Dagblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981. Ása Hauksdóttir lauk nýlega námi ífatahönnun í Kaupmannahöfn: Ein af vinnuteikningum Asu af leðurbuxum og hlússu. Japaninn Takeo Yamashita setti sér sérkennilegt takmark þegar hann lauk námi 1 grafiklist. Hann ákvað að ferðast um heiminn og mála fiska á veggi. Fiska af ýmsum gerðum 1 öllum regnbogans litum. „Ég er nú orðinn 28 ára gamall og reikna með að eiga eftir að ferðast um næstu tólf árin áður en ég lýk ætlunarverki mínu,” sagði Yamas- hita, er blaðamaður DB hitti hann að máli. Þá hafði honum enn ekki tekizt að finna vegg sem hann mátti mála á. Helzt hafði hann 1 huga að fá að skreyta fiskiðjuver eða einhverjar aðrar byggingar tengdar fiskiðnaði. En viti menn: skömmu slðar bauð Emil Hjartarson 1 TM-húsgögnum Japananum afnot af einum vegg á annarri verzlun sinni í Sfðu- múlanum. Emil tók einnig að sér að útvega allt efni til verksins. Takeo Yamashita kom hingað til lands fráGrænlandi. Næsti áfanginn á ferð hans um veröldina verður Egyptaland. Dvöl hans hér verður um tvær vikur. Hann sagði að þvi miður væri það ómögulegt fyrir sig að staldra við lengur vegna dýrtíðar- innar á íslandi. Hann vonaðist þó til þess að geta komizt út á land í eina fjóra daga áður en hann leggur upp til Egyptalands. En hann langar meðal annars til að llta á íslenzku eld- fjöllin. Heimsfiskur Takeo Yamashita nær frá Hawaii eyjum til vesturstrandar Bandaríkja og Kanada — lengri leiðina. Auga fisksins I Tokyo, heimaborg hans. Reykjavík og Narssarssúag á Grænlandi mynda efsta hluta bakuggans. Meðal annarra staða sem Yamashita hefur komið við á eru Kaupmannahöfn, bæir í Finnlandi, Las Palmas á Kanaríeyjum, Aþena i Grikklandi og fleiri. -ÁT- Sérhœföi sig í hönnun á leðurfatnaði „Þessi skóli — Margrethe skole í Kaupmannahöfn — er talinn einn hinn bezti sinnar tegundar í Skandinavíu og menntunin sem nemendur sækja þangað er alþjóðlega viðurkennd,” sagði Ása Hauksdóttir sem lauk prófi í fata- hönnun frá Margrethe skole í vor. Hún stóð sig þar með ágætum og varð þriðja hæst á lokaprófínu með tíu í aðaleinkunn. Hæst er gefið 13. Dúxinn náði ellefu í einkunn. ,,Ég held að hiklaust megi mæla með þeim lærdómi og reynslu sem maður fær þarna,” sagði Ása. Auk hennar voru eintómir Danir í skólanum. Reyndar byrjaði þar ein brezk stúlka og önnur einhvers staðar frá : Afríku en hvorug lauk námi. í hittifyrra lauk þaðan prófi önnur íslenzk stúlka, Ingunn Helgadóttir að nafni. „Margrethe skole hefur verið starfræktur í 44 ára og margir góðir fatahönnuðir hafa útskrifazt þaðan,” sagði Ása. „Þekktastur þeirra er þó án efa Margit Brandt. Hún er komin á toppinn og rekur eigin verzlanir víða um heim. Ása kvaðst aðallega hafa sérhæft sig í leðurfatnaði. Vinnumappa hennar bar þess líka vitni. Þar kenndi ýmissa grasa sem komu leik- manni nýstárlega fyrir sjónir. — En skyldi vera pláss fyrir menntaða fata- hönnuði á vinnumarkaðinum hér á landi. Ása Hauksdóttir var að lokum spurð þeirrar