Dagblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981 DB á ne vtendamarkaði Dóra Stefánsdóttir meira birtar til gamans en til þess að finna út raunverulega eyðslu á hverjum stað. Frá þeim stöðum sem merktir eru með x-i kom aðeins einn seðill. Athygli vekur að Kópavogur er í þeirra hópi. öðru visi mér áður brá því þaðan er vanur að koma mikill fjöldi seðla. En svona lítur dæmið út: Lægsta meðaltalið var I þetta sinn fr;> Egilsstöðum. Mosfellssveitin hæst Talan frá Mosfellssveit er í þetta sinn hæst. 1296 krónur á mann í mat og hreinlætisvörur. En úr Mosfells- sveitinni barst bara einn seðill þannig að þessi tala er kannski ekki mark- tæk. Hæsta talan frá stað sem sendi fleiri en einn seðil er frá Blönduósi, 877 krónur á mann. Lægsta talan er frá Egilstöðum 410 Egilsstaðir lægstir krónur á mann í mat og hreinlætis- hæðina af þeim stöðum sem sendu Munurinn er eins og sjá má af, vörur. Þaðan kom einnig aöeins einn fleiri en einn seðil, 537 krónur á þessu töluverður. En eins og við seðill. Hveragerði er með lægstu upp- mann í mat og hreinlætisvörur. höfum oft sagt frá eru þessar tölur Akranes 730 Akureyri 615 Blönduós 877 Bolungarvík 864 Borgarnes 581 Egilsstaðir 410 x Eskifjörður 688 Garðabær 706 x Hafnarfjörður 741 Hella 861 Hellissandur 1005 x Hnífsdalur 465 x Húsavík 737 Hveragerði 537 Höfn 554 Keflavík 639 Kópavogur 574, Mosfellssveit 1296x Njarðvík 423 x Ólafsvik 831 x Patreksfjörður 654 Raufarhöfn 557 Reykjavík 725 Sandgerði 442 x Selfoss 689 Seltjarnarnes 618 x Tálknafjörður 793 x Vestmannaeyjar 686 Vogar 607 x Vopnafjörður 763 x Þorlákshöfn 787 x SÁRALÍTILL MUNUR S7ingurin" MILLIFJ0LSKYLDNA Kópavoginn Þó aðeins einn seðill kæmi úr Kópa- vogi var-það nægilegt til að tryggja að vinningur júni-mánaðar fer i Kópa- voginn. Vinningshafinn er Halla Guðmundsdóttir, Melaheiöi 1. Hún fær að velja sér vörur í verzlun Gunnars Ásgeirssonar að upphæð 1700 krónur. Gunnar Ásgeirsson selur mikið af búsáhöldum og treystum við okkur ekki til aö velja eitt fram yfir annað handa vinningshafanum. Þvi fær hún að velja sér hlutinn sjálf. Hún má einnig ef hún kýs heldur nota hann upp í dýrari hlut úr sömu verzlun, t.d. Volvo-bíl. -DS. Talsvert hefurmeðaltaiið i eyðslu lesenda Dagblaösins i mat og hreinlætisvörur hækkað frá þvi í maí. Júnítölurnar bera með sér að mest virðast matarreikningarnir hafa hækkað hjá stærstu fjölskyldunum. Því er munurinn á milli stórra fjölskyldna og lítilla alveg óvenju litill. Eins og fyrr eru það þó stóru fjölskyldurnar sem hagstæðast koma út. Má segja að talan lækki eftir því sem fjölskyldan stækkar. Eina und- antekningin frá þessu er að fjögurra manna fjölskylda er með óhag- stæðari tölu en tveggja manna. Fjöldi seðla sem barst inn í þessum mánuði var óvenju lítill. Við höfum fengið bréf frá nokkrum sem segja að sumarleyfi hafi farið með allt bókhald úr skorðum. t Virðist það alveg hafa farið með bókhald nokkurra fastra „viðskiptavina” sem við höfum ekkert heyrt frá I þetta sinn. Þetta er reyndar vaninn á hverju sumri að fjðldinn dettur verulega niður en síðar þegar sumarleyfum lýkur og ró kemst á fólk fjölgar seðlunum aftur. í heild lltur fjölskyldudæmið svona út f þetta sinn. Aöeins einn seðill barst frá einstaklingi. 