Dagblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. ÁGOST 1981. Takmarkalaust hug myndaflug í gos- drykkjastríðinu? írarnir hafa sína trúarbragðastyrj- drykkjaframleiðendur í hjaðninga- öld, við horfum daglega upp á gos- vígum. Það er víst engan veginn sama Uppi á lofti i Karnabæ sátu stýrímenn og sálir vélmennisins og búktöiuðu í gegnum vélmennið með talstöð. Bara að fá iiðið til að drekka meira kók, sama hvernig það er gert! hvort við sullum í okkur kóki, spuri, pepsíi eða hvað þeir nú allir heita drykkirnir. Að vísu hefur gosstríðið ekki ennþá náð blóðugu stigi átakanna á írlandi. Hver veit hvernig þetta endar allt saman ef svo fer fram sem horfir. Alla vega er flestum nóg boðið. Og gos- framleiðendum tókst nieira að segja að æsa sig upp á háa sé og hnakkrífast á opinberum vettvangi út af þjóðhátíð Eyjamanna. Þar einokaði ein verk- smiðjan alla ropvatnssölu og talsmenn hinna urðu saltvondir. Meðfylgjandi myndir voru teknar i sumar í Austurstrætinu og sýna dável út í hvaða vitleysu auglýsingamennska ropvatnsframleiðenda er komin. Vél- menni, merkt kókinu í bak og fyrir, rúllaði um strætið og hvatti menn til kókdrykkju. Viðstöddum börnum þótti mikið til koma enda ekki á hverjum degi sem talandi vélmenni rölta um miðbæ Reykjavíkur. Bak við rúður í glugga Karnabæjar sátu hins vegar sálarkornin í vélmenninu með talstöð og búktöluðu í gegnum furðu- hlutinn skríðandi. Ekki að furða að menn tauti í barm sér: Hvað kemur næst?! -ARH DB-myndir Gunnar örn. VEIÐIVON * —semerheldur óskemmtilegoglítt veiðimannslegiðja Brynjudalsá í Kjós hika menn ekki við að húkka laxinn enda er hann þar með eindæmum tregur. Ég veit um menn. sem fengu þar eitt sinn tíu laxa með húkki. Einu sinni sá ég mann húkka tvo á stuttum tíma. Sá var greinilega ekki að húkka í fyrsta skipti enda státaði hann sig af því að hafa húkkað víða um land. f Korpu hafa menn oft húkkað lax enda sést hann mjög vel ef á annað borð er fiskur í ánni. Á Vestfjörðum var veiðimaður einn útilokaður frá einni ánni eftir að hann hafði sézt húkka. Blanda er samt sú á þar sem menn eru kræfastir. Þar eru menn ekki taldir gildir nema þeir kunni að húkka. Sumir þar fyrir norðan eru útlærðir, ef svo má að orði komast. Já, það er af nógu að taka i þessum efnum. Þetta er vandamál sem við veiðimennirnir einir getum stöðvað. -GB Þótt Vatnsdalur sé allra dala feg- urstur mun Forsæludalur, sem er þar efra, sagður líka vera mjög fallegur og ekki spillir að þar er talið bezta veiðisvæðið f ánni. Þar hafa margir dregið sína stærstu laxa. Ingibjörg Þorkelsdóttir, ráðskona í Flóðvangi — en svo heitir veiðihúsið — sagði okkur í gærmorgun að komnir væru á land 524 laxar og væri sá stærsti 21 pund. Útlendingar eru við veiðar í ánni þessa dagana og veiða á sex stangir. Veiðiveður var ágætt í gærmorgun, milt en þoka. Fyrir þremur árum byggði veiði- félagið lítið hús í landi Másstaða. Hlaut húsið nafnið Steinkot. Þar hafa aðstöðu þeir sem renna fyrir sil- unginn — það er að segja íslending- arnir. Engar veiðitölur höfum við at silungssvæðtnu í ár en þar