Dagblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981. ' 111 Steingrímur Þorsteinsson á Dalvík stoppar upp dýr og f ugla: „Skemmtilegast að fást við tófuna” — hef ur glímt við ótal fuglategundir, seli, refi, minka, hrút og bjarndýr, en erófáanlegur til að stoppa upp hunda ogketti! „Ég hef lengi dundað við að stoppa upp dýr og fugla og býst við að gera meira af því nú eftir að ég hætti kennslunni. Einhverjum kann að finnast það vera litil dýravinátta að stoppa upp. Því er til að svara, að það er hrein væntumþykja á lifver- um! Ég vil varðveita þær sem líkastar því sem þær eru I lifanda lífi.” Við sitjum á tali við Steingrim Þor- Björninn, já. Sjómenn frá Ólafs- firði fundu hann í sjónum skammt frá Grímsey fyrir fáeinum árum. Held að það hafi verið í júnímánuði. Þetta var birna, ung að árum. Mér leizt ekki meira en svo á að leggja I að stoppa upp dýrið, enda aldrei ráðist f neitt þvílíkt. Björninn kostaði mig tveggja mánaða stanzlausa vinnu. Ég fékk vanan slátrara til að hjálpa til einhverju til að eiga sjálfur án árangurs. Útlendingar og aðrir komast í þetta og láta greipar sópa!” Það rifjaðist þó upp fyrir honum að ef til viíl lumaði hann á einhverju, brá sér frá litla stund og kom til baka með sperringslega gæs undir hendinni. Gæsin sú var bara^ekki eins og gæsir eiga að vera (að minnsta kosti á litinn). Hún var ekki gráleit tsbjörninn sem Steingrímur stoppaði upp fyrir Ólafsfirðinga. Björninn er varðveittur f skólahúsnæði á Ólafsfirði. Hann er með upprunalegar tennurnar f kjaftinum. Yfirleitt. er notazt við gervitennur (falskan góm?) f slfkum tilfellum! Mynd: Steingrfmur Þorsteinsson. „Mesta vandamálið er kannski að fá rétt og góð augu f dýrin og fuglana. Bezt augu fæ ég frá Austur-Þýzkaiandi f gegnum Danmörku og Þýzkaland. Þau eru geigvænlega dýr, á þeim er 100% tollur.” heldur einhvern veginn gulbrúnleit, eða mestmegnis enganveginn á litinn. f ljós kom að bæjarstjórinn á Dalvík (Valdimar Bragason) og forseti bæjarstjórnar ( Rafn Arnbjörnsson) höfðu í sameiningu skótið fuglinn í steinsson í stofunni að Vegamótum á Dalvík. Hann hefur fengizt við sitt af hverju um dagana; verið aðalkennari í náttúrufræði, handavinnu og teikn- ingu í Dalvfkurskóla árum saman (settur f starfið 1954, hafði áður fengizt við stundakennslu á Dalvík og Siglufirði), tekið þátt í starfi Leik- félags Dalvíkur bæði sem leikari, leikstjóri og leiktjaldamálari og fært listagyðjunni fórnir með sköpun myndverka. Siðast en ekki sízt er Steingrímur þekktur fyrir að vera. einn fárra manna sem kann þá kúnst að stoppa upp dýr og fugla. Hingað til hefur hann sinnt þvi áhugamáli i tómstundum eingöngu. í vor sagði hann upp störfum við Dalvíkurskól- ann og hyggst verja meiri tíma í kjall- aranum við uppstoppunina. Tófan skemmtilegust við að eiga „Móðir min heitin tók hami af fuglum og sýndi mér hvernig hún fór að. Það var upphafið. Ég fór að prófa sjálfur og þetta þróaðist hægt og hægt. Sumt lærðist af lestri erlendra bók. Uppstoppunin er geysilega timafrek. Hvert verkefni krefst þess tfma sem til þarf. Ekki er' hægt að henda frá sér hálfkláruðu verki. Yfírleitt teikna ég dýrin eða fuglana eins og ég vil hafa þá, geri jafnvel stundum módel úr leir eða plasti. Tófan er einna skemmtilegust við að eiga. Hún er svo einkennileg til augnanna og hreyfingin býður upp á marga möguleika í