Dagblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 5
5 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. JÚLl 1981. KarWflarnar sem Marta kom með. Eins og sjá má eru þær vægast sagt ekki fríðar á vangann. DB-mynd Bj.Bj. Reykvísk húsmóðir spyr: Af hverju mega Reyk- víkingar ekki kaupa kartöf I- ur að norðan — þaðermargtsem norðanmenn þurfa að kaupaað sunnan? Marta Bergmann húsmóðir, Kleppsvegi 92, kom i heimsókn á Neytendasíðu DB eftir árangurs- lausar og örvæntingarfullar tilraunir til að útvega ætar kartöflur á borð fjölskyldunnar. Fyrst hafði hún farið í matvöru- búðina sína i Glæsibæ, SS, og keypt þar poka af kartöflum, fimm pund, stimplaðan 6. júlí, merktan rauðar islenzkar. „Þegar ég kem heim og tek upp pokann þá eru þær spíraðar og linar og ekki nema ein og ein nothæf. Stuttu seinna fór ég aftur í búðina og ætlaði nú að reyna nýja tegund, gull- auga, stimplaðar 9. júlí. En þær reyndust alveg jafnlélegar. Þá gafst ég upp og notaði hrisgrjón i staðinn. En í kvöld ætlaði ég að hafa gesti og bjóða upp á kartöflu- salat svo ég dreif mig inn í Græn- metisverzlun ríkisins. Þar eiga þeir að hafa beztu kartöflur landsins. Ég fór með pokana tvo sem ég hafði keypt í kjörbúðinni og ætlaði að skila þeim aftur en fékk þau svör að kartöflurnar mundu hafa skemmzt i búðinni þar sem ég hafði keypt þær. Satt að segja varð ég hálfergileg við þessa afgreiðslu, því kartöflurnar sem voru á borðinu þarna í Græn- metisverzluninni sjálfri voru algjört skepnufóður. Kannski mætti nota þær í kartöflumús eða franskar, en mér finnst þær ekki boðlegar á al- mennum markaði.” Hún sagðist siðan hafa talað við verzlunarstjórann þar sem hún keypti kartöflurnar og sagðist hann vera óánægður með það sem hann þyrfti að bjóða neytendunum, kartöflur með sentimetra löngum spfrum. „Mér bjóðast ágætis kartöflur frá Dalvík,” sagði þessi verzlunarstjóri, ,,en þori ekki að taka þær því þá verð ég sektaður af grænmetisverzlun- inni.” ,,Ég skil ekki af hverju Reykvík- ingar mega ekki kaupa kartöflur að norðan,” sagði Marta, ,,það er ekki svo lítið af vörum sem Akureyringar þurfa að kaupa að sunnan. Stefnir í metþorskaf la: ÞEIM GULA MOKAÐ UPP —einkum fyrir Austurlandi þar sem er vaðandi bæði þorskur og ýsa Þorskafli landsmanna frá áramótum nálgast nú 430 þúsund tonna markið hægt og sígandi. Um síðustu mánaða- mót var heildarþorskaflinn orðinn 308 þúsund tonn og það sem af er júlí- mánuði hefur aflinn verið góður, einkum út af Austfjörðum. Þar hefur aflahlutdeildin aukizt mest á undan- förnum árum og er þar nú mokfiskirí. Austfjarðatogararnir ellefu eiga flestir eftir að fara einn og tvo túra áður en þorskveiðidagar þeirra á timabilinu til ágústloka eru uppurnir. Vestfjarðatogarar eru allir á „skrapi”, þ.e. karfa-, ufsa- og ýsu- veiðum, enda stunduðu þeir þorsk- veiðar stfft fyrstu daga mánaðarins og luku sfnurn 2? dögum strax í upphafi. Veiddist ágætlega. Togarar á Norður- landi eru flestir að hefja sinar þorsk- veiðar á tímabilinu og hefur gengið ágætlega það sem