Dagblaðið - 30.07.1981, Page 14

Dagblaðið - 30.07.1981, Page 14
14 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981. (S Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþréttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir i Jöfnunarmark Blikanna kom á elleftu stundu! — Hákon Gunnarsson jafnaði, 3-3, á 88. mínútu eftir að Skagamenn höfðu leitt 3-1 um miðjan síðari hálf leikinn Frá Sigþóri Eiríkssyni, Akranesi, i gær- kvöld: Þegar 65 min. voru liðnar af leik Akurnesinga og Breiðabliks hér á Akranesi var fátl sem bentl til annars en Akurnesingar myndu vinna öruggan sigur. Staðan var þá 3—1 eftir að Guð- björn Tryggvason hafði skorað gull- fallegt mark. Með þessa forystu og vindinn i fangið var eins og heimamenn teldu sig örugga og þeir drógu sig aftur á vellinum og hugðust halda fengnum hlut. Hið netta spil, sem einkennt hafði leik Skagamanna i siðari hálfleiknum, hvarf með öllu og Blikarnir komu æ meira inn i myndina. Á 75. mín. tókst þeim að minnka muninn. Ómar Rafnsson tók þá langt innkast inn í vitateig Skagamanna. Þvaga myndaðist í teignum en Skaga- menn náðu að spyrna frá marki. Ekki var þaö þó nógu vel gert þvi knötturinn hafnaði hjá Sigurjóni Kristjánssyni, sem sendi hann rakleiðis til baka með þrumuskoti í þaknetið, 3—2. Við markið færðist geysilegur fjörkippur i Blikana, sem sóttu nær linnulaust að marki heimamanna leik- tfmann á enda og uppskáru loks jöfnunarmark. Jón Einarsson komst einn í gegn á 77. mín., en Bjami varði vel frá honum með úthlaupi. Á 84. mín. varði Bjarni meistaralega þrumufasta aukaspyrnu Sigurðar Grétarssonar og loks á 88. mín. tókst Blikunum að jafna. Eftir hornspyrnu Sigurðar Grétarssonar tókst Hákoni Gunnarssyni að skalla knöttinn i netið af markteig. Jafntefli var staðreyund i leik þar sem Akurnesingar áttu að tryggja sér sigur. Akranes skorar Það var strekkingsvindur á austara markið á grasvellinum er leikurinn hófst og hann mótaðist mjög af kára. Akurnesingar hófu strax stórsókn und- an vindinum og linntu ekki látum fyrr en knötturinn hafnaði í netinu á 14. mfn. Jón Áskelsson sendi þá upp vinstri kantinn til Árna Sveinssonar, sem stakk sér i gegnum Blikavörnina og lét siðan þrumufleyg riða af. Guðmundur Ásgeirsson varði skot hans meistaralega en hélt ekki knettinum sem sveif áfram í loftinu þar JONAS SKORAÐI4 FYRIR VÍKINGANA —í 4-0 sigri gegn Grundarf irði Jónas Kristófersson var heldur betur á skotskónum, þegar Ólafsvikur- Vikingar sigruðu Grundarfjörð 4—0 I C-riðll 3. deildar I Ólafsvik I gærkvöld. Skoraði öll fjögur mörkln. Það fyrsta gegn sterkri golunnl I f.h., annað i byrjun s.h. og svo fengu Grundfirðing- ar vltaspyrnu. Birgir Gunnarsson varði. Siðan skoraði Jónas enn tvö mörk. Vikingar voru mun sterkari 1 leiknum. Þetta var eini leikur C-riðilsins en í A-riðli voru þrír leikir. Grindavik sigraði Gróttu 3—0 og þar skoraði Ragnar Eðvaldsson 2 mörk og eitt var sjálfsmark. Leikið var í Reykjavík og greinilegt var að Gróttumenn söknuðu Ragnars Arnar Péturssonar í markinu. Ágúst Ingi Jónsson lék með að nýju og átti stórleik. Ármenningar unnu Aftureldingu 2— 0 i fyrrakvöld með mörkum Bringeirs Torfasonar og Jens Jenssonar og lK maiaði Hveragerði 4—0 með mörkum Óskars Guðmundssonar, Harðar Harðarsonar, Ingvars Teits- sonar og Sigvalda. í B-riðlinum sigraði Njarðvík létti 3— 1 og tryggði sér sigur í riðlinum. Leik Viðis og Þórs var frestað. í