Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.07.1981, Qupperneq 10

Dagblaðið - 30.07.1981, Qupperneq 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. JULl 1981. Sumargleðin syngur: „Spilum sem ein heild” —enda jaf nmargir f ótboltaliði — Sumargleðin á Norðurlandi um helgina Sumargleöin er aö sjálfsögðu á ferð- inni um þessa helgi sem aðrar. í kvöld verður skemmtun með þeim lagsmönn- um í Vfkurröst, Dalvík og dansað af krafti fram eftir nóttu. Á föstudags- kvöld skemmta þeir félagar Akur- eyringum i Sjálfstæöishúsinu og á laugardagskvöld í Skjólbrekku, Mývatnssveit. Klukkan 14 á sunnudag verður fjölskylduskemmtun með Sumargleö- nni í nýjum samkomusal i Aðaldal er Ýdalir nefnist. Er það f fyrsta skipti sem skemmtun er í þvi samkomuhúsi. Á sunnudagskvöldið endar Sumar- gleðin þessa helgi með skemmtuii og dansleik i Skúlagarði í Kelduhverfi. Aö sögn Þorgeirs Ástvaldssonar hefur Sumargleöin fengið einstaklega góðar viðtökur á ferðalögum sínum í sumar. „Þaö er llka alveg sérlega góð stemmning okkar á milli,” sagði Sumargleðin syngur fyrir Norðlendinga um helgina og verður m.a. með fjölskyldu- skemmtun. Þorgeir og bætti við: „Við erum 11 saman — eða eins og fótboltalið — og það riöur á að viö spilum sem ein heild”. Þetta er ellefta sumarið sem Sumar- gleðin er á ferðinni þannig að þarna eru reyndir kappar á ferö. Að visu eru þeir Þorgeir Ástvaldsson og Magnús Ólafsson nýliðarnir í hópnum þar sem þeir hafa aðeins verið í þessu í tvö sumur — þeir eru þó örugglega ekki verri fyrir það. Inn á skemmtun Sumar- gleðinnar kostar 80 krónur. Ef dans- leikur er einnig er aðgangseyririnn 180 krónur. -ELA. Mikid um dýrðir á Laugahátíð: INNLENDIR 0G ERLENDIR SKEMMTIKRAFTAR SÝNA Utangarðsmenn og Bubbi eru komnir frá útlöndum og um helgina roklta þeir f Félagsgarði f Kjós. DB-mynd Sig. Þorri. Utangarðsmenn og Bubbi í fyrsta skipti eftir heimkomuna: ROKKAÐ AF KRAFTI í FÉLAGSGARÐI Utangarðsmenn, ásamt Bubba Morthens, koma fram nú um helgina á mikilli rokkhátiö sem haldin veröur i Félagsgarði Kjós 1 fyrsta skipti eftir utanlandsferðina. Dansleikir verða öll kvöldin, föstudag, laugardag og sunnu- dag frá kl. 22. Auk Utangarðsmanna koma fram hljómsveitirnar Spilafffl og Tauga- deildin. Fyrir utan dansleiki á kvöldin verða skemmtanir á laugardag og sunnudag. Sætaferðir verða frá Umferðarmið- stöðinni og tjaldstæði eru á staðnum. Inn á hvern dansleik kostar 120 krónur en rokkaðdáendum og Öörum standa til boða afsláttarmiðar á alla dansleik- ina þrjá og er verð þeirra 270 krónur. Síödegisdagskráin er opin hverjum sem er ókeypis. -ELA. —auk dansleikja með hljómsveitinni Start Mikill viðbúnaður hefur farið fram á Laugum i tilefni Laugahátíðarinnar sem hefst kl. 18,00 á morgun. Það er Héraðssamband Suöur-Þingeyinga sem stendur fyrir hátiðinni og rennur ágóöi af henni til nýs Iþróttavallar á staðnum og annarrar æskulýðsstarfsemi. Hljómsveitin Start, ásamt Pétri Kristjánssyni, skemmti: gestum á dans- leikjum föstudag -, laugardags- og sunnudagskvöld. Kl. 14,00 á laugardag og sunnudag verða siðan skemmtidag- skrár þar sem ýmislegt merkilegt verður að sjá og heyra. Byrjað verður á fimleikasýningu en að henni lokinni verður hjólaskauta- sýning. Eftirherma og búktalari mæta á svæðiö, fallhlffasýning verður og þýzkur dansflokkur frá borginni Portovest Alicia sýnir dansa. Þá verður teflt með lifandi taflmönn- um og meöal þeirra sem mæta til leiks er einn stórmeistari og einn alþjóða- meistari. Það eru þeir Alexei Suetin og Jón L. Árnason. Lögð er áherzla á að allir geti skemmt sér saman á Laugahátfð en enginn mismunur gerður á aldri. Enginn inngangseyrir er inn á sjálfa skemmtunina en tjaldstæði verða seld á 50 krónur. Inn á dansleikina kostar 120 krónur en síðdegisskemmtunin er ókeypis. -ELA. Húnaver: V0NÁ FJÖLDA FÓLKS — hljómsveitin Gautar leikuráþremur dansleikjum Forráöamenn Húnavers hafa ákveðið aö bjóða gestum sinum upp á sólskin um