Dagblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981. [[ Erlent Erlent Erfent Erlent International Herald Tribune fjallar um mál Kortsnojs gegn „Gúlaginu”: Ákvöröun Friðríks Ólafssonar kann aö valda straumhvörfum um afstöðuVesturlanda til mannréttindabrota f Sovétríkjunum — í fyrsta sinn sem alþjóðleg íþróttasamtök dirfast að bjóða trúarsetningu Kremlyerja byrginn Viktor Kortsnoj og Friðrik Ólafsson. FIDE hagnýtir sér nú einkunnarorð sin i fyrsta sinn í 57 ár. „Þetta er 1 fyrsta sinn sem alþjóð- leg íþróttasamtðk dirfast að bjóða byrginn þeirri trúarsetningu Kreml- verja að sérhvert vandamál varðandi mannréttindi í Sovétrfkjunum sé al- gjört innanríkismál og afskipti utan- aðkomandi aðila jafngildi óþolandi íhlutun í innanrikismál Sovétríkj- anna.” Þannig segir meðal annars í grein sem birtist í dagblaðinu Inter- national Herald Tribune fyrir Anatólf Karpov heimsmeistari: „Það er andstætt reglunum að taka upp leiki.” skömmu. Greinin er rituð í tilefni af FIDE-þinginu i Atlanta á dögunum og þeirri umfjöllun sem þar átti sér stað varðandi fjölskyldumál Viktors Kortsnoj og einvígi hans við heims- meistarann í skák, Anatólí Karpov. í greininni er farið lofsamlegum orð- um um þá ákvörðun Friðriks Ólafs- sonar forseta FIDE að fresta ein- víginu um einn mánuð í þeim tilgangi að knýja Sovétmenn til að leyfa fjöl- skyldu Kortsnojs að fara úr landi þannig að aðstaða keppenda geti talizt jöfn er þeir setjast að tafl- borðinu. í greininni segir að ákvörðun Frið- riks Ólafssonar beri hugrekki vitni og kunni að verða til eftirbreytni og valda straumhvörfum varðandi af- stöðu manna á Vesturlöndum til mannréttindabrota í Sovétríkjunum. í greininni er saga Kortsnoj- málsins rakin nokkuð og Friðrik Ólafsson er þar kallaður aðalverjand- inn í máli „Gúlagsins” gegn Viktor Kortsnoj. „Frá upphafi hafa einkunnarorð sambandsins (FIDE) verið „gens una sumus” sem merkir „við erum öll sömu ættar”. Einkunnarorðin lögðu til tveir framúrskarandi skákmenn árið 1924 en þeir voru báðir brott- fluttir frá Rússlandi. En það hefur tekið FIDE 57 ár að hafa praktisk not af þessum einkunnarorðum. Það var gert í þágu annars rússnesks flótta- manns, stórmeistara sem hefur ærna ástæðu til að taka einkunnarorðin til sin,” segirfgreininni. Síðar segir greinarhöfundurinn, Leopold Unger: „Kortsnoj mætir nú heimsmeistaranum Anatólí Karpov öðru sinni þegar heimsmeistaratitill- inn er f húfi. En aftur kann áskorand- inn að hafa sálfræðilega lakari að- stöðu, alveg eins og í Baguio á Fil- ippseyjum árið 1978. Kortsnoj kann að neyðast til að halda til Meranó á ítalfu (þar sem einvígið á að fara fram) án „kóngsins og drottningar- innar” eins og hann hefur sjálfur orðað það, þ.e. hann getur þurft að mæta Sovétmeistaranum í keppni um heimsmeistaratitilinn á sama tíma og konu hans og syni er haldið f gíslingu. Þau hafa ekki fengið að fara úr landi frá því hann flúði landið árið 1975. Nú hafa Sovétríkin þó gefið til kynna að Kortsnoj-fjölskyldan fái að fara. Ólafsson, hinn fsienzki forseti skáksambandsins, ætlar sér að sjá til þess að keppnin fari heiðarlega fram. Hafandi í huga að einkunnarorð sambands hans eru ekki aðeins nokkur orð úr útdauðu tungumáli, þá ákvað hann að fresta upphafi ein- vígis þeirra Kortsnojs og Karpov um einn mánúð, frá 19. september til 19. október. Frestunin átti að veita Moskvu aukamánuð til að finna leið til að láta fjölskyldu Kortsnoj lausa án þess að bíða álitshnekki.” Um þessa ákvörðun Friðriks segir i greininni að hún hafi verið „mannúðleg”. Sfðan segir: „Moskva tók ákvörðuninni mjög illa. í stað þess að taka mannúðlega á