Dagblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 13
13 \ Kjallarinn Sigurður Þ. Guðjónsson DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981 ■_ ILEIGUHÚSNÆÐI VERKALÝÐS- FÉLAGANNA útvarpað sama tlmabil á degi hverjum og yfir alla vikuna. Niður- stöðumar úr þessum tveim könnunum voru nær alveg eins. Og ég birti hér svart á hvítu niðurstöðu seinni könn- unarinnar, sem ég held að sé dæmi- gerð yfir dagskrá sumarsins. Vikan 26.7—1.8. Fjöldi stunda S. 15,45 M 16,45 Þ 16,45 M 16,45 F 16,45 F 18,00 L 18,00 Mls 111,45 Klassisk tónlist 2,10 2,10 2,35 2,00 3,10 2,15 1,00 15,20 Yfirleitt er klassísk tónlist flutt í klukkustund á morgnana, aðra klukkustund um miðjan daginn, um kvöldið milli frétta í 20—40 mínútur (oft í tvennu lagi) og eitt kvöldið lauk dagskránni með sérstökum kvöldtón- leikum. Það þarf glópalán Jónasar Haraldssonar til að hitta endilega á þessa þrjá útsendingartíma þegar hann skrúfar frá tæki sínu á sunnu- degi. Fyrir utan þessa sérstöku útsendingartima getur komið fyrir að lítið klassískt lag heyrist á öðrum stundum, en alvarleg og umfangs- mikil klassísk tónlist er ekki flutt á öðrum timum. Eftir kvöldfréttir virðast tónlist- artímarnir vera breytilegir, en miklu styttri, oft aðeins um 15 mínútur. Taflan að ofan leiðir í ljós sannleikann um hið „eilífa sin- fóníugarg” í útvarpinu vikuna 26. júlí til 1. ágúst sem var mjög venju- leg útvarpsvika. Að meðaltali er út- varpað kringum 17 stundir á dag og þar af er flutt klassísk tónlist í 2—2 1/2 stund. Þá eru eftir 14—15 klukkustundir fyrir annað efni. Það er ekki að furða þó kiassiska músíkin í útvarpinu flækist fyrir þeim Dag- blaðsmönnum. Ef skrif þess og fréttir um önnur mál eru byggðá jafntraust- um staðreyndum og réttsýni er ástæða til að vara fólk alvarlega við að taka mark á því. Eftir venjulegum samanburðaraðferðum sýna stað- reyndir að klassisk músík er ekki mikil í útvarpinu (2,15 klst.) að jafnaði dag hvern. Hitt kann að vera, að tilreiðsla þessa efnis til hlustenda sé ábótavant. En ég þekki marga tón- listarunnendur sem vilja einmitt heyra tónana öðru fremur þegar flutt er músík á annað borð en henni er eins og flestir vita oftast ómögulegt að lýsa með orðum þó Dagblaðs- kappar færu eflaust létt með slika íþróttalýsingu. Það mikilvægasta og besta við alla tónlist er beinlínis að hún styðst ekki við hugtök tungu- málsins. Þetta sífellda kjaftæði er alla að drepa. Samt kann að vera að fimmtán klukkustundir á viku með klassískri músík sé þrátt fyrir allt of mikið fyrir suma. Kannski flnnst þeim allt nema eitt stórt núll of mikið fyrir þessa tónlist f útvarpinu. Það er auðvitað sjónarmið út af fyrir sig. En næst þegar þessir snillingar gerast tónlistargagnrýnendur ættu þeir að leiðrétta þann misskilning þjóðar- innar í hálfa öld að í útvarpi dynji sinfóníur lon og don. Þeir eiga áreiðanlega nóg af öðrum krassandi rökum gegn tónlistinni þó þeir viður- kenni að klassísk músík i islenska ríkisútvarpinu fylli aðeins rétt rúm- lega 15 klukkustundir af heilli viku en í hverri viku eru 168 klukkustundir. Slguröur Þór Guðjónsson rithöfundur - Ekki mun um það deilt að horfur i húsnæðismálum leigutaka eru með erfiðasta móti um þessar mundir og margar skýringar tilnefndar. Sú skýr- ing sem einna'trúverðugust þykir er að fjársterkir aðilar ávaxti fé sitt nú frekar í verðtryggðum bréfum eða i bönkum með öðrum hætti, í stað þess að byggja ibúðir eða hús sem ætluð væru til leigu. Viðurkennt neyðarástand kallar vitanlega á opin- berar aðgerðir, svo sem auknar félagslegar byggingar leiguhúsnæðis. Leiguhúsnœði Reykjavíkurborgar Á vegum borgarinnar er verulegt leiguhúsnæði en tvennt er það sem gerir það húsnæði Iitt eftirsóknarvert í augum margra, en það er annars vegar sú tilfmning að með því að leigja hjá borginni sé viðkomandi „kominn á bæinn” og svo hitt að í leiguhúsum borgarinnar er oft og ein- att leiðindaumgengni, sem þrátt fyrir að kannski séu það aðeins fáir sem valda, stimplar alla