Dagblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981. Framkvœmdastjófi: Svoinn R. EyjóHsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. Aflstoflamtstjórí: Houkur Helgason. Fróttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrífstofustjórí ritstjómar Jóhannes ReykdaL íþróttir: HaBur Simonarson. Menning: Aflalstainn Ingólfsson. Aflstoflarfréttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. % Blaflamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgoir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gunnlaugur Æ Jónsson, inga Hukf Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Stgurflur Sverrísson. Ljósmyndin Bjamloifur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sk.urflur Porrí Sigurðsson og Svoinn Þormóösson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorie'rfsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. HaB- dórsson. Dreifingarstjóri: Valgerflur H. Svoinsdóttir. Ritstjóm: Síflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. AAaisimi blaflsins er 27022 (10 Hnuri. Setning og umbrot Dagbiaflið hf., Siflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Stðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Askriftarverfl á mánufll kr. 80,00. Verfl ílausasfllu kr. BfiO. Luxemborgarar sjái um sig Hið bjartsýna ráðgjafarfyrirtæki, Aviation Consulting, segir, að Flugleið- ir verði að fá sér breiðþotu í Norður- Atlantshafsflugið næsta vor. Þær eru miklu neyzlugrennri en núverandi þotur Flugleiða og fást sérlega ódýrt. Hins vegar getur hvert barn séð, að meira þarf til að gera Flugleiðir samkeppnishæfar í þessu flugi. Nú taka þær á sig 20% krók norður til íslands og eyða þar að auki hinu sífellt dýrara bensíni í aukaflugtak í Kefla- vík. Þar á ofan þurfa Flugleiðir að keppa við flugfélög á borð við Laker, sem nota miklu einfaldara og ódýrara kerfi markaðs og bókana. Og Laker, sem skilar hagn- aði, mun áfram stjórna verðinu á Norður-Atlantshafi. Hið bjartsýna Aviation Consulting segir, að bráðum komi betri tíð með hærri fargjöldum á þessari leið. Þetta er mjög orðum aukið. Fargjöldin kunna að hækka lítillega, en ekki meira en Laker þarf á að halda. Verðfrelsið á Norður-Atlantshafi verður ekki aftur tekið. Meira að segja er verið að breiða það út um heiminn. Til dæmis hafa Laker og öflug brezk flugfar- þegasamtök gert harða hríð að svikum Efnahags- bandalagsins við Rómarsamninginn. Það er óðs manns æði að ímynda sér, að steindauð einokunarstofnun eins og IATA geti hindrað verðstríð í alþjóðlegu flugi og að vel rekin flugfélög eins og Laker muni ekki áfram geta,boðið lág fargjöld án tap- rekstrar. Til viðbótar við óhagstæða bensínnotkun og sam- keppni við betur skipulögð flugfélög hafa Flugleiðir óhagræði af því, að önnur endastöðin er uppi i sveit. Frá Luxemborg er ekki eins auðvelt að komast til annarra staða og frá London. íslenzk stjórnvöld, sem illu heilli neyddu og styrktu Flugleiðir til að halda áfram Luxemborgarflugi, hafa sett tvö skilyrði fyrir nýjum 2,3 milljón króna styrki til Flugleiða. Þau eru millilending hér og sami styrkur frá Luxemborg. Nú hafa stjórnvöld Luxemborgar neitað frekari styrkjum, en bjóða fyrirgreiðslur, sem meta má til 0,7—1,5 milljón króna eftir reikningsaðferðum. Það er þriðjungur eða helmingur þess, sem nauðsynlegt var talið. Hvorki íslandi né Flugleiðum ber skylda til að sjá um flugsamgöngur Luxemborgar eftir verðfrelsið á Norður-Atlantshafi. Okkur skipta mestu máli daglegar samgöngur við Kaupmannahöfn og tíðar samgöngur við London. Til viðbótar þurfum við svo daglegar samgöngur til New York, bæði vetur og sumar. En við megum ekki rugla þeirri þörf saman við Luxemborgarflugið. Það síðara er allt annar handleggur, innanríkismál Luxem- borgar. Ef íslenzka ríkisstjórnin hefur 2,3 milljónir aflögu á ári, er miklu nær að nota þær til að greiða niður flug- farseðla til New York á þeim árstímum, þegar ætla mætti, að umferð yrði ella of lítil fyrir daglegt flug. íslenzka ríkisstjórnin á að tryggja samgöngur íslands og ríkisstjórn Luxemborgar