veiðist oft vel á þessum tíma. Sumir eru líka fisknir og ná sérílax. ÞETTA NÆR ENGRIÁTT Mönnum hefur gengið misjafnlega að verða sér úti um veiðileyfi í Iax- veiðiám okkar I sumar eins og svo oft áður. Sumir hafa reynt dögum saman að fá leyfi í sæmilegri á en án ár- angurs. Þó mun nóg vera til af leyf- um — staðreyndin er hins vegar sú að íslendingar eru ekki velkomnir. Þeir gætu farið að nota maðk og þá er voðinn vís! Laxá í Dölum er ein þeirra áa sem hafa verið nær slaglokaðar fyrir íslendingum. En hvernig skyldi þá vera með útlendingana sem þar eiga rétt? Eftir þvi sem Veiðivon hefur sannfrétt eru þeir uppteknir við eitt- hvað annað en veiðar því þær stangir sem má veiða á hafa litið verið notaðar. Þetta er svo sem ekki f fyrsta skipti sem það gerist með ár. sem útlendingar renna í. Þeir hafa keypt heilar vikur í ám víðs vegar um landið og láta síðan ekki sjá sig. Þetta nær náttúrlega engri átt — á meðan hérlendir veiðimenn bíða í hópum eftir að fá veiðileyfi. Það verður því ekki Pepsi Cola-áin sem verður aflahæst í sumar. Þár eru komnir á land um 85 laxar, sem er hlægilega lítið. - GB Hann er faliegur, isienzki laxinn. Stundum sést hann synda um ámar hel- særður eftir húkk. Á hann það skilið? Nei, alls ekki. DB-mynd: Gunnar Bender. 7 ÓTRÚLEGA MARGIR STUNDA„HÚKKKT Þær eru margar góðar og gjöfular laxveiðiárnar á íslandi. Ein þeirra er Vatnsdalsá sem þykir ein fegursta og skemmtilegasta laxveiðiá landsins. Gallinn er bara sá, að íslendingar, geta lítið veitt í henni á bezta tímanum. Fátt er skemmtilegra en að skreppa dag- eða kvöldstund og renna fyrir siiung. Maður taiar nú ekki um séu þeir vænir. Þvi er þó ekki fyrir að fara sunnaniands. Skemmtunin er ágæt engu að sfður, jafnvel f Hafravatni, þar sem þessi fjöiskylda var aö renna fyrir „sardfnurnar” nýiega. DB-mynd: Gunnar Bender. Það er kunnara en frá þurfi að segja að laxinn er misjafnlega gráðugur að bíta á. Fer það nokkuð eftir stofnum. Stundum geta menn barið árnar heilu dagana án þess að menn. Það er skiljanlegt — það er ekki gaman að vera búinn að borga 2—3000 krónur fyrir veiðileyfi og svo lætur enginn fiskur svo lítið að narta í öngulinn. Þegar svona er freistast sumir til að húkka lax með spæni eða þríkrækju — sumir, en sem betur fer fáir. Það gæti verið þess vegna, sem spúnn er bannaður í mörgum ám. Stundum heppnast þessi óskemmtilega aðferð en stundum ekki og þá syndir fiskur- inn burtu illa særður. Húkkið er nefnilega stundað í mörgum minni ám og reyndar einu stórfljóti. Sagan segir að menn kaupi sér jafnvel sérstök gleraugu til að sjá fiskinn betur. Sumir hafa aflað ágætlega á þennan hátt — fengið kannski 5-10 laxa yfir daginn. Þetta nær auðvitað engri átt. Hægt er að nefna dæmi um ár í öllum landshorn- um þar sem þessi iðja er stunduð. í 524 laxar komnir úr Vatnsdalsánni verða varir þótt vitað sé að krökkt sé af fiski í ánni. Slíkar veiðar eru allt að því heilsuspillandi, því þetta á til að hlaupa 1 skapið á veiðimönnum sem að öllu jöfnu eru mestu rólyndis-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.