Dagblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981. 27 B Sjónvarp <§ Útvarp LEIKRIT VIKUNNAR - útvarp kl. 20,05: LIFIÐ ER VEGASALT —ef þú ferð ekki eftir kokkabókum yf irvalda Leikritið f kvöld heitir „Lífið er vegasalt” eftir Sómalíumanninn Nuruddin Farah. Fjallar það um lög- reglurlki og gang þess. Prófessor nokkur situr inni fyrir að hafa ekki hugsað og talað eftir kokkabókum yfir- valda. Stjórnarskipti verða I landinu og liðsforingi úr hinni nýju stjórn heimsækir prófessorinn í fangelsið og býður honum „góða stöðu”. Nuruddin Farah er fæddur 1945 í Sómaliu og starfaði í menntamála- ráðuneyti lands slns. Eftir að hafa lokið háskólanámi i Mogadishu, höfuðborg Sómalfu, fór hann í fram- haldsnám í London. Býr Farah nú á Ítalíu og kennir við háskóla í Vestur- Þýzkalandi, jafnframt þvi að skrifa jöfnum höndum á sómölsku, ensku og ítölsku. Sjálfur segist hann vera i „löngu frii” frá heimalandi sinu þar sem harðstjórinn Barre ræður ríkjum, enda á hann yfir höfði sér fangelsisdóm ef hann snýr heim. Eftir að bók hans, Sæt mjólk og súr, sem er harðorð á- drepa á stjórnarfar þar í landi, ásamt því að vera spennandi skáldsaga, kom út sá Farah sér ekki annað fært en að fara i útlegð. Skáldsögur hans eru nú orðnar fjórar og hefur þeim verið vel tekið á Vesturlöndum. Afstaða hans er einkum að skrifa á móti einræði, kúgun og niðurlægingu í Afríku. Nuruddin var staddur hér á landi i april og hélt þá fyrirlestur um afriskar bókmenntir i Norræna húsinu. Með hlutverkin í „Lifið er vegasalt” fara þeir Árni Tryggvason og Sigurður Karlsson. Þýðinguna annaðist Heba Júlíusdóttir. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson og tæknimaður Ástvaldur Kristinsson. Flutningur leiksins tekur um 40 minútur. -LKM. Edda Erlendsdóttir er ungur, upprennandi pfanóleikari sem hefur haldið tónleika hér á landi og I París. í kvöld verður fluttur pfanóleikur hennar I útvarpssal. DB-mynd Gunnar Öm. PÍANÓLEIKUR EDDU ERLENDSDÓTTURIÚTVARPSSAL — útvarp kl. 20,45: AÐEINS SEX ÁRA BYRJAÐI HÚN AÐ UERA A PIANO 1 kvöld verður fluttur píanóleikur Eddu Erlendsdóttur í útvarpssal. Á efnisskrá er sónata op. 1 eftir brautryðjandann Alban Berg, tilbrigði op. 27 eftir Anton Webern og Þrír pianóþættir op. 1 eftir Arnold Schönberg. Edda Erlendsdóttir, sem nú býr með syni og eiginmanni í París, byrjaði aðeins sex ára að læra á píanó. En það var ekki fyrr en eftir að hún tók stúdentspróf að hún Iagði píanóleikinn eingöngu fyrir sig. Þá lauk hún einleik- araprófi frá tónlistarskólanum hér og fór síðan í t ónlistarháskólann í París f fimm ár og lauk þaðan prófi 1979. Edda hefur síðan haldið tónleika bæði í París og hér heima. Siðustu tónleikar hennar, áður en hún fór aftur til Parísar, voru að Kjarvalsstöðum i byrj un janúar. -LKM. Nuruddin Farah — Hann dvelst I „sjálfviljugri” útlegð frá heimalandi sinu Sómaliu, enda á hann yfir höfði sér fangelsisdóm ef hann snýr heim. DB-mynd: Einar Ólason. VIDEO Video — Tæki — Fiimur Leiga — Sa/a — Skipti Kvikmyndamarkaðurinn — bimi 15480. Skólavörflustíg 19 (Klapparstigsmegin). KVIKMYNDIR GARÐYRKJUÁHÖLD í ÚRVALI Kolsýruhledslan s.f. Seljavegi 12 — 121 Reykjavík — Síml 13381

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.