Dagblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981. 11 Frakkarnir Fevre og Gruet styttu sér stundir með þvi að tefla. DB-myndir: Bjarnleifur. „Við Frakkar erum vanir verkföllum” — segir ungur maður frá Champagne Við borð eitt í biðsalnum rákust við á tvo Frakka að tafli. Aðspurðir sögðust þeir vera frá hérðinu Champ- agne og heita Fevre og Gruet. „1 Frakklandi erum við mjög vanir verkföllum. Flugumferðar- stjórarnir hljóta að hafa einhverjar ástæður fyrir aðgerðum sínum,” sagði annar Frakkanna, Fevre. „En hver dagur er okkur dýr- mætur. Við erum báðir vinnandi menn og höfum ekki efni á því að missa marga daga af fríinu á þennan hátt.” Sögðust þeir vera á leið til Banda- ríkjanna í sumarfrí. Höfðu þeir farið um ísland ' og dvalið einn dag í Reykjavík. „Mikið svakalega er allt dýrt í verzlunum í Reykjavík. Einn lítri af mjólk kostar 5,60 krónur! Þið íslend- ingar hljótið að hafa rosalegar tekjur til aðgetalifað af,” sagði Fevre. -KMU. „Terrible!” sögðu þær Laura og Petra þegar þær voru inntar eftir því hvernig þeim þætti biðin. „Erum ekki bara reiðar heldur...” — sagði Petra 18 ára frá Bonn og hefur sjálfsagt hugsað eitthvað óbirtingarhæft „Terrible (hræðilegt) var svarið sem blaðamenn fengu þegar þeir spurðust fyrir um líðan tveggja ungra stúlkna sem létu fara vel um sig á bekkjum í biðsalnum. önnur þeirra sagðist heita Laura, 21 árs, og vera frá Illinois í Bandaríkjunum en hin sagðist heita Petra, vera 18 ára og frá Bonn í Vestur-Þýzkalandi. „Við erum ekki bara reiðar heldur. . . ” sagði Petra og blaða- mann grunaði að nokkur vel valin orð kæmu upp i huga hennar. Slíkt væri vel skiljanlegt. „Horrible” (hryllilegt) rumskaði í þriðju stúlkunni sem legið hafði sof- andi við hlið hinna tveggja. Sú sagðist heita Gudrun og vera vinkona Petru. Var hún sömuleiðis frá Bonn og 18 áragömul. Þýzku stúlkurnar tvær voru á leið til Bandaríkjanna með þeirri amerisku sem hafði verið skiptinemi f Evrópu. „Okkur finnst það ósanngjarnt að farþegunum með New York-vélinni skyldi hafa verið ekið á hótel í Reykjavík en við með Chicago-vél- inni þurfum að bíða hér í flugstöð- inni,” sagði Laura. -KMU., EKKIVARD BIÐIN ENDALAUS Flugleiðavélin til Chicago fór frá Kefiavíkurflugvelli um hádegisbilið í gær. Þá höfðu farþegarnir beðið í flugstöðinni í þrettán klukkustundir. Þeir komust áfram vegna þess að flugstjórnarsvæöi Gander á Nýfundnalandi opnaðist kl. 10.30 í gærmorgun. Farþegar New York-vélarinnar voru ekki eins heppnir. Þeir höfðu að vísu fengið að gista á hótelum í Reykjavik. Þeim var ekið í hádeginu í gær til Keflavíkur frá Reykjavík. Þegar þeir komu þangað var ljóst að þeir kæmust ekki strax i loftið. Um kaffileytið í gær var þeim tilkynnt að vélin færi kl. 20. Þeirra bið varð því lengri. Ástæðan sú að erfiðara var að komast til New York en Chicago. -KMU. Fyrstu strandaglóp- arnir frá Grænlandi til Reykjavíkur — ófært milli vestur- og austurstrandar vegna verkfalls loftskeytamanna Um hádegisbilið í dag var græn- lenzka pólarskipið Taladan væntanlegt til hafnar i Reykjavík. Innanborðs eru 46 farþegar sem verið hafa stranda- glópar í byggðunum á austurströnd Grænlands allt frá því að loftskeyta- menn á Grænlandi fóru i verkfall fyrir um hálfum öðrum mánuði siðan.Er þetta fyrsta ferðinaf íjórumsem farnar verða með farþega á milli Grænlands og íslands en enn bíður fjöldi fólks eftir fari. Þorvaldur Jónsson skipamiðlari sagði í samtali við DB að farþegarnir i þessari fyrstu ferð væru Danir og Grænlendingar frá Amgmagsalik og Scoresbysundi, sem beðið hafa fars til Danmerkur og vesturstrandar Græn- lands allt frá því að verkfallið skall á. Sökum verkfallsins hefur allt flug á milli austurstrandarinnar og annarra landshluta lagzt niður og sama gildir um flug milli útlanda og austur- strandarinnar. Munu margir af þeim farþegum sem koma með Taladan í dag taka áætlunarvél til Syðri-Straum- fjarðar á vesturströndinni í dag. Taladan var væntanlegt til hafnar í Reykjavík um hádegisbilið, en skipið lætur aftur úr höfn klukkan 18 í dag með farþega sem komu fiugleiðis frá Danmörku. Næstu daga mun skipið Nanok S fara þrjár ferðir á milli Græn- lands og íslands. Er búizt við að flestir þeirra sem orðið hafa innlyksa vegna verkfallsins, komist með skipinu í þessum ferðum. -ESE. Rokkhæ í G/æsibæ nú er um að gera að skella sér á fimmtudagsrokk frá kl. 9—1, því rokk frá Rocky er ávallt f fremstu vfglínu. Kynningarp/ata kvöidsins: Kaidur og svaiandibjór með Fræbbblunum. Nú fer allt rokkliðið í Glæsibæ í kvöld. Sjáumst hei/ og hress. Jeppaeigendur VM TURBO - DÍSILVÉLIIM HEFIR SANNAÐ ÁGÆTISITT. Vólin er 90 hö Din (110 SAE). við 4200 snúninga, 202 kg, með start- ara, alternator og túrbínu (kkk). Kjörvél í léttari jeppa og japanska 4 WD Pickup. Unimog- eigendur: VM-vélin er standard vél í Unimog sem breytt er í clísil fyrir heri margra landa. Útvegum complett breytisett frá Ítalíu, kúplingshús, kúplingu, véla- festingar o.f I. Kúplingshús eru til í Rússa, Ford, Chevrolet og Scout með beinskipta kassa. Véiar til afgreiðslu strax. óarco 5 33 22 BÁTA— OG VÉLAVERZLUN, LYNGÁSI 6, GARÐABÆ, iSi 5 22 77

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.