Dagblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981. Fá Islendingar olíu f rá Noregi? — iðnaðarráðherrar landanna ræða gagnkvæma samvinnu í iðnaðar- og orkumálum — Það verður ekki hvikað frá þeirri stefnu rikisstjórnarinnar að fslendingar eigi meirihluta í þeim fyrirtækjum eða verksmiðjum sem kunna að verða reistar hér á landi, en það útilokar ekki að samstarf verði haft við önnur lönd í orku- og iðnaðarmálum, sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra m.a. á blaðamannafundi sem boðað var til í tilefni af komu norska iðnaðar- ráðherrans, Finn Kristensen, hingað til lands. Norski ráðherrann er staddur hér- lendis í opinberri heimsókn i boði v__ Hjörleifs Guttormssonar en Hjörleifur var í sams konar heimsókn í Noregi í janúarmánuði sl. og átti þá viðrasður við þáverandi iðnaðar- ráðherra Norðmanna og fleiri fyrir- menn á sviði orku- og iðnaöarmála í Noregi. í viðræðum ráðherranna hérlendis vera komið viða við en höfuðáherzlan lögð á að efla núver- andi samstarf landanna á sviði iðnaðarmála. Kom fram almennur vifji hjá ráðherrunum um að efla þetta samstarf, bæði hvað varðar almennan iðnað, en sérstaklega þó í sambandi við orkufrekan iðnað. Var rætt um gagnkvæm skipti á tæknilegum upplýsingum, rannsóknar- og þróunarstarfsemi, markaðsmál og svo hráefnismál iðnaðar. Á fundinum kom fram að fslenzka iðnaðarráðuneytið hefur beitt sér fyrir viðræðum við norsk iðnaðar- fyrirtæki, þar á meðal Elkem, Norsk Hydro, Saga Petrokjemi og Dyno Industrier, um hugsanlega samvinnu. Einnig sagðist Hjörleifúr hafa átt viðræður við forráðmenn Statoil, norska ríkisolíufélagsins, um möguleika íslendinga á að fá keypta oliu frá Norðmönnum og að sögn II \ Finn Kristensen og Hjörleifur Guttormsson. DB-mynd: Gunnar örn. Hjörleifs var vel tekið í þá hugmynd, þó að ekkert hafl verið bundiö fast- mælum. Hjörleifur ítrekaði þá skoðun sin að íslendingar ættu aö leita fyrir sér um oliukaup frá fleiri en einu og fleiri en tveimur löndum og þvf væri hann þeirrar skoðunar að hefja bæri viðræður við Norðmenn. Norski iðnaðarráðherrann, Finn Kristensen, sagöi að norsk stjórnvöld hefðu mikinn áhuga á auknum tengslum á milli fslands og Noregs á sviði orku- og iðnaðarmála og það væri hans skoðun að erlendri samkeppni yrði bezt mætt með því að Norðurlöndin stæðu saman í þessum málum. Finn Kristensen mun næstu daga skoða ýmis fyrirtæki hérlendis í fylgd með fulltrúum iðnaðarráðuneytisins, en í för með ráðherranum er eigin- kona hans og fulltrúar úr norska iðnaðarráðuney tinu. -ESE. Forhitun á nýmjólk bönnuð og undanþág- ur felldar úr gildi —ný reglugerð verður væntanlega tilbúin í mars „Mjólkursamsölunni hefur verið gert að fara að reglugerð um mjólk og mjólkurvörur og eru þvi allar undanþágur óheimilar. Nýmjólk, undanrennu og rjóma skal samkvæmt því dagstimpla þrjá daga fram í tímann og sýrðar mjólkurvörur sjö daga,” sagði Hrafn V. Friðriksson for- stöðumaður heilbrigðiseftirlits rlkisins í samtali við DB i gær. ,,Þá var ennfremur ákveðið að frá og með deginum á morgun, 7. ágúst, skyldi bönnuð forhitun á nýmjólk sem send er frá Borgarnesi og Selfossi. Sú ráðstöfun ætti að gera mjólkina ferskari og auka gæði hennar. Þá óskaði samstarfsnefndin sem skipuð var efdr því að mjólkursamsalan merkti gerilsneyðingardaginn á vörur sínar. Það ætti að geta gengið fyrir sig án þess að til þurfi að koma reglugerðarbreyt- ing og ég á von á að mjólkurbúin