samgöngur Lux- emborgar. Sameiginlega eiga þær ekki að reyna að keppa við Laker á lengri leið, meira bensíni og verri flugrekstri. Luxemborgarævintýrið verður ekki rekið áfram nema í beinu flugi, án króksins hingað, með bensín- sparnaði og bættum rekstri. Og fráleitt er að nota íslenzkt fé til að greiða niður farseðla óviðkomandi manna milli Luxemborgar og New York. Væri ekki ástæða tiI að kíkja betur á „ vídeóið ”? Á Islandi eru nú reknar margar sjónvarpsstöðvar. Hæst ber Ríkisút- varpið sjónvarp (RUV) sem telja verður Islenskt sjónvarp þótt hlutfall erlends efnis sé allt of hátt. Aðrar sjónvarpsstöðvar hérlendis eru hin margumtöluðu videó- eða kapalkerfi þar sem eitt myndsegulband þjónar fjölda manns i gegnum kapal. Hæpið er að telja slíkar stöðvar islenskar þar sem ekkert af þvi sem þar er sýnt er af innlendum toga og enginn skýringar- texti fylgir. Hér er um að ræða nokkurs konar nýtt Keflavíkursjón- varp. Það er þetta ástand sem ég vil gera að umræðuefni hér. Kapalstöflvarnar Hvað einkennir þessar stöðvar og hvers vegna hafa þær sprottið upp eins og gorkúlur á haug? „Blokkarvídeóið” tilheyrir svo- kölluðu home video kerfi og er alls ekki ætlað til útsendinga eins og hér tíðkast. Myndgæði eru töluvert minni en hjá raunverulegum sjón- varpsstöðvum. Myndsnældurnar (kassetturnar) eru með 1/2 tommu bandi sem stenst engan veginn samanburð við myndböndin sem RUV notar. Eins og fyrr segir eru engir skýr- ingartextar með erlenda efninu (trú- lega 100% á ensku) sem sýnt er. Það hlýtur að skerða möguleika margra til að skilja efnið og ekki trúi ég þvi að RUV kæmist upp með slíka út- sendingu. Gjald fyrir blokkarvídeó er þó svipað — og jafnvel hærra en afnotagjald af litasjónvarpi. Sýningartími einkastöðvanna, nema þegar lokun RUV stendur, er vægast sagt óheppilegur fyrir vinn- andi fólk. Yfirleitt er sýnt eftir að RUV hefur hætt slnum sendingum, þ.e. seint á kvöldin. Efnisval er mjög einhæft, aðaliega afþreyingarkvikmyndir og tilbúið barnaefni. Þættir fyrir gamalt fólk, sem þjónustuleysi Sjónvarpsins er oft taliö bitna illa á, fyrirfmnst ekki. Ef dæma má af listum yfir fáan- legar myndsnældur er um að ræða hasar-, hryllings-, stórslysa- og klám- myndir. Einstaka myndir hef ég séð á þessum listum sem telja má þokka- legar. Af þessari samantekt má sjá að hér eru á ferðinni þriðja flokks sjónvarps- stöðvar, sem kosta neytendur álíka mikið og áskrift að fyrsta flokks stöð. Illa fengifl sýningarefni Útvegun sýningarefnisins i kapal- kerfin er sérlega skrautlegur kapituli. Myndsnældurnar eru leigðar, ýmist hjá sérstökum vídeóleigum eða frá aðilum sem reka kerfið gegn fastri greiðslu. En ekki er allt efnið vel fengið eins og eftirfarandi upptalning sýnir. Um er að ræða: — Leigu á myndum sem ekki má nota til leigu. Þær eru seldar til einkanota elngöngu og upphafleg greiðsla til framleiðenda miðuð við það. — Leigu á myndum sem eru ætlaðar til leigu án þess að tilskilin leyfi séu fengin. — Leigu til kapalstöðva á mynd- um sem seldar eru með skilyrðum sem banna fjöldasýningu. —'Leigu á ólöglegum eftirtökum sem eru gerðar eftir öðrum mynd- snældum — með tilheyrandi gæöa- tapi. Slíkar eftirtökur eru síðan leigöar út sem fullgóð vara. — Sýningar á myndum sem teknar eru upp af útsendingum sjónvarps- stöðva erlendis. Slíkt efni er fengið með því að brjóta lög um höfunda- rétt. Það er ástæða til að ætla að yfir- gnæfandi meirihluti þess efnis sem sýnt er í þessum kerfum sé ólöglegt á einn eða annan hátt. Ásókn í afþreyingar- efni Ástæðurnar fyrir ásókninni i „vídeóið” eru margvislegar. Þar kemur til tfska, forvitni, þrýstingur frá börnum og óánægja með íslenska sjónvarpið. RUV er ætlað að þjóna breiðum hóp á einni rás með takmörkuðum sýningartíma. Stór hluti þjóðarinhar virðist hæstánægður með frammi- stöðu sjónvarpsins og fimmtudags- og sumarlokun mælist vel fyrir. En aðrir vilja meira og þá fyrst og fremst léttmeti til afþreyingar. Og þar kpma myndsegulböndin til skjal- anna. En sú þróun sem orðið hefur er komin út i hreinar öfgar þegar fjöldi manna gerir sér