Dagblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981. Höfum við enga tilfinningu fyrír verðmætum náttúru landsins? safna útlendingar hvers kyns sérkennilegum náttúrufyrirbrigðum svo til óátalið? Náttúruunnandi skrifar: Hafa íslendingar enga tilfinningu fyrir verðmætum náttúru landsins? Þessi fyrirspurn kemur fram af þvi, að sffellt berast milli manna fregnir af útlendingum, sem ferðast um háiendi og fjöll á íslandi og safna, óátalið, að því bezt verður séð, hvers kyns sérkennilegum náttúru- fyrirbrigðum. Ekki sízt dýrmætum steinum, sem náttúran hefur verið að skapa í nokkrar milljónir ára. Þessi verðmæti hafa tvöfalt gildi fyrir fslendinga í nútið og framtfð; fegurðar- og notagiidi. Tækniþróun hefur gert kleift að smiða alls kyns dýrmæta listmuni, úr steinum eins og bergkrystal, zeolítum, jaspisum og mörgum fleiri. Þegar að þvi kemur að islenzkir skartgripasmiðir og lista- menn verða þess umkomnir að nota þessi verðmæti verða kannski túristar farnir með slík , .hráefni” úr landi. Erlendir ferðamenn fá ekki að gramsa 1 gimsteinanámum Afriku og Indiands, er það? í hinum frægu Cheddar-hellum í Wales þar sem dropasteinsmyndanir hafa skapað álfahallir, öllum ævintýralýsingum furðulegri, fá ferðamenn að visu að skoða allt af hjartans lyst — en hafa ekki einu sinni leyfi til að taka ljós- myndir, hvað þá að brjóta,sér mola til minja. ÞAÐ ER OKKAR AÐ GÆTA LANDSINS OG VERÐMÆTA ÞESS — þarf að herða eftirlit með útlendingum? Vegna bréfs um að útlendingar safni hér steinum og öðrum náttúru- gripum, svo til eftirlitslaust, leitaði DB álits Sigurðar Þórarinssonar jarð- fræðings. u Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur telur hvers kyns brottnám náttúru- gripa hafa ágerzt mjög eftir að Smyrili kom til sögunnar. DB-mynd H.V. „Sérstaklega tel ég lítinn vafa á að þetta hafi ágerzt mjög eftir að Smyrill kom til sögunnar,” sagði Sigurður, , ,og þvi er nauðsynlegt að hafðar séu um borð í því skipi til- kynningar um að samkvæmt íslenzkum lögum sé bannað að taka t.d. steina úr landareignum, nema með skriflegu leyfi eigenda.” Teigarhorn við Berufjörð og Helgustaðanáma utan við Eskifjörð eru t.d. verndaðir staðir samkvæmt náttúruverndarlögum og þaðan má því ekkert taka af sliku. Áð Teigar- horni eru ábúendur en því er ekki að fagna hvað nánasta nágrenni Helgu- staðanámu varðar og minnti Sigurður á að það er okkar íslend- inga að gæta landsins og verðmæta þess. -FG í öðrum löndum fá ferðamenn að skoða allt af hjartans lyst en ekki að taka með sér hvað sem þeim þóknast. DB-mynd: Ragnar Th. Hvar eru hinir þjóðlegu, fræðandi þættir? ~s£fiug Siggi flug, 7877-8083, skrifar: Ég hlustaði á drepleiðinlegan þátt Ó.R. sem hét eitthvað á þessa leið: „Hljómlist með ívafi”. Mér fannst þátturinn ganga fyrst og fremst út á það að spyrja fólk (af öllumaldri og kynjum) að því hvort það saknaði þessa (rúmlega) sjón- varpslausa júlímánaðar. Mér fannst þátturinn vera gerður til þess að sýna að það gerði svo sem ekkert til hvort sjónvarpið væri opið í júlímánuði eða ekki og voru ýmsir heiðursmenn látnir segja álit sitt á því. Þar á meðal ein rúmlega eitt hundrað ára heiðurs- kona. Videobandið kom lika við sögu því þeir sem vildu horfa á sjónvarp í júlí keyptu sér bara tæki, videotæki, fyrir einar litlar 19 þúsund nýkr. og þar með var sá vandi leystur. Rikisútvarpið er nú rúmlega 50 ára og flest af þvf, sem það lofaði í upphafi. hefur það svikið. Útvarpið átti að vera til mikils menningarauka fyrir þjóðina, þar átti að kenna erlend tungumál o.s.frv. íslenzkan átti auðvitað að sitja i fyrirrúmi til þess að hin íslenzka menning hyrfi nú ekki i bannsettan Kanann (síðar meir) og að enskan yrði ekki þjóðmál okkar er fram liðu stundir. íslenzkan okkar fær nú algeran lágmarkstima í útvarpinu; það geta allir séð og heyrt sem á útvarpið hlusta. Nú eins og stendur eru engin erlend tungumál kennd í Rfkisútvarpinu. Hvar eru hinir þjóðlegu fræðandi þættir sem útvarpa átti, þjóðlegar söguro.þ.h.? Ég skal segja ykkur hvað við erum að borga fyrir, það eru auglýsingar, því útvarpið er löngu orðin peninga- stofnun (á hausnum). en sem i æ ríkara mæli fyllir dagskrána af aug- lýsingum. Takið t.d. hádegisút- varpið, eitt lag fyrir fréttir er bezt lætur. En það var þetta með videotækin gamla fólksins og þess fólks sem bundið er við innisetur allan guðs- langan daginn. Það hefur áreiðanlega ekki ráð á að fá sér videotæki. Því finnst kannski dagurinn lengi að líða, og svo kvöldið. Er verið að hugsa um það? Nei. Sjónvarpið lofaði líka ýmsu, svo sem kennslu i t.d. landafræði og ótal- mörgu, tungumálum o.s.frv. Allt þetta hefur verið svikið. Sjónvarpið var sett á stofn af tómum rembingi og er að berjast af eintómum rembingi við þetta litla sem það útvarpar. Útvarp og sjónvarp eru nú aðeins fyrir starfsfólkið sjálft. Það þarf að fá orlof í júli, allir i einu (sjónvarp). En það er fólk sem er búið að slfta sér út fyrir þessa sjónvarpsmenn og leggja af mörkum ekki svo lítinn auð í rikisbúið, þessu fólki er gleymt. Fyrir það er hver dagur öðrum lengri og stundum þreytandi. Sjónvarp gæti létt þessu gamla og lasburða fólki stundirnar, það vita þeir sem reynt hafa. Gamla fólkið er lfka Islendingar, og sumir þeir beztu. Mér datt þetta (svona) í hug.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.