Dagblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 28
........ ....... * Deilumar um Alþýöublaððð: - „Trúi að deilan leys- ist innan skamms” —segir Vilmundur Gylfason ritstjóri — Málið er i biðstöðu en við á Alþýðublaðinu gerum okkur góðar vonir um að þessi deila leysist innan skamms þannig að Alþýðublaðið komi út að nýju, sagði Vilmundur Gylfason ritstjóri Alþýðublaðsins er DB hafði samband við hann í morgun. Vilmundur sagði að hann sem rit- stjóri Alþýðublaðsins gæti ekki tekið uppsagnarbréfin sem blaðamönnum Alþýðublaðsins bárust í gær alvar- lega. — Svo virðist sem að þessi ákvörðun hefði verið tekin i fljót- ræði, sagði Vilmundur. Eins og greint hefur verið frá í DB settu ritstjóri og blaðamenn Alþýðu- blaðsins það skilyrði fyrir frekari störfum að þeim bærist traustsyfir- lýsing frá framkvæmdastjórn Alþýðu- flokksins. Þessi traustsyfirlýsing hafði ekki borizt er DB ræddi við Vil- mund Gylfason i morgun. Formaður framkvæmdastjórnar Alþýðuflokks- ins, Bjarni P. Magnússon, hefur látið hafa það eftir sér að samkomulagið sem náðist um útgáfu Alþýðublaðs- ins sl. föstudag hafl I raun verið traustsyfirlýsing á ritstjóra og blaða- menn. Hann standi ekki í því að semja við ritstjórnina um það hvort henni sé treystandi á hverjum degi. Um þetta hafði Vilmundur Gylfason það að segja að hann væri góður vinur Bjarna P. Magnússonar og því bæðist hann undan þvl að svara honum í smáatriðum. — Alþýðu- flokkurinn er lýðræðisflokkur, og þar tala menn saman, sagði Vilmund- ur og ítrekaði þá skoðun sína að þetta mál myndi leysast innan skamms. -ESE. segirformadur framkvæmdastjómar Alþýðuflokksins blaðsins þá væru þeir búnir að rifta vinnusamningum sínum og þvf ekki lengur I vinnu hjá blaðinu, a.m.k. ekki á meðan störf lægju niðri. Jón Baldvin Hannibalsson ritstjóri er væntanlegur úr sumarfríi 10. ágúst og á þá að leysa Vilmund Gylfason af hólmi. -ESE. EKKIBJARTSÝNN — Ég get í fljótu bragði ekki séð neina lausn á þessu máli og yfirlýs- ingar Jóns Baldvins Hannibalssonar ritstjóra Alþýðublaðsins gefa heldur ekki tilefni til bjartsýni, sagði Bjarni P. Magnússon formaður fram- kvæmdastjórnar Alþýðuflokksins I samtali við DBI morgun. Bjarni sagði að deilurnar um Alþýðublaðið hefðu nú þegar valdið Alþýðuflokknum miklu tjóni, bæði fjárhagslegu tjóni og eins tjóni sem ekki væri mælt I peningum. Fram- kvæmda stjórn Alþýðuflokksins liti svo á að á meðan blaðamenn Alþýðu- blaðsins störfuðu ekki að útgáfu Aukinn tímaritalestur ísjónvarpsleysinu Tlmaritaútgáfa hefur staðið I miklum blóma I júlimánuði — þeim sjónvarpslausa. 1 stað þess að sitja fyrir framan imbann hefur landinn gripið til lesmálsins. Á laugar- daginn gengur sjónvarpsöld f garð á nýjan leik og I framhaldi af þvf má búast við að upplag hasarblaðanna mjatlist hægar úr hillunum. DB-mynd Gunnar Örn. „ Jákvætt að aðilar skyldu setjast niður og ræða málin,” segjr Hjörleifur iðnaðarráðherra: Fríðsemd og spekt á súrálsf undinum r —engin óvænt tíðindi en nýr fundur boðaður ínóvember „Verulega jákvætt skref er þegar aðilar að allharðri deilu setjast niður og ræða ágreiningsmálin