Dagblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. JÚLt 1981. I Erlent Erlent Erient Erlent D SOPHIA BROSTI SlNU BREIÐ- ASTA — þegar hinn frœgi Ijósmyndari Karsh tók myndir af henni í París. Sophia Loren er ekki óvön því að láta taka myndir af sér. Þegar hún var ung stúlka tók hún þátt í fegurðarsam- keppnum í Napólí og þá mynduðu ljós- myndararnir hana i bak og fyrir. Síðar varð hún fræg og umsetin af mynda- smiðum. Nú er hun 46 ára og að því er sumir segja feguvri en nokkru sinni fyrr. Og ennþá' hópast ljósmyndarar að henni hvar í heimi sem hún sést. En það er mikill munur á ljósmynd- urum og því lét Sophia Loren sig ekki muna um að sitja fyrir hjá Yousuf Karsh, heimsins frægasfa andlitsljós- myndara er þau hittust fyrir skömmu í París. Það var likt og gömlu dagarnir væru konuiii aftur.Sophia sat þolin- móð fyrir líkt og í fegurðarsamkeppn- unum í Napolí forðum, enda var hún afar ánægð með myndir Karsh. Karsh þessi er Armeni, en flúði snemma til Kanada. Hann eignaðist ódýra kassamyndavél og vélin varð lykill hans að hamingjunni. Bæði myndasmiðurinn og fyrirsætan áttu það því sameiginlegt að vera af fátæku Sophia sprellar. fólki komin. Enda var haft á orði að þau hefðu fullkomlega skilið hvort annað. Myndirnar bera þess líka glöggt vitni. Setti sig á háan hest og var rekin Lífið er ekki alltaf dans á rósum. Því fékk leikkonan kunna, Raquel Welch, að kynnast á dögunum. Hún var þá ný- byrjuð að vinna að nýrri kvikmynd er hún var fyrirvaralaust rekin. Ástæðan var sögð sú að Raquel hefði allan tím- ann spilað sig sem stórstjörnu, nokkui sem kvikmyndafélagið háfði ekki efn á. Þó tók nú fyrst steininn úr er Raque heimtaði að hlutverki hennar í mynd inni yrði breytt. Þá var henni einfald lega sagt að taka pokann sinn oj kveðja. Borgarstjórinn synti með selum og hafmey Karsh fékk einnig að mynda leikkonuna I móðurhlutverkinu. Á innfelldu mvndinni er Yousuf Karsh, Ijósmyndarinn frægi. „Næst held ég kjafti,” sagði borg- arstjórinn ( Baltimore, William Donald Schaefer, um leið og hann hoppaði út í selalaugina í hinu nýja sædýrasafni borgarinnar. Schaefer hét því að sýnda með selunum í laug þeirra ef sædýra- safnið væri ekki fullklárað hinn 4. júlí. Auðvitað var svo ekki er júlídagurinn rann upp og nú er reiknað með að sædýrasafnið verði vígt 8. ágúst. U 300 manns horfðu á borgarstjórar hoppa i vatnið íklæddan sundbol eii og tíðkuðust á þriðja áratug aldarinni með plastönd í hendi. Spretturinn vari í 10 mínútur og með honum syni fjórir selir, sem voru nýkomnir fi Boston, tveir starfsmenn sædýri safnsins og ljóshærð leikkona, sem v< í búningi hafmeyjar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.