Dagblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981. Andfát Veðrið SpáÖ er noröanátt meö Hgnlngu I eöa skúrum á Norður- og Noröauatur-' landl. Sunnanlands og vestan verður norðanátt, vföast láttskýjað, alnkum ( innsvaitum. Klukkan 6 voru norðvastan 4, látt- skýjaö og 0 stig í RaykjavBt, norövestan 4, láttskýjaö og 7 stig á Gufuskálum, HflsgvlöH, skýjað og 4 stig á Galtarvita, norðnoröaustan 6, skýjað og 8 stig á Akureyrl, norðvestan 7, rígning og 4 stig á Raufarhöfn, vastan 7, skúrir og 11 stig á Dalatanga, norðvestan 6, skýjað og 10 stig á Höfn og norðvestan 8, láttskýjað og 8 stig á Stórhöfða. t þórshöfn var skýjað og 10 stig, skýjað og 14 stig í Kaupmannahöfn, skúrir og 18 stig í Osló, skýjaö og 16 stig í Stokkhólmi, láttskýjað og 14 stig í London, skýjaö og 14 stig í Hamborg, láttskýjað og 17 stig ( Parto, léttakýjað og 21 atlg I Modrid, skýjað og 19 stig ( Lissabon og látt- skýjað og 18 stig i Now York. Slgurður Eyjólfsson, sem lézt 22. júlí, fæddist 12. desember 18921 Hrútafells- koti undir Austur-Eyjafjöllum. For- eldrar hans voru Sigriður Helgadóttirj og Eyjólfur Sveinsson. Sigurður aldist upp i Torfastaðakoti og siðar í Úthlíð. Þaðan fór hann til Skálholts þar semj hann kvæntist Þorbjörgu Vigfúsdótt- ur. Eignuðust þau 5 syni. Fluttu þau til Seltjarnarness og keyptu siðan húsið að Fálkagötu 34, þar sem Sigurður hefur búið siðan. Þor- björg lézt árið 1933. Árið 1337 kvæntist hann Maríu Þórðardótt u: eignuðust þau tvo syni. Sigurðui stundaði sjóinn mestan hluta ævi sinnar, var m.a. f mörg ár á togurum. Siðan starfaði hann hjá Almenna bygg- ingarfélaginu og síðan i 17 ár hjá Eim-| skipafélagi íslands. Sigurður verður jarðsunginn í dag, 30. júlí, frá Nes- kirkju. Ingþór J. Gufllaugsson lögregluþjónn, sem lézt 23. júlí, fæddist 9. október 1945 í Vik í Mýrdal. Foreldrar hans voru María Guðmundsdóttir og Guðlaugur Jónsson. Hjónin Ingibjörg Sigurðardóttir og Þórður Stefánsson tóku Ingþór í fóstur um tima vegna veikinda móður hans. Árið 1963 fluttist hann til Selfoss til að læra trésmíði hjá Kaupfélagi Árnesinga. Iðnskólaprófi lauk hann árið 1967 og vann við smfðar til 1973. Þá gerðist hann lögreglumaður i Árnessýslu. Þvi starfi gegndi hann til dauðadags. Árið 1967 kvæntist Ingþór Kristjönu Sigmundsdóttur og áttu þau 3 dætur. Ingþór verður jarðsunginn í dag 30. júlí. Rannvelg Karlsdóttir, sem lézt 19. júlí sl., fæddist 31. október 1948. Foreldrar hennar voru Karl Jónasson og Guðný Aradóttir. Rannveig var gift Eyjólfi Brynjólfssyni og áttu þau 3 börn. Þau Rannveig og Eyjólfur bjuggu að Engja- seli 3 i Reykjavik. Hún var jarðsungin i gær frá Fossvogskirkju. Sigurbjörg Unnur Árnadóttir, sem lézt 23. júlf, fæddist 9. júli 1921 í Reykja- vik. Kjörforeldrar hennar voru Árni Árnason og Þóra Þorkelsdóttir. Ung að aldri missti hún móöur sina og flutt- ist þá með föður sínum á heimili Arnbjargar