taki þá nýlundu upp sem fyrst,” sagði Hrafn V. Friðriksson. Að sögn Hrafns stóð endurskoðun á reglugerðinni um mjólk og mjólkurvör- ur sem nú er I notkun yfir á árunum 1978 og 1979 og var ríkisvaldinu afhent sú greinargerð i júlí 1979. Land- búnaðarráðuneytið hafði því næst skýrsluna til athugunar í tæpt ár, en sfðastliðið haust óskaði heilbrigðiseftir- litið eftir þvi að fá skýrsluna. í vor at- hugaði heilbrigðiseftírlitið aftur skýrsl- una með hliðsjón af þeim breytingum, sem gerðar höfðu verið á henni í land- búnzðarráðuneytinu og vfðar. í fram- haldi af fenginni reynslu í mjólkurmál- um í sumar og nýjum upplýsingum sem fram hafa komið verður endurskoðun reglugerðarinnar nú flýtt og kvaðst Hrafn V. Friðriksson reikna með að ný reglugerð gæti verið tilbúin í marz í vor. Sagði hann að þetta mál yrði væntanlega tekið upp af nýrri sam- starfsnefnd, sem skipuð verður á næst- unni. Gerð nýrrar reglugerðar er vanda- samt og mikiö verk og mörg sjónarmið verður að sætta í þessu efni. Sagði Hrafn að þótt reglugerðin sem slik yrði tilbúin næsta marz, gæti liðið nokkur timi áður en öll ákvæði hennar væru komin I framkvæmd. -SA. Sams konar þjónusta og að panta hótelgistingu fyrir viðskiptavinina — segir Guðni Þórðarson hjá Iscargo um Búlgaríu- ferðirnar sem flugfélagið auglýsti Skyldi maðurinn vera inni eða úti og hvoru megin glersins ætli myndasmiðurinn standi? Já, það er ekki nóg með að hið efnislega amstur ætli mannfólkið lifandi að drepa, heldur reyna vondir menn með myndavélar einnig að rugla það I kollinum. Er það nokkur furða þótt gamla manninum finnist öruggast að standa grafkvrr, með hendur I vösum f stað þess að velta fyrir sér hvernig völundarhúsið Jörð lítur út? DB-mynd: G„... Jrn. —Upphafið að þessum ferðum er að hollensk ferðaskrifstofa I Amsterdam bað Iscargo að selja fyrir sig i ferðir til Búlgaríu, sem skrifstofan býður upp á. Við töldum okkur það fullheimilt, enda um sams konar þjónustu að ræða og þegar við pöntum bílaleigublla og hótelgistingu fyrir farþega okkar, sagði Guðni Þórðarson hjá Iscargo, er DB hafði tal af honum i gær. Samgönguráðuneytið bannað Iscargo að auglýsa ferðirnar þar sem flug- félagið hefur ekki ferðaskrifstofuleyfi. — SAS hefur í áraraðir selt í ná- kvæmlega sams konar ferðir hér á landi með dönsku ferðaskrifstofunni Globetrotter og hefur SAS ekki heldur ferðaskrifstofuleyfi. Að þessum viðskiptum SAS hefur aldrei neitt verið fundið, og við skulum ætla að islenzkt flugfélag hafi ekki minni rétt í sinu eigin landi en útlenskt. Auglýsingarnar eru aftur ekkert sérstakt kappsmál og við hétum samgöngumálaráðuneytinu þvi að auglýsa ekki Búlgariuferðirnar aftur og þau orð höfum við haldið í bili. Við höfðum aldrei hugsað okkur að fara í strið við ferðaskrifstofur eða önnur flugfélög. Ef hins vegar einhver viðskiptavina Iscargo bæði okkur að panta fyrir sig i ferð til Búlgaríu, myndum við að sjálfsögðu gera það og það er töluverður fjöldi sem ætlar að fara til Búlgariu með þessari hollenzku ferðaskrifstofu sagði Guðni Þórðar- son hjá Iscargo. STOÐSTOLLINN Heilsunnar Góður stóll sem léttir vinnu og eykur vel- líðan. Bakið er fjaór- andi og stillanlegt og gefur mjög góóan stuóning. Halli set- unnar er breytanlegur og hæðarstillingin sjálfvirk. Fáðu þér Stoðstólinn heilsunnar vegna. vegna STÁLIÐJANhf SMIÐJUVEGI 5, KÖPAVOGI, SÍMI 43211 -SA.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.