F- riðlinum sigraöi Höttur Hugin 2—1 og þar fóru vonir Hugin's um sigur í riðlinum endanlega. Leiknir malaði svo Hrafnkel 6—0 í G-riðlinum. -SSv. sem Gunnar Jónsson kom á fullri ferð og skallaði i netið. Skagamenn sóttu á- fram og á 25. mln. átti Sigurður Lárus- spon hörkugott skot rétt framhjá Blikamarkinu en siðan jöfnuðu Blikarnir metin úr skyndiupphlaupi. Sigurður Grétarsson lék þá lagalega upp hægri kantinn og gaf vel fyrir markið. Þar kom Jón Einarsson á fullri ferð og hugðist þruma í netið. Hitti knöttinn hins vegar illa og það kom Bjarna í markinu úr jafnvægi. Knötturinn sveif i fallegum boga i gagnstætt horn við það sem Bjarni henti sér í. Ódýrt mark en fallegur undirbúningur. Skagamenn tóku þráðinn upp þar sem frá var horfið og sóttu áfram stlft og rétt á eftir varð mikill darraðardas i vítateig Blikanna. Sigurður Lárusson náði knettinum og átti þrumuskot, sem Guömundur varði í horn með tilþrifum. Á 39. mín. átti Árni Sveins- son þrumuskot að marki eftir svipað gegnumbrot og í fyrsta markinu en knötturinn skall í öxl Ólafs Björns- sonar og þaðan yfir markið. Á 44. mín- útu fyrri hálfleiksins átti Sigurður Lárusson skalla rétt yfir Blikamarkið. Bezti kaflinn Upphaf síðari hálfleiksins var hins vegar langbezti kafli Akurnesinga í leiknum. Þeir léku of glæsilega saman gegn rokinu og þessi leikur þeirra færði þeim tveggja marka forystu. Sfðari hálfleikurinn var ekki nema 5 min. gamall er Skagamenn náðu forystunni. Eftir innkast Guðjóns Þórðarsonar til Kristjáns Olgeirssonar, lék hann áfram upp að endamörkum og gaf vel fyrir markið. Eftir þvögu við markteiginn sendi Gunnar Jónsson knöttinn 1 netið, 2—1. Þriðja markiö kom síðan á 65. mín. og var einkar glæsilegt. Sigurður Lárusson vann þá knöttinn af Ólafi Björnssyni með góðri tæklingu og renndi á Kristján upp i hægra hornið. Hann gaf fyrir markið þar sem Guðbjörn kom aðvífandi og þrumaði neðst í markhornið framhjá út- hlaupandi markverði. Rétt á eftir átti Kristján hörkuskot í hliðarnetið og mark á þeim tíma hefði drepið Blikana alveg. Það fór hins vegar ekki svo og loka- kaflann sem áður er lýst, tóku Blikarnir við sér og tókst að jafna metin, sem var heldur ósanngjarnt ef tekið er mið af gangi leiksins. Af Akurnesingunum voru beztir þeir Gunnar Jónsson, Kristján Olgeirsson og Árni Sveinsson sem gerðu mikinn usla á köntunum. Þá komst Björn H. Björnsson mjög vel frá leiknum — vaxandi leikmaður. Hjá Blikunum átti Ólafur Björnsson góðan leik og Helgi Bentsson var stór- hættulegur að vanda. Sjö lið eiga meistaravon! Staðan i 1. deildinni eftir leikina i gærkvöld er nú þannig: Akranes-Breiðablik 3—3 KR-Vestmannaeyjar 1- -3 Þór-Fram 1- -2 Víkingur 12 7 3 2 17—10 17 Breiðablik 13 4 8 1 18—13 16 Fram 13 5 6 2 18—15 16 Valur 12 6 3 3 23—11 15 Akranes 13 5 5 3 15—10 15 Vestmeyjar 13 5 3 5 21—17 13 KA 12 4 4 4 12—11 12 Þór 13 1 6 6 11—26 8 FH 12 2 3 7 14—24 7 KR 13 1 5 7 8—19 7 Sigurlás Þorleifsson fagnar hér fyrra marki sfnu 1 leiknum en Stefán Jóhannsson, markvörður KR, er ekki jafnglaðlegur á svip. DB-mynd Bjarnleifur. Vestmannaeyingar unnu KR létt í 1. deild, 3-1: Nú blæs ekki lengur til KR úr vestrinu! KR-ingar virðast alveg heillum horfnir í 1. deild. Enn eitt tap i gærkvöld gegn Vestmanna- eyingum sem sigruðu 3—1 eftir að hafa skorað þrjú mörk 1 fyrri hálfleiknum. Vestmannaeyingar munu hafa betra liðið i leiknum og sigur liðsins sanngjarn. Hefði