og Kristins Þorgrimssonar. Árið 1934 giftist Sigurbjörg Kjartani Ingimarssyni, áttu þau 5 börn. Hún verður jarðsunginn í dag, fimmtudag 30. júlí, kl. 13.30 fráLaugarneskirkju. Gisli Guðmundsson skipstjóri frá Súg- andafirði verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju föstudaginn 31. júlí kl. 13.30. Ásta Hólmkelsdóttir Mávabraut 2 Keflavík, lézt í Borgarsjúkrahúsinu 28. júlí. Rannveig E. Hermannsdóttir, Klepps- vegi 134, lézt i Landakotsspitala 29. júlí. Ingibjörg Sigrfður Jónasdóttir, Njáls- götu 4b, lézt að öldrunardeildinni í Há- túni mánudaginn 27. júlí. Ástríður Guðrún Eggertsdóttir, lézt 29. júlí. Marfa Guðmundsdóttir húsfreyja, Dufþaksholti, Hvolhreppi, sem lézt 22. júlí, verður jarðsungin frá Stórólfs- hvolskirkju laugardaginn 1. ágúst kl. 14. Friðjón Vigfússon frá Siglufirði, sem lézt á Hrafnistu 25. júlí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudagin4. ágúst kl. 15. Bergþóra Guðmundsdóttir, Einilundi 8d Ákureyri, lézt i Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 27. júlí. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn4. ágúst kl. 13.30. Guðfinna Gunnlaugsdóttir, sem lézt að Hrafnistu 20. júlí sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 31. júlí kl. 15. Sigvaldi Jónsson, Sogavegi 102 UTVARPINU TEKST EKKI AÐ RJÚFA ÞÖGNINA Brúðkaup aldarinnar var í gær, veit nokkur hvað verið er að tala um? Jú, ætli það ekki, Karl rikisarfi Breta gekk i það heilaga eftir langa bið landa sinna. Lætin í kringum þetta blessaöa brúðkaup hafa verið ógurleg og talið er að um 700 milljónir manna hafi fylgzt með því. Ekki vantar áhugann, það mætti halda að . . . ja, ég veit ekki hvað hefði gerzt. Það er kannski ekki skrítið þó Bretar noti tækifærið til að fá útrás á einhvern annan hátt en með mótmælum, ekki er nú gæfulegt ástandið þar i landi um þessarmundir. En það var lfka gleði í Færeyjum í gær, trúi ég, því þjóðhátíðardagur Færeyinga var einmitt í gær. í tilefni af þvi var sumarvakan tileinkuð Fær- eyjum, fór vakan að mestu framhjá mér vegna gestagangs, simhringinga og annarra truflana. Um kl. 20.50 tók ég þó af skarið og bað alla við- stadda vinsamlegast um að þegja því nú var komið að lýsingu frá Hallar- velli á fótboltaleik sem fór þar fram. Lýsingar sem þessar eru eitt það fjörlegasta sem heyrist i útvarpi, enda lifir Hermann sig inn i starfið. En það var eins gott fyrir hann að geta þess að tölur af Skaganum væru með fyrirvara, þvi ekki hefðum við Kópa- vogsbúar þakkað honum fyrir að ákveða úrslitin í leik ÍA og UBK þegar leiknum var ekki lokið. Sér- staklega þar sem Blikunum tókst að jafna af miklu harðfylgi eins og sagt var 1 fréttum. Niundi bitlaþáttur Þorgeirs Ást- valdssonar frá fyrra ári var siðastur á dagskránni í gærkvöldi. Ég missti af hverjum einasta þætti þegar þeir voru frumfluttir i fyrra, þá hefur sjón- varpið truflað. En nú er enginn