Dagblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent I „Rauðu herdeildimar hafa unnið orrustuna” —segir einn hinna „iðrandi syndara” sem veitt hef ur lögreglunni lið en þorir það ekki lengur af ótta við grimmilega hefnd Rauðu herdeildanna * Morðið á Roberto Peci veldur lögreglunni á Ítalíu nýjum erfiðleikum: Skæruliðar Rauðu herdeildanna kalla þá „gangandi lik” og hafa heitið því að ráða þá af dögum. Ríkisstjórn ítaliu hefur hins vegar fullan hug á að halda þeim 200 föng- um, sem um er að ræða, á lífi. Fangarnir eru allir fyrrum borgar- skæruliðar, flestir ákærðir eða dæmdir fyrir alvarlega glæpi, sem notfærðu sér ný lög frá 1980 sem gera föngum kleift að minnka refsingu sína með þvi að veita upplýsingar. Opinberlega eru þeir þekktir sem „pentiti” eða iðrandi syndarar en Rauðu herdeildirnar lýsa þeim sem ömurlegum leikbrúðum og það sé mannúðarverk að taka þá af lífi. Morðið á ungum rafmagnsverk- fræðingi, Roberto Peci, í síðustu viku sýndi hversu langt Rauðu her- deildirnar eru reiðubúnar að ganga til að stöðva upplýsingaflóðið. Á átta vikna tímabilinu sem her- deildirnar héldu Peci í gislingu nefndu þær ýmsar ástæður til að rétt- læta þá yfirvofandi aftöku hans. En raunverulegur „glæpur” hans var sá að vera bróðir hins þekktasta af fyrr- um liðsmönnum Rauðu herdeildanna er ákveðið hafa að veita lögreglunni upplýsingar. Rauðu herdeildirnar myrtu Roberto en takmark þeirra var hinn fangelsaði bróðir hans Patrizio og aðrir þeir er svikið hafa herdeildirnar. Patrizio Peci er 28 ára gamall og þremur árum eldri en bróðir hans. Hann hefur lifað taugastrekktri til- veru, einangraður í fangelsi síðan í dögun 28. marz 1980. Samkvæmt opinberum heimildum veitti hann lögreglunni upplýsingar sem leiddu til þess að hún réðst á íbúð í Genoa og skaut til bana fjórá liðsmenn Rauðu herdeildanna. Þetta var einn mesti árangur sem lögreglan hafði náð í baráttunni við Rauðu herdeildirnar á tiu ára ferli þeirra og upplýsingar frá öðrum fyrr- um iiðsmönnum herdeildanna leiddu til þess að tugir manna voru hand- teknir, vopn gerð upptæk og ýmsir felustaðir sveitanna fundust. En morðið á Roberto Peci hefur hrætt hina iðrandi syndara. Ríkis- stjórn Ítalíu er nú undir miklum þrýstingi um að setja ný lög til að verja uppljóstrarana og fjölskyldur þeirra og að bjóðast til að stytta enn frekar fangelsisdóma yfir þeim er gefa upplýsingar. Roberto Sandalo, sem er þekkt- astur hinna iðrandi syndara fyrir utan Peci, lýsir afstöðu uppljóstrar- anna, sem haldið er aðskildum frá um 2500 pólitiskum glæpamönnum öðrum sem dvelja nú í yfirfullum fangelsum ftalíu. „Rauðu herdeildirnar hafa unnið þessa orrustu með því að hræða okkur með hinni hræðilegu hefnd gegn Peci,” sagði hann í viðtali við blaðið Magazine Europeo. Sandalo varaði við því að hann kynni að sniðganga réttarhöldin þar sem hann átti að verða aðaivitni ákæruvaldsins. ,,Ég er hræddur bæði um sjálfan mig og foreldra mína,” sagði hann. Virginio Rognoni innanríkisráð- herra er tregur til að gefa fjölskyld- unum loforð sem ekki er unnt að standa