Dagblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent D Þýðingarmikill sigur Reagans í þinginu: DEMÓKRATAR GENGU í LIÐ MEÐ FORSETA — ogtryggðu þannigframgang umdeilds skattalækkunar- Ronald Reagan. frumvarps hans Reagan Bandaríkjaforseti sagöi i gærkvöldi að Bandaríkin stefndu nú í átt til nýrrar auðsældar eftir að full- trúadeild Bandaríkjaþings hafði sam- þykkt hið umdeilda skattalækkunar- frumvarp hans. Skattalækkunin er mjög þýðingarmikill þáttur 1 efna- hagsstefnu Reagans og það kom mjög á óvart að hún fengi slikt brautargengi í fulltrúadeildinni sem raun varðá. Atkvæðagreiðslan kemur í kjölfar mikillar baráttu Reagans forseta fyrir þvi að fá demókrata, sem eru í meiri- hluta i deildinni, til að styðja frunr1 varpið. Til þess að frumvarpið næöi framaðganga þurfti Reagan að fá at- kvæði 27 demókrata auk atkvæða repúblikana. Hann gerði gott betur en það. Alls greiddu 48 demókratar atkvæði með frumvarpinu og er það talinn mikill persónulegur sigur fyrir forsetann sem hvorki hafði sparað tíma né fyrirhöfn til að vinna þing- menn demókrata á sitt band. Ýmsir leiðtogar demókrata kvörtuðu undan því, eftir að úrslitin voru kunn, að Reagan hefði fengið atkvæði margra demókrata út á að lofa að styðja frumvörp er vörðuðu fylki viðkomandi þingmanna. í öldungadeildinni, þar sem repú- blikanar ráða ríkjum, var aldrei neinn vafi á úrslitum. Þar hlaut frumvarpið 89 atkvæði gegn aðeins 11. I REUTER 8 FIDE SAMÞYKKTI AÐILD PLO Alþjóðaskáksambandið, FIDE, sam- þykkti á fundi sinum i gærkvöldi að veita Frelsissamtökum Palestinu- manna, PLO, aðild að sambandinu til bráðabirgða. 44 fulltrúar greiddu atkvæði meö aðildinni en þrir voru á móti, fulltrúar Svíþjóðar, Skotiands og Danmerkur. Israel, sem mælti gegn bráðabirgða- aðild af tæknilegum ástæðum, og Bandaríkin sátu hjá. Aðild til bráðabirgöa felur það í sér að PLO fær öll réttindi aðildarrikja nema atkvæðisrétt. Fram að þessu hafa aðeins viðurkennd ríki getað fengið aðild að sambandinu. POLSKAR HUSMÆÐUR í MÓTMÆLAGÖNGU — matvælaskorturinn veldur mótmælum um allt landið Búizt er við að þúsundir húsmæðra muni í dag ganga i gegnum miðborg Lodz, næsistærstu borgar Póllands, til að vekja athygli á matvælaskortinum i landinu, sem að undanförnu hefur valdið mótmælum um allt landið. Baráttan gegn tómum verzlunum, hertri kjötskömmtun og fyrirhuguðúm verðhækkunum á matvælum komst á nýtt stig f gær þegar kom til skyndiverkfaila i aö minnsta kosti þremur verksmiðjum f Varsjá. Einstakar deildir innan Einingar, sambands hinna óháðu verkalýðsfélaga í landinu, skýrðu frá vaxandi erfiðleik- um við að halda reiöi fólksins i skefjum Erlendar fréttir vegna matvælaskortsins og útvarpið í Varsjá varaði fólk við því að láta til- Finningamar hlaupa með sig i gönur. Varsjár-útvarpið viðurkenndi að verzlun væri orðin hin mesta kvöl en minnti jafnframt á að mótmæli og verkföll gætu ekki fyllt búðarhillurnar. Pólska þingið mun i dag hefja tveggja daga umræður um efnahagsá- standið I landinu. Jafnframt var fyrir- hugað að leiðtogar Einingar kæmu saman til að ráða ráðum sínum. Skæruliöar réðustá strætisvagn íísraet ísraelska sjónvarpið skýrði frá því í gær að skæruiiðar Palestfnu- araba hefðu skotið á strætisvagn skammt frá Jerúsalem og sært fjóra ísraelsmenn. Þetta er I fyrsta sinn síðan vopnahléð varð í Líbanon fyrir sjö dögum að skæruliðar láta til sin taka (Isra- el. Áöur höfðu ísraelsmenn skýrt frá því að þeir hefðu skotið niður sýrlenzka þotu yftr Lfbanon. Bani-Sadr fékk hæli í Frakklandi írönsk stjómvöld hafa krafizt þess að Bani-Sadr, fyrrum forseti landsins, sem flúði með flugvéi til Frakklands, yrði framseldur til Irans. Frakkar hafa veitt Bani- Sadr hæli með þeim skilyrðum að hann héldi sig frá stjórnmála- starfsemi. Áður hafði hann lýst þeirri von sinni að hann gæti hvatt til andspyrnu gegn stjórn Khomeinis. Skákþing Norðurlanda: Helmers hefur nú tekiö forystuna — Guðmundur teygði sig of langt gegn Raaste og á tapaða biðskák Skák 6. umferðarinnar i úrvals- flokki, sem tefld var í gær, var tví- mælalaust milli Guðmundar Sigur- jónssonar og Finnans Raaste. Staða þeirra