Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 13.08.1981, Qupperneq 7

Dagblaðið - 13.08.1981, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981. G Erlent Erlent Erlent Erlent D REUTER Foreldrar unga flóttamanns- ins eru farnir heim Foreldrar þrettán ára gamals skóla- drengs frá Úkraínu, sem varð valdur að millirikjadeilu er hann neitaði að snúa heim frá Bandarikjunum til Sovétríkjanna, hafa nú haldiö heim til Moskvu án sonar síns. Foreldrar drengsins, Michael og Anna Polovchak, flugu frá Washing- ton til Moskvu í gær með sovézkri Aeroflot-flugvél. Þau flutti til Chicago i janúar 1980 en þeim féll ekki lífið í Bandaríkjunum. Þegar þau ákváðu að snúa aftur heim vildi sonur þeirra ekki fara heim með þeim og bað um hæli í Bandaríkjunum sem pólitískur flótta- maður. Sovézk yfirvöld hafa sakað Banda- ríkjamenn um að halda drengnum sem gísl. Lögfræðingur foreldra drengsins segir að foreldrarnir muni halda áfram tilraunum sínum til að fá yfirráð yfir drengnum þannig að honum verði gert að halda heim til Sovétrikjanna. Suður-Afríka: Sprengingar og óeirðir Fjórar öflugar sprengjur sprungu nærri herstöð við Pretoríu í Suður- Afríku í gærkvöldi, að því er talsmaður varnarmálaráðuneytis landsins skýrði frá. Áður hafði lögreglan beitt táragasi til að dreifa um eitt þúsund manna hópi blökkumanna sem staðið haföi fyrir óeirðum í Höfðaborg. Verkamenn vilja vinna átta laugardaga kauplaust: Eining friðmælist við ríkisstjómina — Kaþólska kirkjan fengin til að miðla málum í deilu st jórnvalda og óháðu verkalýðsf élaganna Eining, samband hinna óháðu verkalýðsfélagaí Póllandi, hefurrétt út sáttahönd gagnvart stjómvöldum landsins og hvatt til þess að endi verði bundinn á verkföll og mótmæli í landinu vegna matvælaskortsins. Stjórn Einingar, sem kom saman til fundar í Gdansk i gær, hvatti tíu milljónir félaga í samtökunum til þess að fórna átta af frídögum sínum á laugardögum og leggja þannig lið baráttunni gegn efnahags- öngþveitinu f landinu. Að undanförnu hefur Eining sætt harðri gagnrýni frá stjórnvöldum fyrir aö auka á erfiðleikana í landinu með því að standa fyrir stöðugum mótmælum. Jafnframt hafa stjórn- völd gefið Einingu að sök að ætla sér að verða pólitískt afl sem tekið gæti við völdum i landinu. Stanlislaw Kania, formaður pólska kommúnistaflokksins, gekk í gær á fund Jozefs Glemp, hins nýja yfirmanns kaþólsku kirkjunnar í landinu eftir að hafa óskað eftir þvi að kirkjan reyndi að miðla málum i deilunni. Stjórnvöld hafa að undanfömu lagt áherzlu á nauðsyn þjóðareining- ar og sagt að ella kunni sjálfstæði þjóðarinnar að vera í hættu og hefur það almennt verið túlkað á þá leið að stjórnvöld vari verkalýðshreyfinguna við því að ef haldið verði áfram á sömu braut kunni að koma til sovézkrar íhlutunar í Póllandi. Lech Walesa, leiðtogi Einingar, sagði að verkalýðsleiðtogarnir væru þeirrar skoðunar, að nú væri þýðing- armest aö bæta lífskjörin i landinu, býðingarmeira heldur en aö vinna að auknum réttindum verkamanna. En jafnframt því sem Eining rétti út sáttahönd þá varaði hún stjórn- völd alvarlega við því að halda áfram áróðri gegn óháðu verkalýðs- hreyfingunni og hótaði ella tveggja daga verkfalli prentara í næstu viku. Kania, formaður pólska kommúnistaflokksins, og Jaruzelski forsætisráðherra. Eining hcfur nú rétt þeim sáttahönd. Bandarískur hermaður á verði við herflugstöðina 1 New Hampshire. Þar eru banda- rísku F—16 herþoturnar sem stjórn Reagans hefur margsinnis að undanförnu frestað að afhenda ísraelsmönnum vegna óánægju með harðlinustefnu Begins, forsætis- ráöherra ísraels. Noppy Heilsubó gefur yöur ótal möguleika til notkunar, eru góðar fyrir heilsu yóar, þær má nota heima, í sundlaugunum, ígufubaði, í garöinum, á ströndinni o.s.frv. Töfflumar eni léttar og laga sig eftir fætinum, örva blóö- rásina og auka velKðan, þola olíur og fitu, auðvelt að þrífa þær. Fáanlegar í 3 litum: Gult, rautt, blátt Stærðirnr. 33—44 PÓSTSENDUM Verð kr. 79,70 Skóverzl Þórðar Péturssonar, Kirkjustræti 8 v/Austurvöll. Sími 14181.. Laugavegi 95. sími 13570

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.