Kortsnoj- málinu og af yfirvegun lýsti hún yfir heilögu stríði gegn FIDE. Sovézka skáksambandið hefur sakað herra Ólafsson um að brjóta gróflega reglur FIDE. Karpov, sem venjulega heldur sig utan við slfka hluti, ákvað nú að leggja orð f belg. Hann sakaði Korts- noj um að hafa „hafnað fjölskyldu sinni í Sovétríkjunum” og Ölafsson, sem einnig er stórmeistari, sakaði hann um að hafa gleymt þvf að það er andstætt reglunum „að taka upp leiki” . . . Hin fruntalegu viðbrögð Sovétmanna koma ekki á óvart. Þau eru pólitfsk.” Mótmælaaðgerðir verkamanna i Varsjá i gær voru hinar umfangsmestu i Póllandi i fjóra mánuði. ÞÝÐINGARMIKLAR VIÐRÆÐ- UR HJÁ PÓLVERJUM íDAG — Meira en hálf milljón verkamanna í Varsjá fóru í tveggja klukkustunda verkfall í gær Pólsk stjórnvöld og Eining, samband hinna óháðu verkalýðsfélaga í landinu, munu hefja viðræður f Varsjá í dag um margvfsleg ágreiningsefni. Fundurinn kemur f kjölfar verkfalls verkamanna í Varsjá og nágrenni í gær. Þá er talið að meira en hálf milljón verkamanna hafi lagt niður vinnu f tvær klukkustundir. Verkfallið í gær var hið umfangs- mesta 1 Póllandi f meira en fjóra mánuði. Því lauk á sama tfma og bif- reiðastjórar afléttu mótmælaaðgerðum sfnum 1 miðborg Varsjár. Um 200 öku- tæki höfðu stöðvað alla umferð um tvær aðalgötur miðborgarinnar f 50 klukkustundir vegna þess að lögreglan stöðvaði mótmælaför þeirra í átt til höfuðstöðva Kommúnistaflokksins. Eining taldi sig hafa unnið mikinn áróðurssigur með þessum aðgerðum þó um síðir væri látið undan lögreglunni. Talsmenn Einingar sögðu að það væri ekki þess virði að efna til átaka vegna kröfunnar um að fá að mótmæla fyrir utan höfuðstöðvar Kommúnistaflokks- ins. Hins vegar yrði ekkert gefið eftir i þýðingarmeiri málum og miklu varð- aði hverjar lyktir viðræðnanna yrðu í dag. STARFSMENN EL AL BODA „HVÍLD” HJÁ ÖLLUM FLUGFÉLÖGUM á sabbatsdögum vegna þeirrar ákvörðunar Stjórnar Begins að stöðva flug El Al Starfsmenn fsraelska flugfélagsins E1 A1 ákváðu í gær að stöðva allt flug til og frá Israel á laugardögum ef ríkis- stjórnin bannaði flugfélaginu að starfa á sabbatsdegi (hvíldardegi) gyðinga. Starfsmenn úr öllum deildum flug- félagsins komu saman til að ræða það ákvæði í stjórnarsáttmála hinnar nýju rfkisstjórnar Begins og þriggja trúar- legra flokka þar sem Begin féllst á að banna allt flug fsraelska flugfélagsins á sabbatsdögum. Heimildir innan E1 A1 segja að þetta ákvæði muni kosta flugfélagið 45 til 50 milljón dollara á ári og talsmenn starfs- mannafélagsins segja að það muni leiða til uppsagna starfsmanna. Eitan Rosenman formaður félags flugvélvirkja sagði eftir fundinn: „1 ljósi þeirrar stöðu sem komin er upp eftir undirritun stjórnarsáttmálans höfum við ákveðið að á sérhverjum sabbatsdegi eða öðrum gyðinglegum helgidögum sem samkomulagið nær til munum við koma í veg fyrir brottför og lendingu sérhverrar flugvélar sér- hvers flugfélags.” MARGIR FLUGUM- FERÐARSTJÓRAR SNÚA AFTUR TIL VINNU SINNAR —vegna hótana Reagans forseta Reagan forseti hefur gefið flugum- flugumferöarstjóra hefur enn á ný ferðarstjórum nýjan lokafrest til að hafnað kröfum rikisstjórnarinnar. mæta til vinnu fyrir miðjan dag i dag Fimm leiðtogar flugumferðarstjóra ellaverðiþeimvikiðúrstarfi. voru í gær handteknir og læstir bak Stjórnin sagði að f gær hefðu við lás og slá. hundruð flugumferöarstjóra mætt aftur til vinnu eftir að byrjað var að Opinberir starfsmenn í Bandarikj- senda út uppsagnarbréf til þeirra. unum hafa ekki verkfallsrétt og er Roberto Poli formaður samtaka verkfall flugúmferðarstjóra ólöglegt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.