erlendar skýrslur. Mín skoðun er sú að ástæðuna fyrir tíðum tauga- og geðsjúkdómum hjá konum sé aðallega að finna í lífs- skilyrðunum sem þeim eru sköpuð í þjóðfélaginu. Það er ekkert rúm fyrir þeirra menningu, kvennamenning- una, eða réttara sagt þær leifar sem eru eftir af henni. Og nú ætla ég að segja i stuttu máli frá því hvernig þessi menning var myrt. Kvennamenning Við getum byrjað fyrir svona 600 árum. Þá var rikjandi bændasam- félagið margumtalaða i Evrópu, aðrar heimsálfur voru ekki enn byggðar Evrópumönnum, sem betur fer. Bændasamfélagið var karlveldi (patriarkat) og mjög ákveðin verka- skipting var sjálfsögð og nauðsynleg og gekk í arf frá föður til sonar og móður til dóttur. Störf beggja kynja voru jafnnauðsynleg fyrir rekstur þjóðfélagsins og þau voru öll sýnileg. Karlar gegndu karlastörfum og iðk- uðu karlamenningu í samræmi við það. Konur gegndu kvennastörfuin og ræktuðu kvennamenningu á sama hátt. Hvorug menningarheildin gat án hinnar verið og það var vitað og viðurkennt. í samræmi við þetta hafði hvort kyn ákveðna og sterka sjálfsmynd (identitet) og virðingu. Hin forna kvennamenning var m.a. þetta: Matvælaiðnaður, fatafram- leiðsla, vefnaður, lækningar, hjúkr- un, ljósmóðurstörf, uppeldi barna, barna- og unglingakennsla, sápu- gerð, þvottar og önnur þrif, meðala- framleiðsla. Auk þessa aðhlynning fólks, andleg og líkamleg. Þær fræddu um manneldi, heilsurækt og hollustuhætti. T.d. var öll þekking á heilnæmum grösum og jurtum á þeirra valdi. Karlar kunnu engin þessara starfa og margt bendir til að konur hafi ekki viljað hleypa þeim í þau. Þær hafi viljað búa einar að þessari nauðsynlegu þekkingu en þekking veitir vald sem kunnugt er. Það liggur i augum uppi að án kvenna gátu hin fornu karlveldi ekki verið enda aldrei dregið i efa. Siðan fer margt að gerast. Karlar vilja ekki lengur vera bara bændur. Þeir fara að finna upp vélar og þeir taka að sigla Iengra og lengra á haf út. Þeir byrja að líta á náttúruna sem óvin sem þurfi að sigrast á, rffa sig frá henni og vilja ríkja yfir henni eins og hverri annarri eign. Með Ianda- fundunum og iðnvæðingunni magn- ast græðgi þeirra um allan helming og nú taka að raskast verulega hlut- föllin milli hinna fornu menningar- heilda, karla- og kvennamenningar. Þekkingin gaf vald Með aukinni iðn- og tækni- væðingu er gengið skipulega á kvennastörfin en ekki karlastörfin. Þau breytast að visu og vissulega versnar líf flestra karla við breyting- una úr bænda- í iðnaðarsamfélag en menning þeirra, virðing og sjálfs- mynd bíður ekki nándar nærri sama hnekki og kvenímyndin og kvenna- menningin. Henni er smám saman út- rýmt rétt eins og menningu Inka og Maya f S-Ameríku. Hvert starfið á fætur öðru er tekið úr höndum kvenna og fiutt f verksmiðjur. Þar kenna konur körlum starfið, fata- gerð, mjólkurvinnslu, sápugerð o.s.frv. og þá er ekki að sökum að spyrja. Karlar einoka þekkinguna en leyfa konunum að vinna hjá sér í verksmiðjunum. Einn stærsti ósigur kvenna á þessum myrku öidum var f striðinu við strákana sem vildu fara að stunda lækningar. Enskir séntil- menn fóru að lesa bækur Hippókrat- esar og fleiri fornra spekinga og vildu ólmir verða læknar og vísindamenn. Engu máli skipti þó að þeir hefðu aldrei komið nálægt sjúkrabeði, þeir veifuðu bara bókunum. En það varð að losna við þessar konur sem þóttust kunna að lækna með lyfjum unnum úr náttúrunni. Lyfjum sem konur kunnu að búa til öld fram af öld og höfðu reynst vel. Nei, nú skyldu öll slík hindurvitni og kerlingabækur vera fyrir bi og strákarnir méð bæk- urnar ráku konurnar burtu miskunn- arlaust. Það tókst þeim lfka en lengi þráuðust þær við að víkja frá fæð- andi konum en einnig það vigi féll. Nú eru ijósmæður bannaðar sem stétt i Bandaríkjunum. Konur urðu vandamál Að sama skapi sem gengið var á þekkingarforða kvenna og störf hrakaði sjálfsmynd þeirra og sjálfs- trausti og Ioks var búið að þjarma svo mjög að þeim og misþyrma og af- baka þær leifar sem eftir voru af hinni fornu kvennamenningu að konur urðu „vandamál”. Þetta vandamál hafa karlar síðan verið að reyna að leysa. Þar hefur gengið maður undir manns hönd (karl undir karls hönd) en lftið miðað, sbr. áður- nefnda skýrslu frá Borgarspitalan- um. Fyrst voru það læknarnir sem áður höfðu rutt konum úr vegi og bannað þeim sfðan að afla sér læknis- menntunar eftir að læknisfræði varð háskólafag. (Konur sóttu mjög 1 læknisfræði og f byrjun þessarar aldar voru til 7 læknaskólar i Banda- rfkjunum fyrir konur. Þeir voru sfðan lagðir af.) Þeir gengu svo langt að skilgreina kveneðlið sem sjúklegt. Fyrir konu var það heilbrigt að vera veik. Þetta var á sfðari hluta 19. aldar. Að maður tali ekki um öll þau ósköp sem læknar röktu til móðurlífs kvenna. Um „lækningar” þeirra á konum langt fram eftir öldum og jafnvel enn í dag má segja margar hryllingssögur. Þegar læknum tókst ekki að leysa „kvennavandamálið” komu sálfræðingar til skjalanna með Freud í broddi fylkingar og sfðan hver fræðingurinn á fætur öðrum með ótal kannanir og „vísindalegar” sannanir á takteinum sem flestar miðuöu að þvf að útskýra konur og svokaliað kveneðli og segja konum hvað þeim fyndist og hvernig heil- brigðar konur ættu að vera. Hefur sú ^ „Með aukinni iðn- og tæknivæðingu er gengið skipulega á kvennastörfin en ekki karlastörfin ... Henni (þ.e. kvenmenningunni) er smám saman útrýmt rétt eins og menningu Inka og Maya í Suður-Ameríku.” „Og hér stöndum við konur f dag. Við erum enn vandamál og það er enn ekki riim fyrir oltkur framleiðsluna og allt sem henni fýlgir?” segir Helga Sigurjónsdðttir meðal annars i grein sinni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.