Dagblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981 I Erlent Erlent Erlent Erlent 61 þúsund Víetnamar hafa flúið til Thailands síðan 1975: Flóttamenn eöa ævintýramenn íleit að betri Iffskjömm? —Thailendingar telja bátafólkið ekki lengur geta f lokkazt undir pólitíska f lóttamenn Thailenzk stjórnvöld hafa komizt að þeirri niðurstöðu að þúsundir Vfetnama, sem þangað koma, verði ekki lengur flokkaðir sen>flóttamenn. Prasong Soonsiri, yfirmaður hins áhrifamikla öryggisráðs Thailands,. segir að mikill meirihluti þeirru Víetnama sem nú komi til Thailands séu „ævintýramenn í peningaleit”. Spurningin er sú hvort Vietnam- arnir yfirgefi land sitt 1 von um betra líf erlendis, i Bandaríkjunum eða öðrum auðugum iðnríkjum Vestur- landa, eða hvort þeir neyðist til að flýja vegna pólitískrar kúgunar og ofsókna. Embættismenn alþjóðlegra flótta- mannastofnana segja að ómögulegt sé að ákvarða hvor ástæðan hafi hér meira að segja. En þeir virðast sam- mála um að Bandaríkin, Ástralía, Frakkland og Kanda, helztu löndin sem taka á móti Víetnömum, hafi ákaflega rikt aðdráttta.af! fyrir Vietnama. Thailand ásamt Hong Kong er helzti viðkomustaður bátafólksins á flótta þeirra frá Víetnam. Þar í landi eru menn nú þeirrar skoðunar að aödráttarafl hinna auðugu iönríkja sé ríkari ástæða fyrir flóttanum heldur en kúgun eða pólitiskar ofsóknir heima fyrir. Soonthorn Sonponsiri, liðsforingi 1 thailenzka hernum, sagði á tveggja daga ráðstefnu alþjóölegra flótta- manna- og hjálparstofnana fyrir skömmu að frá og með 15. ágúst næstkomandi yrði þeim Víetnmöm- um er kæmi tU Thailands ekki leyft að setjast að 1 þriöja landi heldur yrði þeim haldið i sértökum búðum um óákveðinn tima. Þó að flóttamannastraumurinn nú sé engan veginn eins mikill og árið 1979 þegar hann var í hámarki þá segja starfsmenn vestrænna flótta- mannastofnana að að meðaltali haldi um tólf þúsund manns frá Víet- nam á hverjum mánuði og haldi ýmist norður til Hong Kong eða suður til Thailands eða Malasiu eftir þvi hvernig Monsún-vindarnir blása. Fréttamenn Reuters i Suðaustur- Asíu hafa það eftir fólki, sem ný- komið er frá Vfetnam, að bágborið ástand í efnahags- og félagsmálum i Víetnam leiði nú af sér nýja flótta- mannabylgju frá landinu. Bandaríkin hafa sætt gagnrýni þjóða Suðaustur-Asíu með þvi að grafa undan uppbyggingunni í Víetnam vegna ósigurs síns í Vietnam og að örva landflóttann. Bandaríkja- menn hafa neitað þessum ásökunum sem ósanngjörnum og óréttmætum. Marshal Green, fyrrum aðstoöar- utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er í forsvari fyrir bandariska embættis- menn flóttamannanefndar sem verið hafa á ferð um Suðaustur-Asíu að undanförnu. Hann leggur áherzlu á hina mannúðlegu hlið stefnu Banda- rikjanna i flóttamannamálum. ,,Við reynum ekki að laða að okkur eöa draga fólk út úr Indókina kommúnista. Við reynum svo sannarlega ekki aö spilla ástandinu þar. Áhugi okkar beinist að því að finna mannúðlega lausn á þessu alvarlega vandamáli,” sagði hann við fréttamenn i Jakarta. Green kannaðist þó við að ástæðan til fólksflóttans væru 1 mörgum til- fellum fyrst og fremst frelsisþrá og von um betra lif. Hann taldi hinn Götumynd frá Ho Chi Minh borg i Víetnam. Þvi er ná haldið fram af Thailending- um að flóttafólkið frá Vietnam sé „ævintýramenn i peningaleit”. Gðtumynd frá Bangkok, höfuðborg Thailands. Þar f landi virðast menn ná hafa fengið sig fullsadda af bátafólkinu frá Vietnam. DB-mynd Jóhannes Reykdal. nægi þvi ekki að geta talizt pólitiskir flóttamenn. Einn bandarískur sendiráðsmaður, er þurft hefur að hafa mikil afskipti af flóttamönnum, telur starf INS einkennast af óþarfri skriffinnsku og segir stofnunina ekkert annað en „samansafn stjórnmálamanna”. Vestrænir embættismenn flótta- mannastofnana segja aö að meöaltali flytji um 750 Víetnamar á viku til þriðja lands úr um 13 þúsund manna hópi þeirra i Thailandi. Frá 1975, þegar straumur báta- fólksins hófst eftir valdatöku komm- únista í Víetnam, hafa um 48 þúsund þeirra 61 þúsund víetnamskra flótta- manna er komið hafa til Thailands setzt að i þriðja landi, einkum Bandaríkjunum. Afstaða INS er sú að sá sem vilji teljast flóttamaður verði að hafa þolað pólitiska kúgun og að hann yrði ofsóttur ef hann sneri heim. V Bátafólkið hefur oft gengið i gegn- um margvlslega hrakninga á flótt- anum frá Vietnam. Vietnamskir flóttamenn fagna þeirri ákvörðun Bandaríkjastjórnar að veita þehn landvistarleyfi árið 1975. Sfðan hefur flóttamannastraumurinn frá Vfetaam verið nær stöðugur. þáttinn þó sterkari, það er pólitiska kúgun og ofsóknir heima fyrir. Sendinefnd, sem Green er ( for- svari fyrir, er send af Alexander Haig, utanrikisráðherra Bandaríkj- anna, til aö endurskoða stefnu Bandaríkjanna i málum flóttamanna í Asíu. Nefndin hóf könnun sina á síðastliðnu ári eftir að ágreiningur kom upp milli utanríkisráðuneytisins og innflytjendastofnunarinnar (INS) í Bandarikjunum. Frá þvi á siðasta ári hefur INS frestað að afgreiða fjölmargar vega- bréfsbeiðnir vegna þess að stofnunin telur að margir Víetnamanna og einnig Kampútseumenn ýmsir full- Thailenzki flóttamannaforinginn Prasong segir er hann útskýrir af- stöðu Thailands: „Ég tel að fáir þeirra Vietnama sem nú fara úr landi geti ekki þolað rikisstjórn landsins af pólitískum ástæðum. Mikill meiri- hluti þeirra eru venjulegir ævintýra- menn í leit að betri lífskjörum 1 þriðja landi og þá einkum i Bandaríkjun- um. Ættum við samt að kalla þá flótta- menn? Ég er ekki sammála þvi að það sé gert,” segir Prasong og leggur til að endi verði bundinn á flótta- mannastrauminn svo hann verði ekki áfram sem baggi og byrði á öðrum löndum þessa heimshluta.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.