1 manns 772 2manna 706 3 manna 694 4manna 740 5 manna 719 6 manna 658 7 manna 636 -DS. FJögurra manna fjölskyldan sker slg að þessu slnni úr og er næsthæst. Aðeins elnstaklingurinn kemst upp fyrirhana. Hitaveitan ergóð en kísill sezt í vask UpplýsingaseöiUi og baðker til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendió okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- | andi i upplýsingamiðlun mcðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar | fjölskvldu af sömu stærð og vðar. Þár að auki eigið þér von um að fá nvtsamt heimilis- tæki. 1 Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks. Kostnaður í júlímánuði 1981 Matur og hreinlætisvörur kr. G.A. skrifar: Hérna fáið þið seðilinn minn fyrir júní. Fjöldi heimilisfólks er svolítið á reiki hjá mér. Við erum 5 manna fjöl- skylda en í sumar er ég með mann- eskju í hálfu fæði. Reyndar eru börnin aðeins á aldrinum 4 mánaða til 3 ára en þau þurfa sitt og ekkiei nú ungbarnafæðið ódýrt eins og oft- sinnis hefur komið fram hjá ykkur. Já, dýrtíðin er ofboðsleg og eins gott að vita í hvað peningarnir fara og halda vel á spöðunum. Ég er mjög ánægð með síðuna ykkar og hve víða þið komið við. Þið megið gjarnan halda áfram að birta uppskriftir að ódýrum og góðum hversdagsmat tii að auka á fjöl- breytnina í matseldinni. Annars er það svo með mitt heimafólk að það er anzi fastheldið á gamlar venjur í mataræði og tekur hverjum nýjum rétti með mikilli tortryggni. En af því að þið vitið nú bókstaf- lega allt sem viðvíkur heimilishaldi þá langar mig að fá góð ráð við einu. Hérna er nýkomin hitaveita sem er ótrúlegur munur frá því að vera með olíukyndingu, bæði í kostnaði og því að hafa alltaf nóg heitt vatn með góðum krafti. En mér finnst setjast húð innan á vaska og baðker og gengur mér erfiðlega að ná henni af með venjulegum hætti. Baðvaskur- inn er til dæmis alveg orðinn mattur. Svar: Við þökkum góð orð í okkar garð. Þvi miður er það svo að við vitum ekki allt um heimilishald. Til dæmis þetta með kísilinn sem við hérna á gamalgrónu hitaveitusvæði könn- umst við. Hvers kyns ræstiefni fást reyndar í búðum sem draga verulega úr þessum leiðinlegu áhrifum. Bezt er að nota aðeins mjög fín efni þvi gróf Raddir neytenda efni rífa upp húðina á postulíninu og þá sezt enn meiri kísill í hana. í fljótu bragði dettur mér í hug efnið Bath Cleanser frá Izal. Það er f túbu og grænt á lit. En vitaskuld eru til mörg fleiri. Bezt er að þvo böð og vaska reglulega upp úr svona efni og þá nær húðin varla að festast að gagni. Leiðbeiningastöð húsmæðra benti okkur auk þess á að nota má klór- blöndu ef þetta dugar ekki og ef bað- kerið er hvítt. Þá er vatn og klór blandað til helminga og klútur vættur • í blöndunni og ráðizt á kísilinn með honum. Ef ekkert af þessu dugar eru síðan menn sem hafa atvinnu af að hreinsa svona lagað. - DS /mnaö kr. Alls kr. MKW ! Þrátt fyrir góðan ásetning fór allt í heimilishaldið | Á.S. skrifa: Þetta er i fyrsta sinn sem ég sendi inn seðil. Ég er kannski ekki alveg _ É marktæk í þessu því þetta er aðeins U. eyðsla mín. Ég bý með vinkonu JT minni og skiptast innkaupin á ýmsa vegu. öll útborguð laun mín i júní fóru i heimilið, þó ég sé að reyna að leggja fyrir til vetrarins. Þá fer ég í skóla en vinn hálfa vinnu með honum. Stærstu liðirnir f „annað” eru húsaleiga, bensin og ein vodkaflaska. Svo vona ég að ég nenni að halda þessu áfram og samvinnan verði góð SVAR: Við bjóðum Á.S. velkomna í hópinn og vonum að hún verði með okkur sem lengst.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.