Dagblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 28
Sameinast um 400 íbúðir á Akureyri um eitt videokerfi? Svo kann að fara að innan skamms verði á milli 300 og 400 íbúðir í Lunda- hverfi á Akureyri tengdar saman inn á eitt videokerfi. Mál þetta er nú á athugunarstigi en á þriðjudagskvöld var haldinn fundur með íbúunum þar sem hugmyndin var kynnt. Er búizt við að innan þriggja til fjögurra vikna liggi frammi kostnaðaráætlun fyrir verkið. Að sögn Helga Guðmundssonar, ^ins forvlgismanns hugmyndarinnar, eru það tlu blokkir I hverfinu sem til greina kæmi að tengja inn á sameigin- legt videokerfi. Helgi sagði að ákveðið hefði verið að bjóða verkið út, en hann kvað tvo möguleika vera á tengingu milli blokkanna. Annars vegar loftllnu og hins vegar að grafa kapalinn I jörð. Loftlínan væri þó talinn vænlegri kostur en eina hindrunin væri sú að gata aðskilur fjórar blokkir frá hinum sex. Kvaðst Helgi þó ætla að engin hætta stafaði af loftlinunni þar eð blokkirnar væru fjögurra hæða. -SA Matareitrunin á Sauðárkróki: Ekki vitað hvaða mat- væli oliu eitruninni Hverfandi líkur eru nú taldar á þvi að eiturefnið, sem olli matareitruninni á Sauðárkróki fyrr í sumar, finnist i einhverjum af þeim sýnishornum sem send voru til Bandarlkjanna til rann- sóknar. Arinbjörn Kolbeinsson, yfirmaður sýklarannsóknadeildar Landspitalans, sagði í samtali við DB að enn hefðu lokaniðurstöður rannsóknarinnar ekki borizt og benti það til þess að ekkert hefði fundizt í þeim matarsýnishornum sem send voru utan til rann- sóknar.Arinbjörn tók það þó fram að vel gæti verið að sumarfrí starfsmanna rannsóknastöðvarinnar hefðu valdið því að rannsókninni hefði seinkað en þar sem eitrunartilfelli af þessu tagi væru sjaldgæf þá ynnu að öllu jöfnu ekki nema tveir til þrír menn að þessum rannsóknum. -ESE Reykjanes: 506 milljónir í skatta Álagning opinberra gjalda á einstakl- inga í Reykjaneskjördæmi liggur nú fyrir og er ljóst að meðaltalshækkunin nemur 57,77% frá fyrra ári. Útsvör hækka um 59,1%, tekjuskattur um 66,4%, eignaskattur um 80% og að- stöðugjöld um 66% að meðaltali. Alls greiða skattgreiðendur I Reykjanesum- dæmi rúmar 506 milljónir i opinber gjöld á þessu ári. - ESE Ekkert Alþýðublað í dag, ekkert Alþýðublað í gær: Skálduð „frétt” um aðalfund VR — meðal ef nis í tölublaði Alþýðublaðsins sem ákveðið var að „salta” gegn vilja Vilmundar Deila blaðstjórnar og ritstjórnar Alþýðublaðsins er enn óleyst. Blaðið kom þvl ekki út 1 morgun og það kom heldur ekki út í gærmorgun þrátt fyrir að leiðari þess væri lesinn að venju í morgunútvarpi. í formála útvarpsleiðarans var sagt að innan Alþýðuflokksins færu fram , .flóknar umræður um það hvort rétt sé að . taka afstöðu með eða móti fátæka fólkinu sem er i Verzlunarmanna- félagi Reykjavíkur og öðrum ámóta félögum.” Svo var leiðari Alþýðu- blaðsins frá því á þriðjudag endur- tekinnl Deilt er um efni blaðsins sem átti að koma út i gærmorgun. Það átti að vera næstsiðasta blaðið undir stjórn Vilmundar Gylfasonar sem ritstýrir í sumarleyfí Jóns Baldvins Hannibals- sonar. Allt blaðið var skrifað í anda svonefnds Aðalblaðs í Helgarpóstin- um: „fréttir” og „viðtöl” sem eru ekki alveg sannleikanum samkvæm. Hugsuð sem gamanskrif með gagn- rýnisbroddi I. Meðal annars átti að birta skálduð viðtöl við ímyndaðan fulltrúa neyt- enda og við Jóhannes Nordal seðla- bankastjóra. Þá var frétt, sömuleiðis skáldskapur, um aðalfund Verzl- unarmannafélags Reykjavikur. Á fundinn áttu að hafa mætt 7 manns. Og svo var útvarpsdagskrá birt sem átti við vikuna þar á undan. Prentun Alþýðublaðsins var langt komin þegar Bjarni P. Magnússon, fulltrúi I blaðstjórn, kom í prent- smiðju. Hann tók ákvörðun, í sam- ráði við aðra blaðstjórnarmenn (Jóhannes Guðmundsson og Björn Friðfinnsson) um að koma I veg fyrir dreifingu þessa ákveðna tölublaðs. Upplaginu var komið fyrir i húsi úti i bæ. Vilmundur ritstjóri mótmælti harðlega og taldi blaðstjórn ekki geta tekið fram fyrir hendur ritstjórnar. Garðar