imbi svo að útvarpið verður að fylla þögn- ina, þar sem hljómflutningstækin min eru veik vegna ofnotkunar. Út- varpinu hefur því miður ekki tekizt að gera mig ánægða og alltof oft fer það hreinlega i mínar finu taugar. Því vil ég fyrir mína hönd (og liklega fleiri) biðja um hressilegra útvarp, minna af sinfóníum, meira af músik fyrir alla o.s.frv. Ef Rikisútvarpið telur sér það ekki fært, hvernig væri þá að létta einokuninni og gefa orðið laust, þ.e.a.s. frjálst útvarp. Reykjavik, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni 31. júlí kl. 10.30. Einar Brynjólfsson bifreiðarstjóri verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 31. júli kl. 10.30. Tllkyimlngar louis Masterson Ný bók um Morgan Kane komln út Út er komin 28. bókin i bókaflokknum um Morgan Kane og heitir hún „Blóðug jörð”. Þegar start-skotið reiö af og kapphlaupiö um jarðarblett í Oklahoma hófst streymdi fjöldi fólks inn á þetta frjósama svæði sem nú var frjálst til landnáms. En þaö voru ekki aðeins bændur í landnámshug- leiðingum, sem leituöu inn i Oklahoma. Það voru einnig fjárhættuspilarar, byssumenn og morðingjar, menn eins og Old-ManSherman og handbendi hans, og menn á borð við hinn dularfulla Craig sem húð- flettur haföi verið af indíánum en lifað það af. Hvers vegna hættu þeir lifi sinu með því að ryðjast inn á yfírráðasvæöi Cheyenne-indíána? Hvers vegna sóttust þeir eftir lífi ungu stúlkunnar Söru? Það var hlutverk Morgan Kanes lögregluforingja að finna svarið við þeim spurningum áður en úr yrði of mikið blóðbað áður en það kostaði of mörg mannslíf. Rokkað í Lindarbœ Hljómsveitirnar Exodus og Fræbbblarnir halda rokktónleika í Lindarbæ í kvöld. Hljómsveitina Exodus skipa Ásgeir Sæmundsson (gítar, söngur), Guðmundur Þ. Gunnarsson (trommur), Skúli Sverrisson (bassi) og Þorvaldur B. Þorvaldsson (gitar). Á myndinni má sjá þá félaga i Exodus. Haraldur Ólafsson fyrirlestur í Opnu húsi f Norræna húsinu í kvöld verður Opið hús í Norræna húsinu svo sem venja er á fimmtudögum yfir sumartímann. Að þessu sinni er á dagskrá fyrirlestur Haraldar ólafs- sonar, sem hann nefnir ísland i dag, og er fyrirlest- urinn á sænsku. Eftir fyrirlesturinn verður stutt kaffihlé og að þvi loknu, um kl. 22, hefst kvik- myndasýning. Að þessu sinni verður sýnd mynd ós- valdar Knudsen, Homstrandir, og er hún með enskum texta. Dagskráin er einkum ætluö norrænum ferðamönnum en aö sjálfsögðu er öllum heimill aðgangur sem er ókeypis. Kaffistofan verður opin til kl. 23. Bókasafnið er opiö til kl. 22 og þar liggja frammi ýmsar bækur um ísland og íslenzk málefni, svo og þýðingar íslenzkra bókmennta á aðrar Norðurlanda- tungur. í bókasafni og anddyri er sýning Náttúru- fræðistofnunar á íslenzkum steintegundum viðs vegar að af landinu. í sýningarsölum i kjailara hússins stendur yfir yfirlitssýning á verkum Þor- valdar Skúlasonar og er hún opin alla