Dagblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 8
Trúarbrögð eflast í Kína á nýjan leik: GUNNLAUGUR A. JÚNSSON „Menningarbyltingin hjálpaði mér að verða betri prestur” — Kirkjur víða troðfullar í Kína og stjómvöld láta trúariðkun fólks nú af skipt alausa Rauðu varðliðarnir, sem brenndu niður hina glaesilegu rússnesku orþódox-kirkju í miðborg Harbin i menningarbyltingunni, hafa líklega ímyndað sér að með því hefðu þeir endanlega gert út af við allt trúarlíf í þessariborgí Norðaustur-Kina. Þar sem kirkjan stóð er nú um- ferðargata og ekki sjást nein merki' um kirkjuna. En núna fimmtán árum síðar eru tvær starfandi kirkjur i Harbin og þær eru jafnan fullar af fólki og fimm munkum hefur verið leyft að snúa aftur til búddhamuster- isinsástaðnum. Harbin var eitt sinn þekkt sem „Moskva austursins” vegna hins mik'a riólda rússneskra íbúa þa' En Rússarnir eru nú næstum allir á bak og burt og frá byrjun menningar- byltingarinnar og þar til á næsta ári voru kirkjurnar lokaðar. Núna státar Harbin af tveimur starfandi kirkjum, einni mótmæl- endakirkju og annarri kaþólskri og uppi eru áform um að opna þriðju kirkjuna, fyrir þá sem eru orþódox- ar-trúar. Séra Jacques Guo Shouxin, prestur kaþólsku kirkjunnar, segir að rúss- nesk-orþódox prestur hafi þegar verið skipaður og kirkja safnaðarins verði reist innan skamms. Líklega verða næstum eingöngu Kínverjar í söfnuðinum þar sem ekki eru nema um fjörutíu Rússar eftir í Harbin. Sérá Guo segir að guðsþjón- ustur safnaðarins muni verða fluttar á kirkjulegu slavnesku máli. Skriftaö hjá kaþólskum presti 1 Beijing. Séra Guo, sem er 62 ára gamall, var þjálfaður til starfa af frönskum trúboðum í nágrannahéraðinu Jilin. Kirkja hans, sem áður var rússnesk- orþódox, var opnuð á ný um síðustu jól og hann er einn þriggja presta í Harbin sem syngja messu á hverjum sunnudegi. Um 150 manns voru viðstaddir morgunguðsþjónustu klukkan átta einn sunnudag fyrir skömmu en séra Guo segir að á sérstökum hátíðum séu allt að 700 manns ( kirkjunni. Margt ungt fólk er meðal kirkju- gesta og flest segist það koma frá kaþólskum fjölskyldum. Sumir ráða yfir nýprentuðum sálmabókum sem pantaðar hafa verið frá Shanghai en aðrir syngja upp úr gömlum og snjáðum bókum sem varðveittar hafa verið innan trúaðra fjölskyldna árum og áratugum saman. v___ „Þessi hús eru eign kirkjunnar og við erum staðráðin í að ná þeim aftur,” segir séraGu. Öfugt við það sem á sér stað i kirkjunum tveimur í Harbin þá er litið um það að almenningur komi saman til guðsdýrkunar í búddha- musterinu þar og opinberlega er það raunar ekki opið almenningi enn sem komiðer. En fólki er hleypt inn i musteri „hinnar miklu gleði” eins oe bað heitir (Jile Si) ef það knýr þar dyra. Musterið, sem stofnað var árið 1924, er líklega það búddhamusteri sem síðast var tekið í notkun í Kina að nýju. Það varð fyrir miklum skemmdum á tímum menningarbyltingarinnar og einn munkanna, Ci Fa 68 ára gamall, segir að allar búddhastytturnar f musterinu hafi verið eyðilagðar af rauðu varð- liðunum. Ci Fa mátti þola ýmiss konar niðurlægingu á timum menningar- byltingarinnar. Meðal annars var hann leiddur um götur Harbin af rauðu varðliðunum öðrum til viðvör- unar. En nú telur hann stjórnvöld sýna trúmálum fólks hæfilegt af- skiptaleysi. Eitt sinn var einnig talsvert stórt gyðingasamfélag í Harbin. Þar var einkum um að ræða Rússa og Pól- verja sem flúið höfðu frá Rússlandi undan ofsóknum á keisaratímanum. Sennilega eru ekki neinir gyðingar lengur í Harbin og aðalsamkundu- húsi þeirra i borginni hefur verið breytt í skrifstofu og aðeins Davíðs- stjarnan á glugga hússins vitnar um fyrri notkun þess. (Reuter) Margar kirkjur voru lagðar í rúst á timum menningarbyltingarinnar. Myndin er af mótmæiendakirkju i Nanjing. Hópur íslendinga var viöstaddur guðsþjónustu i mótmælendakirkju á páskadag. Eins og myndin sýnir vel var þar þröngt setinn bekkurinn og margir urðu að standa. DB-mynd: Magnús Karel. prestur.” Séra Gu segist hafa verið prestur i Harbin síðan 1943 en frá 1966 og þar til á síðasta ári var kirkja hans notuð sem lögreglustöð. Auk sunnudagsguðþjónustunnar þá stendur kirkjan fyrir vikulegum fundum kvenna og bibliunámskeiði sem um 200 manns sækja á föstu- dagskvöldum. Séra Gu viðurkennir að mánaðar- laun hans séu um helmingi hærri en mánaðarlaun verkamanns, um 100 yuan á mánuði (57 dollarar). Laun hans eru greidd af leigu húsa sem er í eigu kirkjunnar. Eignir kirkjunnar voru gerðar upp- tækar á tfmum menningarbyltingar- innar en hefur smám saman verið skilað aftur upp á síðkastið. Þó að kaþólsku kirkjuna i Harbin prýði myndir af Maríu mey og krossinum eins og í kaþólskum kirkj- um annars staðar þá tilheyrir hún sambandi kaþólskra kirkna i Kína sem vilja vera óháðar Vatikaninu og viðurkenna ekki kennivald páfans. Þetta kemur meðal annars fram í því að allar kaþólskar guðþjónustur ( Kína eru fluttar á latínu þrátt fyrir nýlega stefnumörkun Vatikansins um að guðþjónustur skuli fluttar á móðurmálinu. Mótmælendakirkjan í Harbin er minni en sú kaþólska en bekkurinn er ekki siður þéttsetinn þar. Séra Gu Shaotang, 69 ára gamall prestur, mótmælendakirkjunnar, segist hafa verið þvingaður til að vinna í verk- smiðju á tímum menningarbyltingar- innar en trú sína hafi hann aldrei misst. „Þessi bitra reynsla styrkti trú mína á Guð,” segir hann. „Menn- ingarbyltingin var góð reynsla fyrir mig og hjálpaði mér til að verða betri DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981. Erlent Erlent Erlent Erlent

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.