Dagblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 17
Og fólk fór að segja við mig: Hvað hefur skeð, Bonnie, það er komin svo mikil gleði í augun á þér ? Stúlkurnar sem voru með mér f fangelsinu — ég hafði óttast að þær mundu fordæma mig fyrir þetta en þvert á móti, — þær fóru að koma til mín svo lftið bar á og spyrja mig hvort ég vildi biðja fyrir hinum og þessum sem þeim þótti vænt um. Þær sýndu viðkvæmni og fínar taugar sem mig hafði ekki grunað að þær ættu til. Það var dásamlegt! Kœrastinn minn öskuvondur Loks féll dómur yfir mér. Aðeins fjögur ár! Ég var færð í svokallað „opið fangelsi” og fékk meira að segja starf, að hjálpa til við kennslu í nálægum barnaskóla. Þangað fór ég gangandi yfir tún og engi. Mér fannst sjálfur guð vera í för með mér, það var eins og hann héldi i höndina á mér allan timann. Ég sagði honum frá því hvað ég væri einmana og hann sendi mér lftinn hund sem alltaf beið eftir mér fyrir utan og fylgdi mér fram og aftur. Kærastinn minn sat í öðru fangelsi en þegar ég skrifaði honum að ég hefði sett allt mitt traust á guð varð hann öskuvondur og bréfín hans voru ekkert nema skammir. Ég las þau grátandi úti í móunum og fann að ég varð að segja honum upp, en litli hundurinn sýndi mér vinarhót og reyndi að hugga mig. Lirfan Ijóta verður fag- urt fiðrildi Einn daginn staðnæmdist ég við runna og horfði á lftið fiðrildi sem sveimaði yfir blómunum. Og allt f einu varð ég gagntekin af ást á öllu sköpunarverki guðs. ,,Ó drottinn>” hrópaði ég „áður en fiðrildið verður svona fallegt er það ljót og leið lirfa — er það líka sagan um mig?” Svo bað ég guð að leyfa mér að komast í biblfuskóla. Það var ekki auðsótt því skólastjórinn var orðinn þreyttur á refsiföngum sem þóttust vera orðnir trúaðir til þess eins að hafa meira frjálsræði. En guði er ekkert ómögulegt og skólastjórinn féllst á að taka mig, að vísu af misskilningi, því hann hélt að ég væri um það bil að útskrifast úr fangelsinu. Hið sanna kom ekki í ljós fyrr en seinna, og þá varð heilmikið uppi- stand — en í biblíuskólann komst ég.” Halelúja! Halelújal Bonnie ljómar af gleði þegar hún er komin f þennan kafla sögu sinnar. Upp frá þessu snerist henni allt til góðs og guð sendi henni hvað eina sem hana vanhagaði um. Hún þurfti ekki annað en nefna það og sjá, það var komið! Smáhlutir eins og frí- merki og tannkrem voru á dularfull- an hátt komin f skúffuna hennar, og hún fann doliaraseðla á götunni eða ókunnugir réttu henni þá. „Þannig er lffiö í guði." ?egir hún, alsæl.„Hann er gjafarinn allra góðra hluta.” Fangelsisvist hennar varð allt f allt. aldrei nema 18 mánuðir. Hún bjóst þó ekki við að fá vegabréf strax út úr landinu. En sótti um þegar hún átti kost á að fara til íslands. „Þegar þeir sögðu já, varð ég svo glöð að ég hljóp eftir götunni og æpti halelúja, halelúja,” segir Bonnie sem kom til landsins snemma í maí og hefur síðan unnið fyrir sér hér og þar, í fiskvinnu, málningarvinnu og fleiru. Guö er sjentílmaður Þaö sem nana langar til að gera næstu mánuði er að halda áfram 1 bibliuskóla, helzt f Kaliforníu, og leggja síðan stund á kirkjusögu og menningarsögu ólíkra þjóðfélaga. „Lífiðersvospennandi þegarguð er með í ráðum,” segir hún, stekkur á fætur, sveiflar höndunum, eins og hún sé að fara að dansa, og bæiir við: „Að vera verkfæri hans, penninn sem hann notar til að skrifa ljóð sfn í lífið, yndislegt.” Hún vorkennir mér ögn að vera trúlaus og það liggur við að ég vor- kenni sjálfri mér það líka. Ekki svo fáarányggjur semþað gæti losað mig við. En þá þyrfti ég sjálf að hafa frumkvæði, því eins og Bonnie segir: „Guð er sjentílmaöur. Hann þröngvar sér ekki upp á neinn. ” -IHH. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981. /*- ' Var farin að þurfa 300 dollara á dag fyrir heróíni: Égrændi fjóra banka á tveimur vikum —og hló þegar lögreglan sótti mig, segir Bonnie Godf rey f rá British Columbia „Þrettán ára var ég farin að taka flkniefni og sextán ára flutti ég að heiman og kastaði mér á fullu út f næturlffið. Var ævinlega sú sem var síðust út af barnum, þegar lokað var,” segir Bonnie. „Sautján ára tolldi ég hvergi f vinnu og var farin að seljadóp. Ég var kærð, fékk tvð ár skilorðs- bundið, og sá að ég varð að reyna að taka mig á enda var ég orðin sjúk af amfetamfnáti og öðrum óþverra. Svo ég flutti í litið fiskiþorp á vesturströnd Kanada og lét mig dreyma um að kaupa þar landskika, reisa lftið hús og lifa á því sem ég gæti sjálf ræktað af grænmeti. Mjög rómantfskt.” Bonnie er frá British Columbia, Kanada, og stödd hér á landi sem gestur hjá hreyfingunni ísland fyrir Krist. Eins og Barrie sem DB ræddi við fyrir skemmstu er hún mjðg trúuð en ekki meðlimur í neinum ákveðnum söfnuði, þvf, segir hún: „Kirkja guðs er ekki byggð af höndum. Hún er 1 hjörtum mann- anna.” Bonnie gerist vœndiskona Hún segir að þegar hún kom í litla þorpið á ströndinni hafi hún ætlað að halda sig frá öllum vfmugjöfum og hugsað sem svo að bezta ráðið væri að hafa svo mikið að gera að hún mætti ekki vera að því aö hugsa um neitt annað. Á daginn vann hún á póstinum, að bera út, og á kvöldin afgreiddi hún á vinveitingahúsi. Allt gekk vel f nokkurn tfma. „Einn daginn varð ég óskaplega áhyggjufull því ég hélt að ég hefði týnt ábyrgðarbréfi sem ég átti að afhenda. En svo fann ég það og varð himinsæl. í fögnuði mínum fékk ég mér í glas og þar með var draumurinn búinn. Ég var komin aftur í gamla farið. Um þetta leyti kynntist ég vændis- konu. sem vann sér jafnmikið inn á einni nóttu og ég á hálfum mánuði. Það leið ekki á löngu fyrr en ég var komin til borgarinnar og farin að húkka menn á götunni. Ég forherti mig með því að hugsa sem svo: Þessir karlmenn eru brjóstumkennanlegir, einmana sálir, og ég hætti um leið og ég er búin að safna fyrir jaröarskika og húsi 1 litla þorpinu. Hinar vændiskonurnar litu mig hornauga. Þær voru f herófni og til að vingast við þær fór ég að taka það lfka svo þær héldu ekki að ég væri að þykjast betri en þær. Og brátt þurfti ég þrjújhundruðdollara á dag fyrir sprautum. Ég var farin að stela af viðskiptavinum mínum. Dreymdi um heilbrigt Ifff í fiskiþorpinu Alltaf var ég samt að hugsa um landið sem ég ætlaði að kaupa f litla fiskiþorpinu. Mér hafði þrátt fyrir allt tekist að spara saman fimm þúsund dollara. En meira og minna var ég 1 heróín- vímu og vissi ekki hvað ég gerði. í vitleysu tók ég alla innistæðuna úr bankanum og eyddi henni á fáum dögum. Á eftir fannst mér eins og veröld min væri hrunin til grunna. Hvað eftir annað reyndi ég að hætta við herófnið, komst yfir hryllilegustu fyrstu dagana, en alltaf byrjaði ég aftur. Þá var ég komin í slagtog við tvo náunga sem höfðu náð sér 1 byssu og ákveðið að ræna banka. Við keyrðum að bankabyggingunni en þegar á hólminn var komið misstu þeir kjarkinn og við fórum heim aftur. Næsta morgun leið