daga kl. 14— 19 til 16. ágúst. íslandsmótið f knattspyrnu 1981 Fimmtudagur 30. júli KAPLAKRIKAVÖLLUR FH—KA 1. deild kl. 20. LAUGARDALSVÖLLUR Valur—Vikingur 1. deild kl. 20 HÚSAVÍKURVÖLLUR Völsungur—ÍBK 2. deild kl. 20 HVALEVRARHOLTSVÖLLUR Haukar—Skallagrímur 2. deild kl. 20 ÍSAFJARÐARVÖLLUR ÍBÍ—Þróttur N. 2. deild kl. 20 SANDGERÐISVÖLLUR Reynir—Selfoss 2. deild kl. 20 MELAVÖLLUR ÍR—Stjarnan 3. deild B kl. 20 GARÐSVÖLLUR Víðir—FH kvennafl. kl. 20 KÓPAVOGSVÖLLUR UBK—ÍA kvennafl. kl. 19.30 KR—VÖLLUR KR—Valur kvennafl. kl. 20 AKRANESVÖLLUR íA—UBK 2. fl. Akl.20 ÁRMANNSVÖLLUR Ármann—Skallagrimur 3. fl. C kl. 20 HELLISSANDSVÖLLUR Reynir He.—Vikingur Ó. 3. fl. C kl. 20 NJARÐVÍKURVÖLLUR Njarðvík—Afturelding 3. fl. C kl. 20 NESKAUPSTAÐARVÖLLUR Þróttur—Höttur 3. fl. E kl. 19 SEYÐISFJARÐARVÖLLUR Huginn—Austri 3. fl. E kl. 19 FiiiKlif AA-samtökin í dag, fimmtudag, verða fundir á vegum AA-sam- takanna sem hér segir: Tjarnargata 5 (s. 91-12010), græna húsið kl. 14 og 21 (ungt fólk), Tjamargata 3 (s. 91-16373), rauða húsið kl. 21, Luagameskirkja safnaðarheimili kl. 21, Kópavogskirkja kl. 21, Akureyri, Geislagata 9 kl. 21, Dalvík, Hafnarbraut 4 kl. 21, Blönduós, Kvennaskóli kl. 21, Patreks- fjörður, Ráðhúsinu við Aðalstræti kl. 21, Sauðár- krókur, Aðalgata 3 kl. 21, Seyöisfjörður, Safnaðar- heimili kl. 21, Vestmannaeyjar Heimagata 24 kl. 20.30. Staðarfell Dalasýslu, Staöarfell kl. 19, og Vopnafjörður, Hafnarbyggð 4 kl. 21. Á morgun, föstudag, verður fundur í hádeginu að Tjamargötu 5, kl. 12 og 14. Útivistarferðir Verzlunarmannahelgin: Þórsmörk, ferðir fram og til baka alla daga, gist í góðu húsi í Básum. Gönguferðir við allra hæfi ma. á Fimmvörðuháls og Eyjafjallajökul. Snæfellsnes, gist á Lýsuhóli, sundlaug. Gæsavöm—Trölla- dyngja—Vatnajökull. Homstrandir—Hornvík. Ágústferðir Hálendishringur Borgarfjörður (eystri) Grænland Sviss. Upplýsingar og farseðlar á skrifstofunni Lækjar- götu 6a. s. 14606. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Feröamanna- Nr. 141 — 29. júlf 1981 gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarfkjadollar 7,464 7,484 8^232 1 Sterlingspund 13,890 13,927 15,320 1 Kanadadoliar 8,103 6,119 6,731 1 Dönsk króna 0,9732 0,9768 1,0734 1 Norskkróna 1,2214 1,2246 1,3471 1 Saansk króna 1,4337 1,4375 1,5813 1 Fínnsktmark 1,6383 1,6427 1,8070 1 Franskur franki 1,2836 1,2870 1,4157 1 Belg. franki 0,1889 0,1874 0,2081 1 Svissn. franki 3,5324 3,6419 3,8961 1 Hollenzk florina 2,7441 2,7516 3,0287 1 V.-þýzkt mark 3,0618 3,0800 3,3660 1 (tölsklíra 0,00614 0,00815 0,00877 1 Austurr. Sch. 0,4345 0,4367 0,4793 1 Portug. Escudo 0,1146 0,1149 0,1284 1 Spánskur peseti 0,0760 0,0762 0,0838 1 Japanskt yen 0,03143 0,03161 0.03466 1 irsktDund 11,144 11,174 12,291 SDR (sórstök dróttarréttindi) 8/1 8,4433 8,4669 Simsvari vegna gengisskróningar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.