jafnvel getað orðið stærri. Miklar breytingar á KR-liöinu eins og oftast áður og leikurinn í gær einn sá lakasti sem liðið hefur leikið í sumar. Vestmannaeyingar léku undan sterkri vestangolunni í fyrri hálf- leik. Réðu gangi leiksins að mestu . Skoruðu þrívegis. Fyrst á 13. mín. eftir að Stefán Jóhanns- son hafði varið vel frá Jóhanni Georgssyni, hörkuskot, sem markvörðurinn sló út í teiginn. Þar kom Sigurlás Þorleifsson á fullri ferð og skoraði. Sigurlás var aftur á ferðinni á 35. mín. Lék á Gisla Felix Bjarnason, gæzlumann sinn, út við vítateigs- jaðarinn. Sá að Stefán hafði yfir- gefið markið og vippaði knettinum laglega yfir mark- vörðinn. Tfunda mark Lása í 1. deild og hann er nú markhæstur i 1. deild. Fallegt mark, þar sem Lási sameinaði eldsnögga hugsun og leikni og það er spurning hvort ekki er bjarnargreiði við nýliða eins og Gisla Felix að fá honum það hlutverk að elta slíkan mann. Á 43. mín. skoruðu Vestmanna- eyingar sitt þriðja mark. Sigurlás lék á Gísla Felix og sendi síðan fyrir markið til Viðars Elías- sonar sem skoraði með skoti næstum frá vítateig í mitt markið. Mjög á óvart missti Stefán knöttinn undir sig og inn, 0—3. Eina umtalsverða tækifæri KR i hálfleiknum fékk Börkur Ingvarsson. Spyrnti yfir frá markteigshorninu. Vestangolan var ekki eins hag- stæð KR-ingum i síðari hálf- leiknum. Leikurinn mun daufari, en tvö tækifæri fengu KR-ingar. Á 61. mín. stóð Börkur fyrir miðju marki IBV þegar Stefán örn Sigurðsson gaf fyrir.Skallaði yfir markið og á 76. mín. brást rangstöðutaktík , Vestmannaey- inga. Langt útspark Stefáns og þrir KR-ingar allt í einu fremstir. Sæbjöm Guðmundsson, sem hafði komið inn sem varamaður! — dór Páll markvörð Pálmason til sin áður en hann gaf á Börk sem nikkaði knettinum i autt Frá Guðmundi Svanssyni, Akureyri. Fram sigraði Þór 2—1 í stór- skemmtilegum leik i 1. deild á Akureyri i gærkvöld og var Reykjavíkurliöiö sannarlega heppið að hljóta bæði stigin í leiknum Jafntefii hefði gefið rétt ari mynd af gangi leiksins. Pétur Ormslev skoraði bæði mörk Fram og kom iiði sinu i 2—0 en eftir að Þór minnkaöi muninn i 1—2 á 65. min. var oft mikil spenna við mark Fram. Þór sótti nær stanzlaust siðasta stundar- fjórðunginn en tókst ekki að jafna. Guðmundur Baldursson, markvörður Fram, var hetja liðs sins i leiknum. Bæði lið léku sóknarknatt- spyrnu f fyri hálfleiknum en lítið var um marktækifæri framan af. Fyrsta verulega hættan var við mark Fram á 17. min. eftir horn- spyrnui — að lokum gaf Óskar Gunnarsson á Nóa Björnsson, sem átti þrumuskot á markið. Guðmundur varði glæsilega. Þremur mín. síðar var fyrsta markið skorað. Pétur Ormslev náði knettinum af Erni Guð- mundssyni og komst inn fyrir. markið. Enginn Vestmannaeying- ur nálægt. Lokakaflann voru Eyjamenn stetkari og þá munaði ekki miklu að þeir skoruðu fleiri mörk. Kári Þorleifsson átti hörkuskot framhjá. í heildvar lið Vestmannaeyinga mjög sannfærandi í leiknum. Mótstaðan heldur ekki mikil. Sigurlás snjall að venju og stór- hættulegur. Kári bróðir hans Sendi knöttinn yfir markvörð Þórs, Eirfk Eiríksson, i markhornið fjær. Á 27. mín. fengu Framarar hornspyrnu, er Pétur tók. Þórarinn Jóhannesson skallaði frá til Marteins Geirs- sonar, sem sendi knöttinn aftur inn í vítateig Þórs. Viðar Þorkels- son átti þrumuskot á markið en Eiríkur varði. í lok hálfieiksins varði Guðmundur hinum megin vel frá Guðjónil Þórsarar