Sverrisson blaðamaður og Helgi Már Arthursson ritstjórnarfull- trúi styðja sjónarmið Vilmundar. Ýmsir forystumenn Alþýðuflokks- ins, þar á meðal Kjartan Jóhannsson formaður, hafa haft bein eða óbein afskipti af deilunni. Svo virðist sem ritstjórnin standi fast á þeirri skoðun að skáld-blaðið skuU útgefið. Blað- stjóm er jafnhörð á að gefa það ekki út. - ARH Harður árekstur varð á Kleppsvegi f gærdag er kókbifreið ók aftan á strætisvagn. Skemmdist kókbifreiðin mikið en engan sakaði f bilnum. Strætisvagninn lét ekki eins mikið á sjá, plata á afturhluta hans gekk inn en aðrar skemmdir urðu óveru- legar. Fjöldinn allur af kókkössum hentist af kókbilnum við áreksturinn og var gatan þakin glerbrotum en vaskir lögreglu- menn tóku sér kústa i hönd og hreinsuðu burt öll vegsummerki eftir slysið. Árekstrar voru margir f umferðinni f Reykjavfk, eða alls 20, en um slys á fólki var ekki vitað. - SA / DB-mynd Einar Ólason. r Urslit skoðanakönnunar á Akureyri: Konur myndu ná meiri- hluta í bæ jarstjórn kosið nú „Þetta er ekki nein merkisskoð- anakönnun, heldur var hún aðeins gerð til gamans,” sagði Guöbrandur Magnússon, ritstjóri Akureyrar- blaðsins, er DB hafði samband við hann vegna úrslita skoðanakönnunar sem birtist í blaðinu á mánudag. Samkvæmt henni myndu konur ná meirihluta I bæjarstjórn Akureyrar ef kosið væri I dag en konur ákváðu sem kunnugt er fyrir stuttu að bjóða fram sérstakan lista fyrir næstu kosn- ingar. Hringt var I 50 Akureyringa, eða 0,66% af þeim sem eru á kjörskrá, og þeir spurðir hvaða lista þeir kysu ef kosið yröi til bæjarstjórnar nú. Rúmlega helmingur, eða 26, tóku af- stöðu og skiptist fylgi milli flokkanna þannig að Alþýðuflokkur fékk 4% og fengi engan fulltrúa kjörinn, Framsóknarflokkur fékk 15% og fengi einn, Sjálfstæðisflokkur fékk 23% og fengi þrjá, Alþýðubanda- lagið fékk 11,5% og fengi einn og kvennaframboðið fékk 46% og fengi sex fulltrúa kjörna. Það hálfa pró- sent sem upp á vantar færi likiega til Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Þeir 24, sem ekki svöruðu, skiptust þannig að 15 voru óákveðnir, sex neituðu að svara og þrir sögðust ekki myndu kjósa. Að sögn Guðbrands munar ekki miklu að Framsóknarflokkurinn fengi tvo fulltrúa i bæjarstjórn, sam- kvæmt skoðanakönnuninni, og myndi þá Sjálfstæðisflokkurinn eða konurnar missa þann fulltrúa. -SA frjálst, úháð dagblað FIMMTUDAGUR 30. JÚLl 1981. Staða f ræðslust jóra á Norðurlandi eystra: Ingólfur með pálmann íhöndunum — eftir atkvæða- greiðslu ífræðsluráði Ingólfur Ármannsson, yfírkennari Gagnfræðaskólans á Akureyri, virðist næsta öruggur með að fá stöðu fræðslustjóra Norðurlandsumdæmis eystra. Á fundi fræðsluráðs hlaut hann 4 atkvæði, en Kristinn G. Jóhannsson, ritstjóri íslendings, hlaut 2 atkvæði. Ingvar Gislason menntamálaráð- herra veitir stöðuna og er eindregið búizt við að Ingólfur þurfi ekki að kviöa ákvörðun hans. Sturla Kristjáns- son, fráfarandi fræðslustjóri, tekur við stjórn Þelamerkurskóla í Hörgárdal I haust. Sjö manns áttu að sitja fræðsluráðs- fundinn. Hvorki aðal- né varafuiltrúi frá Húsavík komust til hans. Varafull- trúinn sendi skriflegt umboð sitt vegna atkvæðagreiðslunnar. Það mun ekki hafa verið tekið gilt þar sem umboðið þurfti að berast frá aðalfulltrúanum. - ARH ÍDAG ER SPURNINGIN: t hvaða dáiki, á hvaða blaösíðu er þessi smáauglýsing i blaðinu i dag? Ódýrir laxa- og silungsmaðkar til sölu. Uppl. f sima 36279. Hver er auglýsingasfmi Dag- blaðsins? SJÁ NÁNAR Á BAKSÍÐU BLAÐSINS Á FÖSTUDAG Vinningur vikunnar: Myndsegul- band f rá Radfó- búðinni Vinningur i þessari viku er myndsegulband jrá Radióbúðinni, Skipholti 19 Reykjayík. 1 dag er birt á' þessum stað I blaðinu spuming, tengd smáaug- lýsingum blaðsins, og nafh hepp- ins áskrifanda dregið út og birt i smáauglýsingadálkum á morgun. Fylgizt vel með, áskrifendur, fyrir nœstu helgi verður einn ykkar glœsilegu myndsegulbandi ríkari. c ískalt Seven up. hressir betur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.