mér ömurlega. Líkami minn æpti á herófn, ég varð að fá sprautu, en átti enga peninga. Bílstjórinn minn las f bók meðan óg ógnaði gjaldkeranum Ég var alveg að tapa mér. Ég stal byssunni frá félögum mfnum og fékk saklausa stúlku til að keyra mig að bankanum, sagðist eiga erindi þangað. Þetta var mjög auðvelt, ég vatt mér inn, miðaði byssunni að gjaldkera, baö um 25 þúsund dollara og fékk þá umyrðalaust. „Að vera verkfæri guðs, penninn sem hann notar til að skrifa Ijóð sfn i Iffið, það er yndislegt,” sagir Bonnie. En af þvf þetta var svona auðvelt rændi ég þrjá aðra banka á sama hátt næstu tvær vikurnar. Hræðslu fann ég varla fyrir og gerði lítið til að dul- búast. Satt aö segja var ég á síöasta snúningi. í fjórðu ferðinni fékk ég náunga sem ég hafði hitt fyrir tilviljun til að aka mér. Hann grunaði ekkert, las bók í bílnum sinum meðan ég skrapp inn. En fólkið 1 bankanum náði bíl- númerinu okkar og vesalings strákur- inn lenti f endalausum yfírheyrslum og óþægindum útafþessu. Uppgötvaði að óg átti enga vini Þegar lögreglan kom að sækja mig Bonnie fyrir utan Útvegsbankann. En nú hefur hún gefið hjarta sitt Kristi og kærir sig ekki um peninga nema rétt fyrir mat og ððrum nauðsynjum. Hér á landi hefur hún unnið f frystihúsi og við að mála togarann Pál Pálsson f Slippnum. DB-myndir Einar Ólason var ég nýbúin að fá mér sprautu, og sat flissandi eins og flfl. Ég neitaöi öllu en böndin bárust að mér, ég var sett f fangelsi og lögfræðingurinn minn sagði að'ég gæti reiknað með tíu ára dómi. Það var fjörugt f fangelsinu. Við brugguðum úr ávöxtum og mygluðu brauði, þefuðum af lfmi, og ég reyndi að aðlaga mig móralnum. En 1 hjarta mínu var ég hræðilega einmana. Ég komst að þvf lfka að ég átti enga vini — og ég sem hafði haldið að ég ætti svo marga. Aðeins bróðir minn og kærastan hans litu til mfn. Svo var ég sett í einangrun fyrir að reyna að strjúka. Ásamt meðfanga hafði ég reynt að sverfa sundur gluggagrindur með þjöl. Hvernig er eiginlega komiö fyrir mór? Klefinn var gluggalaus og ég fékk ekki að fara út úr honum nema hálf- timaádag. „Guð minn góður, hvernig er eiginlega komið fyrir mér?” spurði égsjálfamig. I fyrsta skipti f langan tima hafði ég tfma til að hugsa. Og þá varð ég svo undrandi á að ég skyldi alltaf hegða mér þveröfugt við það sem ég vildisjálf. Fróður og viðreistur kennari, sem kom til að ræða við fangana, vakti áhuga minn fyrir fjarlægum löndum og mannkynssögunni. Hann var ekki trúaður en talaði um biblfuna sem mjög merkilega bók. Ég baði um að fá hana lánaða, en fannst um leið ég vera hræsnari. Ég hafði oft litið inn á skrifstofu hjá pfnulítilli trúaðri konu. sem var föng- unum til ráðgjafar. En það var ein- ungis til að smakka sælgætiö sem hún ævinlega hafði á borðinu hjá sér Gellybeans). Þar kom að ég fór að spyrja hana ráða. „Þú verður að gera upp við þig hverjum þú ætlar að þjóna, guði eða djöflinum. Það er enginn milli- vegur,” sagði hún, og benti mér á að eina færa leiðin væri að horfast f augu við syndir mínar Qáta að ég hefði farið vill vegar), iðrast og gefa guði hjarta mitt. Fyrirgefðu að óg skuli vera syndari Svo ég kraup niður og sagði við guð: Fyrirgefðu að ég skuli vera syndari. Og þannig öðlaðist ég innri frið. Ég hætti að hafa áhyggjur, ég gat horft út um fangelsisgluggann, á grasið og fuglana og fundið með fögnuði hvað lifið var fagurt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.