þjófnað og lögbrot að tekjulind. Hér er auðvitað ekki átt við þá sem eiga sín myndsegulbönd og afla sér efnis á löglegan hátt — og vel að merkja — hefja ekki útsend- ingar á efni til annarra. Hvafl er til ráða? Augljóst er að það þarf að koma á lögum sem skilgreina hið nýja ástand. Hér vantar eftirlit með einka- stöðvum, gera verður kröfur um gæði, stöðva stuldinn á kvikmyndum og sýningar á ólöglegu efni. Þetta þýðir að lög um einkarétt Ríkisút- varpsins þarfnast endurskoðunar. Ríkisútvarpið sjónvarp verður að r FLUGLEIÐIR: Hvort er bjart yfir „Betlihem”? í kjallaragrein, sem birtist i Dag- blaðinu 27. júlí sl. undir fyrirsögn- inni „Á öruggri Ieið upp úr öldudaln- um”, er einn starfsmanna Flugleiða hf. látinn gera tilraun til þess að hnekkja þeim óhagganlegu stað- reyndum sem færðar voru fram af undirrituðum fyrir nauðsyn á að- skilnaði Atlanlshafsflugsins fró öðrnm rekstri Flugleiða hf. Þessi núverandi starfsmaður, Sveinn Sæmundsson, sem greinina reit, forðaðist þó sem mest hann mátti að fjalla um staðreyndir sem ekki verður fram hjá gengið þegar rætt er um tildrög þess sjúkdóms sem nú hrjáir samsteypumistökin Flug- leiðir hf. Starfsfólk Fiugleiða á t.d. engan þátt í þeirri uppdráttarsýki, sem félagið er undirlagt af, þótt Sveinn Sæmundsson núverandi starfsmaður og forsvarsmenn félagsins hafi hvað eftir annað reynt að draga það inn i þá ömurlegu mynd. Skaðvaldurinn er stjórn félagsins og forstjóri þess, eins og undirritaöur hefur margsinnis bent á. óhagganlegar staðreyndir Grein Sveins Sæmundssonar, nú- verandi starfsmanns Flugleiða, ,,Á öruggri leið upp úr öldudalnum” hefði átt mun meiri rétt til að hafa yfirskriftina„Á hraöri leið niður i Al- mannagjá” því svo hratt stefnir félagið 1 almenningsforsjá , að það er aðeins timaspursmál hvenær ríkis- valdið tekur við öllum skuldbinding- um fyrirtækisins og þar með rekstrin- um sjálfum, ef það þykir þá henta að íslendingar sjái sjálfir um samgöngur i lofti landa 1 milli. Þetta er nú fyrsta staðreynd málsins. Það má enda velta því fyrir sér hvort þetta sé svo mjög fjarstæðukennt þegar iitið er til þess að Flugleiðir hafa nú þegar fært viðsklpta- „spekúlasjónir” sfnar i átt til SAS- samsteypunnar. Tvö atriði benda greinilega í þá átt. Samingar um viöhald á DC-8 þotu Flugleiða hjá viöhaldsdeild SAS i Stokkhóimi um næstu mánaðamót. Ennfremur leiga á DC-8 flugvél frá SAS tii þess að annast áætiunar- ferðir yfir Atlantshafið yfir sumar- mánuðina. — Að iokum, viðræður við SAS um hugsanlega leigu á einni til tveimur B-747 breiðþotum til endurleigu í pílagrimaflug í haust, auðvitað án islenzkra áhafna, ef af verður. Svo náin samvinna hefur ekki verið milli Isiendinga og SAS-manna um langt árabil. Þetta segir sina sögu, og geta þeir. sem fylgzt hafa með flug- málum hér auöveidlega séð fyrir hvaðivændumer. Fleiri eru hinar óhagganlegu stað- reyndir sem núverandi starfsmaður Flugleiða, Sveinn Sæmundsson, lét hjá lfða að minnast á i grein sinni. Hann forðaðist t.d. að minnast á þau ummæli eins ráðherra okkar um Flugleiðir hf. í fjölmiðlum hinn 21. október 1980. „í raun og veru er vandi N-Atlantshafsflugsins smá- munir einir borið saman við vanda- mál félagsins I heild, og sá vandi stendur óbreyttur, þótt N-Atlants- hafsfiugið verði lagt niður”. Það má og halda fram þeirri stað- reynd, sem fram hefur komið hjá mörgum sem giöggt mega þekkja, að Flugleiðlr væru þegar gjaldþrota. ef Amerikuflugslns nyti ekld við þessa sumarmánuðl, þótt annað sé látið i veðri vaka. Samskipti og álit Það verður heldur ekki gengið fram hjá þeirri gagnrýni og tor- tryggni sem Flugleiðir hafa orðið fyrir. Ekki sizt hefur þetta komið fram í Luxemborg. Viðskiptin og hin nánu samskipti Flugleiða við Seaboard & Western vegna viðgerða og viöhalds á DC-8 hafa ávallt verið þyrnir i augum Luxemborgarmanna. Einnig kaup Flugleiða á DC-10 vélinni af Sea- board. I báðum tilfeilum áttu Lúxemborgarmenn talsvert undir þar sem Cargoiux var með viðhalds- þjónustu aimennt. Þeir höfðu sjálfir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.