af er. Sömu sögu er að segja af togurum Reykvikinga og annarraá Suður-og Suðvesturlandi. Allt óvíst um heildaraflann Jón B. Jónasson, deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir allt of snemmt að segja til um það hvort heildarafli ársins fari fram úr þeim 430 þúsund tonnum af þorski sem leyft hefur verið að veiða. „Mestur hluti aflans hefur fengizt á fyrstu mánuðum árzins, á hinni eiginlegu vertíð,” sagði hann í viðtali við DB. „Bátaaflinn er alltaf verulegur hluti af heildaraflanum; i fyrra var bátaaflinn t.d. 207 þúsund lestir og þar af fengust ekki nema um 40 þúsund lestir siðari hluta ársins. 1980 barst á land mesti þorskafli frá upphafi, um 420 þúsund lestir. Nú er ekki gott að segja hversu mikið á eftir að koma á land. Júli og ágúst hafa að jafnaði verið góðir aflamánuðir og aflinn virðist vera mjög góður einmitt núna.” Óhemju fiskur fyrir Austurlandi Það var gott hljóð 1 Ólafi M. Ólafs- syni útgerðarmanni í Fiskvinnslunni á Seyðisfirði: „Það hafa allir veitt vel hérna, bæði færa- og línubátar og eins togararnir. Að langmestu leyti, eða um 95%, er þetta þorskur og ýsa. í þessum mánuði hefur verið mikil ýsugengd á miðunum hér fyrir utan — og miðin eru nú orðin önnur en fyrr. Ég held að það hafi aðeins einu sinni í allan vetur og sumar verið farið norður fyrir Langanes. Nú siglum við bara beint hér út og það er óhemju fiskur fyrir öllu Austurlandi. Ég hef trú á að það verði það ( framtíðinni lika — hvað sem allir fiskifræðingar segja. Ég er nú vanur að taka því öllu með fyrirvara,” sagði 180 tonnum af þorski af Vestfjarðamiðum landað úr Bjarna Benediktssyni í Reykja- vfkurhöfn i gær. DB-mynd: S. pn »' /j Brúðhjónunum Karli Bretaprinsi og lafði Diönu Spencer bárust margar gjafir 1 gær en fyrir hönd fslenzku þjóðarinnar afhenti forseti Íslands, Vigdfs Finnbogadóttir, brúðhjónunum að gjöf olfumálverk af Hofsá. Nánar tiltekið er myndin af Tungu- selshyl, en Karl prins hefur oftsinnis veitt f þeim hylnum. Myndina málaði Eiríkur Smith að boði forseta íslands. t gjafabréfi, sem myndinni fylgdi, er að finna upplýs- ingar um Tunguselshyl og um listamanninn en á ramma málverksins er skjöldur, þar sem gefanda og tilefnis er getið. Ólafur. Marteinn Jónasson, útgerðarstjóri hjá Bæjarútgerð Reykjavikur, var einnig hress yfir aflabrögðum þegar tiðindamaður Dagblaðsins ’ræddi við hann. „Bjarni Benediktsson var að koma inn með 180 tonn af þorski af Vestfjarðamiðum og Jón Baldvinsson kom inn fyrir nokkru með um 200 tonn af sömu miðum,” sagði Marteinn. „Við eigum eftir að koma með talsvert meira í land, þvi sumir af okkar sex togurum eru ekki byrjaðir á sínum þorskveiðum á þessu tímabili og tveir togarar eru búnir með helming tfmans, um 11 daga.” Marteinn sagði að nægur og góður afli væri einnig í „skrapinu”, sem togararnir sinntu inn á milli þorskveiði- túranna. „Minni skipin hafa komið með fullfermi eftir vikuferð,” sagði hann, ,,og stærri togararnir eftir heldur lengri tíma.” Að glœðast f yrir norðan Afli Norðurlandstogara er nú