ibúa viðkomandi húss sem rumpulýð. Af þessum sökum leitar mörg fjölskyldan frekar út í hinn almenna frumskóg leigu- markaðarins þrátt fyrir þá óvissu sem leigjendur þar búa við. Kostir og gallar Kostirnir við leiguhúsnæði borgar- innar eru þeir að leigjendur búa við það er ætla má sanngjarna leigu og það án ótta við að missa húsnæðið óvænt auk þess sem borgin tekur ekki fyrirframgreiðslur likt og gerist í frumskóginum. Gallarnir eru svo þeir sem áður voru taldir auk þess svo að börn í leiguhúsnæði borgarinnar verða oft fyrir aðkasti félaga sinna sökum bú- setu sinnar í þessu tiltekna húsnæði og er það einna versti galli borgar- íbúðanna. Leiguíbúðirnar í frumskóginum bjóða svo þá fjölbreytni að þar er að finna allt ef svo má segja milli himna- ríkis og helvítis og á það við á báða bóga.leigjendur og leigusala. Mikill fjöldi svokallaðra verkamannabústaða hefur verið byggður undanfarin ár. Þar gefst fólki kostur á að kaupa ágætar ibúðir við tiltölulega lágu verði. Verkamannabústaðirnir eru 54 alls, helmingurinn tveggja herbergja en hinn helmingurinn þriggja her- bergja íbúðir, allar sambyggðar. Byggingarkostnaður var tæplega 1/2 milljón kr. og reyndist hann lægri en áætlað var. Verkamennirnir kaupa hver sína íbúð og leggja fram 15% af kostnaðarverði, en eignast síðan íbúðina smátt og smátt á 42 árum, með því að greiða húsaleigu, sem þó er lægri en nú tíðkast á sams konar íbúðum. Hverri íbúð fylgir eldhús"j3g bað og aðgangur að geymslu og þvotta- húsi.” Svo mörg voru þau orð. Nú er útborgunin i verkamannabú- stöðum 20% og lánin til 42 ára. Þetta gerir . þó enn fjölmörgum fjölskyldum kleift að eignast sitt eigið húsnæði og vera má að kjörin nú séu hagstæðari en í upphafi sé til- lit tekið til fjárhags verkalýðsins. Hvað annað? Ekki er mér kunnugt um að verka- lýðsfélögin hafi staðið í byggingu leiguhúsnæðis nema í litlum mæli og til takmarkaðra nota. Þar á ég við sumarhús verkalýðs- félaganna sem eru orðin svo tugum skiptir víðs vegar um land. Bygg- ingarkostnaður sumarhúsa þessara hefur oft orðið býsna hár og líklega ekki ofmælt að smá sumarbústaður hafi oft kostað likt og íbúð í fjölbýlis- húsi. Verð bústaðanna skiptir heldur ekki meginmáli, heldur gerðin sú að byggja á vegum félagasamtaka hús- næði til leigu. Leigu þessara húsa er gjarnan stillt mjög í hóf og það svo mjög að um beina niðurgreiðslu hefur verið að ræða. Leigustarfsemi þessi hefur þó ugg- laust orðið forkólfum verkalýðs- félaganna dýrmæt reynsla og þá er spurningin, hversu mundi verkalýðs- félögunum farnast að byggja fjöl- býlishús, með það fyrir augum að leigja þau út til félagsmanna. Mér sýnist að mörgum fjölskyldum og ekki sist börnum yrði það létt- bærara að búa t.d. í Dagsbrúnar- blokkinni, múrarablokkinni eða öðrum blokkum sem t.d. væru byggðar sameiginlega af fleiru en einu verkalýðsfélagi, heldur en að búa í bæjarblokkunum eins og nú er. Vitanlega þarf Reykjavíkurborg alltaf að eiga nokkurt leiguhúsnæði og mun því halda sínu, en þörfin fyrir annað leiguhúsnæði er mikil og væri afar fróðlegt að heyra álit fulltrúa verkalýðsins á þeirri hugmynd að verkalýðsfélögin tækju upp bygg- ingar Ieiguhúsnæðis. Kristinn Snæland ^ „... börn í leiguhúsnæði borgarinnar verða oft fyrir aðkasti félaga sinna sökum búsetu sinnar í þessu tiltekna húsnæði. Þetta er einn versti galli borgaríbúðanna.” Verkamannabústaðir Eins og öllum er kunnugt, hafa verkalýðsfélögin byggt gífurlegan fjölda söluibúða (verkamannabú- staði) og fá jafnan færri en vilja við hverja úthlutun. 7. maí 1932 er eftir- farandi frétt að lesa í dagblöðum í Reykjavík: „Fyrstu verkamannabú- stöðum i Reykjavík lokið”. „Bygg- ingu verkamannabústaða í Reykjavík er nú að mestu lokið og eru fyrstu fjölskyldurnar að flytja í þá þessa dagana. Lögin um verkamannabústaði voru samþykkt á alþingi 1929, en aðalverkið við byggingu þeirra var framkvæmt á siðastliðnu ári. Kjallarirm Kristinn Snæland

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.