uppsetningu. Verst er að fást við tófuna f upphafi verks, á meðan verið er að ná af henni skinninu. Lyktin er svo fjári vond! Annars eru það mest fuglar sem ég stoppa upp að tölunni til. Mest vinna er f dýrunum, til dæmis í ref og mink.” Ólafsfjarðarbangsinn hólt tönnunum Við spurðum Steingrím hvort hann gæti ekki talið snöggvast upp þær tegundir sem hann hefur stoppað upp. Hann svaraði með þvf að leggja á borðið bunka af ljósmyndum. Þar mátti sjá arfhreinan hvítan hrút, seli og bjarndýr. Allt uppstoppuð dýr. við fláninguna. Dýrið varð að flá líkt og sel. Hárin stóðu inn í spiklagið. Það þótti mér furðulegt! En þetta tókst. Meira að segja heppnaðist að láta dýrið halda sínum eigin tönnum. Slíkt er yfirleitt ekki gert.” — Hvað með hunda og ketti? , „Aldrei teknir, hreinar Ifnur!” Steingrfmur var fljótur til svars. „Maður kjassar hunda og ketti, heita og mjúka. Svo koma dýrin úr uppstoppun, köld og hörð. Ég kann bara ekki við það! Þeim, sem biðja mig að stoppa upp ketti eða hunda vísa ég gjarnan á Jón vin minn Guð- mundsson frá Gullbringu. Hann kennir í Reykjavík og stoppar upp í aukavinnu. Jón er einn sá albezti í þessu. Alfriðaða fugla tek ég ekki heldur til uppstoppunar, jafnvel þó þeir hafi dáið af slysförum. Ég skal segja þér að fuglar þurfa ekki að vera eins þó þeir séu sömu tegundar. Hrafnar eiga til dæmis ekkert sameiginlegt nema nafnið. Sumir eru gullfallegir og gljáandi. Aðrir eru svartir pokar, engan veginn geðslegir til að stoppa upp og eiga!” — Berst þér mikið sem ekki er hæft til vinnslu af einhverjum orsök- um? „Já já. Sumt hefur legið of lengi 1 frosti og þornar upp. Annað er ekki hreinsað nægilega áður en það er fryst. Bezt er að hreinsa dauð dýr sem bezt af blóði og fitu og koma þeim sem haganlegast i frysti.” Litlausa bœjar- stjórnargœsin Á hillum I stofunni á Vegamótum má sjá sýnishorn af því sem verður til i kjallaranum: Fuglar sem sitja á steinum eða trjágrein. Þeir gætu verið lifandi, svo eðlilegir eru þeir. En engin hreyfing er samt sjáanleg. Liklega eru greyin líflítil þegar betur ér skoðað. Steingrímur segist hafa hreint borð í uppstoppunarherberginu f sumar. Hann ætlar að geyma verkefnin þar til í vetur, þegar dimmir og kólnar. Einhver verkefni tínast þá til ef að likum lætur. Steingrimur segist heldur ekki eiga sjálfur lager af uppstoppuðum dýrum til að sýna gestunum: „Ég hef lengi ætlað að safna Svarfaðarda! haustið 1979. Þeir fara gjarnan með eldi um blómlegar byggðir sveitarinnar, broddarnir á Dalvík, og gæsirnar falla fyrir þeim unnvörpum. „Ég held helzt að í Svarfaðardal sé að koma upp litlaus gæsastofn,” sagði Steingrímur Þorsteinsson. „Þessi fugl er ekki sá eini sem vitað er um og er svona útlits. Ég fer ATLIRÚNAR HALLDÓRSSON „Oft er litið pláss fyrir matvæli I frystikistunni á Vegamótum. Hún er þá full af fuglum eða dýrum sem biða eftir uppstoppun!” Myndir: Sig. Þorri. á hverju vori um sveitina til að fylgjast með fuglalffinu. Áreiðanleg- ar heimildir “eru fyrir því að þar hafi sést stelkur og hrossagaukur, báðir hvltir að lit. í framhjáhlaupi get ég nefnt að engin sveit á meira af stormmáf en Svarfaðardalur.” -ARH. Litlausa gæsin sem bæjarstjórnarforingjarnir Vaidimar og Rafn skutu Steingrímur gæddi hana lifi að nýju. á flugi yfir blómlegum ökrum Svarfaðardals.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.