mjög að glæðast, að sögn Vilhelms Þor- steinssonar, framkvæmdastjóra Út- gerðarfélags Akureyringa. „Þetta hefur verið heldur litið þar til núna að Harðbakur var að koma inn með 260 tonn og annað skip kemur á morgun með annað eins. Mest hefur þetta nú verið karfi og ýsa,” sagði Vilhelm. Hann sagði að togararnir ættu eftir talsvert af dögum til þorskveiða til ágústloka og útlit væri fyrir að afli yrði nægur — til þessa væri hann um 15% meiri en í fyrra. „Friðunaraðgerðir síð- ustu ára eru að skila sér núna svo ekki verður um villzt,” sagði Vilhelm, „og aflabrögð eru góð en það er ekki nóg þvi frystingin er rekin með tapi og það þýðir að afkoma frystihúsanna er slæm. Það fæst einfaldlega ekki nóg fyrir aflann.” Vestfirðingar á skrapi Jón Páll Halldórsson i Norðurtanga á Ísafirði sagði litdð um að vera þar um slóðir því Vestfjarðatogarar væru flestir á „skrapi”. „Þeir tóku út sfna þorskveiðidaga í býrjun júlí og þá var aflinn ágætur,” sagði Jón Páll. „Mér sýnist að aflabrögð séu mjög svipuð og í fyrra hvað varðar togarana en bát- arnir eru aftur á móti miklu aflahærri i þorskinum.” Hann sagði að aflinn á „skrapinu” væri góður, þannig hefði Guðbjörg komið inn á sunnudags- kvöldið með um 200 tonn af karf, ýsu og ufsa. Hlutur Vestfirðinga í heildarþorsk- aflanum hefur farið nokkuð minnk- andi undanfarin ár og er nú kominn niður úr fjórðungi i tæpan fimmtung, að sögn Jóns B. Jónassonar deildar- stjóra f sjávarútvegsráðuneytinu. En þótt togararnir stundi nú þorsk- veiðar af kappi eru minni bátarnir komnir i straff til og með 4. ágúst að boði sjávarútvegsráðuneytisins. Bannið tekur til allra þorskveiða annarra en togara, sem falla undir „skrapdaga- kerfið,” og handfæraveiða báta sem eru 30 tonn og minni. Það að þorsk- veiðar eru bannaðar þýðir þó ekki að engan þorsk megi draga úr sjó á tíma- bilinu heldur að hlutfall þorsks í afla hverrar veiðiferðar má ekki vera hærra en 15%. 1. september hefst síðan þriðja og síðasta „þorskveiðitímabilið” í ár — á þvi verður togurum gert að vera á „skrapi” i r.i'. minnsta kosti fjörutfu daga. -ÓV. kindahakki Kjöthleifur með eplafyllingu 150 g reyktflesk 500 g kindahakk 2 egg 4 msk haframjöl 2 laukar 1 dl mjólk, salt, pipar 1 búnt steinselja 1 epli 1/2 tsk karrý 1. Stilliðofninná200°C. 2. Saxið fleskið smátt. Takið u.þ.b. 1/3 frá og geymið. Hrærið saman hakki, eggjum, haframjöli, rifnum lauk, mjólk, salti og pipar. 3. Látið helminginn af kjötdeiginu í smurt ofnfast mót. 4. Blandið saman reykta fleskinu,sem tekið var frá, söxuðu epli, saxaðri steinselju, 1 /2 rifnum lauk og látið ofaná kjötdeigið í mótinu. Stráið karrýinu yfir. Hyljið fyllinguna með því sem eftir er af kjötdeiginu. 5. Penslið kjötdeigið að ofan með bráðnu smjöri. Skerið 1 /2 laukinn sem eftir er í hringi og raðið þeim ofaná. 6. Bakið í 40-50 mín. eða þar til kjötið er gegnbakað. Borið fram með kartöflum, laukfeiti og hrásalati eða öðru meðlæti eftir smekk. Verð aóeins 29,90 kr/kg FRAMLEIÐENDUR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.