Dagblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. JÚLt 1981. 17 Allt tilbúið fyrir þjóðhátíð í Eyjum: KOMINÚ ÞEIR SEM KOMA VIUA „Eyjamenn eru nú sem óðast að búa sig á þjóðhátiðina. Til dæmis hamfletti ég lundann 1 gær,” sagði Ragnar Sigur- jónsson fréttaritari DB í Vestmanna- eyjum er hann var inntur eftir þvi hvernig undirbúningur stærstu úti- hátíðar verzlunarmannahelgarinnar gengi. Ragnar sagði að þjóðhátíðarskap Bálkðsturinn er kominn á sinn stað á Fjósakletti. Um miðnættíð á föstudag koma nokkrir filefldir Týrarar skeiðandi með Sigga Reim i burðarstól. Siggi sér siðan um að leggja eM að kestínum. Sú athðbi fær sæluhrollinn til að hrislast um bakið á öllum sðnnum Vestmannaeyingum. Þá er þjððhátíðin örugglega komin i fullan gang og verður ekki aftur snúið. Enn voru perurnar ekki komnar i Ijósastæðin né sælgætið og blððrurnar i hlUurnar, er Ragnar Sigurjónsson brá sér f Herj- ólfsdal um siðustu helgi. Verið var að leggja járn á þðk og ganga frá ýmsu ððru. Skreytingar á mannvirkjum i Herjólfsdal voru að þessu sinni I hðndum Sigurfinns Sigurfinnssonar og Magnúsar Magnússonar. Hér málar Sigurfinnur þekkta figúru á aðalsviðið. DB-myndir Ragnar Sigurjónsson. Eyjamanna væri óðum að magnast, — það er að segja þeirra sem ekki eru í slíku skapi allt árið um kring. Búið er 1 - TYR ' ' að gera klárt I Herjólfsdal í öllum helztu atriðum. Veitingatjaldið var drifið upp á mánudagskvöld og mann- virki önnur komin á sinn stað. Feykilegur fjöldi skemmtikrafta kemur fram á þjóðhátíðinni að þessu sinni. Þar verða stjörnur fyrri hátíða, svo sem Brimkló, Guðmundur Guð- jónsson og Sigfús Halldórsson, Ási í Bæ og Erling Ágústsson að ógleymdum kynninum og brekkusöngstjóranum Árna Johnsen. Meðal atriða sem ekki hafa verið áður má nefna hljómsveit- irnar Grýlurnar og Aríu, Presley-eftir- hermuna Jack Elton og fleiri. Þjóðhátíð var fyrst haldin í Vest- mannaeyjum dagana 5.—7. ágúst árið 1874. Þar eð Herjólfur var ekki farinn að ganga um það leyti og slæmt í sjóinn er Eyjamenn hugðust fara á þjóðhátíð á Þingvölium og fagna nýfenginni stjórnarskrá ákváðu þeir að halda sina eigin hátfð. Og enn, 107 árum síðar, er haldin þjóðhátíð í Herjólfsdal í Vest- mannaeyjum. -At Herjólfsdalur verður að vanda Ijósum prýddur þegar fer að skyggja á kvðldin. Hér er einni seriunni komið fyrir. Stíginn er fornfálegur að sjá. Tyrkir hafa ef tíl vill skilið hann eftir hér um árið. Fyrir rumu ári völdum við úr 4 gerðum af gos- drykkjavélum á evrópumarkaði. SODA-MAT varð fyrir valinu. þvi hún reyndist auðveldust I notkun. Ekkert mas með flöskur eða aðra kostnaðarsama aukahluti. þvi okkar reynsla sýndi. að gosið hélst ekki I slikum flöskum. Þu framleiðir gosdrykkinn beint i glasið á svipstundu. s~s,( Mikið úrval af gosdrykkja-kjörnum T) > Eins árs ábyrgó á tækjum. Fyllum jafnóðum á kolsýruhylkin. w^) JJSer soða-mat Meira en 1 árs reynsla á Islandi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.