byrjuðp betur í síðari hálfleik og á 50. mín. varð stór- hætta við mark Fram eftir Ianga markspyrnu Eiriks. Guðjón gaf á Guðmund Skarphéðinsson, sem átti fast skot í þverslá Fram- marksins. Þar slapp Fram og komst svo nokkrum min. síðar í 0—2. Það var á 57. min. Hafþór Sveinjónsson lék upp kantinn og gaf fyrir markið. Pétur skoraði örugglega, og þá virtist Fram stefna í nokkuð öruggan sigur. En J>að var ekki. Á 65. mfn., eftir mikla pressu Þórsara, ætlaði Marteinn að gefa aftur til Guðmundar markvarðar. Spyrnti hins vegar beint til Guðjóns, sem þakkaðigott boð og skoraði. 1 — 2 og mikil spenna meðal 840 mjög efnilegur, Viðar, Valþór Sigþórsson, Þórður Hallgrímsson og Snorri Rútsson sterkir leikmenn. Litið reyndi á Pál markvðrð. í liði KR var Ottó Guömundsson yfirburðamaður en leikmenn liðsins verða að taka sig hcldur betur á ef ekki á illa að fara. Magnús Pétursson dæmdi. -hsim. áhorfenda hvort Akureyrarliðinu tækis að jafna. Síðasta stundar- fjórðunginn var knötturinn nær stanzlaust á vallarhelmingi Fram. Tvivegis munaði litlu að Þór skoraðiæ Guðmundur varði meistaralega frá nafna sinum Skarphéðinssyni á 85. min. og á 87. mín. spyrnti Guðmundur Skarphéðinsson knettinum inn í vítateiginn. Knötturinn small niður nokkru fyrir framan Guðmund markvörð og virtist ætla að hoppa yfir hann í markið. Guðmundi tókst á sfðustu stundu að slá knöttinn yfir þverslána. Lokakaflann virtist vörn Fram mjög óörugg en markvörðurinn bjargaði málunum. Guðmundur Baldursson var vissulega maður leiksins. Þá var Pétur mjög góður í liði Fram, einnig Trausti Haraldsson. Guðmundur Steins- son var bókaður af Þorvarði Björnssyni, góðum dómara leiksins. Magnús Helgason var lang- beztur Þórsara. Guðmundur Skarphéðinsson var góður í sfðari hálfieik og Guðjón og Sigurbjörn Viðarsson áttu góða spretti. -GSV. Framarar heppnir að fá stigin gegn Þór! Ovett nærri heimsmetinu Enskl stórhlauparinn Steve Ovett reyndi að bæta heimsmet sitt i 1500 m hlaupi á móti f Budapest 1 gærkvöld. Var mjög nærri því. Hljóp á 3:31.57 min. en met hans er 3:31.26 min. Annar bezti timi, sem náðst hefur á vegalengdlnni — fyrr I sumar hafa Ovett og landi hans Sebastlan Coe hlaupið á 3:31.95 mln. Bob Brenn, Bretlandi, hélt uppi hraðanum f hlaupinu — 800 m hlaupnir á 1:54.2 mfn. eða aðeins lakar en vera átti, 1:53.0. Ovett tók forustuna þegar rúmlr 300 m voru eftir, ákaft hvattur af 20 þúsund áhorfendum. „Það voru mistök hjá mér að taka ekld forustuna, þegar bjallan hringdi fyrir slðasta hring,” sagði Ovett eftir hlaupið. „Þriðji hringurinn var of hægt hiaupinn. Annars var allt frábært, hlaupabrautin, fólkið og veðrið”. Omar Khallfa, Sudan, varð annar á 3:34.96 mín. Sigraði Johnny Walker, Nýja-Sjálandi, á siðustu metrunum. Walker þriðji á 3:35.20 mín. 1 800 m sigraði Gary Cook, Bretlandi, 1:45.42 mín. Mike Boit, Kenýa, 1:45.89 mín. Mel Lattany, USA, hljóp 100 m á 10.07 sek. Stanley Floyd, USA, 10.10 sek. Wolfgang Scmidt, A-Þýzkalandi, sigraði í kringlukasti, 67.44 m. Bugnar, Tékkóslóvakíu, 65.34 m. FERÐABLAÐ UM VERSLUNARMANNAHELGI Hvernig verðúr veðrio,^_ um versBunarnnanna* | helgina? 1 Hvað gera stjórnar- menn VR um verslunarmannahelgj Ertu góður öku Svona á bikini að vera! Leikir til að stytta bílferðina sem ferðast á verða að ráð á hverjum fingri VALUR 1. DEILD LAUGARDALSVÖLLUR i KVÖLD KL 20" VIKINGUR

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.