tók snemma á sig óijósa mynd og áhorfendur voru ekki á eitt sáttir hvor stæði betur að vigi. Eftir nokkrar vendingar í miðtaflinu var eins og Finninn væri að ná yfirhönd- inni, en þá gaf hann skiptamun fyrir tvö peð, sem að öðru jöfnu hefði aöeins átt að nægja til jafnteflis. Hins vegar var eins og Guðmundur hefði vanmetið fórnina, því hann lét hjá líða að þvinga fram jafntefli og rétt (lok setunnar lék hann illa af sér. Skákin fór i bið, en ef Raaste hittir á rétta biðleikinn getur Guðmundur lagt niður vopnin. Úrslit úr öðrum skákum í úrvals- flokki urðu þessi: Ornstein — Kristiansen 1 /2-1 /2 Höi — Heim 1/2-1/2 Helgi — SchUssler 1 /2-1 /2 Hansen — Helmers 0-1 Margeir—Rantanen ’ 1-0 Ornstein og Kristiansen tefldu Leningrad afbrigðið af hoilenskri vörn og virtist Kristiansen fá þægi- lega stöðu framan af. Eftir óná- kvæmni hans seig Ornstein á, en með nákvæmri vörn tókst Kristiansen að halda sinu. Er skákin átti að fara i bið sömdu kapparnir um jafntefli. Heim þótti heppinn að sleppa lif- andi úr skák sinni við Höi — jafn- tefliskóng mótsins. Hann fékk mun þrengri stöðu og náði með naurrind- um andanum aftur eftir stöðugan þrýsting Danans. Jafntefli Schusslers var að þessu sinni 17 leikir. Helgl hafði hvítt en komst ekkert áleiöis gegn Tarrasch- vörn Svíans. Helgi haföi orö á því eftir skákina aö SchUssler hefði ,,elt hvert einasta peð”. Hansen, Færeyingurinn ungi, ætlar að verða seinheppinn á mótinu. Gegn Helmers átti hann lengi jafn- tefiismöguleika, en arkaði meö kóng sinn beint út i rauðan dauðann, þar sem ekkert blasti við nema mátið. í skákinni kom upp endataflsstaða þar sem hvor um sig hafði hrók og biskup og tvö peö á drottningarvæng, en Helmers hafði þrjú á kóngsvæng, gegn tveimur peðum Færeyingsins. Mislitir biskupar voru á borðinu og staðan keimlik stöðunni úr skák ofanritaðs við Byrne á Reykjavikur- skákmótinu 1980. Hvítur á erfiða vörn fyrir höndum, en ef hann gefst ekki upp þótt i móti blási gæti hann náð skiptum hlut. Margeiri tókst nú ioks aö sýna sitt rétta andlit, eftir slaka byrjun á mótinu. Skák hans við finnska stór- meistarann Rantanen var í jafnvægi lengi framan af. Margeir fórnaði peði og eftir 34. leik hans Hcl var staöan þannig: jjrf jj.jgl''.jij J ■ ..m mI i m Rantanen, sem orðinn var naumur á tima, lék illa af sér: 34. — Ha2? 35. Hxc5 Hxd2 36. Bc4! Kg7 Ef 36. — Hd4 37. d6+ Kg7 38. Hc7 + Kh6 39. Bd5 og vinnur. 37. Hb5 Hd4 38. Hxb7 + Kh6 39. Bfl Rantanen féll á tima. Eftir 39. — g5 40. Hf7 Rg6 41. f3! hefur hvitur góða vinningsmöguleika. 41. — B3 er svarað með 42. Hb7. Biðstaðan i skák Guðmundar (hvítt) og Raaste. abcdefgh Svartur lék biðleik. Eftir 41. — Bd4! virðist öllu lokið. Kvennaflokkur Islensku stúlkurnar stefna hrað- byri á efsta sæti. 15. umferð urðu úr- slit þau að Sigurlaug vann Grahm, Áslaug og Ólöf gerðu jafntefli, en skák Assmundssen við Stewart fór i bið og hefur sú siöarnefnda peði meira i hróksendatafli. Ebba sat yfir. Staðan eftir 5. umferð er þessi: 1.—2. Sigurlaug Friðþjófsdóttir og Áslaug Kristinsdóttir 3 1/2 v. af 4. 3. ÓlöfÞráinsdóttir3 v. af 4. 4. Stewart og Assmundssen 11/2+1 bið. 6.-7. Ebba Valvesdóttir og Grahm 1/2 v. Aörir f lokkar, staðan Úrvalsflokkur: 1. Helmers4 1/2 v. 2. Ornstein4 v. 3. Guðmundur 3 1/2 + bið. 4. —5. Schilssler, Kristiansen 3 1/2 v. Margelr Pétursson að talH vM Rantanen frá Finnlandi. Margeir sýndi nú loks sitt rétta andlit og sigraði finnska stórmeistarann. DB-myndLBj.Bj. 6.—8. Helgi, Höi, Heim 3 v. 9. Raaste2 1/2 + bið. 10. Rantanen 2 1/2 v. 11. Margeir2v. 12. HansenOv. I meistaraflokki er Daninn Karls- son efstur með 4 1/2 v. af 5 mögu- iegum, en íslendingar eru í efstu sætum i opnum flokki. Arnór Björnsson hefur 5 v. af 5, Bjarni Magnússon og Guðmundur Gislason hafa 4 v. og biðskák og Jón Úlfljóts- son hefur 4 v. ásamt fleirum. í kvöld er aðeins teflt i úrvalsflokki á Skákþingi Norðurlanda og hefst taflið kl. 18 i Menntaskólanum við Hamrahlíð. Sovéski stórmeistarinn Aieksei Súetin litur siðan inn um kl. 20 og heldur fyrirlestur um vinnuað- ferðir skákmeistarans.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.