Dagblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981. Hafsteinn Jónsson fréttaritari Dagblaösins á Hellissandi og Rifi: Indriði uppi og mðri Indriði G. Þorsteinsson rithöf- undur er oft ómyrkur bæði 1 máii og skrifum sínum i dagblaðið Vísi. Skömmu fyrir forsetakosningarnar síðustu birti Vfsir skoðanakönnun sem var heldur óhagstæð fyrir Albert Guðmundsson, frambjóðanda Indriða. Þá lét Indriði þau orð falla á prenti í hita leiksins að Vísir ætti að láta af birtingu skoðanakannana sem gerðar væru eingöngu með hag annarra frambjóðenda en Alberts fyrir augum. Við þessi orð reiddust mjög við- kvæmir aðstandendur Vísis og var brottrekstur Indriða frá blaðinu orðaður um tíma. Nú hefur Indriði sett heldur betur undir þann leka með því að gerast stjórnarformaður útgáfufélags Vísis. Ef ritstjórar Vísis vilja í framtíðinni hirta strákinn Indriða fyrir hortugheit er sjálfum stjórnarformanni blaðsins að mæta i sama stól. Er nema von að blaði þessu haldist illa á ritstjórum! Það eru margar hliðar á video-deil- unni. íbúarfjölmargrafjölbýlishúsa í Reykjavfk og raunar viðar hafa nú komið sér upp innanhússjónvarps- kerfi og er viða setið fram eftir öllum kvöldum — jafnvel fram undir morgun — við að horfa á kvik- myndir, misjafnlega sómasamlegar. Ekki er það þó alls staðar — um eina fjölbýlishúsastöðina i Breiðholti heyrðum við nýlega að um leið og sjónvarpið lokaöi vegna sumarleyfa hafi allar kvöldsendingar verið lagðar niður. Annaðhvort er sjónvarp eða ekki! Þá gerist það í litlum þéttbýlis- kjarna á Suðurlandi að kvikmyndir eru sýndar eftir að dagskrá lýkur á laugardagskvöldum. Er aukasýning- unum venjulega lokið klukkan tæp- lega tvö eftir miðnætti. Um það bil mfnútu fyrir tvö spilar heimastöðin fyrri hluta Rolling Stones-lagsins „Satisfaction”, sfðan er sýnd vel valin ,,blá” kvikmynd og að henni lokinni er spilaður sfðari hluti Satis- faction. .... Og bræðurmr Mike og Danny Pollock eru farmr að hugsa hvor fyrir sinni sólóplötunni. DB-myndir. M 1 \ úr Viðey Haraldur Blöndal, lögfræðingur af Engeyjarætt, kom þar að um daginn þar sem Eirikur Ketilsson stórkaup- maður og Finnur Torfi Stefánsson lögmaður sátu og ræddu nýlega skoðunarferð Alþýðuflokksins út í Viðey. — Þeir Eirfkur og Finnur Torfi eru báðir meiriháttar jafnaðar- menn. — Haraldi þótti þetta ferðalag Alþýðuflokksins skrýtið i miðri súrálstíð og spurði því hvað f ósköpunum kratar vildu sjá úti f Viðey. — Jú, sjáðu til, svaraði Eirfkur með fsköldu augnaráði. — Frá Viðey sjáum við niðurlægingu Engeyjar frá alveg nýju sjónarhorni. Ekki er öll videovitleysan eins „Lífið snýst að mestu um fisk” „Ég er Reykvfkingur og fyrst var maður alltaf á leið í bæinn Kvenf ólagið er eitt hið elzta á landinu „Félagslff á staðnum er talsvert og má nef na kvenfélag, eitt af þeim elztu á landinuog verkalýðs- og ungmenna- félag,” sagði Hafsteinn ennfremur. „Þá er hér starfandi Lionsklúbbur sem er móðurklúbbur annarra slfkra klúbba á Snæfellsnesi. Ungmenna- félagið er að hressa upp á fþróttalffið en það sem menn gera helzt í tómstundum sinum er að dytta að húsum sfnum. Hér búa allir í einbýlis- húsum, annar máti þekkist ekki. Helzta framkvæmd hreppsfélags- ins hefur verið bygging skólahússins. Þrfr efstu bekkir grunnskólans hafa verið í félagsheimilinu Röst. en þeir fara út fyrir fullt og