Dagblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981. i Erlent Erlent Erlent Erlent FORSETAFRÚNNI06 4 BÖRNUM BJARGAÐ Brezkum lækni tókst I gær að frelsa eiginkonu Dawda Jawara og fjögur börn úr klóm uppreisnar- manna 1 Gambíu. Þeim hafði verið haldið sem gfslum ásamt þrjátíu öðrum frá þvi uppreisn vinstri manna var gerð í landinu í síðustu viku. Lafði Thielal N’Diaya forsetafrú sagði fréttamönnum í gærkvöldi að tveir uppreisnarmanna hefðu farið með hana og fjögur börn hennar á sjúkrahús vegna þess að börnin voru komin meðhita. Hún sagði að einn lækna sjúkra- hússins hefði fengið uppreisnarmenn- ina til að leggja vopnin frá sér vegna þess að þau kynnu að valda skelfingu meðal sjúklinganna. Tveir aðrir Evrópumenn hefðu þá gripið upp- reisnarmennina og síðan hefðu her- sveitir Senegalmanna komið á vett- vang og handtekið mennina tvo. Gíslarnir voru teknir i síðustu viku þegar vinstrisinnar reyndu að ræna völdum i landinu er Dawda Jawara forseti var staddur í Bretlandi til að vera viðstaddur brúðkaup Karls prins og lafði Diönu Spencer. Athugið! Á fimmtudögum eru allar deildir opnar til ki. 22 JON LOFTSSON H/F HRINGBRAUT 121 SÍMI 10600 Karl prins og lafði Diana Spencer, prinsessa af Wales, veifa til áhorfenda er þau stiga um borð i konungssnekkjuna Britanniu. Þau eru nú á siglingu um Miðjarðarhaf og hefur fréttamönnum gengið illa að fylgjast með för þeirra og greinir mjög á um hvert ferðinni er heitiö. Sendiherra Frakk- lands heim f rá íran Frakkar tilkynntu i gær að þeir hefðu kallað sendiherra sinn heim frá íran. Áður hafði útvarpið i Teheran skýrt frá þvi að sendiherranum hefði verið vísað úr landi vegna þeirrar ákvörðunar frönsku stjórnarinnar að neita að framselja Bani-Sadr fyrrum íransforsetatil írans. Við bjóðum einstök greiðslukjör, alltniðurí 20% útborgun og ejtirstöðvar lánum við allt að 9 mánuðum Hefnd fyrir morð- in á ÓL f Miinchen? Palestínski skæruliðaforinginn Abu Daoud liggur helsærður á sjúkrahúsi í Varsjá eftir banatilræði sem honum var sýnt þar síðastliðinn laugardag. Pal- estínumenn sögðu að hér væri um að ræða fyrsta banatilræði þessarar teg- undar í löndum Varsjárbandalagsins. Þeir sögðu ísraelsmenn bera ábyrgð á tilræðinu. Talsmaður ísraelsstjórnar í Tel Aviv neitaði hins vegar aðild ísra- elsmanna að málinu. Fréttin um banatilræði Abu Daoud barst svo seint út vegna þess að í fyrstu var ekki ljóst hver hann væri. ísraelsmenn hafa sakað Abu Daoud um að hafa átt hlut að morðunum á ellefu israelskum íþróttamönnum á ólympíuleikunum í Munchen áriö 1972. Daoud mun hafa verið nýkominn til Varsjár er skotið var á hann á gistihúsi þar í borg. Tilræðismaðurinn, sem sagður var á aldrinum 20—22 ára, komst undan í bíl sem beið hans fyrir utan hótelið. írskirskæru- liðar sprengja írskir skæruliðar sprengdu sprengjur í sex borgum á Norður-írlandi á einni klukkustund i gærkvöldi. Sjö manns særðust í sprengingunum og mikið tjón varð, að þvi er opinberir aðiiar sögðu. Matvörur — fatnaður Flestir þekkja okkar lága verð á matvörum og ná bjóðum við einnig ýmsar gerðir fatnaðar á sérstöku markaðsverði. 1 sumar verður lokað á laugardögum. Á föstu- dögum er opið til kl. 22 I matvörumarkaði, rafdeild og fatadeild, — Allar aðrar deildir opnar til kl. 19. Nú þatf ekki að moka snjóskaflana frá til að komast inn. HURÐIRNAR 0PNAST BEINTUPP (Sveiflast ekki út) LAUFLÉTT 0PNUN í allt upp að 12 vindstigum Einangraðar bílskúrshurðir úr valinni juru VERKSTÆÐISHURÐIR 0G SKEMMUHURÐIR ÚR STÁLI FYRIRLIGGJANDI: Stærð: breidd 2,70 m, hæð 2£0 m. Complett með hurðarjárnum og læsingum kr. 3500,00 Drifbúnaður með og án fjarstýr- ingar fyrir allar gerðir hurða. Verð frá kr. 2675,00 Komið og skoðið uppsetta hurð hjá okkur. Afgreiðslufrestur 6—8 vikur. Dæmi um verð: Óeinangraðar 12.900 Stærð: breidd 5 m, hæð 4,30 m. Einangraðar 20.300 t( (Miflafl vifl gengi í júní) Verð complett með járnum, læsingum og þéttiköntum SÉRFRÆÐINGAR I HURÐABUNAÐI ASTRA Síðumúla 32 - Simi 86544. Anwar Sadat. Sadatvill aðild PL0 —að friðarumræðum íMiðausturlöndum Anwar Sadat Egyptalandsforseti hvatti Ronald Reagan í gær til að viðurkenna Frelsissamtök Palestínuar- aba, PLO, sem aðila að nýjum tilraun- um til að koma á varanlegum friði i Miðausturlöndum. Reagan mun ekki hafa svarað tillög- unni þegar í stað. Alexander Haig utan- rfkisráðherra sagði hins vegar að PLO yrði að viðurkenna tilverurétt ísraels áður en Bandaríkin breyttu afstöðu sinni til PLO. REUTER ÍÖLLU DEILDUM TIL KL. 22 ÍKVÖLD Byggingarvörur — Teppi — Raftæki — Rafljós — Húsgögn

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.