spurningar. „Já, alveg hiklaust,” svaraði hún. „Menntun í fataliönnun býður upp á ýmislegt hér á landi. Ýmist getur maður starfað sjálfstætt eða leitað eftir vinnu hjá einhverjum þeirra fyrirtækja sem framleiða eigin fatnað. Ég ætla að nota það sem eftir er ársins til að hugsa mig um hvað ég ætla að taka mér fyrir hendur,” sagði Ása. ,,Það er tvennt að brjótast um I mér þessa stundina. Annað hvort að opna eigin skóverzlun hér meö eigin leðurfatnað sem aukagetu. Nú, og svo væri einnig gaman að fara til Parísar og mennta sig meira.”-ÁT- IsSlIIUKSSil! ©e MALAR FISKA A VEGGI VÍÐA UM HEIMINN — Sé dregin lína milli viðkomustaðanna mynda þeirrisafisk Takeo Yamashita með myndabók sina. Þar má sjá ýmsar gerðir af fiskum og sumar harla óvenjulegar. Einnig eru þar rnyndir af listamann- inum við verk sin viða um heim. DB-mynd Sigurður Þorri. Þarna sést glögglega hvernig viðkomustaðir Yamashita um viða veröld mynda risafisk. Trjónan byrjar á Hawaii, augað er i Tokyo og sporðurinn vestast i Ameriku. Kort: Björn Björnsson, Þjóðviljinn. Ása Hauksdóttir klædd leðurkjól með belti. Hvort tveggja er gert samkvæmt teikningum hennar. Eftirtektarvert er að á fötunum eru hvorki tölur né hnappar hcldur töskulásar. Japaninn Takeo Yamashita fœst við óvenjulegt verkefni: Flcira , FOLK :x m v- « *■; m > ■ * c: u >■ v:» t:- tc v , 8 g .t % s; * g A. félK * S i ‘ *•- ' ? , SgS f * a § Í> 73.321 ... “r* jr> 'f. *.5s \ ». * S. x- yJ lilil lllp í S-..S., ..T.. « Í5 l< £ & % % mu Sfilig hm Alitaf er landinn að baka útlending- inn. Um daginn voru Japanir að fatta að Islendingar verða nú allra þjóða langlífastir, karlar 73,4 ára og konur 79,3 ára. Þetta þótti þeim súrt í broti því í siðustu könnun voru Japanir sjálfir efstir í báðum flokkum. En hér að ofan stendur þetta sem sagt svart á hvítu, að því er fréttaritari DB í Japan, Baldur Hjaltason, segir okkur. Á eftir íslendingum koma Japanir, Svíar og Norðmenn í kariaflokki en í kvenna- flokki fylgja í kjölfar okkar Japanir, Norðmenn og Svíar. Þessar staðreyndir og forsendur þeirra geta menn svo kynnt sér í greininni. Vegna kvörtunar Ef hringt er í Mjólkursamsöluna í Reykjavík og beðið um einhvern af yfirmönnunum eöa um samband við mjólkurfræðinga, þá spyr stúlkan á símanum: — Er það vegna kvörtunar. Hvort henni er það fyrirlagt af yfir- mönnum eða mjólkurfræðingum eða hvort þetta eru eðlileg viðbrögð byggð á reynslu undanfarinna daga er ekki vitað. Sanitasöl og auglýsingar Yfir tvennu hafa Vestmanneyingar að klaga um framkvæmd íþróttafélags- ins Týs á næstu Þjóðhátíð, sem hefst nú á föstudaginn. Þar verður eingöngu hægt að kaupa öl og gosdrykki frá Sanitas og þykir það mörgum súrt í broti. Sér í lagi þeim sem hafa vanizt á að geta valið úr blandtegundum að eigin vild. Hitt atriðið er að nú í fyrsta skipti er farið að skreyta Herjólfsdal með auglýsingu. Hún er staðsett á litla danspaliinum og er frá ferðaskrifstof- unni Útsýn. fleira , FOLK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.