við. „ Algjör vernd er tæknilega ófram- kvæmanleg. En stjórnvöld munu sem vilja láta taka skæruliðana af lífi en ekki draga úr refsingu þeirra. En jafnvel þó stjórninni takist að yfirstíga þessar hindranir og grípi til aðgerða til að hvetja fanga til að veita upplýsingar þá munu þeir er leggja lögreglunni lið stöðugt búa við ótta vegna hótunar Rauðu herdeildanna í janúar síðastliðnum: „Héðan í frá munu „petiti” (iðrandi syndarar) jafnvel vera hræddir við eigin skugga vegna þess að þeir eru aðeins gangandi lík.” (Reutcr) Árið 1978 réðust Rauðu herdeildirnar á bifreið Aldo Moro, fyrrum forsætisráð- herra ítaliu, myrtu fjóra llfverði hans og rændu honum. Sfðar tóku Uðsmenn Rauðu herdeildanna Moro af Ufi. Tveir af forsprökkum Rauðu herdeildanna fyrir rétti á ítaliu. Fjölskyldur þeirra fjölmörgu manna sem fallið hafa hrifnar af frumvarpi rikisstjórnarinnar. fyrir hendi pólitfskra glæpamanna á liðnum árum verða vafalaust ekki Sósíalistaflokkurinn, einn af fimm stjórnarflokkum, hefur samið áætlun um vernd fyrir uppljóstrara með því að veita þeim hjálp til að byrja nýtt líf á erlendri grund. Hætt er þó við að önnur ríki muni ekki gleypa við þeirri útflutningsvöru ítala, þ.e. dæmdum hryðjuverkamönnum. Hvert svo sem innihald hinnar nýju löggjafar verður þá má alveg ganga að því sem vísu að fjölskyldur þeirra hundruða manna sem fallið hafa fyrir pólitiskum glæpamönnum á liðnum árum verða allt annað en ánægðar með tilslakanirnar. Stjórnin getur lika búizt við harðri baráttu á þingi frá hægriflokkum gera allt sem í þeirra valdi stendur,” sagði hann í blaðaviðtali nýverið. Náinn samstarfsmaður Giovanni Spadolini forsætisráðherra sagði i samtali við fréttamann Reutersfrétta- stofunnar að stjómin gerði sér vonir um að geta talið kjark í uppljóstrar- ana með ráðstöfunum sem liklega yrðu kynntar í næsta mánuði. Það frumvarp sem hér um ræðir kveður á um aukna vernd til handa fjölskyldum fanganna svo og föng- unum sjálfum og milda enn frekar en áður dóma yfir jjeim er væru sam- starfsfúsir, að þvi er samstarfsmaður forsætisráðherrans sagði. „Hvort hér er um að ræða 45 gráðu stefnubreytingu eða 180 gráðu breytingu er ekki ljóst ennþá,” bætti hann við. Veikleiki laganna frá 1980 þykir hafa falizt í því að þau ná aðeins til stórlaxa á borð við Peci, sem veitt geta grundvallandi upplýsingar sem leiða til handtöku'og fylgja þeim síðan eftir fyrirrétti. Nýju tillögurnar munu ef til vill fela í sér nokkurs konar sákarupp- gjöf til handa minniháttar glæpa- mönnum sem eiga ella yfir höfði sér allt að níu ára fangelsisvist. Stjórnarandstæðingar úr röðum kommúnista kynntu í síðustu viku til- lögur sínar. Þar er gert ráð fyrir rót- tækri lækkun refsingar til handa þeim sem ákveða að veita lögreglunni lið og fulla sakaruppgjöf fyrir smá- glæpamenn sem veita lið innan ákveðinstíma. Patrizio Peci. Uppljóstranir hans leiddu til þess að lögreglan skaut til bana fjóra liðsmenn Rauðu herdeild- anna. 1 hefndarskyni myrtu Rauðu her- deildirnar bróður Patrizios.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.