allt f haust þegar skólahúsið verður tekið f fulla notkun. Þá er verið að ljúka byggingu tveggja raðhúsaíbúða í Rifi. Frá Rifi eru gerðir út 6—7 stórir bátar með yfirbyggt dekk þannig að þeir geta sótt langt. Þá er og talsverð trilluút- gerð.” -JH. Utan- - Bubbi, Mikki; Danni og Utangarðsmenn með nýjar plötur Því ekki að bregða sér í bíó í Röst Hellissandi? Það væri margt vitlaus- ara sértu á ferð um Snæfellsnes. Og kfkirðu í bfó þá sérðu Hafstein Jóns- son sem sýnir myndina og selur þér sætindi í hléi. Hafsteinn er einnig fréttaritari Dagblaðsins á staðnum, þannig að í leiðinni gætirðu gaukað að honum frétt. Hann kæmi henni rétta boðleið og þú sæir hana svarta á hvftu næsta dag. ,,Ég hef verið alla vetur á Hellis- sandi frá 1957 og alveg haft fasta búsetu hér frá árinu 1965,” sagði Hafsteinn er blaðamaður DB leit til hans í bfó f Röst. Hasar var mikill í bíóinu, enda blóðug lögreglumynd í gangi og skothvellir glumdu f eyrum. Ekki var annað að heyra á bíógestum er þeir komu út en að vel hefði þeim likað. Fyrst alltaf á leið íbæinn „Ég er Reykvíkingur og fyrst var maður alltaf á leið I bæinn. En konan min er héðan og ég kynntist henni hér, þannig að ég festist. Hún heitir Ingveldur Sigurðardóttir og rekur fataverzlunina Ingu á Hellissandi. Við eigum fjögur börn á aldrinum 6—15 ára. Maður hefur komið nálægt ýmsu á þessum árum og um sjö ára skeiö vann ég á vöktum við lórantækin í Lóranstöðinni á Gufu- skálum. Mannlff á Hellissandi er eins og gengur og gerist í sjávarþorpum. Lífið snýst að mestu um fisk og vinnu í fiski. Þó er það að mfnu mati til batnaðar að fólk er í auknum mæli farið að taka sér sumarfrí og fer mikið til útlanda. Það víkkar sjón- deildarhringinn.” Kfkirðu í bló i Röst þá hittirðu Hafstein Jónsson fréttaritara DB á Hellissandi. DB-myndir Jónas Haraldsson. Fullt af plötum frá garðsmönnum — Við eigum alveg óþrjótandi efni og eina vandamálið er raunveru- lega að við hendum miklu fleiri lögum en við nokkurn tfmann notum, sagöi Ásbjörn Kristinsson Morthens, öðru nafni Bubbi Morthens meðal annars er hann kynnti nýútkomna sólóplðtu sína, „Plágan” íÖðaliádögunum. Varla er hægt annað en að taka undir méð Bubba f þessum efnum. Því að auk sólóplötunnar hans er Mike Pollock með plötu f vinnslu. Danny Pollock mun hugsa sér til hreyfings á sólóplötuvettvangnum og allar Ifkur eru á að Utangarðsmenn hreiðri um sig í Hljóðrita með haustinu og leiki þar inn á nýja plötu. Plata Bubba hefur verið nokkuð kynnt að undanförnu og mun nú seljast grimmt í hljómplötuverzlun- um. Færri sögur hafa farið af plöt- um þeirra bræðra, Mike og Danna. Þeir sendu að vfsu frá sér litla plötu undir titlinum Dirty Dan’s project, sem útleggst verkefni Danna sóða á fslenzkri tungu, en síðan munu þeir hafa haldið hvor í sfna plötuáttina. Mike ætlaði að gera hreina kassa- gftarplötu, en sfðan fékk hann Sigurð Rúnar Jónsson, eða Didda fiðlu, til liðs við sig og er sfðast fréttist höfðu bætzt við bassi og trommur f þrem laganna á plötunni. Minna er vitað um gjörðir Danna bróður hans, en hann mun þó vera með áform uppi um aö gera rokkplötu, enda er hann hreinræktaður rokkari fram í tær og fingurgóma, eins og Bubbi orðaði það. Af framangreindu má sjá að Utan- garðsmenn eru ekki hættir. -ESE FÓLK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.