opinskátt og I fullri hreinskilni. Ég held að eng- inn hafi búizt við að á þessum fundi yrði skrifað upp á einhvers konar samkomulag,” sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra I morgun um niðurstöður fundar um súrálsmálið í gær. Ákveðið var að efna til nýs fundar í Reykjavík 4. nóvember næstkomandi. Þá munu liggja fyrir endurskoðaðir reikningar ÍSAL fyrir árið 1980. Margumrætt fyrirtæki, Coopers & Lybrand, vinnur að endurskoðuninni. Ekkert óvænt gerðist á fundi íslenzku viðræðunefndarinnar og Alusuisse/ÍSAL I ráðherrabú- staðnum. Aðilar gaukuðu formlega gögnum hver til hins og skýrðu I rólegheitum afstöðu hvor annars til súrálsdeilunnar. Af íslands hálfu var lögð fram ályktun ríkisstjórnarinnar um súrálsmálið frá 16. júlf. Einnig var kynnt ósk ríkisstjórnarinnar um að álsamningurinn skuli endur- skoðaður I heild. Alusuissemenn lögðu fram við- bótarupplýsingar um lagalega túlkun fyrirtækisins á samningsbundnum skyldum sínum gagnvart ÍSAL. For- maður Islenzku viðræðunefndarinnar telur þær engu breyta um stöðu íslands gagnvart stórfyrirtækinu. -ARH Upphaf súrálsfundar: Hjörleifur iðnaðarráðherra við borðsendann. Vinstra megin sitja m.a. Halldór H. Jónsson stjórnarformaður ÍSAL, Weibel forstjóri Alusuisse og Ragnar Halldórsson forstjóri ÍSAL. DB-mynd Gunnar örn. frjálst, óháð dagblað FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST1981. íslendingurinii íMarokkó: Sektinskal greidd innan attamánaða „Samkvæmt þeim takmörkuðu upp- lýsingum sem við höfum situr allt við hið sama i þessu máli,” sagði Gunnar Snorri Gunnarsson sendiráðsritari I utanríkisráðuneytinu I morgun er hann var spurður að því hvort eitthvað nýtt væri að frétta af íslendingnum Ólafi Bragasyni sem dæmdur var í átta mánaða fangelsi I Marokkó nýverið. Sektin sem Ólafur var dæmdur til að greiða hefur ekki verið greidd enda mun ekki liggja á að greiða hana fyrr en átta mánaða fangelsisvist hans er liðin. Sektin mun nema um 14 þúsund krónum. Þá sagði Gunnar Snorri að utanríkis- ráðuneytinu væri enn ekki kunnugt um hvort sá mánuður sem íslendingur- inn sat í fangelsi I Marokkó áður en dómur var kveðinn upp í máli hans kæmi til frádráttar hinum átta mán- uðunum eða hvort hann yrði að sitja í fangelsiíáttamánuðiíviðbót. . SA Jpi»| aw-s l J mmm Q ö UHI m NIN ;ur í VIKU HVERRI ÍDAG ER SPURNINGIN: í hvaða dálki, á hvaða blaðsíðu er þessi smáauglýsing I blaðinu í dag? Til sölu Cavaler ’74 hjólhýsi, kr. 25 þús., og Skoda ’74, kr. 1500. Einnig til sölu fólksbflakerra. Uppl. I sfma 26973 eftir kl. 19. Hver er auglýsingasfmi Dag- blaðsins? SJÁ NÁNAR Á BAKSÍÐU BLAÐSINS Á FÖSTUDAG Vinningur vikunnar: Tíugíra reiðhjól frá Fálkanum hf. Vmningur I þessuri viku er 10 gira Raleigh reiðhjói fró Fólkan- um, Suðuriandshraut 8 I Reykja- vík. 1 dag er birt ó þessum stað í blaðinu spurning, tengd smóaug- lýsingum blaðsins, og nafh heppins óskrifanda dregið út og birt I smó- auglýsingadólkum ó morgun. Fylgizt vel með, óskrifendur, fyrir ntestu helgi verður einn ykkar glœsilegu reiðhjóli rikari. hressir betur,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.