Dagblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981. Raddir lesenda „ÆTTU NÚ BRETAR AÐ VITA MUNINN Á PÖNKIOG ROKKr Happdrætti ættu að birta vinninga- skrársínareinum þrisvar, f jórum sinnum — það erdýrtað hringja utan af landi 4286-3599 skrifar: Ég er hér með happdrættismiða frá Geðverndarfélagi íslands en þar átti að draga 5. júní. Jafnframt er ég með happdrættismiða frá Félagi heyrnar- lausra. Hjá þeim var dregið 1. júlí. Nú höfum við ekki séð neina vinn- ingaskrá frá þessum happdrættum. Okkur finnst að aðilar sem standa að happdrættum yfirleitt ættu að birta vinningaskrár sfnar í dag- blöðum landsins einum 3—4 sinnum svo ekki þurfi að kosta heilmikla fyrirhöfn að afla sér slíkra upplýs- inga. Flest þessara happdrætta birta símanúmer sem hægt er að hringja í en það er ekki kostnaðarlaust fyrir fólk úti á landi því flest happdrættin eru í Reykjavík. Maður kaupir þessa miða af börn- um sem eru að selja þá en sér sjaldan vinningaskrárnar, því miður. Fram- kvæmdastjóri Samtaka grásleppu- hrognafram- leiðenda kannar sölu- möguleika hrogna umþessar mundir — erstaddurí Bandaríkjunum vegna þess Nói Jónsson skrifar frá Grundar- firði: Vegna lesendabréfs, er nýlega birt- ist í Dagblaðinu um hugsanlega sölu á grásleppuhrognum til Japan, óska ég eftir nánari upplýsingum um það mál. Ég er ekki einn um þetta. Við erum margir hér á Snæfellsnesinu sem eigum hagsmuna að gæta í þessu efni og mig grunar að það sama eigi við grásleppumenn vfða um land. Svar: DB leitaði til Samtaka grásleppu- hrognaframleiðenda og spurði frétta af sölu grásleppuhrogna. Þar varð fyrir svörum Björn Guðjónsson, stjórnarformaður samtakanna. Björn sagði að Guðmundur Lýðs- son, framkvæmdastjóri Samtaka grásleppuframleiðenda, væri staddur i Chicago i Bandarikjunum um þess- ar mundir til þess að kanna mark- aðsmöguleika. Þar stæði nú yfir stór matvælavörusýning. Guðmundur mun koma heim um miðjan þennan mánuð svo nánari fregnir af samningaathugunum þess- um verða ekki væntanlegar fyrr en upp úr því. -FG Komiö og / / , /) leitið nánarí J/ • lin m AAntn L P ingölfsstræti 12 upplýsinga wiolilvvljjuvl vu.j'. símar 12800 -14878 „Ætli þaö sé ekki bezt að skilgreina tóniist þeirra svona: Rokktónlist med pönk- legu ivafi” skrifar Garri um Fræbbblanna. DB-mynd: Atli Rúnar. —brezkapopp- blaðið ZigSag kallar Fræbbblana pönkara Garri skrifar frá Noregi: Fyrir stuttu birtist smáviðtal við Valgarð Guðjónsson, söngvara Fræbbblanna, þar sem hann mótmælti harðlega að hljómsveitin væri ný- bylgjuband. Hann sagði að þeir væru rokkband og spiluðu eingöngu rokk. Þar finnst mér Valgarður tala þvert ofan í það sem hann hefur áður sagt. Hann og félagar hans hafa margsagt að þeir séu pönkarar og spili pönk- tónlist. Og þegar plata þeirra, „Viltu nammi, væna?”, var tekin til um- fjöllunar I hinu virta poppblaði Breta, Zig Zag, þá vildu Bretar kalla tónlist Fræbbblanna Islenzkt pönk. Ættu nú Bretar að vita muninn á pönki og rokki. sfðan hef ég alltaf haldið upp á Fræbbblana, því að mér hefur fundizt þeir vera einu pönkar- arnir sem við eigum I þessum bransa. Ef þeir endilega vilja kalla sig rokk- band þá er það auðvitað þeirra mál en ég og áreiðanlega margir aðrir lítum áfram á þá sem pönkara. Ætli það sé þá ekki bezt að skil- greina tónlist þeirra svona: Rokktón- list með pönklegu fvafi. A tíantic- vatnabátar SÉRSTAKLEGA HAGSTÆTT VERÐ Atlantic-vatnabðtarnir eru framleiddir samkvæmt þýzkum öryggisstaðli, „sicherheitsnorm DIN 7871". Bátarnir eru allir með 4 lofthólfum og öryggisventlum. Snúra er þrædd umhverfis bátana. Atiantic bátarnir eru tilí ýmsum stærðum verð 880 Amasonas verö 1293 Kajak 320 cm, verð 1345 Loftdæla verð 153 Atlantic 30 Atlantic 40 Atlantíc 50 Atlantic 60 240x140 cm, 280x150cm, 310x165 cm, 340x165 cm, verð 1550 verð 1775 Arar veiö 215 Spurning dagsins Á að rífa gömlu húsin f Aðalstræti? ■ Sigurður Svelnbjamarson, sjómaöur: Já, ég held að þau megi ðll fara. Þetta eru bölvaðir hjallar. Ragnar Krfstjánsson, kennari: Þau hús sem hafa sögulegt gildi cr rétt að varðveita. Sigríður Nieben, skrífstofumaður: Mér er alveg nák væmlega sama. Halldór J. Jónsson, safnvörður i Þjóðminjasafni íslands: Nei, ég er á móti þvl að rifa gömlu húsin i bænum. Pálina Jónsdóttir, kennari: Nei, alla vega ekki hús Skúla Magnússonar. Rannveig Löve, kennari: Tilfinninga- lega viðhorfið segjr mér að halda f þaö gamla; hið vitsmunalega segir að það geti orðið dýrt spaug.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.