helgina, hvort sem veðurguöunum líkar betur eða verr. í Húnaveri verða dansleikir föstudags, laugardags- og sunnudagskvöld og það er hljómsveitin Gautar frá Siglufiröi sem sér um fjörið. Gautar er sú hljómsveit sem hvað oftast hefur leikið i Húnaveri og svo oft að Stefán Hafsteinsson, framkvæmda- stjóri Húnavers, hefur ekki tölu á. Húnaversgleði hefur verið um verzl- unármannahelgina i fjöldamörg ár og sagði Stefán að stemmningin væri af- bragðs góð. Hann sagðist eiga von á fjölda fólks. Tjaldstæði við Húnaver eru ókeypis. Inn á dansleikina kostar 120 krónur hvert kvöld. -ELA. Hljómsveitin Start skemmtir gestum á Laugahátfð. DB-mynd Sig. Þorri. Gott fólk — Góð laun Röskar og áreiðanlegar stúlkur, eldri en tvítugar, óskast á skrifstofu og í verzlun. Uppl.ísíma 91-81199. LAUS STAÐA Við Fjölbrautaskólann á Akranesi er laus til umsóknar staða kennara í stærðfræði. Æskilegt er að umsækjandi geti kennt forritun og tölvufræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 20. ágúst nk. — Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaróðuneytið, 23. júlí 1981. RALA . ;I RITARI íjh-. 'iiri' ?<■ t ó; v».i.|i„_J • ;'N| Rannsóknastofnun landbúnaðarins óskar að ráða ritara nú þegar. Góð kunnátta í vélritun og ensku nauðsynleg. Kunnátta í einhverju Norður- landamáli æskileg. Laun skv. launakerfi ríkisins. Patreksfjörður: STEFÁN P. MÆTIR TIL LEIKS Á NÝ — skemmtir ífélags- heimilinu um helgina Patreksfirðingar og þeir sem eru gestkomandi þar þurfa ekki að kviða aðgerðaleysinu um helgina. Hin vinsæla hljómsveit Stefáns P. mætir til leiks í félagsheimilinu, eins og undan- farin ár og kætir skap Vestfirðinga. Hljómsveitin hefur undanfarin sumur skemmt landsmönnum við góðar undirtektir og væntanlega verður sama upp á teningnum nú. Hljómsveit- in á sína aðdáendur á Vestfjörðum þar sem hún hefur komið þar reglulega yfir sumarmánuðina. Dagskrá hljómsveitarinnar verður gömul og ný hressileg lög og allt gert til að hafa kvöldin sem fjörugust. Fyrri dansleikurinn verður á föstudagskvöld Upplyfting skemmtir á Borgarf jarðargleði —einnig verður keppt í hamborgaraáti Það er hljómsveitin Upplyfting sem Við samkomuhúsið eru tjaldstæði fyrir skemmtir þeim er ætla að lyfa sér upp á feröafólk. Borgarfjarðargleðinni um helgina. Auk þess sem fólk skemmtir sér með Hljómsveitin leikur föstudags-, laugar- Upplyftingu verður boðið upp á keppni dags- og sunnudagskvöld i Logalandi. i hamborgaraáti. og sá síðari á laugardagskvöid og er aðgangseyrir 120 krónur. -ELA Stefán P. og hljómsveit hafa veríð fasta- gestir á Patreksfirði um verzlunar- mannahelgar. Sumarpistill af Ströndum: Akureyrarmjólkin súmar hreint ekki — byrjað að béra Ijá í gras um mánaðamótin Sláttur byrjar almennt f Árneshreppi um mánaðamótin júlí/ágúst. Einstaka bændur eru þó búnir að slá lóöir kringum hús sin. Talsvert kal er í túnum. Nokkrir bændur hafa þegar keypt hey. Hér er sannkölluð forsetaveðrátta, hiti hefur komist i 19 stig i blfðunni undanfarna 8 daga. Árneshreppsbúar þurfa ekki að kvarta yfir súrri mjólk líkt og Reykvik- ingar. Og þeir sem ekki eiga beljur fá mjólkurvörur frá Akureyri. Akureyrar- mjólkin reynist sérstaklega vel. Siðasti sopinn úr 10 lítra mjólkurkassanum er jafngóður og sá fyrsti. Það getum við hjónin borið um. Við eigum ekki ísskáp i sumarbústaðnum og eigum hvern mjólkurkassa í 8—10 daga. Ungmennafélagið, slysavarnafélagið og kvenfélagið halda ætíð 3 böll á hverju sumri hérna. Hið fyrsta var haldið fyrir hálfum mánuði, hið næsta er annað kvöld, föstudagskvöld. Þyrlar frá Hólmavik sjá um fjörið. Að venju verður fjölmennt á verzlunarmanna- helgarballinu. Gamlir íbúar Árnes- hrepps flykkjast á heimaslóðir akandi eða fljúgandi. Þeir halda til i barna- skólanum og geta eldað sér þar mat að vild. Fólkið er þegar byrjað að streyma á Strandirnar. Og hér fara menn á böllin til aö skemmta sér. -Regfna Gjögri

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.